Morgunblaðið - 17.01.2001, Side 38
UMRÆÐAN
38 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í KLUKKUTÍMALÖNGUM sjón-
varpsþætti, sem BBC2 sýndi sunnu-
dagskvöldið 7. janúar, um laxeldi var
dregin upp dökk mynd af iðnaðinum
og ekkert til sparað að ófrægja hann
með órökstuddum full-
yrðingum að hætti
Greenpeace, enda mátti
sjá fingraför þessara
samtaka í þættinum frá
upphafi til enda. Eftir
að þátturinn var sýndur
hafa tvær greinar birst í
blöðunum, sú fyrri í
Degi 10. janúar sl. eftir
fluguveiðimanninn
Stefán Jón Hafstein og
sú síðari í Morgun-
blaðinu 12. janúar, sem
Sigrún Davíðsdóttir
skrifaði.
Ég finn mig tilknúinn
að koma fram með leið-
réttingar á því er varðar
hollustu eldislaxins sem kom fram í
sjónvarpsþættinum og tekið var upp í
ofangreindum blaðagreinum. Í grein
Stefáns Jóns kemur fram að þrávirk
efni safnist fyrir í eldislaxi og komi úr
tilbúnu fóðri, sem hann er fóðraður á.
Þrávirku efnin verði til við fram-
leiðslu loðnumjöls sem notað er í fóðr-
ið, en innihald þeirra í loðnu og öðrum
fiski sjávar sé lítið. Í grein Morgun-
blaðsins er talað um tíu sinnum meira
magn af díoxíni í eldislaxi en villtum
laxi (Ég skil greinina þannig, en það
virðist vanta orð í setninguna þar sem
tekið er á þessu). Þessi fullyrðing kom
ekki fram í sjónvarpsþættinum, en
mun hafa komið fram í útvarpsþætti
BBC, miðvikudaginn 3. janúar.
Í laxeldi þarf um eitt kíló af þurr-
fóðri til framleiðslu á einu kílói af laxi.
Aðaluppistaða fóðursins eru afurðir
fiskmjölsiðnaðarins,
mjöl og lýsi. Dæmigert
laxeldisfóður inniheldur
40% fiskmjöl og 30%
lýsi, þannig inniheldur
eitt kíló af laxeldisfóðri
400 grömm af fiskmjöli
og 300 grömm af lýsi.
Mjölnýting í loðnu er
um 18,5% og meðallýs-
isnýting um 10%, þann-
ig að rúmlega tvö kíló af
loðnu þarf til að full-
nægja mjölþörfinni.
Þrávirk efni eins og
díoxín finnast í litlum
mæli í loðnu og við
framleiðslu á loðnuaf-
urðunum mjöli og lýsi
er hvorki bætt við þrávirkum efnum
né eru þau fjarlægð. Díoxín er mjög
víða í umhverfinu og finnst í afurðum
sláturdýra svo og í jurtaríkinu en þar
er innihaldið nokkru minna en í sjáv-
arfangi. Það er með díoxín eins og
mörg önnur snefilefni, að þau skolast
frá landi og berast úr andrúmsloftinu
með úrkomu til sjávar. Í sjónum kom-
ast þau inn í fæðukeðjuna, fyrst í smá-
þörungana, síðan í átuna og svo áfram
í fisk og að síðustu til spendýra. Díox-
ín er eingöngu í fitunni og er þess
vegna mest í feitfiski eins og síld,
loðnu og laxi. Díoxínið safnast fyrir í
fituvef fiska og dýra og finnst þess
vegna meira af því í eldri lífverum en
yngri. Í nýlegri skýrslu (22. nóvember
2000), sem samin var af fastanefnd
Evrópusambandsins um matvæli,
SCF (Standing Committee on Food),
um díoxín í matvælum almennt, kem-
ur fram að díoxín í eldislaxi er mjög
svipað og í villtum laxi. Munurinn er
lítill, en er þó eldislaxinum í vil. Þetta
kemur ekki á óvart enda lifir villti lax-
inn á fiskmeti eins og eldislaxinn. Í áð-
urnefndum fréttaþáttum er verið að
hræða almenning með fullyrðingum
um hættulegt magn díoxíns í eldis-
fiski í þeim tilgangi að draga úr
neyslu hans. Þeir „vísindamenn“ (ms.
