Morgunblaðið - 17.01.2001, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 17.01.2001, Qupperneq 40
HESTAR 40 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FREMSTIR FYRIR GÆÐI Milli manns og hests... ... er arhnakkur ÞAÐ var hestamannafélagiðHörður sem stóð fyrirnámskeiðinu en tilkennslu var fenginn þýsk- ur hestamaður, Gerd Mildenberger, sem um árabil hefur unnið með þessa aðferð. Hann lærði hjá bandarískum manni, Georg James að nafni, sem aftur lærði hjá Pat Brennan sem er eitt af stóru nöfn- unum í Ameríku. Georg James er af blönduðum kynstofni negra og indíána og hefur skapað sér gott nafn vestanhafs sem alhliða hesta- fræðingur. Úr steinslípun í hestana Mildenberger er lærður gim- steinaslípari og starfar sem slíkur skammt frá hinum samliggjandi borgum Idar-Oberstein í Þýska- landi. Vinna með vandamálahross ýmiss konar hefur tekið stóran hluta af tíma hans undanfarin ár. Til að komast að hrossinu og í framhaldinu sjálfu vandamálinu notar hann þessa áhugaverðu hringgerðisaðferð þar sem hann laðar hrossin að sér. Þótt Mildenberger hafi talsverða reynslu af íslenskum hestum bæði hér á Íslandi og eins í Þýskalandi sagðist hann ekki hafa kynnst svo mörgum ótömdum hrossum og nú. Sagði hann að nokkur munur væri á þeim og öðrum ótömdum hross- um sem hann hefði komist í tæri við. Hrossin hér væru greinilega viðkvæmari og næmari, það vantaði þetta villta í hrossin ytra. Þetta taldi Mildenberger gera íslensku hrossin áhugaverðari en ella og vissulega væri skemmtilegt að fá tækifæri til að kynnast þeim á þennan máta. Ingimar með yfir 900 hross Mikið hefur verið rætt og ritað um þessa aðferð allt frá því að Ingi- mar Sveinsson, þáverandi kennari á Hvanneyri, kynnti sér útfærslu Monty Roberts og lagaði að ís- lenskum aðstæðum og er þá sér- staklega verið að tala um hrossin sjálf. Á engan er hallað þótt fullyrt sé að Ingimar hafi mesta reynslu af þessari aðferð sem hann kallar „Af frjálsum vilja“. Ingimar sagðist í samtali við hestaþáttinn ekki hafa neinn einka- rétt á þessu nafni en sér fyndist eðlilegt að þeir sem þróuðu sínar aðferðir fyndu sér gott nafn hver á sína aðferð. Sjálfur hefði hann upp- haflega farið í smiðju til Monty Ro- berts og síðan aðlagað og þróað það eftir þeirri reynslu sem hann hefur aflað sér þessi sjö eða átta ár sem hann er búin að vera að kenna þetta. Sagðist hann enn, eftir að hafa farið höndum um fleiri en 900 hross, vera að bæta inn í nýjum hlutum, þetta væri í stöðugri þróun. Sextíu ár væru síðan hann hóf að temja hross og allan þann tíma hafi hann verið læra nýja hluti í hesta- mennskunni. Ingimar segir að í fyrstu hafi menn nú hlegið að þegar hann fór að kenna þessa aðferð en í dag sé því öðruvísi farið og eru það orð að sönnu því mikil ásókn er í námskeið af þessu tagi bæði hjá honum og öðrum. Á námskeiðinu í Hindisvík í byrj- un janúar var boðið upp á það sem kallað var áhorfsþátttaka og á nám- skeiði sem haldið verður á sama stað seinni hluta janúar þar sem Ingimar mun kenna verður einnig boðið upp á slíkt. Féll þetta fyrirkomulag í mjög góðan jarðveg á fyrrnefnda nám- skeiðinu en með þessu móti skap- aðist meðal annars möguleiki fyrir fólk sem af ýmsum ástæðum treysti sér ekki til að mæta með hest til að kynna sér áhugaverða hluti. Hvað varðar námskeiðið hjá Ingimari má ætla að ýmsir sem áður hafa sótt námskeið hjá honum með hest hafi áhuga á að fylgjast með til upprifj- unar. Má því ætla að hér sé komið áhugavert fyrirkomulag sem reynd- ar er vel þekkt víða erlendis. Rassreipaaðferðin reynst best á Gauksmýri Magnús Lárusson og Svanhildur Hall hestafræðingar á Gauksmýri hafa einnig þróað sína aðferð