Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 45
STÓRÚTSALA
Skipholti 35 - sími 553 5677
Opið kl. 10-18
Opið laugardagakl. 10-14
Gardínuefni frá 100 kr. metrinn
Rúmteppaefni á 995 kr. metrinn
Öll jólaefni á 200 kr. metrinn
Stórísar, blúndur, vóal og kappar
20—70% afsláttur
og nákvæm röðun ríkja kunni að
taka einhverjum breytingum í fram-
tíðinni eftir því sem hin nýja vísitala
er þróuð betur, þá er það ljóst að Ís-
land skipar sér á bekk með þeim
þjóðum sem fremst standa í um-
hverfismálum og ábyrgri nýtingu
náttúrunnar. Sú staðreynd minnir
okkur á að standa vörð um það sem
vel er gert en er um leið hvatning til
okkar um að hægt sé að gera betur.
Ísland verði
í fararbroddi
Það er metnaður okkar að vera
ekki aðeins á „topp tíu“ lista hvað
sjálfbæra þróun samfélagsins varð-
ar, heldur eigum við að reyna að vera
í fararbroddi á sem flestum sviðum.
Við erum háðari gæðum náttúrunn-
ar en flestar aðrar þjóðir og eigum
að vera fyrirmynd í sjálfbærri nýt-
ingu þeirra. Árangur Íslendinga á
sviði ábyrgrar fiskveiðistjórnunar og
nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa
hefur vakið athygli víða um heim.
Bylting hefur orðið í meðferð úr-
gangs á liðnum árum og stór skref
verða stigin í náttúruverndarmálum
á næstu misserum með stofnun
nýrra þjóðgarða og gerð samræmdr-
ar náttúruverndaráætlunar. Þátt-
taka í gerð umhverfisáætlana í sveit-
arfélögum undir merkjum
Staðardagskrár 21 hefur verið fram-
ar vonum. Þannig mætti lengi telja.
Það er gróandi í umhverfismálum á
Íslandi.
Í lok þessa mánaðar verður haldið
Umhverfisþing, hið annað í röðinni,
þar sem farið verður yfir árangur
undanfarinna ára og stöðu Íslands í
samfélagi þjóðanna. Kynnt verða
drög að nýrri áætlun Íslands um
sjálfbæra þróun. Með henni er ætl-
unin að skerpa áherslur Íslendinga
og framtíðarsýn í umhverfismálum
og auka enn lýðræðislega umfjöllun
um hvert við viljum stefna og hvern-
ig við viljum ná markmiðum okkar.
Hin nýja umhverfisvísitala ætti að
vera okkur góð hvatning á þeirri
vegferð.
Höfundur er umhverfisráðherra.