Morgunblaðið - 17.01.2001, Síða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
16 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MIKILVÆGT er að kanna
hug íbúa í Bessastaðahreppi
áður en farið verður út í form-
legar sameiningarviðræður
við Garðabæ, að sögn Guð-
munds G. Gunnarssonar, odd-
vita Bessastaðahrepps, en í
Morgunblaðinu í gær kom
fram að meirihluti hreppsráðs
samþykkti í síðustu viku til-
lögu um að ganga til viðræðna
við Garðabæ um sameiningar-
mál. Ásdís Halla Bragadóttir,
bæjarstjóri í Garðabæ, segir
bæjarstjórnina mjög ánægða
yfir því Bessastaðahreppur
skuli hafa stigið þetta skref.
„Við hlökkum til að eiga við þá
viðræður á næstunni,“ sagði
Ásdís Halla.
„Það eru náttúrlega kjós-
endur sem eiga alltaf síðasta
orðið í sameiningarmálum,“
sagði Guðmundur. „Það eru
skiptar skoðanir um þessi mál
í Bessastaðahreppi og gjarnan
talað um það að menn séu
hlynntari stærri sameiningu
en bara við Garðabæ.“
Guðmundur sagði að honum
þætti það mjög spennandi
kostur að sameina Hafnar-
fjörð, Garðabæ og Bessastaða-
hrepp í eitt sveitarfélag líkt og
á 19. öldinni, þegar gamli
Álftaneshreppurinn var og
hét.
„En það eru ekki allir sam-
mála um þetta, enda væri mál-
ið þá komið lengra.“
Garðbæingar vildu hefja
formlegar sameining-
arviðræður
Guðmundur sagði að
Garðbæingar hefðu átt frum-
kvæði að sameiningarviðræð-
unum að þessu sinni, því þeir
hefðu sent Bessastaðahreppi
erindi fyrir nokkru, þar sem
þeir hefðu farið fram á að hefja
formlegar sameiningarvið-
ræður, en meirihluti hrepps-
ráðs hefði ekki viljað það.
Hann sagði að þær viðræður
sem sveitarfélögin myndu eiga
á næstunni myndu fyrst og
fremst snúast um það að
kanna hvort það væri grund-
völlur fyrir því að fara í form-
legar viðræður, en hann sagði
að það hefði ekki verið gert
síðast þegar kosið hefði verið
um sameiningu í nóvember
1993 og því væri nú verið að
vinna málið á allt öðrum for-
sendum.
Í kosningunum 1993 voru
um 90% Garðbæinga hlynntir
sameiningu en um 60% íbúa í
Bessastaðahreppi voru á móti
henni og því var sameiningar-
tillagan felld.
Hugur íbúa
kannaður í vor
Guðmundur sagði að til-
gangur þessara óformlegu við-
ræðna væri að fá upp á borðið
ákveðinn samanburð í rekstri
sveitarfélaganna og sýn þeirra
í skipulagsmálum og öðru
slíku.
„Hugsunin er því sú að að
loknum þessum viðræðum í
mars verði kannaður hugur
íbúa í Bessastaðahreppi til
þessa máls. Hvort það sé vilji
til þess að halda þessu áfram
eða ekki. Núna vitum við ekki
hvort það er vilji til þess og því
sjáum við ekki ástæðu til þess
að fara út í lögformlegar við-
ræður. Slíkar viðræður eru há-
alvarlegt mál og enda með ein-
hvers konar samkomulagi sem
yrði þá kosið um. Það finnst
mér og mínum félögum vera
býsna djarft skref án þess að
við sjáum raunverulega hver
vilji íbúa er.“
Að sögn Guðmundar er ekki
samstaða um sameiningarmál-
in í hreppsráði.
„Sumir vilja meina að þetta
sé fallið á tíma þar sem und-
irbúningur fyrir kosningar að
ári séu að hefjast, en ég held
að svo sé nú ekki.“
Guðmundur sagði að á fundi
hreppsráðs í síðustu viku hefði
minnihlutinn viljað hætta öll-
um formlegum eða óformleg-
um sameiningarviðræðum.
