Morgunblaðið - 17.01.2001, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
STJÓRNARFORMAÐURKjötmjöls hf. á Selfossi,Þorvarður Hjaltason,gagnrýnir harðlega vinnu-
brögð Neytendasamtakanna og
formanns þeirra. Eins og kom
fram í Morgunblaðinu í gær hafa
Neytendasamtökin krafist þess að
stjórnvöld stöðvi nú þegar fram-
leiðslu Kjötmjöls hf. á kjöt- og
beinamjöli vegna hættu á kúariðu-
smiti. Telur Þorvarður umræðuna
um kúariðu hafa skaðað fyrirtæk-
ið, sem hóf starfsemi sl. haust, en
útflutningur frá verksmiðjunni er í
óvissu sem stendur. Búið er að
flytja út nokkur hundruð tonn af
mjöli til Evrópu en innanlands hef-
ur mjölið eingöngu farið í loðdýra-
fóður. Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra telur ólíklegt að
framleiðsla Kjötmjöls verði stöðv-
uð en hann hefur kallað forsvars-
menn Neytendasamtakanna á sinn
fund í dag.
„Við erum varnarlausir gagn-
vart því sem er að gerast í Evrópu
en það er ansi hart að þurfa að búa
við órökstuddar kröfur af hálfu
Neytendasamtakanna,“ segir Þor-
varður og telur það „með ólíkind-
um“ að samtökin hafi sett fram
kröfu um að stöðva framleiðslu
Kjötmjöls án þess að hafa aflað sér
upplýsinga, m.a. hjá fyrirtækinu
sjálfu. „Í ljósi þess gef ég ekki mik-
ið fyrir málflutning Jóhannesar.
Vinnubrögðin benda til þess að
niðurstaðan sem hann fær sé á ansi
veikum grunni byggð. Neytenda-
samtökin átta sig kannski ekki á
því en málflutningur þeirra auð-
veldar okkur ekki að starfa á inn-
anlandsmarkaði,“ segir Þorvarður.
Verksmiðjan á Selfossi áformar
að framleiða um 1.300-1.400 tonn
af kjötmjöli á árinu. Aðspurður um
hráefnið segir Þorvarður það ein-
göngu koma af sláturafurðum hér
á landi.
„Við tökum eingöngu inn hráefni
sem hefur farið í gegnum slátur-
hús og kjötvinnslur, allt heilbrigð-
isskoðað af dýralæknum. Ekkert
kemur inn hjá okkur af sýktum
skepnum og ekkert af svokölluðum
riðusvæðum,“ segir Þorvarður.
Hann fagnar því reyndar að for-
maður Neytendasamtakanna sé
farinn að berjast gegn innflutningi
landbúnaðarvara, nokkuð sem for-
maðurinn, Jóhannes, hafi áður bar-
ist fyrir. Telur Þorvarður að Jó-
hannes ætti alveg eins að beita sér
fyrir banni á innflutningi á tilbún-
um pitsum og vorrúllum frá Evr-
ópu.
Þorvarður bendir einnig á að
með því að krefjast að verksmiðja
Kjötmjöls leggi niður starfsemi þá
aukist líkur á að sláturúrgangur
verði urðaður á ný, með tilheyr-
andi umhverfisvandamálum. Þetta
og fleira hafi formaður Neytenda-
samtakanna getað kynnt sér áður
en kröfugerðin var lögð fram.
Þurfum að halda
vöku okkar
Guðni Ágútsson landbúnaðar-
ráðherra segir við Morgunblaðið,
varðandi kröfu Neytendasamtak-
anna um að loka verksmiðju Kjöt-
mjöls, að verksmiðjan sé rekin með
sérstökum hætti sem ekki tíðkist
annars staðar í heiminum. Ekkert
hráefni sé notað nema það sé skoð-
að af dýralæknum.
