Morgunblaðið - 17.01.2001, Page 30
LISTIR
30 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
A SHKENAZY var mjöghrifinn af hljómsveitinnieftir að hafa æft meðhenni í fyrsta sinn á
mánudagsmorguninn og það leyndi
sér heldur ekki að hljóðfæraleik-
ararnir voru ánægðir með stjórn-
andann. Hann kvaðst ekki hafa
heyrt í hljómsveitinni frá því að
hann fór héðan árið 1978 ef undan
er skilið að hann heyrði fyrir
nokkrum árum geisladisk með leik
sveitarinnar. „Þá hugsaði ég með
mér: Nú geta þau spilað! En þegar
ég var hérna var hljómsveitin held-
ur léleg,“ segir hann. Síðan hefur
mikið vatn runnið til sjávar og
hljómsveitin eflst verulega. „Það
sem mér finnst svo gott núna er að í
hljómsveitinni er svo margt ungt
fólk sem er vel menntað og hefur
vald á því sem það er að gera. Þeg-
ar ég var hér var ekki margt ungt
fólk í hljómsveitinni og það unga
fólk sem þar var á annað borð var
enn í námi og alltof ungt og óreynt.
Ég held að sumir hafi misskilið mig
þegar ég sagði að það væru börn að
spila í hljómsveitinni – það var einn
misskilningurinn sem gerði að
hljómsveitin varð brjáluð út í mig
og sumir sögðu ýmislegt sem var
ekki sérlega vinsamlegt. En nú er
hér svo margt ungt fólk sem spilar
vel og brennur af áhuga – engir
unglingar en vel menntað fólk sem
vill spila, hefur gengið í góða skóla
bæði hér og erlendis og er atvinnu-
menn í faginu. Þau spila af mikilli
mýkt og það er mér mikil gleði að
vinna með þeim. Við vorum að enda
við að æfa Shostakovitsj, en það var
í raun mjög lítið sem þurfti að æfa,
því þau kunnu þetta allt og voru
mjög vel undirbúin, enda tók æfing-
in mun skemmri tíma en ég hafði
gert mér í hugarlund,“ segir
Ashkenazy að lokinni fyrstu æfing-
unni með hljómsveitinni.
Einsöngvarar í heimsklassa
Á efnisskrá tónleikanna eru tvö
stór verk; Das Lied von der Erde
eða Ljóð af jörðu eftir Gustav Mahl-
er og Sinfónía nr. 9 í Es-dúr op. 70
eftir Dímitríj Shostakovitsj. „Ég
varð mjög glaður þegar ég var beð-
inn um að stjórna Mahler-verkinu.
Ég hef stjórnað því áður en ekki
oft. Svo vissum við ekki alveg á
hverju við ættum að byrja en vegna
þess að Shostakovitsj hélt mikið
upp á Mahler þá stakk ég upp á því
að við tækjum níundu sinfóníu
hans,“ segir Ashkenazy. Einsöngv-
arar eru þau Iris Vermillion mezzó-
sópran og Robert Gambill tenór.
„Þau eru bæði í heimsklassa,“ segir
stjórnandinn.
Sjálfur hefur Ashkenazy komið
víða við á ferlinum og þarf vart að
tíunda afrek hans á tónlistarsviðinu
fyrir íslenskum tónlistarunnendum.
Frá árinu 1998 hefur hann verið að-
alstjórnandi Tékknesku fílharm-
óníusveitarinnar, auk þess sem
hann er tónlistarstjóri Ungmenna-
hljómsveitar Evrópusambandsins.
Hann kveðst svo sannarlega vonast
til að hann geti einhvern tíma kom-
ið með hljómsveitirnar hingað til
lands og haldið tónleika.
Ashkenazy hefur stutt íslenska
tónlistarmenn í baráttunni fyrir
tónlistarhúsi og segist hann alls
ekki geta skilið hvers vegna Íslend-
ingar verji svo miklum fjármunum
til byggingar íþróttahúsa en séu
enn ekki búnir að byggja tónlistar-
hús.
„Mér er gersamlega ómögulegt
að skilja hvers vegna allir þessir
peningar eru settir í íþróttir en
ekki menningu. Ég vildi að einhver
gæti útskýrt fyrir mér hvaða hug-
myndafræði liggur þar að baki.
Mér skilst að efnahagurinn sé bæri-
legur núna, svo það ætti ekki að
vera nein afsökun. Öflugt lista- og
menningarlíf lyftir öllu á hærra
plan – sjóndeildarhringurinn víkk-
ar og það hefur góð áhrif alls stað-
ar. Þetta reyni ég að útskýra í hvert
sinn sem ég hitti stjórnmálamenn.“
Tékkneska fílharmóníusveitin
hefur að sögn Ashkenazys afar
knöpp fjárráð en eftir flauelsbylt-
inguna þar í landi hefur ríkis-
stjórnin ekki séð ástæðu til að verja
miklum fjármunum til menningar-
og listastarfsemi. Þetta segir
Ashkenazy bera vott um mikla
skammsýni, þar sem Tékkneska
fílharmóníusveitin sé ein af bestu
hljómsveitum heims. „Það er
skömm að því hvað hún hefur litla
fjármuni úr að spila og laun hljóð-
færaleikaranna eru ömurlega lág.