Meirihlutinn samþykkti hins
vegar á fundinum að tveir
fulltrúar frá Sjálfstæðisfélag-
inu og einn sameiginlegur
fulltrúi frá Á- og H-lista
myndu, ásamt sveitarstjóran-
um, hefja óformlegar viðræð-
ur við Garðbæinga.
Guðmundur sagði að málið
yrði aftur rætt á hreppsnefnd-
arfundi á þriðjudaginn og að
hann ætti alveg eins von á því
að tillögunni yrði breytt þann-
ig að fulltrúar Sjálfstæðis-
félagsins myndu bara taka
þátt í viðræðunum þar sem
það hefði ekkert upp á sig að
þvinga minnihlutann til þess
að taka þátt í viðræðnum.
Ítrekað lýst áhuga
„Okkur finnst þessi sam-
þykkt meirihluta hreppsráðs
Bessastaðahrepps mjög já-
kvæð,“ sagði Ásdís Halla
Bragadóttir, bæjarstjóri í
Garðabæ, í samtali við Morg-
unblaðið í gær. „Við höfum
lýst því ítrekað yfir að við höf-
um áhuga á að ræða við Bessa-
staðahrepp um sameiningu
þesara tveggja og við erum
mjög ánægð yfir því að Bessa-
staðahreppur skuli hafa stigið
þetta skref núna og hlökkum
til að eiga við þá viðræður á
næstunni.“
Ásdís Halla sagði að sveit-
arfélögin ættu nú þegar sam-
starf á ýmsum sviðum, t.d.
sæki börn í 8.-10. bekk í Bessa-
staðahreppi skóla í Garðaskóla
í Garðabæ og sveitarfélögin
eigi einnig ýmis konar annað
samstarf ásamt öðrum sveit-
arfélögum á höfuðborgar-
svæðinu. Allt hafi þetta sam-
starf gengið mjög vel og því sé
ástæða til að kanna hvort ekki
eigi að taka þróa samstarfið
enn frekar og skoða sameign-
ingu sveitarfélaganna af al-
vöru.
Samþykkt af
89,3% kjósenda 1993
„Það má nefna að bæjar-
stjórn Garðabæjar hefur lýst
yfir áhuga á því að Garðabær
fari í sameigningaviðræður við
Bessastaðahrepps,“ sagði
bæjarstjórinn og nefndi að í
atkvæðagreiðslu í Garðabæ
árið 1993 hefðu 89,3% kjós-
enda lýst sig hlynnta samein-
ingu sveitarfélaganna tveggja.
„Þannig að það virðist ekki
einungis áhugi á sameiningu
hjá stjórnvöldumí Garðabæ
heldur íbúunum líka,“ sagði
Ásdís Halla og sagði að nú
þyrfti að ræða hvort samein-
ing sé hagstæð fyrir bæði bæj-
arfélög eins og staðan er nú.
Bæjarstjóri Garðabæjar fagnar samþykkt Bessastaðahrepps
Ekki eining um samein-
ingu í Bessastaðahreppi
Bessastaðahreppur – Garðabær
ÝMISLEGT bendir til þess,
að menn fari í auknum mæli
að rífa sig upp úr bekkjamið-
uðu hugsuninni og fara meira
yfir í einstaklingsmiðuðu
hugsunina í nemendakennslu
í grunnskólum á næstunni,
enda er sú þróun komin vel á
veg í þeim löndum sem Ís-
lendingar miða sig gjarnan
við og fylgja, að sögn Gerðar
G. Óskarsdóttur, fræðslu-
stjóra Reykjavíkur.
Eins og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær hefur reyk-
vískum börnum sem náð hafa
mjög góðum árangri í stærð-
fræði og íslensku á samræmd-
um prófum í 4. og 7. bekk
grunnskólans verið boðið upp
á sérstök námskeið í raunvís-
indum síðari hluta vetrar, í til-
raunaskyni.
