Morgunblaðið - 17.01.2001, Page 20
LANDIÐ
20 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Grindavík - Nýr leikskóli sem enn
er nafnlaus var vígður sunnudag-
inn 14. janúar, sem er réttum 120
árum eftir að Sigvaldi Kaldalóns,
Grindavíkurskáld, fæddist, sem var
13. janúar 1881. Það var sr. Hjörtur
Hjartarson sem sá um vígsluna en
auk hefðbundinna ræðuhalda var
vígslugestum boðið að hlýða á söng
Þórunnar Guðmundsdóttur við
undirleik Guðmundar Emilssonar.
Lögin sem fyrir valinu urðu voru að
sjálfsögðu eftir Sigvalda Kaldalóns,
en afmælis hans ætla Grindvíkingar
að minnast síðar.
Þessi nýi leikskóli er einstakur að
því leyti að hann er byggður með
nýrri aðferð þ.e. einkaframkvæmd
sem þýðir að Nýsir hf. sem er bygg-
ingaraðilinn byggir og rekur leik-
skólann en Grindavíkurbær leigir
hann. Leigan er 17,5 milljónir á ári
með virðisaukaskatti sem Grinda-
víkurbær borgar í leigu fyrir þenn-
an 4 deilda leikskóla, en leigutím-
inn er 29 ár.
Leikskólabörnin
mæta 29. janúar
„Það eru ekki nema 250 dagar og
þrjár klukkustundir síðan hópur
barna tók hér skóflustungur,“ sagði
Páll Sigurjónsson, forstjóri Ístaks
hf. Byggingartíminn er ótrúlega
stuttur en ekki eru enn komin hús-
gögn og leikföng sem notast eiga.
Sigfús Jónsson, forstjóri Nýsis hf.,
sem er verksalinn, var ánægður
með daginn og sagði: „Við hönnun
byggingarinnar var tekið mið af
nánasta umhverfi hennar í Grinda-
vík, veðurfari og notagildi fyrir
leikskólastarf eins og því er lýst í
aðalnámskrá leikskóla frá 1999.
Við hönnun lóðar var haft að leið-
arljósi að hún samrýmdist þörfum
leikskólabarna. Við hönnunina og
val á leiktækjum voru öryggissjón-
armið einnig höfð að leiðarljósi. Þá
var tekið mið af umhverfi og nátt-
úru og reynt að skírskota til at-
vinnuhátta og mannlífs í Grinda-
vík.“ Lóð leikskólans er mjög
skemmtileg og byggingin björt og
hátt til lofts sem gerir það að verk-
um að loftskipti verða góð. Þá er
eftirtektarvert að gluggar í bygg-
ingunni ná það langt niður að smá-
fólkið sem þarna verður að leik og
starfi frá og með 29. janúar sér vel
út.
Leikskólaþjónustan
boðin út
Grindavíkurbær leigir líka leik-
skólaþjónustuna af R.V. Ráðgjöf –
verktökum ehf., sem sjá því um hið
daglega starf í leikskólanum. Í
stuttu máli er hægt að segja að
Grindavíkurbær afhendi 4,5–5
milljóna króna tékka mánaðarlega
sem dugar til að sjá um allt er við-
kemur leikskólanum, þ.e. hús-
næðið, laun leikskólakennara,
o.s.frv. Grindvíkurbær fær til baka
leikskólagjöldin og sér um opinbert
eftirlit með leikskólanum.
Hulda Jóhannsdóttir er leik-
skólastjóri í nýja leikskólanum og
sagðist hún vera mjög ánægð með
nýju bygginguna þrátt fyrir að hún
gæti hugsað sér ýmsar útfærslur
öðru vísi.
„Við tökum á móti 68 börnum
hinn 29. janúar en hægt er að taka á
móti 80 börnum í fjórum leikstofum
eins og við munum kalla deildirnar.
Í samningi Grindavíkurbæjar og
R.V. Ráðgjafar eru skýrar starfs-
reglur sem taka mið af lögum um
leikskóla og aðalnámskrá. Leik-
skóli er góð viðbót við heimilisupp-
eldið en kemur aldrei í staðinn fyrir
það. Rík áhersla verður lögð á hinn
frjálsa leik barnsins. Hér mun ríkja
gleði og áhersla verður lögð á til-
finningagreind auk þess sem við
verðum mjög vistvæn enda með
bæði matjurtagarð og safnkassa
fyrir matarleifar,“ sagði Hulda.
Nýr leikskóli tekinn
í notkun í Grindavík
Morgunblaðið/GPV
Marinó Axel Helgason, væntanlegur viðskiptavinur leikskólans, prófaði nýju leiktækin.
