Morgunblaðið - 17.01.2001, Page 26

Morgunblaðið - 17.01.2001, Page 26
ERLENT 26 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ þrenn: Í fyrsta lagi að koma á svo- kölluðum Tobin-skatti, sem hefur nafngiftina frá bandarískum hag- fræðingi og snýst um skattlagningu gjaldeyrisyfirfærslna um 0,05– 0,1% og að leggja niður skattapara- dísir. Í öðru lagi að koma í veg fyrir að braskað sé með fjármagn í op- inbera lífeyriskerfinu á hlutabréfa- markaði. Og í þriðja lagi vilja með- limirnir að skuldir þróunarlanda verði afskrifaðar. Komið hefur til harðra deilna í Svíþjóð um Attac, sem hægrimenn hafa á stundum sagt vera hóp vinstriöfgamanna. Talsmenn Attac í Svíþjóð, Aron Etzler og Henrik Erntson, báðir 28 ára, segja það hins vegar af og frá. Meðlimirnir séu úr öllum stjórn- málaflokkum, trúaðir og trúleys- ingjar og á öllum aldri, þótt upp- hafsmennirnir séu flestir á þrí- tugsaldri, fólk sem vill ekki endurtaka mistökin sem kynslóð foreldra þeirra gerði ef marka má orð tvímenninganna. Eldra fólk hliðhollast Attac Gallup í Svíþjóð hefur kannað af- stöðu Svía til boðskapar Attac og velt vöngum yfir því hvers vegna hann höfði til fólks. Í grein sem Alf Sjöström hjá Gallup ritar í Dagens Nyheter segir að skýringarinnar sé fyrst og fremst að leita í þeim gríð- arlegu breytingum sem átt hafi sér stað á síðasta áratug, bæði pólitísk- um, tæknilegum og efnahagsleg- um. Alþjóðavæðingin verði sífellt meiri á kostnað hins þjóðlega. Frjálsari gjaldeyrisviðskipti og aukin tækni hafi í för með sér æ meiri fjármagnsflutninga milli landa, svo og spákaupmennsku með gjaldmiðla sem hafi aftur leitt í ljós veika stöðu þeirra. Sjöström segir að hinar hefðbundnu lýðræð- islegu stofnanir hafi oft á tíðum ekki verið í stakk búnar að takast á við alþjóðavæðingu í viðskiptum. Þetta allt gerist á sama tíma og lönd á borð við Svíþjóð hafi gengið í gegn um kreppu í upphafi síðasta áratugar sem hafi kallað á niður- skurð á velferðarkerfinu. Dregið hafi úr félagslegu öryggi og al- menningi finnist bilið á milli ríkra og fátækra hafa breikkað. Þegar stjórnmálamenn taki óvin- sælar ákvarðanir afsaki þeir þær oftar en ekki með því að þeir séu undir alþjóðlegum þrýstingi. Slíkt sé ekki til þess fallið að auka tiltrú almennings á Evrópusambandinu og viðlíka stofnunum. Niðurstaðan er sú að samkvæmt nýrri könnun Gallup í Svíþjóð eru um 58% fylgjandi hertum reglum um gjaldeyrisviðskipti. Ekki var spurt beint um stuðning við skatt- lagningu á fjárhagsviðskipti en Gallup telur að hann sé nokkru minni en við hertar reglur. Þá telja tæplega 60% að jafnrétti sé mikilvægt og um 63% að félags- legur jöfnuður sé mikilvægur. Stuðningur við aukna aðstoð til þróunarlanda er ekki jafnótvíræð- ur, 27% telja hana af hinu góða. Ekki var könnuð afstaða almenn- ings til þess að lífeyrissjóðir tækju þátt í kaupum og sölu á hlutabréfa- markaði. Í Svíþjóð hefur fjöldi fólks nýtt sér þennan möguleika en einn- ig hefur komið til mótmæla þar sem fólk hefur hafnað því að greiða í líf- eyrissjóði vegna þessa. Önnur