Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 11 SLÖKKVILIÐ höfuðborgar- svæðisins var kallað út vegna eldsvoða í íbúðarhúsi í Skipa- sundi sl. laugardagskvöld. Þar eyðilagðist íbúð og var íbúi í hús- inu fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Fjölskyld- an sem í íbúðinni bjó var ekki heima og ekki vitað hvar hún var niðurkomin fyrr en hálfri annarri stundu eftir að í kviknaði. Eldurinn kom upp í anddyri hússins, sem er hæð og ris, og hafði ekki breiðst út er slökkvilið- ið kom á vettvang. Slíkur hiti hafði hins vegar myndast innan- dyra að við eldsprengingu lá. Þá hafði sót og reykur borist um alla íbúðina, sem talin er ónýt af þess völdum og hitans. Maður, sem búsettur er í annarri íbúð í hús- inu, hafði farið inn í íbúðina á undan slökkviliðinu og var fluttur á slysadeild vegna gruns um rey- keitrun. Slökkviliðinu gekk greið- lega að slökkva eldinn í húsinu. Morgunblaðið/Júlíus Miklar skemmdir urðu í húsinu af völdum sóts og hita. Eldur í íbúð í Skipasundi EFTIR athugun starfsmanna Landssímans um helgina varð ljóst af hverju sæstrengurinn Cantat 3 bilaði sl. föstudagskvöld og Inter- netsamband Símans til Bandaríkj- anna lá niðri í tæpa tvo tíma. Ljós- gjafi í magnara, miðja vegu á milli Íslands og Kanada, slökkti á sér af ókunnum ástæðum. Eftir að orsök- in var ljós var magnarinn settur aftur í gang og reyndist hann þá í lagi. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum munu tæknimenn skoða næstu daga hvað olli því að ljósgjaf- inn bilaði. Ekki er talin ástæða til þess að það gerist aftur. Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá Kanada var talið að um tækja- bilun í Vestmannaeyjum hefði verið að ræða en svo reyndist ekki vera. Bilunin í Cantat 3 Ljósgjafi í magnara slökkti á sér MAÐUR sem ógnaði hópi fólks með haglabyssu var handtekinn í Sand- gerði aðfaranótt sl. sunnudags. Maðurinn miðaði vopninu á mann og barði hann síðan í höfuðið með vopninu. Að sögn lögreglunnar í Keflavík var tilkynnt um slagsmál á hlaði húss í Sandgerði. Þar var hóp- ur manna samankominn og einn maður sem veifaði þar haglabyssu. Byssan var óhlaðin. Maðurinn var handtekinn og yfirheyrður. Hald var lagt á vopnið. Miðaði hagla- byssu á mann ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, sótti veikan mann til Patreks- fjarðar í fyrrakvöld. Hann var með alvarlega sýkingu í öndunarfærum. Þyrlan fór í loftið í Reykjavík klukkan 21:30 og lenti aftur með sjúklinginn við Landspítalann í Fossvogi tveimur klukkustundum síðar. Tveir læknar voru með í för þyrl- unnar. Jón B. Garðarsson, yfir- læknir á sjúkrahúsinu á Patreks- firði, segir að sjúkdómur mannsins hafi verið þess eðlis að ekki hafi verið vogandi að flytja hann í venjulegri sjúkraflugvél. Pláss hefði verið fyrir einn lækni auk sjúk- lingsins og það hefði ekki verið nóg í þessu tilfelli. Af þeim ástæðum var beðið um þyrluna. Jón segir að þetta hafi ekki haft með neitt annað að gera en rýmið til að athafna sig. Hægt hefði verið að flytja sjúkling- inn í þeim vélum sem Flugfélag Ís- lands hefur en vonlaust sé fyrir tvo lækna að fylgja sjúklingi í þeirri vél sem hafi þjónað Patreksfirði und- anfarin ár. Ekki rúm fyrir tvo lækna í sjúkraflugi Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann SKRIFAÐ verður undir fyrsta samninginn um sjúkraflug á allra næstu dögum, að sögn Dagnýjar Brynjólfsdóttur, deildarstjóra í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu. Fyrsti samningurinn verður gerður við Flugfélag Íslands. Hann er lengst kominn og er auk þess viðamestur. Um leið verður und- irritaður samningur stuðningur við áætlunarflug fyrir Norðurland við Flugfélag Íslands. Dagný segir að í framhaldinu verði skrifað undir samninga við önnur flugfélög um sjúkraflug. Skrifað undir á næstu dögum Sjúkraflugið LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys við Sundlaugaveg og Reykjaveg á sjötta tímanum á sunnudag. Tals- verður viðbúnaður var af hálfu lög- reglu en í ljós kom að um gabb var að ræða og lítur lögreglan málið alvar- legum augum. Tilkynnt var um slys til sendibíla- stöðvar í gegnum opið talstöðvarkerfi sendibíls og hafði starfsmaður sendi- bílastöðvar strax samband við neyð- arlínuna. Þrír lögreglubílar og að minnsta kosti tveir sjúkrabílar voru sendir á staðinn en þá kom í ljós að um gabb var að ræða. Kannaðist starfsmaður sendibílastöðvarinnar ekki við rödd þess sem hafði samband í gegnum tal- stöðvakerfið og tókst lögreglu ekki að hafa upp á þeim sem stóð fyrir gabb- inu. Að sögn lögreglu er talið líklegt að einhver hafi komist inn í opinn sendiferðabíl í borginni og logið til um slys, en lögreglan segir að slíkt sé litið alvarlegum augum og sé refsivert. Mikill viðbúnaður vegna gabbs ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.