Morgunblaðið - 17.01.2001, Page 31

Morgunblaðið - 17.01.2001, Page 31
snyrtistofunni Vénus Beauté og er hún elst starfsstúlknanna auk eig- andans frú Nadine. Allar eiga þær það sameiginlegt að vera í leit að ástinni en Angèle, sem eitt sinn var særð hjartasári, neitar öllum til- finningum í þá áttina. Til að bæta það upp stundar hún tækifærisástir sem gefa henni lítið annað en nið- urlægingu. Dag einn birtist Ant- oine, mun yngri maður, og játar ást sína á henni, segist heillaður upp úr skónum og vilji henda tvítugu kær- ustunni fyrir Angèle sem líst ekkert á blikuna til að byrja með. Myndin er um sjálfsmynd kvenna og löngun þeirra til að vera elsk- aðar. Ádeilan felst í því hvernig þær eru sjálfar gegnsýrðar af því að útlitið skipti öllu, það að falla karlmönnum í geð sé tilgangur lífs- ins og hvernig karlmönnum leyfist öllum stundum að koma með at- hugasemdir um útlit kvenna, sama hvernig þeir sjálfir líta út. Aum- ingja Angèle fær að heyra það full oft að hún sé nú aðeins of grönn. Og þegar allt kemur til alls virðast þeir ekki falla fyrir því, heldur inn- rætinu. Hvað eru þá alltaf allir að velta sér upp úr þessu? Konurnar gangast upp í þessu og sinna útlits- málum af einstökum dugnaði en yf- irborðið er líka bara á yfirborðinu. Um leið og snyrti- dömurnar eru komnar inn í starfsmannaher- bergið inn af bleiku snyrtistofunni, þar sem þær leika fág- aða fegurðarengla, slappa þær af og verða mannlegar, sætar og heillandi. Er þetta þá bara allt einhver yfirborðskenndur leikur sem bæði konur og menn leika? Ástarsaga verður að vera í bíó- mynd þar sem allir leita að ást. Og í Vénus Beauté er hún eiginlega minna áhugaverð en atriðin á snyrtistofunni.Verst er að mér finnst Angèle mjög fráhrindandi mannvera. Hún er bæði illkvittin, sjálfselsk fram í fingurgóma og al- veg föst í þessum heimskulega heimi sínum. Ég eiginlega skildi ekki framkomu hennar þrátt fyrir að vita að hún ætti erfitt með að höndla tilfinningamál. Eflaust öfugt við það sem leikstjórinn ætlaði sér fann ég mest til með ungu stúlk- unni sem Antoine yfirgefur fyrir Angèle. Hún bar þó í brjósti sér hreinar og réttlætanlegar tilfinn- ingar. Í því ljósi fannst mér endir myndarinnar hálfsiðlaus. Auk þess skil ég ekki hvað Angèle lærði af þessu öll saman eða hvort áhorf- endum hafi verið ætluð einhver skilaboð. Þrátt fyrir vanskilninginn fannst mér Vénus Beauté mjög skemmti- leg mynd og þætti gaman að vita hvað öðrum finnst. Hún er broskát- leg, bæði fyndin og sorgleg í senn. Þetta er forvitnilegur heimur, og jafnvel hugsanagangur, sem við er- um kynnt fyrir og mörg atriðin á snyrtistofunni eru óborganleg. Leikkonurnar eru yndislegar allar saman og skapa virkilega sannfær- andi karaktera og óviðjafnanlega stemmningu. Fágaðir fegurðarenglar KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó F r a n s k i r d a g a r Leikstjórn og handrit: Tonie Marshall. Aðalhlutverk: Natalie Baye, Samuel Le Bihan, Bulle Ogier, Mathilde Seigner, Audrey Tautou, Hélène Fillières og Robert Hossein. Pyramides S.A. 1999. VÉNUS BEAUTÉ  ÉG vil skipta kvikmyndinni Vén- us Beauté í tvo þætti, ádeilu og ást- arsögu, sem virðast ekki endilega styðja hvor annan né mynda heild. Ádeilan veltir upp ýmsum spurn- ingum um kvenímyndina og sér- kennileg ástarsagan snýst um kramið hjarta. Vénus Beauté er, af þessari ástæðu og öðrum, sérstök kvikmynd en áhugaverð að sama skapi. Hin fertuga Angèle vinnur á Hildur Loftsdótt ir „Myndin er um sjálfsmynd kvenna og löngun þeirra til að vera elskaðar.“ LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 31 MARIANNE (Catherine De- neuve), er fyllibytta, glæsileg og vel til höfð fyllibytta, þar sem Vincent (Bernard Fresson), maður hennar, er einn af stæðstu demantahöndlur- um í heimi hér. Glæsileg verslun hans er á ámóta mikilfenglegum stað, Place Vendome í París. Í mynd- arbyrjun kemur í ljós að ekki er allt með felldu í rekstri Vincents. Það er tekið að halla ískyggilega undan fæti og demantaheildsalar væna hann um vafasöm viðskipti. Vincent segir konu sinni, þegar hún er nokkurn- veginn edrú, frá fimm, undurfögrum demöntum sem hann hefur komið undan og eiga að tryggja eyðslu- klónni Marianne, örugga, fjárhags- lega framtíð. Að því búnu sest Vinc- ent undir stýri og heldur í sína hinstu ökuferð. Nú er Marianne tilneydd að takast á við vandamálin. Setur tappann í flöskuna og reynir síðan að bjarga því sem bjargað verður og selja eð- alsteinana. Það kemur í ljós að hún var á árum áður slunginn demant- akaupmaður. Það hjálpar en það kemur einnig í ljós að steinarnir fimm eru illa fengnir og ýmsir, mis- jafnir náungar koma til sögunnar. Einn þeirra er Jean-Pierre (Jean- Pierre Bacri), elskhugi Nathalie hinnar fögru (Emmanuelle Seigner), sölustjóra í demantaversluninni við Place Vendome, og fyrrverandi við- hald Vincents. Hún snýr baki við Jean- Pierre og tekur sam- an við vafasaman náunga, Battistelli (Jaques Dutrone). Leikkonan, leik- stjórinn og handrits- höfundurinn Nicole Garcia, býr til for- vitnilegan og flókinn vef úr öllum þessum persónum, lætur þær tengjast á nánast mystískan hátt. Fléttan nær langt aftur í tímann en kemur upp á yfirborðið er Mari- anne þarf að fara að dusta af gamalli kunnáttu og útsjónarsemi til að bjarga sjálfri sér og öðrum frá glötun. Place Vendome er ekki öll þar sem hún sýnist. Yfirborðið er rólegt af spennumynd að vera, sem fjallar um demanta, rán, og mafíósa, vafasama menn og fagrar konur. Þessi dulúðugi undirtónn og persónuflétta eru aðal myndarinnar ásamt skemmtilegri innsýn að tjaldabaki í demantaversl- uninni. Höfuðprýði Place Vendome er þrátt fyrir öll djásnin, hin fagra De- neuve, hún virðist ekki eldast frekar en eðalsteinarnir. Annars er leikurinn yfir höfuð góður, ef undan er skilin fröken Seigner sem virðist ekki hafa mikla burði sem leikkona en útlitið hjálpar. Meðal leikaranna er Bernard Fres- son sem einhverjir minnast úr myndunum um Franska sambandið – The French Connection. Ástir, svik og eðalsteinar Leikstjóri Nicole Garcia. Handrits- höfundur Nicole Garcia og Jacques Fieschi. Tónskáld Richard Robbins. Kvikmyndatökustjóri Laurent Dalland. Aðalleikendur Catherine Deneuve, Jean-Pierre Bacri, Emmanuelle Seigner, Jaques Dutr- one, Bernard Fresson, Francois Berleand. Sýningartími 105 mín. Frönsk. AMLF