könnun var gerð í síðustu viku um afstöðu almennings til Att- ac og kom í ljós að samtökin njóta mests fylgis á meðal karla yfir sex- tugt, um 49% en minnst fylgis hjá fólki undir þrítugu, undir 40%. Þá var það einkum ungt fólk sem ef- aðist um ágæti samtakanna, þrátt fyrir að þau hafi hafið göngu sína sem námsmannasamtök. ANDSTAÐA við alþjóðavæðingu og krafa um aukna meðvitund al- mennings eru lykilorð samtakanna Attac, sem hafa nú teygt anga sína til Norðurlanda. Þau voru stofnuð í Frakklandi árið 1998 og er nú að finna í tuttugu löndum. Nýjasta deild Attac-samtakanna var stofn- uð í Svíþjóð fyrir rúmri viku og hef- ur komið af stað mikilli umræðu, m.a. um skatta á gjaldeyri, sem er eitt baráttumála Attac. Attac eru ekki sérlega fjölmenn samtök miðað þá athygli sem þau hafa vakið. Í Svíþjóð eru stofnfélag- arnir um 2.000 og í Frakklandi um 30.000. Erfitt hefur reynst að fá töl- ur um meðlimi í öðrum löndum en giskað hefur verið á að þeir séu um 100.000 um allan heim. Eitt einkennismerkja samtak- anna er að koma boðskap sínum á framfæri á kraftmikinn hátt. Reyndar svo að til átaka hefur komið en Attac var einn af þeim hópum sem stóð að mótmælunum við fundi Alþjóðaviðskiptastofnun- arinnar, WTO, í Seattle og Prag. Þau voru námsmannasamtök en hafa náð til breiðs hóps fólk, t.d. er talsmaður þeirra í Frakklandi að- stoðarritstjóri Le Monde Diplom- atique. Skattur á gjaldeyri og afnám skulda Nafnið er stytting á Association for the taxation of financial trans- actions for the aid of citizens (Sam- tök um skattlagningu fjármagns- flutninga borgurunum til góða). Boðskapur samtakanna er ekki hinn sami í öllum aðildarlöndunum, í Frakklandi þykir þjóðernisbragur á honum. Þá eru samtökin víða hlið- holl Evrópusambandinu, þó ekki í Svíþjóð. Þar í landi eru markmið Attac Nýjasta deild Attac-samtakanna, sem starfa í 20 löndum, stofnuð í Svíþjóð Andstaða við alþjóðavæðingu og aukin samfélagsmeðvitund Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Reuters Meðlimir Attac stóðu fyrir mótmælum í Nice í desember, þegar leið- togafundur Evrópusambandsins var haldinn í borginni. SAMNINGUR, sem fyrrverandi liðsmaður brezku leyniþjónustunnar MI6 hefur gert við rússneskt forlag um útgáfu endurminninga sinna, stefnir í að grafa alvarlega undan leyniþjónustunni, eftir því sem Daily Telegraph fullyrðir í gær. Richard Tomlinson, sem starfaði í fjögur ár á síðasta áratug í MI6, hef- ur gert samning við bókaútgáfu í Rússlandi um útgáfu bókarinnar „Brotið mikla“ („The Big Breach“). Að sögn heimildarmanna Daily Tele- graph innan brezka stjórnarráðsins standa rússnesk leyniþjónustuyfir- völd að baki útgáfusamningnum, sem tryggir Tomlinson 35.000 sterl- ingspund, andvirði um 4,4 milljóna króna, í höfundarlaun. Þykir tíma- setning þessara tíðinda vera mjög slæm fyrir brezku leyniþjónustuna. Þar sem Stella Remington, fyrrver- andi yfirmaður MI5, innanlands- leyniþjónustu Bretlands, hefur ákveðið að birta endurminningabók gerir það forsvarsmönnum leyni- þjónustunnar erfitt fyrir að fá