Tilgangurinn með verkefn-
inu, sem er samvinna
Fræðslumiðstöðvar Reykja-
víkur, landssamtakanna
Heimilis og skóla og raunvís-
indadeildar Háskóla Íslands,
er, að börn sem hafa áhuga á
og geta ráðið við flókin við-
fangsefni fái að spreyta sig.
Námsferlið aðlagað að
þörfum hvers og eins
Gerður sagði að búast
mætti við breyttu fyrirkomu-
lagi í nemendakennslu í
grunnskólum borgarinnar á
næstu misserum.
„Þróunin í hinum vestræna
heimi virðist vera á þá leið að
gera námið nemendamiðaðra í
stað þess sem hefur verið, en
það hefur löngum verið
bekkjamiðað,“ sagði Gerður.
„Og Ísland fylgir alltaf þeirri
þróun sem er í umhverfinu.
Við erum stundum á eftir, t.d.
ef við horfum til Bandaríkj-
anna, en stundum líka á und-
an, ef litið er til Evrópu. Það
sem um er að ræða er, að
menn virðast sjá fyrir sér að
farið verði í auknum mæli að
rífa sig upp úr bekkjamiðuðu
hugsuninni og fara meira yfir
í einstaklingsmiðuðu hugs-
unina, þ.e.a.s. að líta meira á
þarfir hvers nemanda um sig.
Nemendur vinna þá meira
upp á eigin spýtur og gera
áætlanir þar að lútandi í sam-
vinnu við kennara sinn og for-
eldra. Með þessu er verið að
viðurkenna að nemendur læra
á mismunandi hátt, og að það
sé hægt að aðlaga námsferlið
að þörfum hvers og eins.
Kennari undirbýr því ekki
hvað heill bekkur á að gera
hvern dag, heldur er hann
með minni hópa og einstak-
linga, kennarar eru jafnvel
saman með ábyrgð á stærri
hópum, skipta með sér verk-
um o.s.frv. Það er þessi þróun
sem menn sjá fyrir sér.
Tölvutæknin
auðveldar fyrir
Þetta eru í raun og veru
gamlar hugmyndir, en það
hefur erfitt að fara út í slíkt
vegna þess að fjölbreytt
námsefni hefur einfaldlega
ekki verið fyrir hendi. En
núna sjá menn fyrir sér að
tölvutæknin geri þetta auð-
veldara, að nemendur gangi
að alls konar verkefnum og
vinni sjálfstætt í tölvum, ann-
aðhvort í forritum eða þá á
Netinu.
Þannig geta tveir eða þrír
verið að vinna að sama verk-
efni undir handleiðslu kenn-
ara, en þeir þurfa að vinna allt
öðruvísi. Þetta kemur ekki til
með að draga úr mikilvægi
kennarans, heldur þvert á
móti.
Í þessu nýja fyrirkomulagi
er kennarinn hins vegar
gjarnan með nemendur sína á
mörgum stigum. Ef við tökum
dæmi af kennslu um fuglana,
þar sem ég er að horfa hérna
út um gluggann á fuglana á
Tjörninni, þá getum við hugs-
að okkur að einhverjir læri
mest um fuglana með því að
teikna þá, eða að hlusta á söng
þeirra í tölvunni. Á sama tíma
fara aðrir nemendur í ein-
hvern texta og finna upplýs-
ingar um fuglana þar og skrifa
ritgerð. Og svo getur þriðji
hópurinn verið að semja og
flytja leikrit um fuglana. Allir
eru samt að læra um það
sama, en hver gerir það með
sínum hætti. Þegar upp væri
staðið hefðu allir verið að
fjalla um sama efni, en bara á
mismunandi vegu.
Samvinna í hópum
Þetta hefur það líka í för
með sér, að nemendur vinna
meira saman í hópum sem er
afar mikilvægt, því nútíma- og
framtíðarsamfélagið þarf fólk
sem kann að vinna saman á
þann hátt, geta tjáð sig
o.s.frv., og þá gengur ekki að
hver sitji við borðið sitt og
kennarinn standi fyrir framan
allan hópinn og flytji öllum
sama efni. Skólinn leggur að
sjálfsögðu áherslu á þarfir og
stöðu einstaklinganna og sam-
vinnu nemenda, en ég held að
hann komi til með að gera það
í enn ríkari mæli í framtíðinni.
