Morgunblaðið - 17.01.2001, Side 18

Morgunblaðið - 17.01.2001, Side 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Stjórnandinn sem leiðtoginn á nýrri öld Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, í samstarfi við Starfsþróunarfyrirtækið Skref fyrir skref, boða til hádegisverðarfundar á Fosshótel KEA fimmtudaginn 18. janúar kl. 12:00 til 13:30. Frummælandi Hansína B. Einarsdóttir forstjóri Skref fyrir skref. Stjórnandinn sem leiðtoginn á nýrri öld - Breytingar í starfs- og samkeppnisumhverfi - Leiðtogahugsun - Að glíma við þversagnir - Mikilvægir þættir í fari leiðtoganna - hverjir ná árangri Fundurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á stjórnun og stjórnunaraðferðum. Verð kr. 1.000, innifalinn léttur hádegisverður. Skref fyrir skref ehf. er starfsþróunarfyrirtæki sem hefur frá árinu 1989 starfað við rannsóknir, ráðgjöf, starfsþróun og stjórnun fyrir fyrirtæki og stofnanir um land allt. Skráning hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar (benedikt@afe.is) eða í síma 460 5700 og hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (simey@simey.is) eða í síma 460 5720. LANDAÐUR afli hjá Hafnasamlagi Norðurlands á síðasta ári, þ.e. á Ak- ureyri, Grenivík og Hjalteyri, nam um 85.000 tonnum, sem er um 25.000 tonnum meiri afli en árið 1999 og um 16.000 tonnum meiri en árið 1998. Af þessum stöðum er langmestum afla landað á Akureyri og uppsjávarfiski, síld og loðnu, er aðeins landað í Krossanesi á Akureyri. Árin 1996 og 1997 barst þó mun meiri afli á land hjá Hafnasamlaginu en síðustu þrjú ár, rúmlega 96.000 tonn árið 1996 og tæplega 92.000 tonn árið 1997. Á þessu tímabili mun- ar mestu í löndun á loðnu en árið 1996 bárust um 70.000 tonn af loðnu á land á Akureyri en um 38.000 tonn í fyrra. Þá var meira landað af frystum fiski á Akureyri í fyrra en árin á und- an en bolfiskaflinn er svipaður á milli áranna 1999 og 2000 en var þó heldur meiri í fyrra. Síld hefur verið landað á Akureyri síðustu fjögur ár, mest í fyrra eða um 16.500 tonnum. Skipakomum fjölgaði á milli ára Á síðasta ári voru skipakomur á Akureyri 854, heldur fleiri en árið áð- ur en mun færri en árið 1998. Komur fiskiskipa voru 438 árið 2000, komur vöruflutningaskipa 229 og komur skemmtiferðaskipa 33. Skipakomur vegna viðgerða og viðlegu voru 132 á síðasta ári. Árið 1999 voru skipakom- ur til Akureyrar 839 en 943 árið áður. Samdráttur hefur orðið í vöru- flutningum með skipum til og frá Ak- ureyri enda hefur það færst í vöxt að flutningafyrirtækin flytji vörur milli landshluta með bílum. Í fyrra námu vöruflutningar með skipum til og frá Akureyri rúmlega 156.600 tonnum en árið áður rúmlega 200.000 tonn- um. Á síðustu árum hefur komum vöruflutningaskipa jafnframt fækkað nokkuð. Landaður afli hjá Hafnasamlagi Norðurlands Aflinn í fyrra mun meiri en árin tvö þar á undan Morgunblaðið/Kristján Akureyrskir frysti- og ísfisktogarar báru heldur meiri afla að landi á Eyjafjarðarhöfnum á síðasta ári en undanfarin ár.                                                         !        "  GUÐJÓN Valur Sigurðsson handknattleiksmaður var kjörinn íþróttamaður KA fyrir árið 2000 en útnefningin fór fram á hinum árlega KA-degi í KA-heimilinu sl. sunnudag. Guðjón Valur var ekki viðstaddur útnefninguna þar sem hann var að keppa með íslenska landsliðinu á Spánarmótinu í handknattleik. Júdókappinn Vernharð Þor- leifsson hafnaði í öðru sæti að þessu en Vernharð var valinn íþróttamaður KA og Akureyrar árin tvö þar á undan. Í þriðja sæti að þessu sinni varð svo handknattleikskonan Ásdís Sig- urðardóttir. Guðjón Valur, sem gekk til liðs við KA árið 1998, hefur átt sæti í öllum yngri landsliðunum í hand- knattleik og þá hefur hann átt sæti í A-landsliðinu frá árinu 1998. Guðjón Valur var valinn íþróttamaður sinnar heimasveit- ar, Seltjarnarness, árið 