Morgunblaðið - 17.01.2001, Qupperneq 22
VIÐSKIPTI
22 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR því um 2⁄3 Breta eiga nú orðið farsíma er þá
nokkurt svigrúm fyrir áframhaldandi vöxt á
markaðnum? Þessari spurningu velta bresku
símafyrirtækin nú fyrir sér eftir metsölu á síð-
asta ári, sem fór langt fram úr vonum og endaði
með farsímum í ótrúlega mörgum jólasokkum
hér, en Bretar hafa þann vana að setja gjafir í
jólasokk við arininn.
Við þessar vangaveltur bætist að þar sem
símafyrirtækin eru mjög skuldug, meðal annars
eftir að hafa greitt starfsleyfi fyrir þriðju kyn-
slóð farsímakerfa háu verði á uppboði, þá er
uppi uggur um að framtíðin í símageiranum sé
ekki eins rósrauð og símafyrirtækin sjálf og þeir
er selja hlutabréf í þeim láta í veðri vaka. Breskt
fjármálagreiningarfyrirtæki, Forrester Re-
search, hefur nýlega birt úttekt á farsímamark-
aðnum, sem er harla ólík þeim gyllivonum, sem
koma fram í úttektum fyrirtækjanna sjálfra og
ýmissa banka.
Markaðsmettun?
Vodafone er stærst á breska fjarskiptamark-
aðnum, með tæplega tólf milljónir viðskipta-
vina. Enn liggja ekki fyrir endanlegar tölur frá
BT Cellnet, sem hefur verið númer tvö, en gæti
nú hrapað niður í þriðja sæti, þar sem Orange er
komið með tæpar tíu milljónir viðskiptavina. Á
síðustu þremur mánuðum hefur Vodafone bætt
við sig 1,4 milljónum viðskiptavina, en Orange
virðist eiga metið með 1,6 milljónir nýrra við-
skiptavina á sama tíma. BT Cellnet hefur við-
urkennt að hafa vanmetið jólasöluna með þeim
afleiðingum að þúsundir nýrra viðskiptavina
gátu ekki strax farið að tala í nýju símana sína.
Alls eru um 40 milljónir farsíma í notkun í
Bretlandi, en íbúar eru um 58 milljónir. Al-
mennt er talið að mettunarstig farsímamark-
aðarins liggi í kringum 80 prósent, þar sem smá-
börn og gamalmenni noti í fæstum tilvikum
farsíma. Í löndum eins og á Íslandi, í Svíþjóð,
Danmörku og á Ítalíu, þar sem útbreiðsla síma
er hvað mest, er útbreiðslan nálægt þessu
marki.
Úttekt Forrester Research hefur vakið mikla
athygli í breska síma- og fjármálageiranum. Í
Financial Times er bent á að vert sé að taka eftir
úttektinni, því hún sé gerð af óháðu fyrirtæki.
Bankarnir séu hins vegar á kafi í fjármögnun
farsímafyrirtækjanna og því ekki óháðir aðilar.
Þar með er þetta enn eitt dæmið um að mark-
aðsspár banka og fjármálastofnananna sæta
vaxandi gagnrýni fyrir að vera með svokallaðar
óháðar greiningar, þótt bankarnir séu oft á tíð-
um söluaðilar hlutabréfa í geirum og fyrirtækj-
um, sem þeir eru síðan að gera þessar óháðu
greiningar á.
Víðtæk áhrif skuldabyrði
Í greiningu Forrester Research er bent á að
útbreiðslan nálgist nú mettunarstigið og muni
efalaust ná því í nálægri framtíð og þar er lögð
lítil trú á forsendur símafyrirtækjanna sjálfra
um meiri notkun. Harðnandi samkeppni vegna
nýrra aðila á markaðnum og lækkandi verðs
muni þvert á móti draga úr hagnaði af hverjum
og einum símanotanda og það kollvarpi útreikn-
ingum símafyrirtækjanna. Þessu hafna síma-
fyrirtækin og benda á að á svo breytilegum
markaði sem símamarkaðnum sé ekki hægt að
draga kúrfuna áfram frá því sem verið hafi. Ný
þjónusta við farsímanotendur muni auka notk-
unina umfram það sem spáð sé. Það eru þó ýms-
ir sem efast um að þessi nýja þjónusta, meðal
annars samtenging farsíma og Netsins, muni
skila sér á þann hátt sem farsímafyrirtækin geri
ráð fyrir.