„Fyrir utan hitt að þetta fóður
sem þarna verður til er lítið notað
hér í landinu, aðallega til loðdýra
og gæludýra. Það bann sem hér
var sett á áttunda áratug síðustu
aldar, og vakið hefur heimsathygli,
að jórturdýr fengju ekkert kjöt- og
beinmjöl, stendur enn. Ekkert hef-
ur breyst í þeim efnum. Mér finnst
því ólíklegt að framleiðslan verði
stöðvuð. Auðvitað höfum við verið
að skoða hvað Evrópusambandið
gerir í þessum efnum. Þeir eru
kannski að gera það sama og við
gerðum fyrir um þremur áratug-
um. Við þurfum að halda vöku okk-
ar,“ segir Guðni.
Bændasamtökin afhentu Guðna í
gær bréf þar sem skorað er á hann
að stöðva, a.m.k. tímabundið, allan
innflutning á nautakjöti o
matvælum frá þeim lön
sem kúariða hefur greins
til ráðherrans segir meðal
„Vegna þeirrar óvissu s
ónógri þekkingu á sjúk
[Creutzfeldt-Jacob] skap
flutningur nautakjöts og v
um úr nautakjöti óörygg
lenskum neytendum
óviðunandi, bæði af heils
um og markaðslegum á
Bændasamtök Íslands h
lagt áherslu á að neytend
að geta treyst fullkomle
búnaðarafurðum, jafnt e
sem innlendum, séu þær
markaði hérlendis.“
Aðspurður hvort s
verði við kröfum Bænd
anna og fleiri aðila í þjóð
að innflutningur nautakjö
stöðvaður, segir landbún
herra að fara þurfi að má
gát.
Stjórnarformaður Kjötmjöls hf. gagnrýnir vinn
Ólíklegt að fram
kjötmjöls verði s
Sannarlega má segja að
dregið dilk á eftir sér h
viðbrög
Innflutningur á írsku nautalundunum hef-
ur kallað á sterk viðbrögð í þjóðfélaginu.
Nú hafa Bændasamtökin skorað á land-
búnaðarráðherra að stöðva allan innflutn-
ing nautakjöts. Björn Jóhann Björnsson
kannaði ýmsar ólíkar hliðar á kúariðu- og
kjötmálum og ræddi m.a. við núverandi og
fyrrverandi landbúnaðarráðherra.
KÚARIÐUFÁRIÐ tekur sífellt á
sig nýja mynd og hefur nú náð til
gelatíns. Stærsti mjólkurvöru-
framleiðandi Danmerkur, Arla
Foods, hefur ákveðið að hætta að
nota gelatín unnið úr beinum
nautgripa og dönsku neytenda-
samtökin hvetja til þess að notk-
un gelatíns í sælgæti, snyrtivör-
um og lyfjum verði rannsökuð.
Lyfjaframleiðendur standa
frammi fyrir þeim vanda að geta
ekki breytt samsetningu lyfja
sinna án þess að sækja um leyfi
að nýju þótt einstök fyrirtæki
hafi lýst yfir áhyggjum vegna
kúariðumálsins.
Gelatín er unnið úr beinum og
húð nautgripa og svína en einnig
er hægt að vinna það úr jurtum.
Er framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins ákvað að banna
notkun kjöt- og beinamjöls í fóð-
ur desember sl. var gelatín und-
anskilið og framleiðendur þess
fullyrða að engin hætta sé á að
smit berist í menn vegna vinnslu-
aðferðarinnar.
Neytendur virðast þó ekki
sannfærðir og nokkrir framleið-
endur deila vaxandi ótta þeirra.
