Morgunblaðið - 17.01.2001, Page 24
ERLENT
24 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TALA látinna í jarðskjálftunum í El
Salvador á laugardag er komin yfir
600 og fer enn hækkandi, að sögn
talsmanna stjórnvalda í höfuðborg-
inni, San Salvador. Leitarmenn frá
Taívan, Spáni og fleiri ríkjum not-
uðu sérþjálfaða hunda og háþróuð
tæki til að reyna að finna lifandi fólk
undir aur og braki úr mannvirkjum
en ekki fannst neinn, hins vegar rák-
ust leitarmenn á hund sem virtist
hafa sloppið ómeiddur. Jafnframt
var lögð áhersla á að fjarlægja lík úr
rústunum.
Í borginni Santa Tecla olli aur-
skriða í kjölfar skjálftans miklu
manntjóni. Skjálftinn, sem talinn er
hafa verið 7,6-7,9 stig á Richter-
kvarða, olli því að aur hrundi niður
fjallshlíð og grófst heilt hverfi, Las
Colinas, undir skriðunni. Íbúar í
borginni báðu á sínum tíma þingið
og hæstarétt landsins um að banna
að reist yrðu stór einbýlishús í fjalls-
hlíðinni og sögðu að framkvæmdirn-
ar og raskið sem þeim fylgdi yki
hættuna á aurskriðum.
Jarðskjálftar valda æ meiri usla
og manntjóni í heiminum, en raun-
verulega orsök er að finna í athöfn-
um manna, ekki í náttúrunni, að
sögn breskra jarðvísindamanna.
Þeir benda á að vaxandi mannfjöldi,
umhverfisspjöll eða illa byggð
mannvirki séu orsök þess að fjöldi
fólks fórst í jarðskjálftum sem urðu í
Tyrklandi og á Taívan 1999 og nú
einnig í El Salvador. Vegna þess hve
fólki fjölgi sums staðar hratt freist-
ist ýmsar ríkisstjórnir til að leyfa að
reistir séu mannabústaðir á vara-
sömum stöðum. Einkum gerist þetta
á landsvæði sem myndar eins konar
gjörð, um 40.000 kílómetra langa, ut-
an um mikinn hluta Kyrrahafs, frá
Papúa í Nýju-Gíneu norður eftir
Austur-Asíu og síðan austur yfir til
Alaska og suður eftir vestasta hluta
Norður- og Suður-Ameríku. Á svæð-
inu er mikið um jarðhræringar og
þar er fjöldi eldfjalla. Einnig eru þar
fjölmargar risastórar borgir.
„Eitt af því sem hefur aukið mjög
manntjónið í þessum jarðskjálfta er
eyðing skóga,“ sagði Denis Mc-
Clean, talsmaður Alþjóðasambands
Rauðakrossfélaganna og Rauða
hálfmánans í Genf. Hann benti á að
talið væri að með því að fella trén í
fjallshlíðinni í Las Colinas hefðu
menn komið róti á efsta lag jarð-
vegsins.
Breskir vísindamenn segja að
jarðskjálftum hafi ekkert fjölgað.
Skýrslur yfir tímabilið 1900-1989
benda til að 20 mjög stórir skjálftar
verði árlega í heiminum, yfir 7 á
Richter, en fjöldinn sé afar misjafn,
frá sex árið 1986 upp í 41 árið 1943.
„Manntjónið fer vaxandi og
ástæðan er þróun mannlífsins,“
sagði einn sérfræðingurinn í samtali
við AFP-fréttastofuna. „Raunar er
það svo að við virðumst hafa verið
fremur heppin á seinni hluta tutt-
ugustu aldar. Á þessu skeiði hafa
orðið til risaborgir á hættusvæðum
en fjöldi jarðskjálfta hefur verið
minni en búast mætti við á 50 ára
tímabili.“ Hann sagði að aðeins væri
um tölfræðilega tilviljun að ræða.
Illa byggð hús
Enn hafa menn ekki fundið neina
aðferð til að spá fyrir um hvenær
jarðskjálfti muni ríða yfir, en þekk-
ingin á því hvar hættan sé mest vex
stöðugt. Vísindamenn nota meðal
annars forrit sem kallað er Coulomb
en þar er gengið út frá því að jarð-
skjálftar hafi eins konar dómínó-
áhrif, þ.e. að spennan sem einn
skjálfti valdi geti orsakað skjálfta á
öðru svæði í grenndinni.
Jafnframt vita menn betur hvern-
ig hægt er að draga úr tjóninu.
Skortur á slíkri fyrirhyggju var að-
alorsök þess að mikið manntjón varð
í borgunum Adapazari og Golcuk í
Tyrklandi árið 1999. Þær eru reistar
á óstöðugum svæðum, frá sjónarhóli
jarðfræðinnar og þar voru mörg hús
er ekki stóðust öryggiskröfur sem
rétt er að gera á hættusvæðum.