Páll Sigurjónsson, t.v., forstjóri Ístaks, afhenti Sigfúsi Jónssyni, for-
stjóra Nýsis, mynd af skóflustungu leikskólabarnanna og eitt eintak af
samskonar skóflu og börnin notuðu.
Fagradal - Þessi litli foss fellur af
Sólheimaskriðjöklinum en margir
álíka fossar falla af honum og
skera hann í ýmis munstur og
verður jökullinn stórt listaverk á
að líta. En frá stóra hlaupinu, sem
kom í Jökulsá á Sólheimasandi
fyrir einu og hálfu ári, hefur jök-
ullinn hopað um nokkra tugi
metra.
Jökulfoss
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Litli jökulfossinn skoðaður.
BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur
samþykkti í fyrrakvöld að breyta
fyrri ákvörðun um snjóflóðavarnir
í Bolungarvík. Farin verður svo-
kölluð leið fimm í samræmi við
ráðleggingar Veðurstofu Íslands
og stjórnar ofanflóðasjóðs. Þetta
þýðir að sex hús við Dísarland
verða keypt og rifin, en ekki ligg-
ur enn fyrir hvort og þá hvað
mörg hús við Traðarland verða
rifin.
Fulltrúar frá ofanflóðasjóði,
umhverfisráðuneytinu, Veður-
stofunni og hönnuði varnarmann-
virkja áttu fund með bæjarstjórn
Bolungarvíkur í fyrrakvöld þar
sem farið var yfir málið í heild
sinni. Bæjarstjórn samþykkti fyr-
ir rúmlega einu ári að fara svokall-
aða leið fjögur. Frá því að þessi
ákvörðun var tekin hefur verið
gefin út ný reglugerð um snjó-
flóðavarnir með strangara hættu-
mati. Að mati stjórnar ofanflóða-
sjóðs var því óhjákvæmilegt að
endurskoða fyrri ákvörðun. Bréf
þessa efnis barst bæjarstjórn fyr-
ir skemmstu.
Að loknum fundi bæjaryfir-
valda í Bolungarvík með sérfræð-
ingum í fyrrakvöld hélt bæjar-
stjórn fund og samþykkti að fara
leið fimm. Hún kveður á um bygg-
ingu varnargarðs neðar í hlíðinni.
Garðurinn mun liggja á því svæði
sem húsin í Dísarlandi standa í
dag. Ekki hafa verið lagðar fram
endanlegar teikningar af garðin-
um og því liggur ekki fyrir hvort
einhver hús við Traðarland þurfa
að víkja.
Hafnar verða viðræður við
húseigendur um uppkaup
Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri
sagði að nú, þegar hefðu verið
teknar endanlegar ákvarðanir í
málinu, þyrfti að ganga til við-
ræðna við eigendur húsanna um
uppkaup. Hann sagði ekki unnt að
hefja framkvæmdir fyrr en þeim
viðræðum væri lokið og niður-
staða um verðmæti húsanna lægi
ljóst fyrir.
Í ályktun bæjarstjórnar segir
að hún leggi áherslu á að eigendur
fasteigna sem þurfa að hlíta upp-
kaupum húsa fái viðunandi verð
fyrir fasteignirnar.
Ný staðsetning
varnargarðs
samþykkt
Bæjarstjórn Bolungarvíkur
ræðir snjóflóðavarnir
Selfossi - Unnið er að því að setja
upp fjarskiptamastur á Selfossi fyr-
ir TETRA-fjarskiptakerfið til þess
að bæta það en það er notað af lög-
reglu í löggæslu og sjúkraflutning-
um. Lína.Net verður með fjar-
skiptabúnað í mastrinu fyrir
TETRA-kerfið, einnig verða björg-
unarsveitir og slökkvilið þar með
sinn fjarskiptabúnað.
Slökkvilið og björgunarsveitir
nota VHF-fjarskiptakerfi en í fram-
tíðinni má ætla að allir þessir aðilar
verði með TETRA-kerfið en þar
sem un nokkuð dýran búnað er að
ræða tekur einhvern tíma að það
verði úr. Að sögn Kristjáns Ein-
arssonar, framkvæmdastjóra Al-
mannavarna í Árborg og nágrenni,
munu öll fjarskipti þeirra sem sinna
almannavörnum og björgunarstörf-
um batna til muna þegar þeir verða
allir komnir með TETRA-kerfið.
Mastur á
Selfossi
fyrir fjar-
skiptakerfi
Morgunblaðið/Sig. Jónss.
Starfsmenn frá G-Verk á Selfossi vinna við uppsetningu mastursins.