Morgunblaðið - 17.01.2001, Side 14
FRÉTTIR
14 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HÖRÐ gagnrýni á ríkisskattstjóra,
skattstjórann í Reykjavík og Yf-
irskattanefnd kemur fram í grein
Guðmundar Jóelssonar endurskoð-
anda í nýjasta fréttabréfi löggiltra
endurskoðenda. Þar rekur Guð-
mundur mál umbjóðenda sinna,
sem Yfirskattanefnd úrskurðaði
um fyrir nokkru í óhag umbjóðend-
anna. Í úrskurðinum telur Guð-
mundur hins vegar koma fram at-
hyglisverða túlkun á tímamörkum
sem skattyfirvöldum eru sett til að
afgreiða mál. Þar átelur Yfir-
skattanefnd skattstjórann í
Reykjavík fyrir að hafa farið „frek-
lega“ fram úr þeim fresti sem hon-
um er settur samkvæmt skatta- og
stjórnsýslulögum en drátturinn er
samt ekki talinn nægja til að
ómerkja þær breytingar skatt-
stjórans sem umbjóðendur endur-
skoðandans sættu sig ekki við.
Studdist Yfirskattanefnd þar m.a.
við nokkra hæstaréttardóma.
Telur endurskoðandinn að skatt-
yfirvöld séu á villigötum í þessum
efnum og miklu skipti að í sam-
skiptum þeirra við endurskoðendur
séu leikreglurnar skýrar og þær
virtar. Ríkisskattstjóri og formað-
ur Yfirskattanefndar segja það
miður þegar afgreiðsla mála tefjist
en mikið hafi áunnist í þessum efn-
um undanfarin ár.
„Þögn“ í
28 mánuði
Málsatvik eru þau að 25. mars
árið 1996 óskaði Skattstjórinn í
Reykjavík eftir að fá bókhaldsgögn
umbjóðenda Guðmundar, sem voru
einstaklingur og tengt einkahluta-
félag, og voru þau afhent skömmu
síðar, eða 11. apríl. Þann 6. janúar
árið 1997 tilkynnti skattstjóri
áform um endurákvörðun opin-
berra gjalda. Umbjóðendur Guð-
mundar mótmæltu áformum skatt-
stjóra með bréfi þann 21. janúar
1997. Um það sem næst gerðist
segir Guðmundur í grein sinni:
„Síðan tók við algjör þögn um
málið og töldum við því að fallið
hefði verið frá fyrri áformum en
svo var aldeilis ekki því eins og
ekkert væri sjálfsagðara birtist úr-
skurður frá skattstjóra dags. 11.
maí 1999 (þ.e. 28 mán. seinna) þar
sem öllum kröfum umbjóðanda
míns er hafnað...“
Umbjóðendur Guðmundar vís-
uðu þá málinu til Yfirskattanefnd-
ar með bréfi þann 31. maí 1999,
sem fimm dögum síðar sendi rík-
isskattstjóraembættinu málið til
umsagnar eins og vera ber. Fimm
mánuðum síðar, eða 5. nóvember
1999, lagði ríkisskattstjóri fram
kröfugerð sína, en samkvæmt lög-
um ber honum að gera slíkt innan
45 daga. Í kröfugerðinni var sagt
að úrskurð skattstjóra ætti að
staðfesta en jafnframt tekið undir
með kæranda að afgreiðsla málsins
hefði dregist nokkuð.
Yfirskattanefnd kvað síðan upp
úrskurð sinn tæpu ári síðar, eða 27.
september árið 2000, þar sem öll-
um kröfum umbjóðenda Guðmund-
ar var hafnað að því undanskildu
að áður álögð viðurlög á einstak-
linginn voru felld niður. Í millitíð-
inni hafði Guðmundur vakið athygli
nefndarinnar á ákvæðum stjórn-
sýslulaga þar sem m.a. kemur fram
að stjórnvöld skuli ákvarða í mál-
um svo fljótt sem unnt er og skýra
aðilum máls frá því ef dráttur verð-
ur á afgreiðslu og umfjöllun.
Í greininni segir Guðmundur
ennfremur: „Öll meðferð og nið-
urstaða skattyfirvalda á máli þessu
er að mati undirritaðs með hrein-
um ólíkindum og ef niðurstöður
þess eiga að gefa tóninn um, hvað
skuli teljast eðlileg vinnubrögð í
slíkum málum og hvað ekki, þá séu
skattyfirvöld á miklum villigötum.
Það er nærtækt að álykta sem svo,
að skattyfirvöld megi taka gögn til
skoðunar, „gleyma“ þeim síðan
niðri í skúffu í 2-3 ár, rekast þá á
þau að nýju og halda áfram þar
sem frá var horfið, eins og ekkert
hafi í skorist. Það versta sem hent
gæti væri að þurfa að þola allt að
því góðlátlegar skammir frá Yfir-
skattanefnd fyrir vinnubrögð.