Arla Foods, sem hefur notað gel-
atín í mjólkurhristinga, hefur
ákveðið að skipta yfir í hl
unnið úr beinum svína ve
þrýstings frá neytendum
áskorunar neytendasamt
Gelatín er notað í ýmis
matvæli, t.d. sultur, og sæ
t.d. lakkrís og hlaup og h
ar takmarkanir verið sett
notkun þess þrátt fyrir að
foreldrar banni börnum s
að borða slíkt góðgæti. D
neytendasamtökin hafa h
Aukinn ótti er meðal neytenda í Danmörku
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Mjólkurvöru-
fyrirtæki í
TÍMAMÓT HJÁ
LEIKFÉLAGI REYKJAVÍKUR
VERÐBÓLGAN Á NIÐURLEIÐ
Hraði verðbólgunnar á tólf mán-aða tímabili er nú minni enhann hefur verið frá því í júlí-
mánuði árið 1999 samkvæmt nýjustu
mælingum Hagstofunnar á vísitölu
neyzluverðs. Verðbólga síðustu tólf
mánaða mælist nú 3,5%, en mældist
3,2% fyrir einu og hálfu ári. Þetta eru að
sjálfsögðu gleðileg tíðindi fyrir lands-
menn, því fátt er mikilvægara fyrir
efnahag heimila og fyrirtækja en stöð-
ugleiki í efnahagslífinu. Reynsla síð-
ustu ára hefur sýnt það og sannað með
meiri hagvexti og kaupmáttaraukningu
en dæmi eru um áður í íslenzkum þjóð-
arbúskap. Aukin þensla í efnahagslífinu
hefur á hinn bóginn valdið áhyggjum
um, að verðbólgan færi á skrið á nýjan
leik. Enda hafa sveiflur í verðbólgu-
hraðanum verið allmiklar og hámarkið
var í aprílmánuði á sl. ári, eða 6%. Þótt
sú verðbólga hafi ekki verið mikil miðað
við verðbólgu fyrri ára olli þróunin þá
talsverðu fjaðrafoki. Hins vegar getur
verið varasamt að draga of víðtækar
ályktanir af skammtímasveiflum. Sem
dæmi má nefna, að þriggja mánaða
verðbólguhraði mældist nú í byrjun
janúar 1,8%, en var 6,2% í nóvember og
0,8% í september sl.
Verðbólgan er nú talsvert undir því,
sem spár ýmissa fjármálafyrirtækja
gerðu ráð fyrir, en spár þeirra um verð-
bólgu síðustu tólf mánaða voru á bilinu
3,7–4,5%. Auk þess má benda á, að
hækkun verðbólgu milli desember og
janúar var aðeins fjórðungur af því,
sem sum virt fjármálafyrirtæki höfðu
spáð. Verðbólguspár, sem aðrar spár
um efnahagslega framvindu, eiga fullan
rétt á sér, en mikilvægt er, að þær séu
unnar af vandvirkni og niðurstöðurnar
kynntar af varúð. Alkunna er, að spár
geta haft áhrif á fjármálamarkaði og
þar með efnahagslega framvindu.
Dæmi eru um það, að svartsýnisspár
hafi leitt til lækkunar gjaldmiðla, hluta-
bréfa og annarra verðbréfa. Efnahags-
umræðan hér á landi sl. vor, þegar verð-
bólgan var á uppleið, hefur hugsanlega
ýtt undir þá þróun, sem varð á gengi
krónunnar, svo og á verðbréfamörkuð-
um.
Mæling verðbólgunnar nú í upphafi
ársins gefur vonir um, að þau viðmið í
verðlagsmálum standist, sem voru ein
helzta forsenda kjarasamninga á al-
mennum vinnumarkaði. Það er að sjálf-
sögðu mjög mikilvægt, því án stöðug-
leikans glatast sú kaupmáttaraukning,
sem samningarnir eiga að tryggja laun-
þegum.
