Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÝSKA varnarmálaráðuneytið stað- festi í gær að Atlantshafsbandalagið, NATO, hefði þegar í júlí varað við mengunarhættunni sem stafað gæti af úranhúðuðum sprengikúlum er bandarískar herflugvélar notuðu gegn skriðdrekum Serba í Kosovo. Talsmenn Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum sínum vegna málsins og fjallað verður um mengunarhætt- una á fundi fastafulltrúa NATO í Brussel í dag. Er búist við harðri gagnrýni á Bandaríkjamenn en flug- menn þeirra beittu úransprengjun- um gegn Serbum. Bresk stjórnvöld sögðu í gær að notuð hefðu verið úran-skotfæri á æfingum þar í landi undanfarin tíu ár en ekki væru vísbendingar um teljandi hættu á heilsufarstjóni eða umhverfisspjöll. Vladímír Pútín, for- seti Rússlands, sagði í gær að beiting NATO á hervaldi gegn Serbum hefði verið „óafsakanleg“ og kanna þyrfti „hvers vegna þessi vopn hefðu verið notuð og hverjar afleiðingarnar hefðu orðið“. Yfirmaður Umhverfisverndar- áætlunar Sameinuðu þjóðanna, Klaus Töpfer, hefur gagnrýnt NATO fyrir tregðu í sambandi við veitingu upplýsinga um hugsanleg hættusvæði í Bosníu og Kosovo eftir loftárásirnar á Serba. Nefnd á veg- um SÞ hefur stundað rannsóknir í Kosovo með tilliti til mengunar af völdum úranleifanna og á Kristín Vala Ragnarsdóttir, aðstoðarpró- fessor í jarðefnafræði við Bristol-há- skóla, sæti í henni. Ekki er búist við endanlegri niðurstöðu fyrr en í mars. Í áðurnefndu skjali NATO, sem þýska blaðið Berliner Morgenpost birti, var minnst á „hugsanlega eitr- unarhættu“ og hermönnum og starfsmönnum hjálparstofnana ráð- lagt að grípa til „varúðarráðstafana“. Talsmenn þýska ráðuneytisins segja að strax hafi verið brugðist við bréf- inu og hermönnum á svæðum sem skotið hafði verið á með kúlum af þessu tagi, sagt hvernig þeir ættu að verja sig fyrir hugsanlegri hættu frá leifum skotfæranna. Staðreyndir verði uppi á borðinu Fulltrúar Bandaríkjastjórnar segja að gerðar hafi verið miklar rannsóknir til að ganga úr skugga um hugsanlega hættu. Þær hafi ekki sýnt fram að hún væri til staðar. Rudolf Sharping, varnarmálaráð- herra Þýskalands, tók í gær undir með Bandaríkjamönnum. „Allar staðreyndir um málið eiga að vera uppi á borðinu – en aðeins staðreyndir,“ sagði hann í grein í blaðinu Bild. Scharping sagði að ekki væri ætlunin að rannsaka heilbrigði um 60.000 Þjóðverja sem hafa verið í friðargæsluliði eða gegnt öðrum hjálparstörfum á Balkanskaga. Gerhard Schröder kanslari Þýska- lands, sagðist í gær vera andvígur því að notuð væru úran-skotfæri. „Ég er mjög tortrygginn gagnvart skotfærum er geta verið hættuleg hermönnum sem meðhöndla þau,“ sagði kanslarinn og sagði brýnt að kannað yrði hvort tengsl væru milli úransins og sjúkdómstilfellanna. Engu mætti leyna í þeim efnum. „Við munum taka þátt í rannsóknum sem gerðar verða af hálfu NATO og flytja hermenn okkar á brott frá hættusvæðum,“ sagði hann. Skýrt hefur verið frá því að þýsk- ur hermaður, sem gegndi störfum í Bosníu, hafi greinst með hvítblæði. Vitað er um fimm tilvik hvítblæðis í ítölskum friðargæslumönnum sem gegnt hafa störfum á Balkanskaga og eru þeir látnir en 12 að auki eru veikir. Orsakir krabbameins eru hins vegar oft margvíslegar og flókið getur verið að greina hvort geislun hefur verið einn af þáttunum. Rýrt úran er lítið geislavirkt. Mesta hættan sem heilsu