Morgunblaðið - 17.01.2001, Síða 23
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 23
B í l d s h ö f ð a • 1 1 0 R e y k j a v í k • s í m i 5 1 0 8 0 2 0 • w w w . i n t e r s p o r t . i s
Þ Í N F R Í S T U N D - O K K A R F A G
2 Jól 2000
Brettapakkar
CRAZY CREEK PRIMERO snjóbretti. Mikið fyrir peningana. Mjög gott
snjóbretti fyrir börn og unglinga með svokallaðri CAP uppbyggingu,
sem eykur stöðugleika og styrk brettisinns. Barnabretti: Lengdir:
100-130 cm kr. 12.290,- Unglingabretti: Lengdir: 135-160 cm kr. 14.990,-
CRAZY CREEK UNIVERSAL bindingar. Einfaldar og sterkar bindingar fyrir
byrjendur. Barnabindingar: Kr. 5.990,-. Unglingabindingar: Kr. 6.890,-
CRAZY CREEK PRIMERO snjóbrettaskór. Þægilegur og sterkur
snjóbrettaskór fyrir byrjendur St.19-25,5. Kr. 6.500,- St. 26-31. Kr. 6.500,-.
SALOMON DRIVER snjóbretti. Stöðugt og
skemmtilegt snjóbretti fyrir þá sem vilja
eitthvað aðeins meira. Monocoque uppbygging
sem gefur betra flot og betri kantskurð.
Trékjarni og yfirborð úr P-tex 900-Grafít.
Lengdir: 140-165 cm. Kr. 26.990,-
SALOMON S2 bindingar. Einfaldar, sterkar og
klassískar snjóbrettabindingar. Botnplata með
svokölluðum T-púðum sem auka grip fyrir skóna og
er auk þess dempandi. Þægilegur bakkappi og
mjúkar og fóðraðar ökklaólar. Kr. 8.990,-
Brettapakki, unglinga: Bretti,
bindingar og skór.
24.780,-
Brettapakki, barna: Bretti,
bindingar og skór.
CRAZY CREEK YANK snjóbretti + CC UNIVERSAL
bindingar. Léttleikandi og stöðugt snjóbretti fyrir
börn og unglinga. CAP uppbygging. Lengdir:
110 – 125 – 133 cm. Bretti kr. 14.990,-.
Bindingar kr. 6.890,-.
CRAZY CREEK COUNTRY JR heitur og þægilegur
snjóbrettaskór sem auðvelt er að fara í og úr.
Laus innri skór. St. 19-24,5. Kr. 7.280,-
20.980,-
7.280,-
Bretti með bindingum
Bretti með bindingum
28.380,-
Raðgreiðslur/léttgreiðslur
.
35.980,-
Tilboð
Umboðs- og heildverslun
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
Hilluplan fyrir lausar vörur
og bitar fyrir vörubretti.
Einfalt í uppsetningu
Skrúfufrítt.
Smellt saman
Í allar áttir
Netverslun - www.hillur.is
Þunga-
vörurekkar
Trygg gæði - Gott verð!
● STOFNFJÁRAUKNING sú sem auka-
fundur stofnfjáraðila Sparisjóðs Ön-
undarfjarðar ákvað á fundi sínum í lok
október síðastliðins tókst umfram
björtustu vonir, að því er fram kemur í
tilkynningu frá sparisjóðnum, og seld-
ist upp allt það stofnfé sem í boði var.
Alls er nú 131 stofnfjáraðili í Spari-
sjóði Önundarfjarðar, en fyrir voru 35,
þannig að aukningin nam 274%.
Stærsti hluti þessara nýju stofnfjár-
aðila er búsettur í Ísafjarðarbæ.
Heildarstofnfé í sparisjóðnum var
6.957.510 krónur hinn 31. desem-
ber síðastliðinn.
Í tilkynningu Sparisjóðs Önund-
arfjarðar kemur fram að margir hafa
sýnt áhuga á að gerast stofnfjáraðilar
í sparisjóðnum og fjölmargir þeirra
ekki fengið nema hluta þess stofnfjár
sem óskað var eftir. Þessi mikli áhugi
er hvatning til enn frekari uppbygg-
ingar öflugs sparisjóðs sem ákveðið
er að verði sameinaður Sparisjóði
Súðavíkur, Sparisjóði Þingeyrar-
hrepps og Eyrasparisjóði á vormán-
uðum þessa árs.
Allt stofnfé
Sparisjóðs
Önundarfjarðar
seldist
● GREININGARDEILD Kaupþings birti
spá fyrir helgina um lækkun stýrivaxta
á öðrum ársfjórðungi þessa árs, en
að sögn Birgis Ísleifs Gunnarssonar
seðlabankastjóra er vaxtalækkunar
ekki að vænta.