en þau numu sín fræði í Bandaríkj- unum. Svanhildur sagði að þau Magnús væru mjög samstíga í að- ferðum og hefðu prófað margt í þessum efnum. Á Gauksmýri er mikið tamið og alltaf eitthvað um að menn sendi þangað hross sem þurfa sérmeðferð af ýmsum ástæðum. Það sem best hafi gefist hingað til sé svokölluð rassreipaaðferð og eins telji þau fljótlegast og árangursríkast að fara á bak hrossunum inni í stíu og taka þar fyrstu skrefin í hinni eig- inlegu frumtamningu. Þá noti þau mikið ganga í hesthúsinu áður en þau fara með trippin í stærra rými. Sagði Svanhildur að sér þætti best að auka smátt og smátt við það rými sem hrossin séu tamin í en með því móti verða viðbrigðin lítil og minni hætta á óvæntum uppá- komum. Um næstu helgi verður haldið námskeið um þetta efni á Hesta- miðstöðinni að Gauksmýri þar sem þau Svanhildur og Magnús munu kenna. Einnig verða þau með nám- skeið víða um land á komandi mán- uðum. Fjórði aðilinn sem nefna mætti í þessu sambandi er svo tamninga- maðurinn kunni, Benedikt Líndal, sem nýlega gaf út áhugaverða myndbandsspólu um frumtamn- ingu. Benedikt hefur aðlagað að- ferðir hestamannsins kunna, Pats Parelly, að sínum aðferðum og sýn- ir útkomuna á þessari ágætu spólu. Það sama má segja um Benedikt að hann er ásetinn næstu vikur og mánuði í námskeiðshaldi. Vísir að orðabók Allir sem kynnt hafa sér þessa nýju bylgju ef svo má að orði kom- ast eru sammála um að nú loksins sé kominn hinn rétti samskiptamáti við hestinn. Kominn sé vísir að orðabók yfir tungumál eða tjáning- armáta hestsins sem gerir hesta- mönnum kleift að skilja viðbrögð hestanna og bregðast þá við á skynsamlegri og eðlilegri hátt þannig að meira verði um gagn- kvæman skilning. Þótt aðferðir þessara hestafræð- inga séu mismunandi í mörgu, byggja þær allar á sama grunni, þ.e. er að tamningamaðurinn fái viðurkenningu hestsins sem leiðtogi og geti laðað hestinn að sér til sam- starfs. Magnús Lárusson komst skemmtilega að orði í grein sem hann skrifaði í Eiðfaxa fyrir um einu eða tveimur árum þar sem hann sagði að þessi grunnaðferð væri í sjálfu sér ekki hin eiginlega tamning heldur samningaumleitanir sem enduðu með undirritun sam- starfsssamnings. Undirritun hests- ins birtist í formi þess að hann við- urkennir tamningamanninn sem leiðtoga og eltir hann eins og Að laða að ljúfan hest Fjölmörg námskeið verða haldin um hin nýju fræði í vetur. Námskeiðið í Hindisvík var vel sótt og gera má ráð fyrir að önnur verði það einnig. Morgunblaðið/Valdimar Að komast í leiðtogahlutverkið er grundvallaratriði í allri hrossatamn- ingu og til þess að svo verði þarf að reka hrossin þar til þau sýna merki um samstarfsvilja. Benedikt Líndal hitti Gerd Mildenberger þegar hann var hér á landi og færði honum þýska útgáfu af mynd sinni, Frumtamning. Eitt hið mikilvægasta er að nema merki hestsins um sam- starfsvilja. Ef þau fara framhjá tamningamanninum verður ekki um samstarf að ræða á þeim nótum sem leitað er eftir. Sigrúnu Þórarinsdóttur gekk vel á námskeiðinu, með sinn fallega fola sem er undan Þorra frá Þúfu, og hugði hún gott til glóðarinnar með áframhaldandi tamningu að námskeiði loknu. Hið svokallaða hestahvísl, sem mörgum finnst reyndar hið mesta ónefni, fer nú mikinn í hestamennskunni, ekki bara á Íslandi, heldur um víða veröld. Snjallir hestamenn hafa tileinkað sér aðferðina og þróað og kennt öðrum á námskeiðum. Eitt slíkt var haldið í Hestamiðstöðinni Hindisvík í byrjun árs og Valdimar Kristinsson fylgdist með í hæfilegri fjarlægð og undraðist enn og gladdist yfir þessum frábæra samskiptamáta við hestinn sem nú er völ á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.