Morgunblaðið - 17.01.2001, Síða 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
8 SÍÐUR
Sérblöð í dag www.mb l . i s
Teiknimyndasögur
Myndir
Þrautir
Brandarar
Sögur
Pennavinir
Stefán og Gunnar
dæma á HM / C1
KR-ingar hafa talað við
David Winnie / C1
4 SÍÐUR 4 SÍÐUR
Í VERINU í dag er m.a. sagt frá útflutningi á fiskimjöli
á síðasta ári, fjallað um valhæfni veiðarfæra og rætt
við íslenska útgerðarmenn í Brasilíu.
GENGI hlutabréfa í deCODE,
móðurfélagi Íslenskrar erfða-
greiningar, lækkaði um 0,75
dollara á hlut, eða um 7,89%, á
Nasdaq-markaðnum í New
York í gær en þá lauk svoköll-
uðu læsingartímabili með bréf
félagsins.
Gengi bréfanna er nú 8,75
dollarar á hlut en á föstudag
var lokagengi bréfanna 9,50
dollarar. Gengi bréfanna hefur
lægst farið í 6,688 dollara á
hlut.
Gengi
deCODE
lækkar um
7,9%
ÓLAFUR Jónsson, framkvæmda-
stjóri fiskeldisstöðvarinnar Rifóss í
Kelduhverfi, segir að menn telji sig
sleppa vel ef ekki nema helmingur
af fiski stöðvarinnar hefur drepist.
Talið er að tjón stöðvarinnar nemi
tugmilljónum króna en af ókunnum
orsökum drapst stór hluti af um 450
tonnum af fiski sem var í kvíum um
síðustu helgi. Þó er hugsanlegt talið
að um eitrun hafi verið að ræða frá
rotnunarbakteríum.
„Við höfum verið að leggja pen-
inga til hliðar til mögru áranna en
ég bjóst nú ekki við svona skelli. Ég
óttaðist frekar ísrek eða sjúkdóma.
Við höfum því einbeitt okkur að
ýmsu öðru en þessu enda veit ég svo
sem ekki hvernig ætti að verjast
þessu,“ segir Ólafur.
Hann segir það þekkt fyrirbæri í
vötnum að rotnun jurtaleifa sé mikil
á haustin. Þetta eigi sér stað á botn-
inum án þess að nokkur verði þess
var. Ekki hafi verið talið að mikil
hætta stafaði frá rotnuninni þar
sem veturnir eru kaldir hérlendis.
Hann segir að veður hafi hins vegar
verið óvenjugott síðasta sumar og í
vetur hafi verið um 5 gráða hiti að
jafnaði en sé yfirleitt ekki nema 1–2
gráður.
Ekki eitrun
til langframa
Undanfarið hafi verið langvar-
andi sunnanvindur og hugsast geti
að vindurinn hafi sett þetta ferli af
stað og bakteríur komist ofar í vatn-
ið. Við þessar aðstæður geti mynd-
ast brennisteinsvetni í vatninu.
Þetta gerist afar hratt og sé sömu-
leiðis afstaðið á skömmum tíma.
Ólafur segir að fiski hafi verið slátr-
að í gær og ekkert hafi amað að
honum. Þetta sé því ekki eitrun til
langframa nema síður sé. Sá fiskur
sem hafi sloppið sé alveg eðlilegur.
Tjón Rifóss vegna laxadauðans nemur tugum milljóna
Bakteríueitrun talin
hafa drepið laxinn
Ólafur Jónsson framkvæmda-
stjóri við kar með dauðum fiski.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Starfsemi Rifóss er haldið áfram og í gær var unnið að því að slátra ósýktum fiski.
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hef-
ur sent Bókunarmiðstöð Íslands
bréf þar sem gerð er athugasemd
við auglýsingu um „flugfrelsi“ sem
birtist nýverið í Morgunblaðinu.
Samkvæmt upplýsingum úr sam-
gönguráðuneytinu er tilefni bréfs-
ins það að Bókunarmiðstöðin hefur
ekki leyfi til rekstrar ferðaskrif-
stofu og er þar af leiðandi ekki með
þær tryggingar sem ferðaskrifstof-
um ber að vera með.
Í auglýsingunni kemur fram að
þeir sem hafi áhuga á að nýta sér
ferðir flugfrelsis geti hringt í síma-
númer hjá Bókunarmiðstöð Ís-
lands, fengið upplýsingar um þær
ferðir sem eru í boði og bókað í
þær. Engin ferðaskrifstofa er
nefnd í auglýsingunni, en á síðasta
ári buðu Samvinnuferðir-Landsýn
upp á ferðir í nafni flugfrelsis.