Birgir Ísleifur sagði í samtali við
Morgunblaðið að sjónarmið Seðla-
banka Íslands hefðu ekki breyst frá
því sem fram kom í viðtali við hann í
Morgunblaðinu föstudaginn 5. janúar.
Þar sagði hann þensluna hér á landi
enn svo mikla að Seðlabankinn teldi
ekki tímabært að breyta um peninga-
málastefnu enda væru litlar vísbend-
ingar um að það væri að draga úr
henni. Ennfremur kom fram að Seðla-
bankinn teldi lækkun stýrivaxta í
Bandaríkjunum ekki gefa ástæðu til
vaxtalækkunar hér á landi. Aðstæð-
urnar hér séu allt aðrar en eru þar; at-
vinnuleysistölur okkar lágar, meiri
verðbólga en í Bandaríkjunum, meiri
útlánavöxtur hjá innlánsstofnunum og
gengi íslensku krónunnar hafi sigið.
Sjónarmið
Seðlabank-
ans óbreytt
STEFNUMÓTUN bílafram-
leiðslufyrirtækisins Ford byggist
á því að Bretar gangi í mynt-
bandalag Evrópu og fari að nota
evruna sem gjaldmiðil sinn á
næstu fjórum til sex árum, að því
er fram kemur á fréttavef BBC.
Yfirmaður Ford í Evrópu, Nick
Scheele, telur að ef ekki verði af
inngöngu Breta í myntbandalagið
þá verði það „áhyggjuefni“ fyrir
Ford, en 50.000 manns starfa hjá
fyrirtækinu í Bretlandi. Hann
segir verksmiðjur fyrirtækisins
þó ekki í hættu.
Scheele segir breska framleið-
endur og þá sérstaklega bíla-
framleiðendur, líða fyrir styrk
breska pundsins gagnvart evr-
unni og hann segist harma
hversu pólítísk umræðan um evr-
una hefur orðið í Bretlandi. Stór
hluti útflutnings Breta, eða um
60%, fari til Evrópu og hlutfallið
sé enn hærra þegar komi að út-
flutningi bíla. Auk þess flytji
Bretar talsvert inn frá Evrópu.
Því virðist Scheele rökrétt að
taka upp evruna í Bretlandi, þó
ekki á núverandi gengi gagnvart
evru.
„Fyrir fjórum árum var Bret-
land meðal ódýrustu landa Evr-
ópu samkvæmt úttekt Evrópu-
ráðs en nú erum við meðal þeirra
dýrustu vegna þess að sterlings-
pundið hefur hækkað svo mikið
gagnvart evrunni og öðrum evr-
ópskum gjaldmiðlum,“ segir
Scheele og bætir við. „Þeir bíla-
framleiðendur sem eru með öll
sín viðskipti í evrum standa nú
u.þ.b. 30% betur en bílaframleið-
endur í Bretlandi.“
Ford vill evruna
til Bretlands
TALIÐ er að svissneski matvæla-
framleiðandinn Nestlé standi þessa
dagana í viðræðum um kaup á
bandaríska fyrirtækinu Ralston
Purina, sem framleiðir gæludýrafóð-
ur, að því er fram kemur í Wall
Street Journal. Kaupverðið er sagt
vera 10 milljarðar dollara eða um 850
milljarðar íslenskra króna.
Verði af þessum samningum fellur
ein frægasta og mest selda tegund
gæludýrafóðurs í heiminum, Purina
Dog Chow, sem Ralston framleiðir,
undir gæludýrafóðurframleiðslu
Nestlé en fyrirtækið framleiðir fyrir
nokkrar þekktar tegundir fóðurs,
s.s. Friskies, Mighty Dog og Alpo.
Hins vegar er hætt við að umræða
um samkeppnismál verði hávær í
kjölfar sameiningar því að Ralston
hefur um 27% markaðshlutdeild á
hundamatsmarkaði og Nestlé 12%. Í
kattamat hefur Ralston 33% mark-
aðshlutdeild og Nestlé 13%.
Nestlé er sagt hafa boðið 33 doll-
ara á hlut í Ralston, sem er 34% yf-
irverð ef miðað er við lokagengi bréf-
anna sl. föstudag. Hvorugt fyrir-
tækjanna hefur viljað tjá sig um
málið.