því framgengt fyrir rétti, að Tomlinson skuli bannað að birta sínar endur- minningar, á grundvelli gildandi laga um leyniþjónustuna. Valdir útdrættir úr bók Tomlin- sons birtust í The Sunday Times um helgina. Þar er m.a. fjallað um verk- efni sem hann vann að fyrir MI6 í Bosníu og gegn Rússlandi og Íran. Einnig er gefið í skyn að í bókinni sé að finna nákvæmar lýsingar á vinnu- lagi MI6, svo sem við þjálfun nýliða. Forsvarsmenn MI6 eru sagðir ólíklegir til að horfa uppá slíkar lýs- ingar birtast á prenti mótaðgerða- laust. Þykir staðan nú sambærileg við það þegar „Spycatcher“, bók Pet- ers Wrights, fv. háttsetts foringja í MI5, var gefin út í Ástralíu fyrir fá- einum árum. Útdrættir úr henni voru líka birtir í Sunday Times. Endurminningar fyrrverandi liðsmanns MI6 birtar í Rússlandi Brezka leyniþjón- ustan í vörn Lundúnum. The Daily Telegraph. BRESKUR kaupmaður var dreginn fyrir rétt í borginni Sunderland í fyrradag fyrir að neita að verðleggja og vega vöruna samkvæmt metra- kerfinu. Er um að ræða prófmál, sem snerta mun tugþúsundir kaupmanna um allt Bretland. Breskir Evrópuandstæðingar hafa tekið þetta mál upp á sína arma en kaupmaðurinn, Steven Thoburn, er sakaður um að hafa selt banana sam- kvæmt gamalli vog eða í breskum pundum. Eleanor Sharpston, lög- maður borgarinnar, segir málshöfð- unina tilkomna vegna þeirrar skyldu yfirvalda að koma í veg fyrir mis- skilning og tryggja, að allir kaup- menn noti sama mæli. Ef ein versl- unin notaði gamla málið og önnur metrakerfið, væri útilokað að bera saman verðið. Thoburn á yfir höfði sér allt að 250.000 króna sekt fyrir að neita að taka upp metrakerfið. Evrópuandstæðingar blása í herlúðra Stuðningsmenn Thoburns hafa safnað rúmlega fimm milljónum króna til að kosta málareksturinn en hugsanlegt er, að málið fari alla leið fyrir æðsta dómstigið í Bretlandi, lá- varðadeildina. Þá hefur sá flokkur, sem beinlínis var stofnaður til að berjast gegn Evrópusambandinu, The Independence Party, og samtök- in Mál og vog skorað á alla sína fylg- ismenn að snúa nú bökum saman. Bæjarstjórnin í Sunderland hefur aftur á móti beðið ríkisstjórnina um styrk en áætlað er, að málarekstur- inn kosti hana rúmlega 25 millj. kr. Breski Íhaldsflokkurinn ætlar heldur ekki að láta þetta tækifæri sér úr greipum ganga og í gær ætlaði Al- an Duncan, talsmaður flokksins í við- skiptamálum, að fara til Sunderlands til að lýsa yfir stuðningi við Thoburn. Það sama hafa gert ýmsir kunnir ein- staklingar, til dæmis J. K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna. Sinnti ekki viðvörunum Fyrir rúmu ári var breskum kaup- mönnum bannað að selja vöru eftir pundum og únsum. Í febrúar í fyrra kom eftirlitsmaður í verslun Thob- urns og sagði honum, að tvær vogir í versluninni, sem aðeins notuðu gamla mælinn, væru ólöglegar. Var honum gefinn frestur í 28 daga til að bæta úr því. Thoburn lét það ógert og segist heldur munu fara í fangelsi en borga sekt. Hann og Neil Herron, þjáninga- bróðir hans og fisksali í Sunderland, ætla að bjóða sig fram