Að mati samgönguráðuneytisins
er auglýsingin í ósamræmi við lög
um skipulag ferðamála þar sem
m.a. er kveðið á um rekstrarleyfi
ferðaskrifstofa. Samkvæmt lög-
unum má enginn aðili selja eða
auglýsa ferðir nema hafa áður afl-
að sér tilskilins leyfis til rekstrar
ferðaskrifstofu. Til að fá slíkt leyfi
þarf viðkomandi ferðaskrifstofa
m.a. að leggja fram tryggingar.
Bókunarmiðstöð Íslands er ekki
með leyfi til ferðaskrifstofu-
rekstrar og má þar af leiðandi ekki
selja flugferðir að mati ráðuneyt-
isins.
Bókunarmiðstöðin
er ekki með ferða-
skrifstofuleyfi
Athugasemd gerð við
blaðaauglýsingu um flugfrelsi
RAFIÐNAÐARSAMBANDIÐ og
Landssíminn hafa gengið frá nýj-
um kjarasamningi fyrir rafiðnað-
armenn og félagsmenn í Félagi ís-
lenskra símamanna, sem starfa hjá
fyrirtækinu. Skrifað var undir
samning vegna um 250 rafiðnaðar-
manna sem starfað höfðu skv.
eldri samningi RSÍ á föstudag og
sl. mánudagskvöld var skrifað
undir nýjan kjarasamning sem
nær til um 800 félagsmanna í FÍS,
sem gengu í Rafiðnaðarsambandið
á seinasta ári.
Samkvæmt upplýsingum Guð-
mundar Gunnarssonar, formanns
RSÍ, voru gerðar töluverðar breyt-
ingar á samningstexta til samræm-
is við aðra samninga RSÍ í samn-
ingi símamanna. Samningstími er
til 30. nóvember 2004 og eru
áfangahækkanir þær sömu og í
öðrum samningum sem sambandið
hefur gert. Launatöflu var breytt
og lægstu laun hækkuð umtals-
vert, að hans sögn. Innröðun í
launatöflu var endurskoðuð, orlof
lengt um einn dag og veikinda- og
tryggingakafli færður til samræm-
is við aðra samninga RSÍ.
Aðspurður sagðist Guðmundur
vera ánægður með samninginn.
„Þetta fyrirtæki er að koma úr op-
inbera kerfinu og út á almennan
markað og er að fikra sig úr þess-
um niðurnegldu launakerfum yfir í
opnu markaðslaunakerfin, sem við
höfum verið með frá 1987. Það hef-
ur verið byggt á ákveðnum gólfum
en ekkert verið skilgreint hver eigi
að vera hvar, starfsaldur, stjórnun
eða annað þess háttar, heldur hef-
ur verið samið um það í einstak-
lingsbundnum samningum. Það
gerði okkur svolítið erfitt fyrir að
búa til samning sem næði yfir
báða hópana og tryggði að þeir
sem sátu eftir á gömlu launatöxt-
unum fengju svipaðar hækkanir og
við höfum verið að semja um í
launakerfissamningum,“ sagði
hann.
Samningar við
Landsvirkjun á lokastigi
Viðræður RSÍ og Landsvirkjun-
ar um endurnýjun kjarasamninga
eru einnig á lokastigi þar sem
samkomulag hefur náðst um nán-
ast öll atriði nýs samnings að því
frátöldu hvernig staðið verði að
innröðun í nýtt launakerfi. En von-
ir standa til að hægt verði að
ganga frá samningum eftir fundi
með félagsmönnum í dag.
Nýr samningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Landssímans gildir til 30. nóvember 2004
Samið fyrir rúmlega
1.000 félagsmenn
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR hefur, að
beiðni félagsmálaráðuneytisins,
afturkallað beiðni sína um uppboð
á tugum félagslegra íbúða í eigu
Vesturbyggðar og einstaklinga.
Langvarandi vanskil hafa verið á
lánum vegna íbúðanna og birtist
uppboðsauglýsing sýslumannsins á
Patreksfirði í Morgunblaðinu á
sunnudag, þar sem tilgreindar
voru m.a. 20 íbúðir í eigu Vest-
urbyggðar, flestar á Patreksfirði.
Guðmundur Bjarnason, forstjóri
Íbúðalánasjóðs, segir vanskilin
vera orðin gömul og að stofnunin
hafi margoft frestað uppboðsbeiðni
sinni til sýslumanns. Hann segir
ennfremur að málefni félagslega
íbúðakerfisins séu í vinnslu hjá
sérstakri samstarfsnefnd Íbúða-
lánasjóðs, félags- og fjármálaráðu-
neyta og Sambands íslenskra sveit-
arfélaga.
Uppboðs-
beiðni aft-
urkölluð
Vesturbyggð