Réttur þolandans er enginn, hvað
sem öllum stjórnsýslu- og skatta-
lögum líður. Hann skal bara bíða í
sinni „spennitreyju“, sem í þessu
tilviki náði yfir fjögur og hálft ár.
Hann hefur vissulega velt því fyrir
sér að fara með málið á æðra
dómsstig með tilheyrandi viðbót-
arkostnaði en lái honum hver sem
vill að hika við slíkt eftir það sem á
undan er gengið.“
Mikið áunnist í að
bæta afgreiðslutímann
Indriði H. Þorláksson ríkisskatt-
stjóri sagðist í samtali við Morg-
unblaðið ekki tjá sig um mál ein-
stakra einstaklinga eða lögaðila.
Almennt séð væri það miður að
ekki væri hægt að standa við sett
tímamörk. Það ætti við um báða
aðila, skattyfirvöld og skattgreið-
endur. Hann sagði afgreiðslu mála
oft ráðast af því hversu greiðlega
gengi að fá umbeðnar upplýsingar.
„Almennt hefur verið reynt að
bæta afgreiðslutíma mála hjá okk-
ur. Heilmikið hefur áunnist á síð-
ustu árum, einkum er varðar um-
sagnir okkar til Yfirskattanefndar.
Það heyrir til undantekninga ef
löng bið verður á umsögn til nefnd-
arinnar. Ég get ekkert sagt um
einstök mál. Þótt það dragist hjá
okkur að skila inn umsögn þá er
ekki þar með sagt að það þýði
seinkun málsins hjá Yfirskatta-
nefnd. Margt annað getur ráðið
málshraðanum,“ sagði Indriði og
nefndi m.a. skort á mannafla hjá
embætti ríkisskattstjóra. Atgangur
væri mikill á skömmum tíma og
vinnan dreifðist ójafnt yfir árið.
Um 90 manns starfa hjá embætti
ríkisskattstjóra sem á ári hverju
afgreiða nærri því 1.000 mál til Yf-
irskattanefndar og önnur skatta-
mál nema nokkrum þúsundum.
Indriði sagði nokkur brögð að
því hjá lögaðilum að þeir skiluðu
framtölum seint og illa. Þannig
skilaði um þriðjungur lögaðila
framtölum eftir lögboðinn skila-
frest. Þetta ylli auknu álagi á
starfsmenn skattstjóra sem þyrftu
að áætla álagningu á viðkomandi
aðila, sem oft kallaði á eftirmál og
kærur.
Ólafur Ólafsson, formaður Yfir-
skattanefndar, sagði við Morgun-
blaðið að afgreiðslutími mála hefði
að meðaltali styst á síðustu árum.
Meðaltalið hefði á árunum 1992-
1998 verið frá 8 til 14 mánuðir, en
4-6 mánuðir á árunum 1998 og
1999. Taldi Ólafur að meðaltalið
fyrir árið 2000 væri svipað, eða upp
undir 6 mánuðir. Málsmeðferðar-
tími má að hámarki vera 7½ mán-
uður, þar af 1½ mánuður hjá rík-
isskattstjóra og 6 hjá Yfirskatta-
nefnd.
„Það er ekki hægt að neita því að
sum mál taka lengri tíma en lög
kveða á um. Meðaltalið segir okkur
að sum mál taka langan tíma og
önnur eru afgreidd mun hraðar,“
sagði Ólafur.
Endurskoðandi gagnrýnir skattyfirvöld harðlega fyrir að virða ekki tímamörk í afgreiðslu mála
Mikilvægt að leik-
reglur séu virtar
SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis-
ins var kallað að Tryggvagötu í
Reykjavík í fyrrinótt vegna elds í úti-
kamri. Mikill eldur var í kamrinum,
sem var gerður úr plastefni, og gjör-
eyðilagðist hann í eldinum. Ekki
urðu aðrar skemmdir.
Talið er víst að kveikt hafi verið í
kamrinum og er málið í rannsókn hjá
lögreglu.
Kveikt í
útikamri
UNNIÐ er að fjárhagslegri end-
urskipulagningu á fyrirtækinu Ís-
lenskum harðviði á Húsavík og
vænta menn þess að síðar í þessum
mánuði muni liggja fyrir hvort og
þá hvernig fyrirtækið verður reist
við. Forsvarsmenn félagsins hafa
m.a. leitað til Byggðastofnunar og
Húsavíkurbæjar um aðstoð í þeirri
vinnu.