Nestlé að kaupa fram-
leiðanda gæludýrafóðurs
● FORSVARSMENN Símans og
bandaríska fyrirtækisins iDigi hafa
skrifað undir samning um til-
raunaverkefni á sviði þráðlausra Net-
tenginga fyrir einstaklinga og fyr-
irtæki. Fyrirtækið iDigi hefur sérhæft
sig í þróun þráðlausra örbylgjulausna
og hefur rekið örbylgjukerfi í Banda-
ríkjunum í nær fjögur ár.
Verkefnið felur í sér prófanir á þess-
ari nýju tækni og mun tilraunin hefjast
fljótlega og standa yfir í rúman mán-
uð. Áætlað er að um 200 valdir við-
skiptavinir Símans á höfuðborg-
arsvæðinu taki þátt í tilrauninni.
Síminn og iDigi
í samstarf
NÝLEGA skrifaði Síminn undir
samning við Kögun hf. um kaup á
hugbúnaðarkerfi frá bandaríska hug-
búnaðarfyrirtækinu TIBCO Soft-
ware, sem Kögun er umboðsaðili fyrir
hér á landi. Samningurinn gefur
Símanum rétt á að nota allan þann
hugbúnað sem TIBCO er með á boð-
stólum í upplýsingakerfi sín og með
innleiðingu á TIBCO-hugbúnaðinum
sér Síminn möguleika á að einfalda
uppbyggingu og frekari þróun upp-
lýsingakerfa sinna.
Í fréttatilkynningu kemur fram að
Síminn þurfi að reka fjölmörg upplýs-
ingakerfi sem sinna mismunandi
þörfum. Það hafi verið flókið og
kostnaðarsamt að láta upplýsingar
flæða á milli kerfa, en ActiveEnter-
prise-hugbúnaðurinn geri þessi verk-
efni mun ódýrari og einfaldari. Auk
sparnaðar í rekstri muni Síminn
verða fljótari að koma nýjum vörum
og þjónustu á markað. ActivePortal-
og ActiveExchange-kerfin gefi einnig
nýja möguleika til birtingar upplýs-
inga á Netinu og auðveldi rafræn við-
skipti milli fyrirtækja og einstaklinga.
Síminn semur við Kögun
um hugbúnaðarkaup
STJÓRN Hf. Eimskipafélags Ís-
lands ákvað í desember síðastliðnum
að bjóða hluthöfum til kaups eigin
bréf félagsins, og höfðu hluthafar
rétt á kaupum í hlutfalli við skráða
eign sína og jafnframt heimild til að
skrá sig fyrir hærri fjárhæð. Í til-
kynningu frá Eimskip kemur fram
að allt hlutafé seldist til hluthafa og
var eftirspurn meiri en framboð, eða
samtals 913.344.191 króna að sölu-
virði. Heildarnafnverð hlutabréf-
anna sem voru í boði nam 61.158.100
krónum, en það er um 2% hlutur í
félaginu, og buðust bréfin á genginu
7,1. Heildarverðmæti sölunnar var
því 434.222.510 krónur. Á næstu
dögum verða send bréf til hluthafa
með upplýsingum um þeirra hlut.
Hlutafjársala
Eimskips
Eftirspurn
meiri en
framboð
DELTA hf. og NM Pharma ehf. hafa
undirritað samning um kaup Delta á
öllu hlutafé í NM Pharma ehf. Samn-
ingurinn felur í sér að Delta yfirtekur
starfsemi NM Pharma sem er sam-
starfsaðili Merck Generics á Íslandi,
en Merck Generics er eitt stærsta
fyrirtæki í heiminum á sviði þróunar,
sölu og framleiðslu samheitalyfja.
Þá var jafnframt undirritaður sam-
starfssamningur milli Delta og Merck
Generics sem tekur yfir eldri samn-
ing á milli NM Pharma og Merck
Generics. Í hinum nýja samningi er
einnig kveðið á um samstarf fyrir-
tækjanna við þróun nýrra samheita-
lyfja.
NM Pharma hefur starfað á ís-
lenskum lyfjamarkaði frá árinu 1990
og hefur í dag yfir 37 lyf á markaði.
Um 20 ný lyf eru væntanleg á næstu
árum. Lyfjaval NM Pharma og Delta
verður samræmt í kjölfar undirritun-
ar samningsins og verða lyf NM
Pharma hluti af lyfjavali Delta. Mark-
aðsstjóri NM Pharma, Jónína Guð-
mundsdóttir lyfjafræðingur, mun
hefja störf hjá Delta og hafa umsjón
með þeim lyfjum sem NM Pharma
hefur markaðsleyfi fyrir.
Delta kaupir
hlutafé NM
Pharma
STUTTFRÉTTIR