Einnig var víða notað lélegt bygg-
ingarefni, þar á meðal fjörusandur
sem er saltur og veldur steypu-
skemmdum.
Yfir sex hundruð hafa fundist látnir í El Salvador
Skógarhöggi kennt um
skriðu í kjölfar skjálftans
Reuters
Karlmaður í El Salvador bíður eftir því að fá að bera kennsl á líkams-
leifar ættingja sinna í fjöldagröf í kirkjugarði í Santa Tecla í gær.
París, San Salvador. AFP, AP.
„Forsetinn
hefur verið
sýknaður“
Manila. Reuters, AFP.
SAKSÓKNARARNIR í réttarhöld-
unum yfir Joseph Estrada, forseta
Filippseyja, sögðust í gær ætla að
segja af sér eftir að öldungadeild
þingsins hafnaði beiðni þeirra um að
fá að leggja fram mikilvæg skjöl sem
þeir segja að sanni að forsetinn hafi
falið mútufé á bankareikningum und-
ir fölsku nafni. Saksóknararnir sögðu
að með þessari ákvörðun hefði öld-
ungadeildin í raun sýknað forsetann
sem hefur verið ákærður til embætt-
ismissis fyrir mútuþægni og fleiri lög-
brot.
Öldungadeildin samþykkti með ell-
efu atkvæðum gegn tíu að ekki mætti
leggja skjölin fram. Andstæðingar
Estrada á þinginu voru gráti nær
þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunn-
ar var tilkynnt og forseti öldunga-
deildarinnar, Aquilino Pimentel,
ákvað að segja af sér. Hann sakaði
þingmennina um að hafa valdið öld-
ungadeildinni „óbætanlegum skaða“
með því að „hafna gögnum sem hefðu
leitt sannleikann í ljós“.
„Með þessari skammarlegu sam-
þykkt hefur forsetinn verið sýknað-
ur,“ sagði Joker Arroyo, einn af ellefu
saksóknurum í málinu, en þeir eiga
allir sæti í fulltrúadeild þingsins.
„Þetta sýnir að forsetinn er með ell-
efu öldungadeildarþingmenn í vasan-
um.“
Nýir saksóknarar skipaðir?
Feliciano Belmonte, sem fer fyrir
saksóknurunum, sagði að þeir myndu
allir segja af sér á fundi í fulltrúa-
deildinni í dag. Ekki var ljóst í gær
hvort afsagnirnar yrðu til þess að fall-
ið yrði frá málshöfðuninni eða hvort
nýir saksóknarar yrðu skipaðir.
Estrada er ákærður fyrir mútu-
þægni, spillingu, brot á stjórnar-
skránni og trúnaðarbrest. Til að
svipta forsetann embætti þurfa tveir
þriðju þingmanna öldungadeildarinn-
ar að komast að þeirri niðurstöðu að
hann sé sekur um að minnsta kosti
eitt ákæruatriðanna.
Saksóknarar í máli
Estrada segja af sér
JOSCHKA Fischer, utanríkisráð-
herra Þýzkalands, varpaði í gær í
vitnisburði fyrir rétti frekara ljósi á
það tímabil ævi sinnar, þegar hann
var virkur þátttakandi í hreyfingu
byltingarsinnaðra námsmanna á ár-
unum um og uppúr 1970. Fischer,
sem samkvæmt skoðanakönnunum
er vinsælasti stjórnmálamaður
Þýzkalands og varakanzlari, bar fyrir
rétti í heimaborg sinni Frankfurt
vitni um kynni sín af Hans Joachim
Klein, sem er ákærður fyrir að hafa
aðstoðað hryðjuverkamanninn Carl-
os, „Sjakalann“ svokallaða, við mann-
ránsárás á ráðherrafundi OPEC í Vín
árið 1975. Tveir lífverðir og einn
OPEC-fulltrúi létu lífið í árásinni og
70 manns voru teknir í gíslingu.
Fischer hefur alla tíð gengizt við
því að hafa verið róttækur á sínum
yngri árum, en ljósmyndir sem fyrir
skemmstu voru birtar af honum með
bifhjólahjálm á höfði berjandi óeirða-
lögreglumann í átökum húsatöku-
manna og lögreglu í Frankfurt árið
1973 hafa hleypt af stað líflegri um-
ræðu um það meðal Þjóðverja, hvort
maður með slíka fortíð sé heppilegur
til að gegna svo háu embætti.
Í vitnisburði sínum neitaði Fischer
því alfarið að hafa nokkru sinni tekið í
mál að beita eldsprengjum, „Mólot-
ov-kokkteilum“, eða öðrum ofbeldis-
vopnum í mótmælaaðgerðum. Eftir
að hann og þáverandi kona hans lentu
í því árið 1968 að vera barin af lög-
reglu er þau tóku þátt í friðsamlegum
götumótmælum sannfærðist hann
hins vegar um að hann vildi verjast
þegar til ryskinga kæmi við lögreglu.
