Morgunblaðið - 17.01.2001, Side 39

Morgunblaðið - 17.01.2001, Side 39
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 39 Í MORGUNBLAÐINU 7. desemb- er sl. svarar Höskuldur Þráinsson, prófessor í íslensku, gagnrýni minni á kerfi það sem kjaranefnd notar til að meta afköst starfs- manna Háskóla Íslands við rann- sóknir. Höskuldur ritar m.a.: „Þór segir réttilega í grein sinni [í Morgunblaðinu 16. nóv. sl.] að matið sé „næsta vélrænt“, en ástæðan er auðvitað sú að hjá slíku verður ekki komist í mati af þessu tagi. Þeir sem eiga að meta rann- sóknavirknina geta náttúrlega ekki farið að lesa öll ritin. Þeir verða að treysta á það að hið faglega mat hafi farið fram áður.“ Nú þurfa lesendur ekki að hafa ýkja mikla innsýn í vísindi til að sjá hve undarlegt það er að há- skólaprófessor skuli halda því fram í fúlustu alvöru að óþarft sé að lesa fræðiverk eftir að þau liggja fyrir á prenti til að meta gildi þeirra. Þórólfur Þórlindsson, formaður Prófessorafélagsins, heldur fram sama sjónarmiði í ný- legu bréfi til mín enda er mats- kerfið upprunnið frá félaginu. Helsta skilyrði þess að ekki þurfi að lesa prentuð verk til að meta vísindalegt gildi þeirra á að vera það að fræðimenn hafi áður rýnt í þau og samþykkt þau til útgáfu í tímaritum eða til flutnings á ráð- stefnum. Eftir slíka ritrýningu, einkum í útlöndum, eigi gæði verka að teljast gulltryggð og þau öll jafngild hvert í sínum flokki. Höfundar hljóta síðan fyrir þau fastákveðin afkastastig sem nýtast þeim til hækkunar launa í Hákóla Íslands. Tölva eða ólæs maður, sem kann samlagningu, á síðan að geta mælt að miklu leyti hver af- köst háskólastarfsmanna eru við rannsóknastörf. Rætt hefur verið um að nota þetta vélræna afkastamatskerfi einnig til að meta hæfi umsækj- enda til framgangs í starfi í Há- skólanum. Tölvur gætu þá sem hægast flutt menn upp eftir emb- ættisstiga skólans með því að leggja saman afkastastig þeirra, rétt eins og í launakerfinu. Sama gildir um svokallaðan vinnumats- sjóð sem útdeilir uppbót á laun fyrir einstök rannsóknaverk. Matskerfi í alþjóðlegum samanburði Fyrir allnokkru sendi ég fyr- irspurn til breskrar ríkisstofnunar, Higher Education Funding Coun- cil, sem veitir háskólum Bretlands starfsfé eftir afköstum við rann- sóknir. Spurði ég hvort trúnaðar- menn stofnunarinnar hefðu ein- hver föst viðmið þegar þeir mætu ritverk háskólakennara. Svarið var ótvírætt: „Með hliðsjón af tilgangi fyr- irspurnar þinnar, er því miður svo farið, að RAE [rannsóknaafkasta- matið] er byggt eingöngu á gæða- rýni innan þeirrar fræðagreinar, sem um ræðir, og getur ekki tekið neitt tillit til magnsins eins eða fjölda. Í reynd beitir RAE aldrei nokkurn tíma bókfræðilegum mæl- ingum á ritverk. . . . Matsferlið er mótað á þann veg að vera ekki sjálfkrafa og mæli- kvarðar matsnefnda breytast eftir fræðigreinum. Matsnefndir eru hvattar til að taka afstöðu, eins og kostur er, með hliðsjón af almennu rannsóknaumhverfi viðkomandi háskólastofnunar.“ Þetta gagnorða svar sýnir að breska afkastamats- kerfið er fullkomin andstæða kerf- isins sem kjarafélag íslenskra pró- fessora setti saman handa félögum sínum:  Bretar krefjast gæða fremur en magns eða fjölda þegar þeir meta afköst háskólakennara.  