Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 37
narar til-
i kennslu-
ára starf
Elna sagði
ri þessi af-
að grunn-
mar á viku.
ára starf
ra starf 22
dur yrði
og við 60
arar gætu
elja þessi
n frekari
Kennslu-
mar að 55
stundir og
9 stundir.
boða sami
urum sem
num í dag.
kkaði um
r og fimm
hins vegar
kks hækk-
f, samtals
t við aðrar
m væru
eða sam-
verulegar
gerðar á
ins. Í síð-
erið farin
ra en áður
nutíma og
nn hefðu
um að sú
nægilega
væri fallið
ðst í ríkari
erðir um
ekki væri
undvallar-
ennara.
a úr
úsund
það væri
rif samn-
. Launa-
ar en hún
mynd um
að nefna
kennslu í
BA- eða
ð rúmlega
unarlaun.
num yrðu
nur. Í lok
04 myndu
þúsund á
kennara
slu myndu
nd á mán-
s. Meðal-
kólakenn-
samnings
ur á mán-
ilvægt að
a kennara
eð þessum
ldarlauna
dagvinnu
breyting-
áramótin
fall upp í
samning-
inn væru skrifaðar sömu launa-
breytingar og á almenna markaðin-
um, þ.e. 3,9%, 3% og 3%. Síðasta
hækkunin, sem kæmi til fram-
kvæmda 1. janúar 2004, væri 1,5%.
Samningurinn rynni úr gildi 1. apríl
2004. Hún sagði að kennarar hefðu
kosið að fá meiri hækkanir í lok
samningstímans en það hefði ekki
náðst fram.
Laun í sumar lækka
ekki þrátt fyrir verkfallið
Kennarar vinna að nokkru leyti
af sér vinnu sem þeir ættu að inna
af hendi yfir sumartímann með
vinnu meðan kennsla stendur yfir í
skólum. Með öðrum orðum er dag-
vinnuvika kennara að vetri til ekki
40 stundir eins og flestra annarra
stétta heldur u.þ.b. 47 stundir.
Verkfall kennara, sem stóð í tvo
mánuði, hefði af þessum sökum átt
að leiða til umtalsvert lægri launa-
greiðslna til kennara í sumar. Elna
Katrín sagði að samið hefði verið
um að þessi sumarskerðing kæmi
ekki til framkvæmda gegn því að
kennarar bættu við sig tiltekinni
vinnu við að koma skólunum í gang
að nýju að loknu verkfalli. Jafn-
framt hefði verið samið um að bæta
við starfstíma skólanna nokkrum
dögum í vor svo að unnt væri að
ljúka kennslu á þessu skólaári.
„Í gegnum ýmsar breytingar á
störfum og því að kennarar eru að
taka á sig aukna ábyrgð tekst á
samningstímanum að breyta dag-
vinnulaunum þeirra og hlut þeirra í
heildarlaunum. Það er mjög mik-
ilvægt, meðal annars með tilliti til
sumarlauna kennara og með tilliti
til eftirlaunagrundvallar kennara.
Þannig að það má segja að við erum
að ná þarna mjög langþráðu tak-
marki að komast upp úr láglauna-
skurði dagvinnulaunanna,“ sagði
Elna Katrín.
„Að okkar mati eru kostnaðar-
áhrifin af þessum samningi sam-
bærileg og samningar á hinum al-
menna vinnumarkaði byggðust á.
Hins vegar eru líka í samningnum
miklar kerfisbreytingar, annars
vegar á mati á vinnutíma og hins
vegar á launakerfinu,“ sagði Gunn-
ar Björnsson, formaður samninga-
nefndar ríkisins.
„Við erum að fara úr mjög nið-
urnegldu og miðstýrðu launa-
ákvörðunarkerfi yfir í heldur opn-
ara kerfi. Launakerfi framhalds-
skólakennara byggðist fyrst og
fremst á því að þeir fengu launa-
hækkun á grundvelli mats á alls
konar menntun, bæði námskeiðum
og öðru. Þessu erum við að hverfa
algjörlega frá og förum yfir í ein-
faldara kerfi þar sem stjórnendur
hafa meiri áhrif varðandi launa-
setningu. Áhrif stjórnenda eru ekki
eins mikil og við hefðum kosið en
þetta er ásættanlegt að okkar mati.
Forstöðumenn fá meiri áhrif á
hvernig kennarar skila sínu vinnu-
framlagi og okkur finnst mikill
ávinningur af því. Í þessu felst
sveigjanleiki,“ sagði Gunnar.
Á síðasta ári greiddi ríkissjóður
samtals um 4 milljarða í laun til
framhaldsskólakennara. Gunnar
vildi ekki gefa upp hver þessi tala
yrði á þessu ári eftir gerð þessa
samnings.