t, 1998. PLACE VENDOME  Sæbjörn Valdimarsson „Place Vendome er ekki öll þar sem hún sýnist,“ segir í dómnum. „SERIAL Lover“ fjallar um konu sem heldur upp á 35 ára afmæli sitt eitt kvöld og býður til þess fjórum ást- mönnum sínum. Hún er frægur höf- undur sakamálasagna og ætlar að nota tækifærið og velja sér eiginmann úr hópi þeirra en áður en af því getur orðið taka hinir óheppilegustu at- burðir að gerast og fljótlega hafa þeir allir drepist á hinn slysalegasta hátt á heimili hennar. Hér er um biksvarta kómedíu að ræða skemmtilega stílfærða í leik- stjórn James Huth og verulega ýkta en bráðsniðuga þegar allt kemur til alls. Hvert og eitt dauðsfall er í raun ljótur brandari en meðhöndlunin er slík að við leyfum okkur að hlæja að þeim, þótt með nokkrum fyrirvara sé. Hitchcock hafði gaman af svörtu gríni eins og þessu og henti sjálfur stund- um gaman að dauðanum þótt ekki hafi það verið með svo opinskáum hætti og í „Serial Lover“. Ekki er nóg með að líkin hrannist upp og það líti út fyrir að konan hafi myrt þá alla, sem hún gerir alls ekki, heldur er ein- staklega þrjóskur lögreglumaður á sveimi í blokkinni að leita tveggja bófa og það sem verra er, systir kon- unnar ákveður að halda henni stór- kostlegt samkvæmi í íbúðinni með vinum sínum. Eins og vera ber þegar fjallað er um sakamálahöfund er myndin feiki- lega reyfarakennd á alvörulausan og spaugilegan hátt og í henni er að finna sterk amerísk áhrif ekki síst í tónlist- arvali en einnig í persónu löggunnar, sem er svona harðhaus úr Chandler/ Hammett veröldinni. Sumt er nánast óborganlegt eins og dúett bófanna í ægilegri klemmu og myndin er byggð upp eins og hin versta martröð þann- ig að þegar allt virðist vera farið til fjandans, versnar enn í því. Það er ekki hægt annað en að skemmta sér á „Serial Lover“. Hún er frábær gamanmynd um grafalvar- legt efni. Sein- heppinn sakamála- höfundur Leikstjórn: James Huth. Aðal- hlutverk: MicheleLaroque, Albert Dupontel og Elise Tielrooy. SERIAL LOVER  Arnaldur Indriðason LENGST af er Veðmálið fín frönsk kómedía um tvo gjörólíka menn sem taka þá sameiginlegu ákvörðun að hætta að reykja. Annar er vinstri- sinnaður kennari sem á ekki bót fyrir boruna á sér en hinn hægrisinnaður apótekari sem ekur Mercedes Benz og þeir þola ekki hvor annan. Báðir eru miklir reykingamenn og það tek- ur óskaplega mikið á fyrir þá að hætta að reykja en samkeppnin á milli þeirra er svo hörð að þeir geta ekki brotið reykingabannið. Úr þessu gera Didier Bourdon og Bernard Campan fyndna og lýsandi gamansögu um þau gríðarlegu straumhvörf sem verða í lífi tvímenninganna; það verður allt undan að láta áður en þeir kveikja í og skapferli þeirra tekur slíkar dýfur að unun er á að horfa. Þegar líður á myndina er engu líkara en leikstjór- arnir missi taumhaldið á sögunni sem eins og tapar veruleikaskyninu og flækist um víðan völl. En eftir situr ánægjuleg minning um hrikalegar af- leiðingar reykingabanns. Í reykinga- banni Leikstjórn: Didier Bourdon og Bernard Campan. Aðalhlutverk: Didier Bourdon, Isabelle Ferron, Isabel Otero. VEÐMÁLIÐ „LE PARI“1 ⁄2 Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.