Hjalti Halldórsson formaður
stjórnar Íslensks harðviðar sagði
að í rúman mánuð hefði staðið yfir
vinna við það að endurfjármagna
fyrirtækið. Erindi hefur verið lagt
fyrir stjórn Byggðastofnunar og
fyrir hana lögð gögn og áætlanir
varðandi reksturinn, en að sögn
Hjalta liggur enn ekki fyrir hverj-
ar lyktir málsins verða. Verið er að
fara yfir gögnin og þess vænst að
þeirri vinnu ljúki þegar líður á
mánuðinn.
Starfsemi fyrirtækisins
mikilvæg fyrir Húsavík
Tap varð af rekstrinum á síðast-
liðnu ári en að sögn Hjalta liggur
ekki fyrir hversu mikið það var,
þar sem endanlegt uppgjör liggur
ekki fyrir. Hjalti sagði að næg eft-
irspurn væri eftir framleiðsluvör-
um fyrirtækisins. Það væru aðrar
ástæður sem lægju að baki þeim
erfiðleikum sem fyrirtækið glímdi
við um þessar mundir. Ríflega tutt-
ugu manns starfa hjá fyrirtækinu
nú.
Fyrirtækið Íslenskur harðviður
var stofnað á Húsavík árið 1999
eftir gjaldþrot harðviðarvinnslunn-
ar Aldins hf. Félagið er í eigu Ís-
lendinga og Svía. Fyrirtækið er hið
eina á markaðnum sem notar há-
hita við þurrkun á hráefni til park-
etframleiðslu, en verksmiðja þess
skiptist upp í sögunarmyllu, þurrk-
klefa, kubbasmiðju, borðafram-
leiðslu og stafaparketframleiðslu.
Reynhard Reynisson bæjarstjóri
á Húsavík sagði að erindi Íslensks
harðviðar væri til skoðunar hjá
bæjaryfirvöldum, þar væri verið að
fara yfir málið með öðrum þeim
sem hefðu það til skoðunar.
Reynhard sagði afar mikilvægt
að það tækist að endurreisa fjár-
hag félagsins, það væri Húsavík og
nágrenni mikils virði að hafa starf-
semi þess í gangi, en um og yfir 20
manns hefðu þar atvinnu. Sagði
bæjarstjóri að þýðing þess fyrir
bæjarfélagið væri álíka miklvæg og
starfsemi um 150 manna fyrirtækis
á Akureyri. „Þetta fyrirtæki skipt-
ir Húsavík mjög miklu máli. Menn
hafa haft miklar væntingar um að
hægt væri að nýta ákveðnar auð-
lindir hér með þessum hætti og
þau tækifæri sem felast í því að
millivinna bandarískan harðvið inn
á Evrópumarkað,“ sagði Reyn-
hard. Hann sagði að það yrði mikið
högg fyrir svæðið tækist ekki að
endurskipuleggja fjárhag fyrirtæk-
isins, starfsemin hefði margs konar
áhrif önnur en þau beinu og aug-
ljósu, til að mynda á rekstur hafn-
arinnar og eins á flutningafyrir-
tæki, en miklir flutningar fylgdu
starfsemi Íslensks harðviðar. „Við
eigum því verulega mikið undir því
að vel takist til,“ sagði bæjarstjóri.
Unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu Íslensks harðviðar á Húsavík
Byggðastofnun hefur erindi
um aðstoð til umfjöllunar
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
GREINT var frá því í Víkverja-
pistli í Morgunblaðinu sl. sunnu-
dag að fyrirtækið Lyfja tölvuskrái
persónuupplýsingar um viðskipta-
vini sína í venjulegum búðarkassa
um leið og greitt sé fyrir lyf. Ingi
Guðjónsson, framkvæmdastjóri
Lyfju, segir að búðarkassinn sé nú
orðinn hluti af tölvukerfi verslun-
arinnar. Samkvæmt reglugerð beri
lyfsölum að tölvuskrá allar upplýs-
ingar á lyfseðlum og landlæknir
geti krafist þessara upplýsinga allt
að eitt ár aftur í tímann.
Áður en búðarkassi varð hluti af
tölvukerfi verslunarinnar hafi lyf-
seðlar verið afgreiddir án þess að
þessar upplýsingar færðust sjálf-
krafa inn. Í lok vinnudags hafi síð-
an allir lyfseðlar verið handfærðir
inn í tölvukerfi. Ingi segir að það
eina sem hafi breyst sé að nú
færist upplýsingarnar sjálfkrafa
inn um leið og greitt sé fyrir lyfin
og nafn viðskiptavinar birtist á
skjá í búðarkassanum. Þarna sé
ekki síst um öryggissjónarmið að
ræða og með því sé reynt að
tryggja að verið sé að afgreiða
réttan lyfseðil til viðkomandi við-
skiptavinar.
Búðar-
kassinn
hluti af
tölvu-
skráningu
♦ ♦ ♦