manna get- ur stafað af leifum úr skotfærunum er sögð vera vegna málmeitrunar en úran er eins og ýmsir fleiri málmar eitraður þungmálmur. Úran er nær tvöfalt þyngra en blý og er ekki að- eins notað í vissar gerðir af byssu- kúlum heldur einnig stundum í bryn- vörn. Úran-málmur sem finnst í náttúrunni er gerður úr tveim sam- sætum, önnur er úran 235 og hin úr- an 238 sem er uppistaðan í náttúru- legu úrani, að sögn Sigurðar M. Magnússonar, forstöðumanns Geislavarna ríkisins. En aðeins er hægt að nota fyrrnefndu gerðina í kjarnasprengjur og eldsneyti í orku- verum. Þarf því að breyta samsetn- ingunni á málminum, aðgreina massann í 235 frá hinni gerðinni með ákveðnum aðferðum, „auðga“ málm- inn. En við þær aðgerðir verður til mikið af aukaafurð sem nefnt er rýrt úran og er það mun minna geisla- virkt en auðgaða úranið. „Mikill hiti myndast þegar kúla sem húðuð er rýrðu úrani lendir á skotmarki og við brunann getur myndast úranoxíð,“ segir Sigurður. „Þetta efni leysist mjög illa upp í vatni. Það merkir að ef menn anda að sér ryki með slíku oxíði festast fín- ustu agnirnar ef til vill í lungunum og geta borist þaðan í blóðið. Geislunin er hins vegar svo lítil og ekki langt síðan hermennirnir komust í snert- ingu við málminn, meðgöngutíminn svo stuttur að fremur erfitt er að sjá orsakasamhengi þarna á milli.“ Áhyggjurnar af úran-skotfærum Viðvörun frá NATO þegar sumarið 1999 París, Hanover, Brussel, London. AP, AFP, The Daily Telegraph.                                  !   "  # $    % &        "     ' (    )'  #  '     %                                          !     "  #        $                  *+,-. /0    '            1 2  ,30               14+* 54.$677+89*+:;  9<:=* >&4+<:< =<> $4>:,9=4>9::=: ?  "   #   ##      !  <' )'               )           !" #      $ # %%%  & '  #  (#   ' # )  *  +#  $*   * '-  !./!   ' ,-       01'  ! #2  &   $*    ,- #+   3 4  ,    ,-#+  '*    AUGUSTO Pinochet, fyrrverandi einræðis- herra í Chile, mætti ekki í læknisskoð- un sem dóm- arinn Juan Guzman Tapia hafði úrskurðað að hann skyldi gangast undir sl. sunnudag. Pinochet hélt sig þó ekki innandyra allan dag- inn, því til hans sást á leið til messu í einkakapellu við heim- ili hans í Bucalemu, vestur af Santiago. Læknisrannsókn- inni var ætlað að leggja grunninn að yfirheyrslu yfir einræðisherranum fyrrver- andi, sem fara mun fram í dag. Lögfræðingar Pinochets reyndu að koma í veg fyrir hana, en hæstiréttur Chile komst að þeirri niðurstöðu sl. föstudag að rannsókn Guzm- ans skyldi fram haldið og hafnaði beiðni lögfræðinganna um að víkja Guzman frá mál- inu. Alls er Guzman með um 200 greinargerðir vegna hugs- anlegra málaferla á hendur Pinochet til skoðunar. Hugsanleg málaferli yfir Pinochet, sem fór með völd í Chile frá 1973-1990, hafa vakið heimsathygli, m.a. vegna þess að þau opna fyrir möguleika á lögsókn á hendur öðrum ein- ræðisherrum. En samkvæmt lögum í Chile verður Pinochet frjáls ferða sinna, sýni lækn- isrannsókn að hann sé ekki heill á geðsmunum. Lögfræð- ingar hans hafa lengi haldið því fram að skjólstæðingur þeirra sé ekki nægilega hraustur til að þola réttarhöld, en hann þjáist af sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum og að þeirra sögn af minnisleysi. Pinochet mætti ekki í læknis- skoðun Augusto Pinochet Réttarhöld í Chile Santiago. AFP, AP. ANDSTÆÐINGAR væntanlegrar ríkisstjórnar Bush fengu byr í segl- in um helgina þegar upp komst að væntanlegur atvinnumálaráðherra, Linda Chavez, hýsti ólöglegan inn- flytjanda í upphafi tíunda áratug- arins. Chavez var áður en mál Mörtu Mercado, en svo heitir innflytjand- inn, kom upp á yfirborðið meðal ráðherraefnanna sem eru hvað um- deildust. Chavez er t.d. á móti lág- markslaunum og ýmsir hópar, þ.