Fischer var fyrirmynd Kleins
Klein, sem var tekinn fastur í
Frakklandi fyrir tveimur árum eftir
að hafa farið huldu höfði í tvo áratugi,
hefur sagt að Fischer hafi verið hon-
um fyrirmynd í lífinu. Fischer sagði
að djúpstæður klofningur hafi verið
meðal róttækra vinstrimanna í
Frankfurt á þessum tíma varðandi af-
stöðuna til þess hvort beita skyldi of-
beldi í þágu hinnar pólitísku baráttu
eða ekki. „Þetta var rætt fram og aft-
ur. Mín afstaða var ætíð ljós. Ég áleit
ofbeldi ekki myndu leiða til neins
nema sjálfseyðingar,“ tjáði ráð-
herrann réttinum í gær.
„Það var mikil harka í umræðunni
um vopnaða baráttu, að útvega vopn,
hvort leggja skyldi á ráðin um pólitísk
morð,“ sagði hann. Lýsti hann hugs-
unarhætti þeirra sem vildu taka upp
vopnaða baráttu sem „stalínisma“.
„Ég áleit þennan hugsunarhátt ekki
leiða til neins annars en hörmunga,
sem hann og gerði.“
Klein var velkominn í hópinn
sem fulltrúi verkamannastéttar
Í nóvember sl. bar annar frægur
fulltrúi „’68-hreyfingarinnar“ frá
Frankfurt, Daniel Cohn-Bendit
(„Rauði Danni“), vitni í réttarhaldinu
yfir Klein, en þeir Cohn-Bendit og
manna, en hlutverk þeirra var að
„hreinsa“ göturnar af lögreglu. Það
var einmitt í einni slíkri „hreinsiað-
gerð“ sem áðurgreind mynd af Fisch-
er var tekin í apríl 1973. Ólíkt Cohn-
Bendit vísar Fischer því hins vegar
með öllu á bug, að hafa að einhverju
leyti borið ábyrgð á því að Klein leidd-
ist inn á þá braut að taka þátt í
hryðjuverkum.
Nokkrir gagnrýnendur utanríkis-
ráðherrans, þar á meðal „Sjakalinn“
Carlos sem nú afplánar fangelsisdóm
í Frakklandi, hafa fullyrt að Fischer
hafi veitt óbeina aðstoð við undirbún-
ing hryðjuverka með því að lána íbúð
sína og bíl undir fundi og flutninga
samherja sinna sem tekið hefðu upp
„vopnaða baráttu“. Aðrir hafa dregið í
efa fullyrðingar Fischers um að hann
hafi ekki haft nokkra vitneskju um
áform um að eldsprengjum skyldi
beitt í átökum við lögreglu.
Meirihluti vill ekki að Fischer
anzi afsagnarkröfum
Fischer vísar öllum slíkum aðdrótt-
unum á bug. Hann sagði endanlega
skilið við róttæklingahópa árið 1977
og slóst í hóp þeirra sem stóðu að
stofnun þýzka Græningjaflokksins.
Saksóknarar hafa staðfest, að engar
upplýsingar liggi fyrir sem gefi
ástæðu til að saka ráðherrann um að
hafa gerzt meðsekur um refsivert at-
hæfi. Fáeinir stjórnarandstæðingar
hafa hvatt Fischer til að segja af sér
eftir að kastljós fjölmiðlanna beindist
að róttæklingafortíð hans, en skoð-
anakannanir sýna að mikill meirihluti
þýzkra kjósenda vill ekki heyra á það
minnzt að hann segi af sér.
Fischer voru báðir á
sínum tíma í forsvari
fyrir róttæklingahóp-
inn „Byltingarbar-
áttu“ (Revolutionärer
Kampf), sem Klein
gekk til liðs við. Cohn-
Bendit er nú Evrópu-
þingmaður fyrir
franska græningja en
árið 1968 var hann
einn fremsti leiðtogi
uppreisnarhreyfingar
franskra stúdenta.
Hugmyndafræðing-
um „Byltingarbarátt-
unnar“, sem nær und-
antekningarlaust voru
úr hópi námsmanna, var mjög í mun
að finna félagsskapnum rætur í
verkamannastétt og tóku því fagn-
andi mönnum eins og Klein, sem var
óútskrifaður bifvélavirki. Það sem
hann skorti í hugmyndafræðilegri
leikni í „réttu“ byltingarkenningun-
um reyndi hann að bæta upp með því
að vera þeim mun róttækari og
viljugri til að láta til skarar skríða.
Hann ávann sér velvilja félaga sinna
með vasklegri framgöngu í hinum
svokölluðu „hreinsisveitum“ hústöku-
Joschka Fischer ber vitni í réttarhaldi yfir fyrrverandi pólitískum samherja
Segist hafa beitt sér gegn
„vopnaðri baráttu“
Frankfurt. AFP, Reuters.
Hans-Joachim KleinJoschka Fischer