Miriam Jacobs og dr. Paul Johnston)
sem héldu þessu fram í þáttunum
voru báðir á mála hjá Greenpeace.
Ms. Jacobs hefur nú dregið sína full-
yrðingu til baka. Á síðustu árum hef-
ur athygli manna beinst mjög að holl-
ustu lýsis í fæðu manna. Þar er fyrst
og fremst talað um svo kallaðar
omega-3 fitusýrur sem eru einkenn-
andi fyrir alla sjávarfitu. Laxinn er sá
fiskur í okkar umhverfi, sem inniheld-
ur hvað mest af omega-3 fitusýrum.
Hæfileg neysla á feitfiski er talin geta
aukið varnir líkamans gegn ýmsum
sjúkdómum og gera hjarta- og æða-
kerfinu gott. Einnig er talið að þessar
fitusýrur skipti miklu máli fyrir eðli-
legan þroska fósturs og ungbarna,
einkum heila. Brjóstamjólkin er
kannski sú fæða þar sem hvað mest
finnst af díoxíni, en samt sem áður er
hún talinn besta fæðan fyrir ungbarn-
ið, enda inniheldur brjóstamjólk
meira af omega-3 fitusýrum en önnur
mjólk. Í skýrslu SCF, sem áður er
getið, er ekkert sem bendir til að
neysla matvæla eins og henni er nú
háttað sé á neinum villigötum hvað
díoxín varðar og að neyslan sé innan
þeirra marka sem Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunin (WHO) ráðleggur.
Það er nokkuð langt síðan menn
gerðu sér grein fyrir þeirri hættu,
sem felst í díoxínmengun umhverfis-
ins. Þess vegna hefur mikið verið gert
til að draga úr menguninni og hefur
orðið mælanlegur árangur af því á
landi, en búast má við að minnkun
mengunarinnar í hafinu taki lengri
tíma.
Hræðslu-
áróður um holl-
ustu eldislax
Jón Reynir
Magnússon
Díoxín
Fullyrðingar um hærra
innihald díoxíns í
eldislaxi en í villtum
laxi, segir Jón Reynir
Magnússon, eru úr
lausu lofti gripnar.
Höfundur er efnaverkfræðingur
og formaður Félags íslenskra
fiskimjölsframleiðenda.
Meistaraskóli fyrir:
Bakara,
framreiðslumenn,
kjötiðnaðarmenn,
og matreiðslumenn
Nánari upplýsingar veita kennslustjóri hótel- og
matvælagreina og deildarstjóri Meistaraskólans á
skrifstofutíma milli kl. 9.00 og 15.00
til 26. janúar næstkomandi.
Umsóknum fylgi staðfesting á sveinsprófi.
Kennsla hefst 5. febrúar.
HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN
MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI
v/Digranesveg 200 Kópavogi.
Sími 544 5530 Fax 554 3961 Netfang mk@ismennt.is
Nám til
meistara
TRÚLEGA hefur
ólæsi verið eitt helsta
valdatæki ráðandi
stétta frá örófi alda
þegar fyrst var farið að
skrá lagatexta og síðan
annað ritmál.
Endilangar miðaldir
og fram undir okkar
daga varð ólæsi pöpuls-
ins (analfabetismus
popularis) til þess að
valdamenn einir höfðu
aðstöðu til að túlka öll
lög, bæði andleg og ver-
aldleg, í sína eigin
þágu.
Með vaxandi lestrar-
kunnáttu almennings hefði mátt bú-
ast við því, að þetta valdatæki slævð-
ist og hyrfi jafnvel alveg. En hefðir
eru lífseigar þegar valdatæki eiga í
hlut, eins og dæmin
sanna, því oft hafa kúg-
unaráhöldin lifað af rót-
tækar byltingar, sem
fátt raunar drepa nema
byltingarmennina
sjálfa (svo valdatækin
gömlu fái svigrúm í
nýju formi).