Ég hef átt fundi með stjórnvöldum
þar og reynt að leiða þeim fyrir
sjónir að hljómsveitin sé mikilvæg-
asti einstaki fulltrúi þessarar litlu
þjóðar gagnvart umheiminum. Allir
þekkja hljómsveitina – en það er
því miður verið að drepa hana.
Staðreyndin er sú að ungt tónlist-
arfólk hefur ekki lengur áhuga á að
ganga til liðs við sveitina því launin
eru svo lág að það er ekki nokkur
leið fyrir fólk að framfleyta fjöl-
skyldu á þeim. Þá fer það frekar til
útlanda og ræður sig til hljómsveita
þar.“
Þórunn, eiginkona Ashkenazys,
ferðast með honum hvert sem hann
fer um heiminn og lét sig vitanlega
ekki vanta þegar stefnan var tekin
á heimalandið. Þau hjón staldra þó
stutt við að þessu sinni, því önnur
verkefni bíða. Meðal þess sem er á
döfinni á næstu mánuðum, fyrir ut-
an aðalstarfið í Prag, er ferð til
Bandaríkjanna, þar sem hann mun
stjórna á tónleikum í Cleveland og
Fíladelfíu. Einnig stendur fyrir
dyrum stutt ferð til Durban í Suð-
ur-Afríku, þar sem Ashkenazy mun
stjórna sinfóníuhljómsveit borg-
arinnar á einum tónleikum, til þess
að sýna í verki stuðning sinn við
tónlistarlífið þar um slóðir, sem nú
er í miklu fjársvelti. „Í Suður-
Afríku er búið að útrýma flestum
sinfóníuhljómsveitum. Þar segjast
stjórnvöld ekki hafa áhuga á svo-
kallaðri Evrópumiðaðri menningu,
þ.e. „hvítri“ menningu,“ segir
hann.
Spurning um tíma og skipulag
Í maí nk. er ferðinni svo heitið til
Mið-Asíu ásamt Ungmenna-
hljómsveit Evrópusambandsins,
sem mun koma fram á fimm tón-
leikum í Kasakstan, Úsbekistan og
Kirgistan. Ashkenazy ber mikið lof
á samstarfið við hljómsveitina.
„Þetta er frábært tónlistarfólk og
mjög gaman að vinna með því.“
Synir Ashkenazy-hjónanna, þeir
Vovka og Dmitri, eru báðir at-
vinnutónlistarmenn, Vovka píanó-
leikari og Dmitri klarinettuleikari.
Bræðurnir léku báðir einleik með
Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir
tveimur árum. En skyldi það nokk-
uð vera á döfinni að þeir feðgar
komi allir þrír fram á tónleikum
hér á landi í nánustu framtíð? Ekki
segir hann það vera á dagskránni
en þó sé aldrei að vita. Verði þeim
bræðrum boðið að leika með hljóm-
sveit undir stjórn föðurins kveðst
hann allt eins búast við að þeir
myndu reyna að þiggja það. „En
þetta er auðvitað allt spurning um
tíma og skipulag,“ segir Ashkenazy
og bætir við að hann vonist til að
geta spilað á kammertónleikum í
Garðabæ hjá vini sínum Sigurði
Björnssyni á næsta ári.
Ashkenazy er að lokum spurður
hvernig tilfinning það sé að vera
kominn til Íslands til að stjórna Sin-
fóníuhljómsveitinni eftir öll þessi
ár. Hann segir að það sé góð tilfinn-
ing. „Ég sakna Íslands og ég vildi
óska þess að ég gæti komið hingað
á hverju einasta ári, að minnsta
kosti á sumrin, en því miður gengur
það ekki alltaf upp. Mér finnst
reyndar líka gaman að koma hér að
vetri til þó að það sé dimmt – það er
betra en ekkert. Þó að það sé
dimmt er það samt sem áður Ís-
land.“
Morgunblaðið/Kristinn
Morgunblaðið/Þorkell
Morgunblaðið/Þorkell
Morgunblaðið/Þorkell
„Þó að það sé dimmt er
það samt sem áður Ísland“
Vladimir Ashkenazy stjórnar Sinfóníu-
hljómsveit Íslands á tónleikum í Háskóla-
bíói annað kvöld, nærri 23 árum eftir að
hann stjórnaði hljómsveitinni síðast. Þegar
Margrét Sveinbjörnsdóttir hitti hann að
máli að lokinni æfingu kvaðst hann ákaflega
ánægður með hljómsveitina.