í næstu þing- kosningum til að vekja ærlega athygli á málinu. Michael Shrimpton, lögfræðingur Thoburns, heldur því fram honum til varnar, að bresku lögin um mál og vog frá 1985 séu ríkari tilskipunum Evrópusambandsins jafnvel þótt þær hafi verið teknar inn í breska löggjöf. Segir hann, að þingið verði að setja ný lög um mál og vog og þar til það hafi verið gert séu viðskiptahættir Thoburns löglegir. Tekist á um mál og vog fyrir rétti í Bretlandi London. Daily Telegraph. Reuters Steven Thoburn í verslun sinni með banana og eins og sjá má vill hann fá rúmar 30 kr. ísl. fyrir pundið en í Bretlandi eru það 453,6 grömm. HERFORINGJAKLÍKAN sem fer með völdin í Búrma, öðru nafni Myanmar, hefur skipað fjölmiðlum í landinu að stöðva árásir á stjórn- arandstöðuleiðtogann Aung San Su Kyi og flokk hennar, Þjóð- arbandalagið fyrir lýðræði, NLD. Þykir þetta benda til þess að senn muni fulltrúar stjórn- valda og Suu Kyi hefja viðræður um lausn á deil- um lýðræðissinna NLD við herfor- ingjana. Opinberlega hafa slíkar viðræður ekki farið fram síðan 1994. „Ákvörðun stjórnarinnar um að stöðva árásir á NLD og þá einkum leiðtoga þess, Aung San Suu Kyi, er jákvætt skref og vonandi fylgja fleiri slík merki um góðan hug í kjöl- farið,“ sagði stjórnmálaskýrandi í höfuðstaðnum Rangún sem herfor- ingjar nefna Yangon. Talið er að næsta skrefið geti orðið að stjórn- völd láti lausa úr fangelsi nokkra af frammámönnum NLD. Suu Kyi er friðarverðlaunahafi Nóbels og flokkur hennar vann yf- irburðasigur í frjálsum kosningum fyrir um áratug en herforingjarnir ákváðu að hunsa úrslitin. Hún hefur verið í stofufangelsi frá 22. sept- ember sl. Skömmu áður hafði hún ásamt nokkrum stuðningsmönnum reynt að ferðast út á land til að sækja fund með liðsmönnum NLD, en stjórnvöld stöðvuðu för hennar. Dagblöð og aðrir fjölmiðlar hafa undanfarin ár hellt fúkyrðum yfir Suu Kyi og birt af henni skopmynd- ir. Hefur hún meðal annars verið sökuð um að vera svikari við kyn- þátt sinn en eiginmaður hennar var Breti, Michael Aris, og eignuðust þau tvo syni. Aris lést úr krabba- meini fyrir tveim árum en Suu Kyi þorði ekki að fara úr landi til að vera við útförina vegna þess að ljóst þótti að herforingjarnir myndu ekki leyfa henni að snúa aftur heim. Sendimaður ESB til Búrma Talið er að með stefnubreyting- unni hafi herforingjarnir verið að koma til móts við óskir sérstaks sendimanns Sameinuðu þjóðanna, Razalis Ismaels, sem var milli- göngumaður í leynilegum viðræðum Suu Kyi og Khin Nyunts hershöfð- ingja, en þær hófust í fyrra. Til- kynnt var í gær að sendimaður Evr- ópusambandsins myndi sækja Búrma heim í lok janúar. Mun hann eiga viðræður við fulltrúa stjórn- valda og stjórnarandstöðunnar, en haft var eftir háttsettum embættis- manni innan ESB að tilgangur heim- sóknarinnar væri að meta þann ár- angur sem náðst hefur í sátta- umleitunum milli fylkinganna í landinu. Herforingjastjórnin í Búrma Ríkisfjölmiðlar stöðva árásir á Suu Kyi Aung San Suu Kyi Rangún. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.