Mat á einstökum ritverkum telst aldrei gefin stærð öfugt við það sem hér tíðkast og gildir einu hvort um er að ræða greinar eða bækur. Í breskum fræðaheimi er þó enginn skortur á bókum sem ritrýndar eru fyrir útgáfu.  Hvert það rit, sem breskir há- skólakennarar leggja fram til mats, er tekið fyrir af fræðimönn- um á viðeigandi sviði og metið samkvæmt mælikvarða hvers fræðasviðs. Í Háskóla Íslands þykjast menn aftur á móti hafa fundið upp einn og algildan af- kastamælikvarða fyrir öll svið. Breska kerfið er tvímælalaust dæmigert fyrir afkastamat í vest- rænum háskólaheimi og saman- burðurinn við það sannar að Há- skóli Íslands hefur verið gerður að viðundri með sínum altæka og sjálfvirka afkastamælikvarða og fáránlegu vanmati á bókum. Enska – það er málið Höskuldur segir það „alrangt“ að matskerfið íslenska hvetji menn til greinaskrifa á ensku í tímarit tengd bandarískum bókfræðifyrir- tækjum enda séu tímaritin gefin út um allan heim. Eins og staðfest er af helsta fyrirtækinu á þessu sviði, ISI, er allur þorri („the vast majo- rity“) þeirra tímarita sem því tengjast (Science Citation Index) prentaður á ensku þó að þau komi út um veröld víða. Enska er líka sú erlenda tunga sem er langflestum íslenskum háskólakennurum töm- ust. En þessara atriða lætur Hösk- uldur að engu getið enda væri botninn þá dottinn úr málflutningi hans. Eftir stendur sú fullyrðing mín óhögguð að afkastamatskerfið hvetji háskólakennara til að rita greinar um viðfangsefni sín á ensku í tiltekin erlend tímarit. Fyrir það uppskera menn sjálf- krafa þriðjungi meira í launakerfi Háskóla Íslands, heldur en fyrir greinar í virtustu tímaritum hér á landi, án tillits til gæða eða fræði- greina. Enska er orðin að 1. flokks ritmáli íslenskra háskólakennara þegar fræðitexti er metinn til launa. Íslenska er 2. og 3. flokks tunga, eftir því hvort menn líta til greina eða bóka. Dulheimar íslenskra fræða Ekki hefur Höskuldur fyrr stað- hæft að ég fari með „alrangt“ mál um þetta en hann tekur að skýra hvers vegna menn eigi skilið að bera minna úr býtum fyrir greinar í íslenskum tímaritum en erlend- um. Í fyrsta lagi séu áðurnefnd er- lend tímarit fremri í ritrýningu þ.e. í því mati sem nefndir sér- fræðinga leggja á greinar fyrir birtingu. Þetta gildir vafalaust um flest fræðasvið en með ólíkindum er að prófessor í íslensku skuli láta að því liggja að þetta eigi við um íslensk fræði. Hvaða erlend tímarit eru það sem hann telur betur hæf að dæma um fræðiritgerðir á svið- um íslenskrar sagnfræði og bók- mennta en Saga og Skírnir? Fyrir allnokkrum árum sendi starfsfélagi minn í félagsvísinda- deild handrit að grein til birtingar í góðkunnu tímariti sem gefið er út á ensku á Norðurlöndum og er mikils metið („highly ranked“) af bókfræðifyrirtækinu ISI. Greinin var um efni í íslenskri stjórnmála- sögu, en tengdist jafnframt sögu alþjóðahreyfingar. Ritstjóri tíma- ritsins vildi gjarnan birta greinina en sagði í bréfi að ekki væri unnt að dæma um efni hennar. Höf- undur væri sjálfur dómbærastur á það sem aðalsérfræðingurinn á þessu sviði og á hann