Í greiningu Forrester Research er ennfrem-
ur bent á að mörg farsímafyrirtæki hafi axlað
gríðarlegar skuldabyrðar er þau buðu í leyfi fyr-
ir þriðju kynslóð farsíma. Í úttektinni kemur
fram vantrú á útreikninga símafyrirtækjanna af
þeirri arðsemi, sem hafa megi af þriðju kynslóð-
inni. Því muni þessi skuldabyrði og rangar for-
sendur, fallandi og ekki vaxandi arðsemi af
hverjum viðskiptavini, hafa sársaukafullar af-
leiðingar fyrir símafyrirtækin. Þetta geti gerst
þegar 2007 og hagnaður muni ekki verða af við-
skiptavinum fyrr en að sex árum liðnum. Þess
vegna muni nýir aðilar á markaðnum detta upp
fyrir og þau fyrirtæki, sem eftir standi, þjappast
saman í fimm stór farsímafyrirtæki á evrópska
markaðnum.
En Forrester gengur lengra en að athuga að-
eins áhrifin á farsímamarkaðnum, heldur álykt-
ar sem svo að sökum mikilla skulda símafyr-
irtækjanna, sem bankar og fjármálafyrirtæki
séu flækt í, muni það hafa þjóðhagsleg áhrif í
allri Evrópu þegar farsímafyrirtækin standi
frammi fyrir því að geta ekki greitt skuldir sín-
ar. Skuldabréfamarkaðurinn muni falla saman
og það muni neyða evrópska seðlabankann til að
hækka vexti, sem veiki evruna með víðtækum
afleiðingum á allt efnahagskerfi Evrópu.
Hraður vöxtur
á markaðnum í
fyrra vekur ugg
London. Morgunblaðið.
Símafyrirtækin í Bretlandi sögð mjög skuldug eftir útboðið á farsímaleyfum
NÝ stjórn Skinnaiðnaðar hf. var kos-
in á aðalfundi félagsins sem haldinn
var síðastliðinn mánudag og var
stjórnarmönnum fækkað úr fimm í
þrjá. Stjórnina skipa Gunnar Birgis-
son, Pétur Reimarsson og Ásgeir
Magnússon, en varastjórn skipa Þór-
arinn E. Sveinsson og Helgi Jóhann-
esson.
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu varð tæplega tveggja
milljóna króna hagnaður af rekstri
Skinnaiðnaðar hf. á liðnu rekstrarári
sem lauk 31. ágúst síðastliðinn, en
félagið var hins vegar rekið með 134,4
milljóna króna tapi rekstrarárið
1998–1999. Rekstrartekjur á síðasta
rekstrarári, að meðtöldum söluhagn-
aði voru 629 milljónir króna en rekstr-
argjöld námu 596,9 milljónum króna.
Eigið fé Skinnaiðnaðar 31. ágúst nam
120,6 milljónum króna og eiginfjár-
hlutfallið var 15,0%.
Á aðalfundinum var samþykkt til-
laga stjórnar um að greiða ekki út arð
til hluthafa fyrir nýliðið rekstrarár.
Þá voru gerðar nokkrar breytingar á
samþykktum félagsins. Stjórn félags-
ins var heimilað að auka hlutafé
félagsins með útgáfu nýrra hluta í allt
að 200 milljónir króna og víkja frá
áskriftarrétti hluthafa að öllu leyti
fyrir þeim hlutum sem þannig kunna
að verða gefnir út fyrir tilgreindan
tíma, þ.e. fyrir 1. desember árið 2003.
Heimilt að taka skuldabréfalán
Þá var stjórn félagsins heimilað að
taka skuldabréfalán að fjárhæð allt að
60 milljónum króna er veiti lánar-
drottni heimild til að breyta höfuðstól
þess í hlut í félaginu í síðasta lagi í
ágúst 2005. Breytiréttur þessi skal
heimila kröfuhafa að breyta kröfu
sinni í hlutafé í ágústmánuði ár hvert,
fyrst árið 2000 á genginu 3,0, en síðan
á því gengi sem stjórn félagsins kann
að ákveða hverju sinni og tekið skal
fram í skilmálum hvers skuldabréfs.