á m. verkalýðsfélög, höfðu áður en Mercado-málið kom upp heitið því að berjast gegn staðfestingu öld- ungadeildarinnar. Ráðherraefni gangast undir yfirheyrslur öld- ungadeildar áður en útnefning þeirra verður staðreynd. Aðrir sér- lega umdeildir frambjóðendur eru þeir John Ashcroft, væntanlegur dómsmálaráðherra, og Gail Norton, væntanlegur innanríkisráðherra. Chavez er þó í langverstu stöð- unni af þeim þremur. Málið kom fyrst upp á yfirborðið í fréttum á sjónvarpsstöðinni ABC á sunnu- dag. Liðsmenn Bush og Linda Chavez sjálf hafa staðfest að konan hafi búið á heimili hennar á árunum 1992-1993. Hins vegar fer tvennum sögum af því hvort að Chavez hafi vitað af því að hún hafi verið ólög- legur innflytjandi. Chavez ekki vinnuveitandi Mercado Að sögn Tucker Eskew, tals- manns undirbúnings stjórnarskipt- anna, grunaði Chavez að Mercado væri ólöglegur innflytjandi en hún hefði ekki gefið þeirri hlið mikinn gaum þar sem hún hefði ekki verið vinnuveitandi Mercado. Chavez varði gjörðir sínar í í samtali við The Washingtonton Post og sagði að hún reyndi ávallt að hjálpa fólki sem til hennar leitaði en neitaði að ræða málið í smáatriðum. Marta Mercado segir í samtali við blaðið að hún hafi sagt Chavez frá því að hún væri ólöglegur inn- flytjandi þremur mánuðum eftir að hún flutti inn í hús hennar 1991. „Ég var ekki í vinnu hjá henni,“ sagði Mercado og sagði að hún hefði litið á fjárhæðir þær sem Chavez lét henni í té öðru hvoru, að upphæð sem svarar 8.000– 16.000 ísl. kr., sem vináttuvott. Daschle harðorður Leiðtogi öldungardeildarinnar, demókratinn Tom Daschle, var mjög harðorður í gagnrýni sinni á Chavez eftir að Mercado-málið kom upp og sagði í viðtali við CBS- sjónvarpsstöðina að það lægi ekki ljóst fyrir nú hvort umdeildari til- nefningar Bush yrðu samþykktar. Hann sagði að ef í ljós kæmi að Mercado hefði verið í vinnu hjá Chavez væri alvarlegt vandamál komið upp. Um atvinnumálaráð- herra væri að ræða og hann ætti að gefa gott fordæmi og fara að lögum. Bandaríska alríkislögreglan hef- ur yfirheyrt Chavez og Mercado í kjölfar uppljóstrunarinnar en þar að auki eru ráðgjafar Bush að skoða málið ofan í kjölinn. Mál Chavez þykir minna á útnefningu Bills Clintons á Zoe Baird í emb- ætti dómsmálaráðherra árið 1993 en Baird dró sig í hlé þegar upp komst að hún hafði ráðið ólöglegan innflytjanda sem barnfóstru og borgaði ekki almannatryggingar fyrir hana. Talsmaður stjórnar- skiptanna hafnaði þó samlíking- unni. Bush sjálfur var einnig fullur trausts í garð Chavez þegar hann talaði við blaðamenn í gær og sagðist treysta henni vel fyrir ráð- herraembættinu. Linda Chavez, væntanlegur atvinnumálaráðherra Bush, á undir högg að sækja Hýsti ólöglegan innflytjanda Austin, Washington. AP, AFP. Reuters Linda Chavez sem tilnefnd hefur verið í embætti atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna í væntanlegri ríkisstjórn George Bush.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.