yrði að treysta. Þannig var ritrýni á ís- lensk fræði á þeim bæ en birting greinar í þessu tímariti á sam- kvæmt afkastamatskerfi háskóla- kennara að tryggja höfundi sjálf- krafa þriðjungi meira í aðra hönd en hann gæti fengið fyrir birtingu sömu greinar í innlendu tímariti. Engu að síður heldur Höskuldur Þráinsson því fram að það þurfi ekki einu sinni að lesa „ritrýnda“ grein frá útlöndum til að verðlauna hana með þessum hætti. Þetta kalla ég óréttlæti og sýndar- mennsku. Refsað fyrir þjóðernið? Önnur röksemd Höskulds fyrir því að verðlauna beri sérstaklega greinar í umræddum erlendum tímaritum er sú að mér og honum mundi veitast erfiðara að fá þar birt efni en í íslenskum tímaritum. Ef það er svo að Höskuldur og höfundar matskerfisins telja að þrengri aðgangur að erlendum tímaritum réttlæti í sjálfu sér hærri umbun fyrir greinar, sem þar birtast, eru þeir greinilega á villigötum. Gæðamat í hverri fræðigrein ætti auðvitað að ráða og fáránlegt er ef Háskóli Íslands rýrir laun fyrir einstök rannsókn- arverk á þeirri forsendu að ekki sé eftirspurn eftir þeim hjá erlendum tímaritum. Þá er skólinn farinn að refsa starfsmönnum sínum fyrir að vera Íslendingar og rannsaka íslensk viðfangsefni. Höskuldur nefnir þá augljósu staðreynd að raunvísindamenn eigi mun meira að sækja undir alþjóð- legan útgáfuheim en við í íslensk- um fræðum. Þetta tel ég að sé enn ein röksemdin fyrir því að nauð- synlegt sé að skilja á milli fræði- greina, þegar afköst eru metin, vegna gjörólíkra aðstæðna og miðlunarhefða. En Höskuldur kemur ekki auga á það, heldur ýtir undir meting á milli fræðigreina með hálfkveðnum vísum um að ég og einhverjir starfsfélagar mínir geti haft tekjur af bóksölu inn- annlands. Ég tel að það eigi ekki að hafa nein áhrif á stöðu manna í afkastakerfinu, hvorki raunvís- indamanna né sagnfræðinga, að landsmenn vilji kaupa og lesa verk þeirra. For-dæming bóka Höskuldur viðurkennir í öðru orðinu að vandaðar bækur séu vanmetnar í afkastakerfinu, en heldur fram þeirri firru Prófess- orafélagsins að bækur verði tæp- ast eða alls ekki metnar af neinu öryggi eftir að þær liggja fyrir á prenti. Að baki liggur sama hugs- unin og felldi gengið á greinum í íslenskum fræðitímaritum: Þar sem hér tíðkast ekki ritrýning bókahandrita með sama formlega hætti og hjá sumum erlendum út- gefendum verður að ætla að þær séu að jafnaði haldnar göllum sem starfsmenn íslenskra bókaforlaga, Prófessor í íslensku ætti síst allra að verja galla þessa kerfis, sem geng- ur þvert á alþjóðleg sjónarmið, segir Þór Whitehead, en gerir jafnframt hlut móður- máls og íslenskrar bókmenningar miklu lakari en efni standa til. Höfundur er rannsóknaprófessor. höfundar og sérfræð- ingar á þeirra vegum fá ekki með nokkru móti greint og lag- fært. Í nafni sannra vísinda skulu bækur því léttvægar fundnar tæpum fimm öldum eftir að prentun hófst í landi „bókaþjóðar- innar“. Höskuldur mælist til að ég lýsi aðferð sem komið gæti í staðinn fyrir „inn- byggt gæðamat“ bóka. Mér finnast til- mælin hálfvegis út í hött. Þó að ritrýning að erlendum hætti geti verið höf- undum notadrjúg, hljóta þær við- tökur sem bækur fá eftir útkomu