Þannig er ólæsið enn
þann dag í dag eitt
helsta valdatæki yfir-
stéttarinnar, ekki ólæsi
almennings, sem nú
orðið les eins og fara
gerir, heldur verða
senditíkur valdsins þá
ólæsar á þá texta, sem
ekki henta hagsmunum
ráðamannanna. Þetta nýja ólæsi
kemur vitaskuld að innan, sprettur af
hagsmunaþörfum yfirboðaranna og
brenglaðri sjálfsmynd þjónanna.
Þetta höfðinglega ólæsi (analfabet-
ismus regalis) er líka ofbeldiskynjað.
Um það mætti skrifa heilar bækur
– og vonandi verður það gert í þágu
framfara.
Því meðan ólæsi höfðingjanna
verður ábatasöm atvinnugrein kom-
ast hagsmunir almennings illa á
framfæri.
Analfabetismus
regalis
Þorgeir
Þorgeirson
Höfundurinn er öryrki og
ellilífeyrisþegi.
Ólæsi
Ólæsið er enn þann
dag í dag, segir
Þorgeir Þorgeirson,
eitt helsta valdatæki
yfirstéttarinnar.
ÞEGAR ég var að
alast upp var oft rætt
um upphaf tuttugustu
aldarinnar. Mér fannst
viss ævintýraljómi yfir
aldamótunum og ég
fór að reikna það út
hvað ég yrði gamall
um næstu aldamót, en
þau ætlaði ég að lifa
þótt mér fyndist ansi
langt að bíða þeirra.
Það var mikill kraft-
ur og bjartsýni
ríkjandi í byrjun liðn-
nar aldar. Fjarskipta-
byltingin hófst með
stofnun Landssímans.
Við fengum innlendan
ráðherra. Sjálfstæðisbaráttan var í
fullum gangi og fullveldissamning-
urinn við Dani var gerður 1. des-
ember 1918. Sá dagur var mikill há-
tíðis- og sigurdagur í mínu
ungdæmi. Ungmennafélagshreyf-
ingin varð mikið afl og hugsjónir
blómstruðu, baráttuljóð voru ort og
sungin, eldheitar ræður voru fluttar
á samkomum og við ýmiss tækifæri,
við vorum á leiðinni að verða sjálf-
stæð þjóð. Þótt átök væru á póli-
tíska sviðinu áttu allir sömu ósk og
skyldur við land og þjóð, þá að
styrkja stoðir undir væntanlega lýð-
veldisstofnun.
Þjóðin búin til átaka
Á síðari hluta 19. aldar flutti
fjöldi fólks af landi brott, einkum
vestur um haf. Var það fyrst og
fremst flótti frá fátækt og óblíðri
náttúru, enda mikil harðindaár. Það
gekk nærri mörgum hvað áfengið
lamaði heilsu og þol margra og reis
þjóðin upp gegn því böli af miklum
krafti. Góðtemplarareglan varð
mjög öflug og í henni voru fjölmarg-
ir frammámenn þjóðarinnar og hún
var sterklega studd af stjórnvöldum
bæði lands og byggðarlaga. Lög um
áfengisbann tóku gildi árið 1912 og
hafði áfengisbölinu verið nær út-
rýmt á öðrum áratug aldarinnar.
Í byrjun 20. aldar voru vinnu-
brögð á mörgum svið-
um nánast þau sömu
og í upphafi Íslands-
byggðar. Stór hluti
þjóðarinnar lifði við
það að treysta á eigið
afl og orku. Þegar við
lítum til loka aldarinn-
ar í þessum efnum eru
breytingarnar ævin-
týri líkastar. Vélvæð-
ingin og tölvuþjónust-
an hafa breytt og
umbylt öllum vinnu-
brögðum og samskipt-
um innanlands og við
aðrar þjóðir svo að
ekki er hægt að tala
um þróun heldur bylt-
ingu. Hvernig framhaldið verður á
nýrri öld er erfitt að segja til um, en
vonandi tekst fólki að fylgjast með
án þess að stórir hópar verði eftir í
fátækt og eymd.