1999 og leikmaður Íslandsmótsins það ár og þá var hann valinn handknatt- leiksmaður ársins af HSÍ fyrir árið 2000. Vernharð varð Íslandsmeistari í mínus 100 kg flokki á síðasta ári og vann sigur á opna sænska mótinu í júdó. Hann tók einnig þátt í Evrópumóti og fleiri opnum mótum í Evrópu en náði ekki jafn góðum árangri þar. Hann er í 12. sæti á afrekalista Evrópu. Ásdís hefur leikið handknatt- leik með KA frá unga aldri og vakti snemma athygli fyrir góðan leik. Hún spilar nú með unglinga- og meistaraflokki og hefur átt sæti bæði í yngri landsliðum og A-landsliði Íslands. Á KA-deginum kynntu ung- menni í hinum ýmsu deildum íþróttir sínar fyrir gestum, auk þess sem öllum var boðið upp á veglegar kaffiveitingar. Morgunblaðið/Kristján Helga Steinunn Guðmundsdóttir, formaður KA, t.h., ásamt Atla Hilmarssyni, þjálfara handknattleiksliðs KA, sem tók við viður- kenningu Guðjóns Vals Sigurðssonar, Vernharð Þorleifsson júdó- maður og Halldór Ingi Kárasaon, sem tók við viðurkenningu unn- ustu sinnar, Ásdísar Sigurðardóttur. Guðjón Valur íþróttamaður KA VETRARÞOL lífvera var við- fangsefni ráðstefnu íslenskra sér- fræðinga sem haldin var á Akur- eyri nýlega en þar var fjallað um það hvernig lífverur geta haldið lífi eða hvernig þær drepast í vetr- arkuldum. Heiti ráðstefnunnar var Líf og dauði undir frostmarki – rannsóknir á þoli lífvera við stýrð- ar aðstæður. Flutt voru 10 erindi sem snerust um vetrarþol trjáplantna og tún- gróðurs og einnig frostþol sitkalús- ar. Voru þarna kynntar niðurstöð- ur íslenskra rannsókna, sem eink- um hafa verið stundaðar á Kalstofunni á Möðruvöllum. Fram kom að breytileiki er mikill í frost- þoli trjáplantna og eru miklir möguleikar á að beita ódýru og skjótvirku forvali með frostþols- prófunum á efniviði trjáplantna í stað þess að bíða eftir að náttúran velji réttu einstaklingana, sem oft getur tekið mörg ár. Einnig var greint frá því hvaða áhrif áburður og skygging hefðu á frostþol trjá- plantna í uppeldi. Þá var fjallað um kalskemmdir í túnum en þar er einkum um að ræða svellkal og voru kynntar rannsóknir á þoli vallarfoxgrass og hvítsmára. Svellkal er talsvert flókið fyr- irbæri en þegar hefur safnast tals- verð þekking á þessu sviði sem ætti að vera mögulegt að beita í baráttu við kalskemmdir. Þar sem á öðrum sviðum er þó margt órannsakað og er vonast til að hægt verði að beita nýrri tækni við að draga úr tjóni af vetrar- skemmdum. Kalstofa opnuð á ný Þar ætti Kalstofan á Möðruvöll- um að koma í góðar þarfir, en að loknum erindaflutningi fóru ráð- stefnugestir út í Möðruvelli þar sem Kalstofan var enduropnuð með nýjum og bættum tækjabún- aði. Rannsóknastofnun landbúnað- arins og Mógilsá – rannsóknastöð skógræktar skipulögðu ráðstefn- una og standa sameiginlega að uppbyggingu Kalstofunnar á Möðruvöllum og munu á næstu ár- um vinna að rannsóknum þar. Má segja að einn þáttur ráðstefnunnar hafi verið að leiða saman til sam- vinnu sérfræðinga í jarðrækt og skógrækt, en á báðum sviðum er vetrarþolið afar mikilvægt til að geta stundað atvinnuveginn með góðum árangri. Ráðstefnuna sóttu fimmtíu og fimm manns. Ráðstefna um líf og dauða undir frostmarki Frostþol trjáplantna er mjög misjafnt LÖGREGLAN á Akureyri fékk tilkynningu um vatnsleka í íbúð í fjölbýlishúsi við Skarðshlíð 6 kl. 6.45 í gærmorgun. Þar hafði vatnslanga í uppþvottavél rifnað og vatn flætt um gólf íbúðarinn- ar. Heldur kalt og blautt var því fyrir heimilisfólkið að fara fram úr. Slökkviliðið á Akureyri var kallað út og sáu slökkviliðsmenn- irnir um að hreinsa vatn af gólf- um. Talsverðar skemmdir urðu á gólfefnum og einnig skemmdust innanstokksmunir nokkuð. Þá lak vatn niður í geymslur í kjallara. Vatnsleki í fjölbýlishúsi við Skarðshlíð Slanga í upp- þvottavél rifnaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.