Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 65
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 65
BRASILÍSKI söngvarinn og gítar-
leikarinn Max Cavalera á ansi glæsi-
legan feril að baki og þá sérstaklega
með hljómsveitinni Sepultura, sem
hann og Igor, bróðir hans, stofnuðu
snemma á níunda áratugnum. Sepult-
ura átti stóran þátt í að koma hrash/
death-metal-tónlistinni á hærra flug.
Eftir að hafa slegið allrækilega í gegn
með hinni ógurlegu Beneath The
Remains árið 1989 létu þeir ekki á sér
standa og sendu frá sér hvert meist-
arastykkið á fætur öðru, Arise, Chaos
A.D. og síðast en ekki síst Roots en
það er síðasta plata Max með Sepult-
ura. Hún er af mörgum talin vera
upphafið á ný-metal-stefnunni sem á
gríðarlegum vinsældum að fagna um
þessar mundir.
Eftir að Max sagði skilið við Sepult-
ura stofnaði hann fljótlega hljóm-
sveitina Soulfly. Hljómsveitin sendi
sína fyrstu plötu frá sér fyrir tveimur
árum og á henni mátti finna ágætis
spretti þó svo að ekki sé hægt að tala
um að hún sé eitthvert meistaraverk.
Orðið „hljómsveit“ hæfir sennilega
ekki Soulfly þar sem mikið hefur ver-
ið um mannabreytingar og gesta-
söngvarar skipað stóran sess á plöt-
um sveitarinnar.
Nýlega kom út önnur plata Soulfly
og ber hún nafnið Primitive. Platan er
troðfull af gestasöngv-
urum og við fyrstu
kynni er ekkert sér-
lega góð lykt af stykk-
inu. Back To The Primi-
tive er fyrsta lag
plötunnar og er, að mér
finnst, ekkert sérlega
spennandi. Gítarleikur lags-
ins er leiðinlega óspennandi
en það var jú hann sem maður
féll einna helst fyrir á gullaldarár-
um Sepultura. Fátt annað en blóts-
yrði kemur fram í texta lagsins sem
er heldur hallærislegt.
Í laginu „Pain“ má heyra Grady
Avenell, söngvara hljómsveitarinn-
ar Will Haven, og Chino Moreno úr
Deftones. Lagið hefur því miður ekki
uppá margt að bjóða en þeir Grady og
Chino komast þó vel frá sínu.
Þá er það „Bring It“. Einfalt, kraft-
mikið lag með rólegum millikafla sem
brýtur lagið skemmtilega upp. Tví-
mælalaust betra en lögin tvö á undan.
Corey Taylor, söngvari Slipknot,
mætir til leiks í „Jumpdafuckup“.
Taylor kemur ágætlega út í laginu
sem skilur heldur ekki mikið eftir sig
frekar en hin lögin á undan. Mjög
dæmigert ný-metal-lag. Melódískt
vers og öskur-viðlag. Formúlulag
nánast frá a til ö. Einn og einn kafli
sem stendur upp úr en heildarmynd
lagsins engan veginn fullnægjandi.
Með laginu „Mulambo“ birtir loks
aðeins til á Primitive. Skemmtilega
útfært vers þó að viðlagið nái ekki al-
veg flugi. Hér syngur Max ásamt The
Mulambo Tribe á móðurmáli sínu,
portúgölsku.
„Son Song“ er næst og þar má, sem
fyrr, finna gestasöngvara. Það er
Sean Lennon sem hingað til hefur
ekki haft mikil afskipti af
þungarokki. Hér
má heyra
stemningu sem er töluvert frábrugðin
hinum lögunum. Hljóðfæraleikur er
aðeins afslappaðri en þó ekki um of.
Auk þess að syngja leikur Sean á gít-
ar, píanó og orgel og kemur það ágæt-
lega út. Skásta lag plötunnar til þessa
og bandið sýnir á sér nýja hlið.
Við tekur lagið „Boom“ sem nær
ekki að rífa Soulfly upp úr meðal-
mennskunni og er litlu skárra en upp-
hafslög plötunnar. Enn á ný fáum við
vænan skammt af orðinu „fuck“ í
texta lagsins. Það er sjálfur Tom Ar-
aya, söngvari hljómsveitarinnar Slay-
er, sem hjálpar til í laginu „Terrorist“.
Lagið er ágætt, mikið um kaflaskipti
og loksins eitthvað að gerast á gít-
arnum. Terrorist er langbesta lag
Primitive og það er ekki síst fyrir til-
stilli Tom Araya.
„The Prophet“ má setja undir sama
hatt og upphafslög plötunnar, þunnt
ný-metal-lag þar sem fátt er um fína
drætti. „Soulfly II“ er instrumental-
lag leikið á slagverk, píanó og
strengjahljóðfæri. Vel útfært og ljúft
lag. „In Me- mory
of...“ er lag til
heiðurs
nokkrum
föllnum
félögum og ætti frekar heima á hip-
hop-plötu en hér en er þó alveg ágætt.
Hér eru þrír meðlimir Cutthroat Log-
ic mættir Max til stuðnings.
„Flyhigh“ er ágætis lag ef undan-
skilið er hörmulegt viðlag sem passar
engan veginn inn í. Þar heyrum við
kvenmannsrödd syngja línu sem gæti
sómt sér vel í R’n’B-lagi! Ekki veit ég
alveg hvað Max er að fara með þessu
lagi.
Ég vona að Max Cavalera hætti
þessum eilífa eltingaleik við peninga
og komi með alvörurokkplötu næst.
Hann hefur sýnt það og sannað að
hann er með betri lagasmiðum sem
komið hafa fram í rokkinu undanfar-
inn áratug og gaman væri að sjá hann
nýta þá hæfileika til fullustu. Ég þyk-
ist nokkuð viss um að þessi lög eigi
eftir að sóma sér vel á tónleikum en
Soulfly hefur getið sér gott orð fyrir
kraftmikla spilamennsku á tónleikum
og vakti m.a. mikla athygli á Ozzfest-
hátíðinni í Bandaríkjunum í sumar.
Primitive er því miður langlakasta
plata Max Cavalera til
þessa og ég vona
að hann rífi sig
upp úr þessu
rugli. Hann hef-
ur upp á margt
að bjóða þegar
hann tek-
ur sig til.
ERLENDAR
P L Ö T U R
Smári Jósepsson, útvarps- og
tónlistarmaður, skrifar um
Primitive með Soulfly.
Cavalera
í ruglinu
Primitive er önnur plata Soulfly,
hljómsveitar Sepultura-
söngvarans fyrrverandi
Max Cavaleras.
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4543-3700-0029-4648
4543-3700-0036-1934
4543-3700-0034-8865
4507-4100-0006-6325
4548-9000-0056-2480
4543-3700-0027-8278
4507-4500-0028-0625
4507-2800-0004-9377
! "#
"$% &'
()( )$$$
Opið frá kl. 10.00 til 18.00
Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík.
ALVÖRU ÚTSALA
Ótrúlega lágt verð
70-80% afsláttur
H E F S T Í D A G
Dæmi um verð Áður Nú
Bolur 2.600 600
Vatterað vesti 3.400 900
Bómullarpeysa 5.800 900
Dömuskyrta 4.500 900
Turtleneck-bolur 3.500 800
Slinky-sett 5.900 1.200
Sítt pils 3.200 900
Dömugallabuxur 4.600 1.300
Herraflíspleysa 4.300 1.200
Herraskyrta 4.300 900
Einnig fatnaður í stærðum 44-52