Verðmiði á sjálfstæði
En hvernig mæta Íslendingar
nýrri öld? Í stað árangursríkrar
baráttu gegn vímuefnaneyslu hefur
verið slakað svo mikið á að mikill
fjöldi fólks er lamaður og lítt fær til
átaka í framfarabaráttu þjóðarinn-
ar. Sjúkdómar, glæpir og óráð-
vendni þjakar fjölda fólks með ærn-
um kostnaði fyrir þjóðfélagið. Það
kann ekki góðri lukku að stýra.
Í upphafi nýrrar aldar er annað
hugarfar til sjálfstæðis þjóðarinnar
en var fyrir 100 árum. Nú er fjöldi
fólks að meta frelsið sem við unnum
til peninga. Reiknað er út hvað við
getum fengið háar peningaupphæð-
ir fyrir að fjötrast inn í ríkjasam-
steypu sem stjórnað yrði erlendis
frá. Frelsinu væri afsalað. Vegna fá-
mennis hefðum við engin áhrif á
stjórnarhætti. Við yrðum sem
áhrifalaust útkjálkapeð á valdatafl-
borðinu. Slík hugsun vekur óneit-
anlega upp þær sögulegu minningar
þegar mætir menn fyrr á öldum
sigldu utan á fund konunga, þáðu
velgjörðir þeirra og gengu erinda
þeirra. Við vitum hvað það kostaði
íslenska þjóð.
Einokunarstefnan
Við þurfum á sterkum og sjálf-
stæðum einstaklingum að halda.
Ýmsir innviðir í því sambandi eru að
bresta. Einokun er að myndast á
mörgum sviðum. Allt stefnir í það
að risar rísi í versluninni sem verði
markaðsráðandi einokunaraðilar
sem stjórni bæði verði í sölu og á
innkaupum. Þjóðin þekkti verslun-
areinokun fyrr á öldum. Þegar farið
er að þvinga framleiðandann til að
selja undir eðlilegu framleiðsluverði
þá skeður það að laun þurfa að
lækka, hráefnisverð þarf að lækka
og allur aðkeyptur kostnaður. Þeg-
ar upp er staðið slaknar á vörugæð-
um.
Við höfum verið að byggja upp
einokun í heilbrigðisgeiranum og er
niðurlagning Landakotsspítala og
sameining Landspítala og Borgar-
spítala gott dæmi þar um. Ég held
að í þessu efni hafi verið stigin
óheillaspor. Við þekkjum hina harð-
vítugu einokun sem fiskveiðarnar
eru í og er ekki séð að þar hafi verið
til heilla horft. Þá eru við lýði kerfi
sem vinna gegn hagkvæmni og
frelsi og má þar nefna vísitölu og
verðtryggingarkerfi sem kom á
ýmsan hátt í veg fyrir skilvirka
stjórnun og þyrfti því að afnema
með öllu og það fyrr en síðar.
Í mörg horn að líta
Það þarf því að taka til á ýmsum
sviðum á nýrri öld, eigi vel að fara.
Eigi að verja frelsi einstaklingsins
þarf að líta til margra átta. Söfnun
auðs og valda á fáar hendur bæði
hér á landi og erlendis leiðir til
ófrelsis og fátæktar allt of margra.
Eigi að varða leiðina til efnahags-
legs og andlegs frelsis og velferðar
einstaklingsins þarf að útrýma
hvers konar ofbeldi, spillingu og
mannréttindabrotum. Að styrkja
frelsi, heilbrigði og velferð einstak-
lingsins hlýtur að verða höfuðmark-
miðið á nýrri öld.
Hvernig
heilsum við
nýrri öld?
Páll V.
Daníelsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Aldamót
Eigi að verja frelsi ein-
staklingsins, segir Páll
V. Daníelsson, þarf að
líta til margra átta.