Morgunblaðið - 09.01.2001, Síða 66
FÓLK Í FRÉTTUM
66 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÝ tónleikaröð verður ræst í gang á
Gauki á Stöng í kvöld undir nafninu
Vélvirkinn, en glöggskyggnir les-
endur kannast líkast til við sam-
nefnda útvarpsþætti sem voru á dag-
skrá Rásar 2 fyrir stuttu. Þættirnir
eru víst í fríi um þessar mundir en í
þeim voru þeir Undirtónabræður Ís-
ar Logi Arnarson og Ari S. Arnarson
umsjónarmenn og viðfangsefnið raf-
tónlist af ýmsu tagi. Slík tónlist verð-
ur enda í brennidepli í þessari tón-
leikaröð sem hugsuð er sem
mótvægi við Stefnumótaröðina lang-
lífu og verða uppákomurnar haldnar
til skiptis öll þriðjudagskvöld.
„Vélvirkinn á hljómleikum“ er í
umsjá áðurnefnds Ísars og Örlygs
nokkurs Örlygssonar. Aðspurður
sagði Ísar að allra handa raftónlist
yrði í forgrunni þó þeir muni leyfa
sér frávik frá því eftir hentugleik.
Nú séu Stefnumótin hugsuð sem
rokkvæn kvöld á meðan Vélvirkjan-
um sé ætlað að búa raftónlistinni far-
sæla tónleikaumgjörð.
Ísar áréttar að í ljósi ýmissa nei-
kvæðra hræringa í útvarpsmenn-
ingu landsins álíti hann kvöld sem
þessi kærkomin. „Yfirskriftin að
þessu gæti verið að ef fólk vill hlusta
á einhverja almennilega tónlist þá
verður það bara að fara út á tón-
leika.“ Örlygur bætir við að nú sé
ræktin við íslenska tónlist í raun
komin út úr útvarpinu og inn í
skemmtistaðina.
Þeir sem munu ríða á vaðið eru
listamennirnir Biogen og Plastik og
hljómsveitin Singapore Sling. Kvöld-
ið hefst klukkan 21 og er aðgangs-
eyrir 500 kr.
Vélvirkinn á Gauknum
Ný tónleikaröð gangsett
Morgunblaðið/Golli
Vélvirkjarnir Örlygur Örlygsson og Ísar Logi Arnarson hyggjast hlúa
að raftónlistinni á Gauknum í vetur.
Mumbai, Indlandi, 8. janúar. Ágeng betlibörn, hvött áfram af mæðrum
sem halda sig fjær, safnast að ferðalöngum um leið og þeir eru lausir úr
vernduðu umhverfi flugstöðvarinnar í borginni Mumbai, sem áður hét
Bombay. Í Mumbai eru enn og aftur greinilegar hinar margumtöluðu and-
stæður indversks samfélags. Þessi átján milljón manna borg leggur sam-
félaginu til meira en fjórðung þess tekjuskatts sem innheimtur er í þessu
ríki milljarðs íbúa, en engu að síður er stærsta fátækrahverfi Asíu umhverf-
is flugvelli borgarinnar. Þannig má hlið við hlið finna margra ferkílómetra
byggð af kassafjala- og bárujárnskofum og miðborg þar sem fermetraverð-
ið jafnast á við það í New York og Tókýó.
Ákveðnar móttökur betlibarna
Morguinblaðið/Einar Falur
Dagbók ljósmyndara