Breytiréttur skal þó aldrei heimill á
lægra gengi en genginu 3,0.
Loks veitti aðalfundurinn stjórn
félagsins heimild til þess að kaupa allt
að tíu af hundraði af nafnvirði hluta-
fjár félagsins, þannig að félagið eigi
samtals tæpar 8,6 milljónir króna að
nafnvirði. Heimildin gildir til næstu
átján mánaða.
Gunnar Birgisson stjórnarformað-
ur sagði m.a. í ræðu sinni á aðalfund-
inum að styrkur félagsins væri gott
starfsfólk sem starfaði í tæknilega
góðri verksmiðju; starfsfólk sem hefði
langa reynslu í mokkaskinnavinnslu.
Markaður fyrir afurðir væri að
styrkjast, bæði hvað varðaði magn og
verð en veikleikar félagsins væru hins
vegar fjárhagsstaða þess sem og
framboð á hráefni.
Gunnar sagði að vegna þess hve
fastur kostnaður væri hátt hlutfall af
rekstrarkostnaði vinnslunnar þyrfti
salan í magni að ná a.m.k. 3 milljónum
ferfeta, sem eru rúmlega 400 þúsund
gærur. „Salan í fyrra var 2,2 milljónir
ferfeta og tæp 1,5 árið á undan. Áætl-
anir okkar gera ráð fyrir því að salan í
ár verði um 3,1 milljón ferfet. Það er
einnig trúlegt að verð fari hækkandi í
erlendri mynt. Ef þessi þróun gengur
fram, ásamt styrkari evru og veikari
krónu, þá getum við vonandi séð fram
á verulega verðhækkun í íslenskum
krónum,“ sagði hann.
Gunnar minnti á að framboð af hrá-
gærum á Íslandi væri bundið við
haustmánuði og að það krefðist veru-
legrar fjárbindingar að kaupa allar
hrágærurnar í einu. „Framboð af hrá-
gærum til vinnslu hér á landi er talið
að muni fara minnkandi á komandi
árum. Þó gerum við okkur vonir um
að gæruframboðið muni verða yfir
400 þúsund gærum á ári, a.m.k. næsta
áratuginn. Einungis er leyfður inn-
flutningur á hrágærum frá Færeyj-
um og Grænlandi.
Í ljósi innflutningshafta er það
mjög alvarleg þróun og jafnframt
ógnun við íslenskan skinnaiðnað þeg-
ar sláturleyfishafar selja saltaðar hrá-
gærur til útlanda. Undanfarin ár hef-
ur orðið mjög mikil samþjöppun
sláturleyfishafa á Íslandi. Ef við fáum
ekki hrágærur frá t.d. þremur
stærstu sláturleyfishöfunum er til-
vistargrunnur okkar brostinn. Vörn
okkar hefur verið að greiða heims-
markaðsverð fyrir gærurnar og
treysta því að sláturleyfishafarnir
sýni þá víðsýni að taka virðisaukandi
iðnað á Íslandi fram yfir útflutning á
hráefni. Það er nefnilega sameigin-
legt með kjöt- og gæruiðnaði, að við
störfum við innflutningshöft,“ sagði
Gunnar.