að skera úr um gildi þeirra í al- þjóðlegum háskólaheimi. Þannig hefur þetta líka verið á Íslandi frá aldaöðli og ýmsum tekist að setja hér saman frambærileg rit án stuðnings frá sérfræðinefndum rit- rýnenda, sem einar eiga nú skyndilega að geta tryggt gæði fræðiverka að áliti Höskulds. Eða hefur það farið fram hjá forystu- mönnum Prófessorafélagsins að bækur frá frægustu útgefendum heims eru iðulega tættar í sundur í ritdómum í erlendum tímaritum og sagðar fullar af hvers kyns villum og ágöllum? Hafa þeir aldrei séð ritrýndar tímaritsgreinar dæmdar einskis virði? En álykti menn svo að ritrýnendur á snærum útgef- anda séu einir fullfærir um að hefja íslenskar bækur upp á nýtt og æðra stig, hvað skyldi þá slík- um fræðajöfrum vera að vanbúnaði að dæma bækur fyrir Háskólann eftir að þær koma úr prentsmiðju? Vitaskuld ekki neitt enda hafa dómnefndir um háskólaembætti hiklaust metið bækur umsækjenda allt frá stofnun skólans án þess að telja á því nein tormerki. Vöntun á „innbyggðu gæðamati bóka“ er engin afsökun fyrir því dæmalausa ráðslagi Prófessora- félagsins að meta bækur sem þriðja flokks afurð í samanburði við tímaritsgreinar. Eiga rannsóknir að nýtast Íslendingum? Höskuldur reynir enn að breiða yfir þá staðreynd að íslensk tunga hafi orðið undir í matskerfinu, með því að segja að bækur á íslensku og öðrum tungumálum séu jafnt metnar, þ.e. jafn lágt metnar. En leikur nokkur vafi á því að að- albókmál íslenskra háskólakennara sé íslenska? Vanmat á bókum hlýt- ur í reynd að koma harðast niður á móðurmálinu. Höskuldur segir fræðasvið há- skólamanna „yfirleitt alþjóðlegt í eðli sínu“ og afkastamatskerfið stuðli að því að þeir taki þátt í al- þjóðlegu „samfélagi fræðimanna“. Það sé „kostur“. Enn snýst Hösk- uldur í heilan hring því að hér ómerkir hann að fullu þau orð sín að það sé „alrangt“ að kerfið hvetji til greinaskrifa í erlendum tímarit- um, einkum á ensku. Nú fer því víðs fjarri að ég vilji mæla gegn því að háskólakennarar láti að sér kveða í alþjóðlegu fræðasamfélagi og skrifi á ensku eins og þá er næsta einboðið. Það er hins vegar svo að ýmsar mikilvægar hug- og félagsvísindarannsóknir á Íslandi hljóta sökum fæðar þjóðarinnar að eiga lítið erindi við aðra en Íslend- inga. Þetta virðast sumir forystu- menn Prófessorafélagsins tæplega skilja fremur en hitt að á Íslandi, eins og í mörgum vestrænum lönd- um, er rík hefð fyrir því að hugvís- indamenn skírskoti til lesenda langt út fyrir hóp fræðimanna. Þórólfur Þórlindsson, formaður félagsins, segir t.d. í bréfi til mín að annar höfuðkostur erlendra tímarita fram yfir innlend sé sá að þau séu tengd gagnabönkum sem telji „hve oft er vitnað í fræðirit tiltekins höfundar“ af öðrum fræðimönnum. Þessi talning á að vera vísbending um gæði og mik- ilvægi ritverka fyrir alþjóðlegt fræðasamfélagt og er það áreið- anlega mjög oft. Talning þessi nær aftur á móti lítt eða alls ekki til vandaðra íslenskra fræðirita sem eru illa fallin til útflutnings en eru hér mjög til um- ræðu meðal lærðra og leikra, vegna þess að þau skipta miklu máli fyrir íslenskt sam- félag. En fyrir slíka fræðaiðju vilja for- ystumenn Prófessora- félagsins