Sá samningur sem Leikfélag Reykja-víkur og Reykjavíkurborg undirrit-
uðu á afmælisdegi Leikfélagsins síðast-
liðinn fimmtudag um breytt rekstrar-
fyrirkomulag og eignarhald á Borg-
arleikhúsinu markar ákveðin tímamót í
sögu Leikfélagsins. Með samningnum
leysir Reykjavíkurborg til sín eignar-
hluta LR í Borgarleikhúsinu. Þar með
hefur félagið gefið eftir forgang sinn að
húsinu til frambúðar en hins vegar gef-
ur samningurinn félaginu rétt til að
nýta Borgarleikhúsið og sjá um rekstur
þess næstu tólf árin. Í samningnum
felst einnig að Leikfélaginu er gert
skylt að tryggja að minnsta kosti tveim-
ur öðrum leikflokkum afnot af húsnæði í
Borgarleikhúsinu til æfinga og sýninga
eins verkefnis á hverju ári.
Undirritun samningsins felur einnig í
sér að Reykjavíkurborg hefur nú í
fyrsta sinn bundið sig í fjárveitingum til
félagsins til langs tíma, eða tólf ára, en
stefnt er að því að styrkur til rekstrar
félagsins og Borgarleikhússins verði að
fjárhæð 180 milljónir króna árið 2001.
LR hefur um árabil þurft að glíma við
erfiðan skuldahala en með sölu á eign-
arhluta félagsins og föstum styrk á fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurborgar mun
rekstrarleg staða félagsins batna til
muna. Með þessu er lagður góður
grundvöllur að áframhaldandi starfi
félagsins.
Vafalaust hafa margir litið svo á
hingað til að Borgarleikhúsið væri og
ætti að vera leikhús LR. Þetta er eðli-
legt sjónarmið í ljósi þess að Borgar-
leikhúsið hefði varla verið reist á þeim
tíma sem það var reist og með þvílíkum
myndarbrag ef ekki hefði verið fyrir
baráttu LR og langa og glæsilega hefð
félagsins.
Á undanförnum árum hafa aðstæður
hins vegar breyst í reykvískri og ís-
lenskri leiklist. Leiklistarstarfsemi hef-
ur aukist mjög eins og merkja má á því
hversu sjálfstæðum leikhópum hefur
fjölgað mjög. Þessir hópar hafa nánast
ekki átt í nein hús að venda með list sína
enda ekki um margt að velja í þeim efn-
um í borginni. Á meðan hefur LR setið
svo að segja eitt að Borgarleikhúsinu og
það jafnvel án þess að hafa bolmagn til
að halda úti fullri starfsemi í því eins og
fram hefur komið í samtölum blaðsins
við forráðamenn félagsins. Einstaka
sýningar sjálfstæðra leikhópa hafa ver-
ið settar upp í húsinu á undanförnum
árum en oft með æði miklum eftirmál-
um þar sem reglur um slík afnot og
kostnað þeirra hafa ekki verið ljósar.
Með þessum nýja samningi mun
Borgarleikhúsið standa sjálfstæðu leik-
hópunum opið. Gert er ráð fyrir að leik-
flokkarnir hafi endurgjaldslaus afnot af
húsnæðinu eins og LR en greiði hins
vegar útlagðan kostnað félagsins vegna
vinnu starfsmanna þess í húsinu. Er
þetta gott spor til móts við óvenjublóm-
lega starfsemi sjálfstæðra leikhópa í
borginni. Það er svo aftur annað mál
hvort ekki verði að huga betur að fjár-
hagslegum stuðningi við þessa leik-
flokka. Er það vissulega gild spurning
hvort ekki sé tímabært, að ríki og
Reykjavíkurborg leggi fram aukið fé til
starfsemi þeirra sjálfstæðu leikhúsa,
sem hafa sýnt og sannað með árangri í
starfi að þau standa undir nafni.
Engum þarf þó að blandast hugur um
að LR hefur verið, er og hlýtur að verða
hryggjarstykkið í reykvískri leiklist.
Það hefur þá frumskyldu að varðveita
leiklistina í borginni eins og Páll Bald-
vin Baldvinsson, formaður félagsins,
komst að orði í samtali við Morgunblað-
ið fyrir skömmu og því verður að vera
búin aðstaða til þess að sinna því hlut-
verki hvað sem öðru líður.