Aukin lífeyris-
réttindi
Gunnar sagði ljóst að sú breyting
á grunnlaunum kennara sem samið
var um í samningnum fæli í sér
hækkun á lífeyrisgreiðslum til
kennara sem eru í B-deild Lífeyr-
issjóðs starfsmanna ríkisins. Þetta
ætti bæði við um þá sem þegar
hefðu hafið töku lífeyris og eins
kennara sem væru enn við kennslu
og væru að vinna sér inn lífeyris-
réttindi. Í B-deildinni taka lífeyr-
isgreiðslur mið af launum eftir-
manns í starfi. Í A-deildinni fara
lífeyrisréttindin eftir iðgjalda-
greiðslum sjóðsfélaga. Iðgjöldin,
sem eru samtals 15,5%, eru greidd
af heildarlaunum en þau hækka
minna en grunnlaunin.
Gunnar kvaðst ekki hafa ná-
kvæmar upplýsingar um hvað
margir kennarar væru í B-deildinni
og því lægi ekki fyrir hvað útgjöld
ríkissjóðs hækkuðu mikið af þess-
um sökum.
ar
-
a
Morgunblaðið/Ásdís
Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, og Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, takast í hendur eftir að hafa undirritað nýjan kjarasamning
á sunnudagskvöld. Milli þeirra stendur Þórir Einarsson ríkissáttasemjari. Alls voru haldnir 60 fundir í deilunni.
na
sl.
nn-
tar
lækk-
m eru
GEIR H. Haarde fjár-
málaráðherra segist
ánægður með að kenn-
araverkfallinu skuli vera
lokið og að skólastarfið sé
komið í gang á ný.
„Samningurinn er von-
andi báðum aðilum til
góðs. Í honum er gert ráð
fyrir miklum skipulags-
breytingum og tilfærslum
launaliða. Þessi samn-
ingur er alveg í takt við
þau samningsmarkmið
sem við höfðum sett okk-
ur,“ sagði Geir.
Geir telur að samning-
urinn gefi skólastjórn-
endum meira svigrúm og
hægt verður að sníða starfið
betur eftir hverjum skóla fyrir
sig. „Ég tel að þessi samningur
komi sér vel fyrir skólana og
skólastjórnendur.“
Fjármálaráðherra sagði að líf-
eyrisskuldbinding vegna þessa
hóps myndi aukast eins og hjá
öðrum ríkisstarfsmönnum. Hann
sagðist telja að það hefði verið
hægt að komast að þessari sömu
niðurstöðu í samningunum án
verkfalls. „Það er gott að þess-
ari launadeilu skuli nú vera lok-
ið. Ég vona að samningurinn sé
góður fyrir báða aðila.
Kennarar fá svipaða hækkun
og var í samningum Verka-
mannasambandsins. Þetta er því
samningur sem er í takt við al-
menna kauphækkun í landinu.
Að vísu er þessi samningur
lengri, eða til vorsins 2004,“
sagði fjármálaráðherra.
Geir sagði að ekki væri búið
að reikna út hvað þessi samn-
ingur kostaði ríkið umfram þann
gamla.
Miklar breytingar að mati
menntamálaráðherra
„Stefnt er að því að ljúka
skólastarfinu með skikkanlegum
hætti miðað við það rof sem
varð á því vegna verkfallsins,“
segir Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra. Hvorki er stefnt
að því að kenna á laugardögum
né lengra fram á sumarið.
Samningarnir fela í sér viða-
miklar breytingar á skólastarfi
og m.a. mun sjálfstæði hvers og
eins skóla aukast.
Björn segir samninginn sem
undirritaður var í gærkvöldi
vera gífurlega breytingu.
„Það er samið til langs
tíma og um ákveðna þætti í
skólastarfinu sem munu
þróast með allt öðrum
hætti en verið hefur í tíð
fyrrverandi kjarasamninga
og það verður tekið öðru
vísi á málum,“ segir Björn.
Hann segist ekki vera
ósáttur við samninginn.
Hann segir að nú verði
unnið að framkvæmd á
markmiðum samningsins
því þau séu fleiri en breyt-
ingar á launalið.
Ráðherra vill ekki tjá sig
um verkfallið sem slíkt og
segir að nú sé unnið að því
hörðum höndum í ráðu-
neytinu að koma skólastarfinu af
stað og leggja grunn að því að
ljúka skólaárinu, auk þess að
breyta reglugerðum í samræmi
við kjarasamninga.
Hann segir að breytingar á
skólastarfinu muni verða nem-
endum auðsjáanlegar. Hann seg-
ir að þeir nemendur sem hafi
íhugað að hætta námi séu sér-
staklega hvattir til að mæta í
skólann og kynna sér hvernig
skólameistarar leggi það upp,
hver á sínum stað, hvernig
skólaárinu verði lokið, en það
verður mismunandi eftir skólum.
Björn bætir við að í samningnum
núna muni sjálfstæði skólanna
aukast og svigrúm skólameist-
ara vaxa til að stýra sínum skól-
um. Hann segir að breytingar á
skólastarfinu muni hefjast núna
fyrir sumarfrí skólanna.
Fjármálaráðherra um nýjan samning framhaldsskólakennara
Geir H.
Haarde
Björn
Bjarnason
Í takt við samnings-
markmið ríkisins