lítið gefa og miklu minna en fyrir greinar í tímaritum, einkum erlendum. Ekkert á að geta skipt meira máli í fræða- starfi en það sem er- lendir gagnabankar slá tölu á. Það gleymist að Háskóli Íslands var umfram allt stofnaður til að styrkja sjálfstæði, tungu og menningu íslensku þjóðarinnar. Því ber auðvitað að fagna þegar ís- lenskir háskólastarfsmenn ná markverðum árangri með greina- skrifum í erlend tímarit. En engin sanngirni virðist í því að hýru- draga stórlega þá starfsfélaga þeirra sem kjósa fremur að rita bækur fyrir Íslendinga, svo fram- arlega sem dómbærir menn telja verk þeirra standast almennar gæðakröfur. Ella vinnur afkasta- kerfið gegn upphaflegu hlutverki Háskóla Íslands og bregst fólkinu sem greiðir kostnaðinn af starf- semi hans. Kerfið mismunar mönnum Enda þótt Höskuldur Þráinsson viðurkenni vanmat á vönduðum bókum í öðru orðinu segir hann í hinu að það sé „tóm vitleysa“ að háskólamenn þurfi að sýna yfir- náttúrleg afköst til að komast áfram í launakerfinu með bókarit- un. Ástæðan sé sú að þeir safni óhjákvæmilega stigum í kerfinu með ýmsum öðrum hætti svo sem greinaskrifum, fyrirlestrum o.s.frv. En hér líta Höskuldur og forystumenn Prófessorafélagsins með öllu framhjá kjarna málsins. Ef dæma á um það hvort jafnt sé á komið í kerfinu með tímaritsgrein- um og bókum, tveimur helstu miðl- unarformum háskólakennara, verður að sjálfsögðu að líta á það hvernig mönnum mundi ganga með því að einbeita sér nokkurn veginn að öðru hvoru þeirra. Ef prófessor hefur t.d. störf með 60 rannsóknastig, (sem samsvarar stigum fyrir doktorsritgerð og þrjár tímaritsgreinar á íslensku), þyrfti hann að skrifa alls 69 tíma- ritsgreinar í höfuðtímarit Íslands á 32–35 starfsárum eða um tvær greinar á ári hverju til að komast í efsta launaflokk prófessora. Ein- beiti hann sér að því að skrifa greinar í erlend tímarit þyrfti hann að birta 46 greinar á starfs- ævinni eða rösklega eina grein á ári. Þessi afköst eru alls ekki óraunhæf enda eru greinaskrif aðallyftistöng prófessora í efstu launaflokka. Þegar litið er til krafna um bókaskrif verða þær aftur á móti óheyrilegar miðað við afköst núlifandi eða látinna ís- lenskra háskólakennara, þ.e. 12–69 fræðirit á starfsævinni eða ein bók í hæsta gæðaflokki á u.þ.b. tveggja og hálfs til þriggja ára fresti hið minnsta en rösklega tvær veigalitl- ar bækur á ári hið mesta. Mönnum er gert ófært að nota bækur sem aðalbirtingartæki sitt nema þeir vilji stórtapa á því í launum eins og dæmi Einars G. Péturssonar sannar ljóslega (sjá fyrri grein mína í Mbl.). Það er hvorki vit né sanngirni fólgin í því að segja mönnum, sem helst kjósa að rita bækur, að þeir eigi að gjöra svo vel að skrifa greinar meðan þeir, sem vilja stunda greinaskrif, þurfa alls ekki að setja saman einu ein- ustu bók á starfsferli sínum til að komast sem greiðast áfram í kerf- inu. Prófessor í íslensku ætti síst allra að verja galla þessa kerfis, sem gengur þvert á alþjóðleg sjón- armið, en gerir jafnframt hlut móðurmáls og íslenskrar bók- menningar miklu lakari en efni standa til. HEGGUR SÁ ER HLÍFA SKYLDI Þór Whitehead

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.