Bætt rekstrarskilyrði
og aukin eftirspurn
Bjarni Jónasson framkvæmda-
stjóri sagði í ræðu sinni að nýliðið
rekstrarár hefði reynst félaginu erfitt
og niðurstaðan ylli miklum vonbrigð-
um, enda verulega lakari en áætlanir
gerðu ráð fyrir. En þrátt fyrir áföll og
vonbrigði undanfarinna missera hafi
„rekstrarskilyrði batnað við lækkun
gengis krónunnar og fari verðbólga
ekki vaxandi og haldi kjarasamningar
þá styður það áætlanir okkar. Á síð-
ustu mánuðum hefur eftirspurn eftir
mokkaskinnum, sem er meginfram-
leiðsluvara Skinnaiðnaðar, farið vax-
andi. Jafnframt hefur verð þeirra far-
ið hækkandi og bendir margt til að
þessi þróun muni halda áfram. Pant-
anir til afgreiðslu strax á fyrstu mán-
uðum ársins 2001 eru þegar farnar að
berast sem er ólíkt ástandi síðustu
þriggja ára. Því standa vonir til að sal-
an á yfirstandandi rekstrarári verði
meiri en í fyrra.“
Bjarni sagði fyrirsjáanlegt að tap
yrði á rekstri Skinnaiðnaðar fyrri
hluta rekstrarársins. „Ástæðan er sú
að fyrri hluti rekstrarársins er jafnan
mun óhagstæðari en sá síðari í þessari
atvinnugrein. Jafnframt veldur óhag-
stæð gengisþróun á haustmánuðum
miklu um þetta en lægra gengi mun
síðan koma okkur til góða seinna á
seinni hluta rekstrarársins. Afkoman
þá ætti því að verða mun betri og von-
andi að árið í heild komi vel út.“
Jákvæð teikn á lofti á helstu mörkuðum Skinnaiðnaðar hf.
Fjárhagsstaða og fram-
boð á hráefni veikleikar
Ljósmynd/Berglind H. Helgadóttir
Eftirspurn eftir mokkaskinnum, helstu framleiðsluvöru Skinnaiðnaðar,
hefur farið vaxandi á síðustu mánuðum.
’ Salan í fyrra var2,2 milljónir ferfeta
og tæpar 1,5 millj-
ónir árið á undan.
Áætlanir okkar gera
ráð fyrir því að salan
í ár verði um 3,1
milljón ferfet. ‘
● NÝLEGA fór fram hlutafjáraukn-
ing í MP Verðbréfum hf. og var
hlutaféð aukið um 50 milljónir
króna að nafnverði á genginu
5,00. Samtals er því um 250 millj-
óna króna eiginfjáraukningu að
ræða, en nafnverð hlutafjár að
aukningu lokinni er 153 milljónir
króna.
„Núverandi hluthafar tóku þátt í
aukningunni auk nýrra aðila sem
stjórn MP Verðbréfa hf. fagnar og
telur aðkomu þeirra mjög jákvæða
fyrir framtíðarhorfur fyrirtækisins.
Markmið aukningarinnar er að efla
fyrirtækið enn frekar og gera því
kleift að veita fjárfestum fjölbreytt-
ari þjónustu,“ segir í tilkynningu
frá MP Verðbréfum hf.
Aukið hlutafé
í MP Verðbréfum
● SÖLUTEKJUR Austurbakka hf.
námu um 1.903 milljónum króna
árið 2000 og er það um 300 millj-
ónum króna meira en árið 1999,
að því er fram kemur í tilkynningu
frá félaginu.
Allar deildir Austurbakka juku
sölu sína á síðasta ári, en sú deild
sem er í hvað mestri sókn er vín-
deildin. Jók hún sölu sína um 26%
milli ára, eða úr 464 milljónum
króna í 578 milljónir. Íþróttadeildin
jók sölu sína um 22%, eða úr 274
milljónum í 335 milljónir.
Auknar
sölutekjur
Austurbakka
● NÝ verðbólguspá Ráðgjafar og
efnahagsspár ehf., sem birtist í
fréttabréfinu Gjaldeyrismálum gerir
ráð fyrir lítilli breytingu á vísitölu
neysluverðs í febrúar, eða frá
-0,2% til 0,2%. Frá upphafi til loka
þessa árs gerir Ráðgjöf og efna-
hagsspá ráð fyrir 3,8–3,9% verð-
bólgu og 3,9% verðbólgu þegar
reiknað er út frá meðaltölum yf-
irstandandi árs og síðasta árs.
Þetta er lækkun frá spá desem-
bermánaðar, en þá spáði fyr-
irtækið 4,1% hækkun milli árs-
meðaltala og 4,0% hækkun frá
upphafi til loka ársins.
Ráðgjöf og efnahagsspár reikna
með lækkun olíuverðs á árinu og
jafnframt því „að kjarasamningar
náist án meiriháttar kollsteypu í
efnahagsmálum og að vikmörk nú-
verandi gengisstefnu haldi“.
Spá minni
verðbólgu
STUTTFRÉTTIR