Svona vinnubrögð gera það að
verkum að hægt er að mæta
þörfum bráðgerra nemenda
betur en trúlega hefur verið
gert fram að þessu. Og ég
held að nýir kjarasamningar
geri okkur þetta auðveldara,
því nú geta skólastjórar í
meiri mæli en áður skipulagt
tíma kennaranna í ýmiss kon-
ar samvinnu,“ sagði Gerður að
lokum.
Reykjavík
Fræðslustjóri Reykjavíkur segir að búast megi við breyttu kennslufyrirkomulagi á næstu árum
Úr bekkjamiðaðri
hugsun yfir í ein-
staklingsmiðaða
Morgunblaðið/Ásdís
Áherslubreyting gæti verið í uppsiglingu í skólamálum á Íslandi, því í löndum sem við mið-
um okkur gjarnan við virðist þróunin vera á þá leið að gera námið meira nemendamiðað í
stað þess sem hefur verið, en það hefur löngum verið bekkjamiðað.
KJÖR íþróttamanns Mos-
fellsbæjar fór fram í Hlé-
garði á sunnudaginn og varð
Katrín Dögg Hilmarsdóttir,
19 ára golfkona úr Golf-
klúbbnum Kili, fyrir valinu.
Katrín Dögg varð m.a. Ís-
landsmeistari í stúlkna-
flokki með sveit Kjalar og í
öðru sæti í meistaraflokki
kvenna á Íslandsmóti GSÍ
síðastliðið sumar. Þá varð
hún í þriðja sæti með sveit
Kjalar í 1. deild kvenna í
sveitakeppni GSÍ og í þriðja
sæti með sveit Íslands á
Norðurlandamóti stúlkna.
Í öðru sæti í valinu varð
Savukynas Gintaras, hand-
knattleiksmaður úr Aftur-
eldingu, og í þriðja sæti varð
Kristján Magnússon hesta-
maður úr Hestamannafélag-
inu Herði. Í fyrsta sinn voru
veittar viðurkenningar fyrir
störf að tómstundamálum
og voru þeir Andrés Andrés-
son, Hrafn Ingvarsson og
Óskar Reynisson heiðraðir
fyrir frábært starf í skátafé-
laginu Mosverjum.
Einni voru veittar við-
urkenningar fyrir tvær nýj-
ar íþróttagreinar, blak og
akstur fjarstýrðra smábíla
en Íslandsmótið í þeirri
grein var haldið í Mos-
fellsbæ á síðasta ári.
Mosfellsbær
Katrín Dögg íþrótta-
maður Mosfellsbæjar
Katrín Dögg
UMHVERFISRÁÐ Kópa-
vogs hefur boðað til svokall-
aðs íbúaþings í Smáraskóla
laugardaginn 3. febrúar, en á
þinginu gefst íbúum bæjarins
tækifæri til þess að móta
markmið í þeim málaflokkum
sem Staðardagskrá 21 tekur
til í anda hugmyndafræðinnar
um sjálfbæra þróun. Á íbúa-
þinginu, sem stendur frá
klukkan 10 til 18, verður unn-
ið í 6 vinnuhópum auk þess
sem unnið verður sérstaklega
með börnum og unglingum. Á
þinginu verður m.a. rætt um
úrgang frá heimilum, um-
hverfi og mengun, skipulags-
og samgöngumál, menningar-
og fræðslumál, íþróttir og
félagsmál.
Að þinginu loknu mun hóp-
ur sérfræðinga vinna úr hug-
myndum bæjarbúa og setja
fram tillögur að stefnu og
markmiðum, en niðurstöður
þeirrar vinnu verða kynntar á
almennum fundi í Smáraskóla
þriðjudagskvöldið 6. febrúar
klukkan 20.
Íbúaþing um
umhverfismál
Kópavogur