Morgunblaðið - 17.01.2001, Page 41
skugginn í lok meðferðarinnar. Með
því segir hann „Mér líður vel hjá
þér og er ég tilbúin til samstarfs
undir þinni verkstjórn“.
Annar ágætur hestamaður,
Sveinn Ragnarsson háskólanemi á
Hvanneyri, orðaði það svo í sam-
ræðum um þessa hluti að þessi að-
ferð gerði það að verkum að fleir-
um en náttúrubörnum hesta-
mennskunnar væri gert kleift að
skynja og umgangast hestana á
þeirra eðlilegu forsendum.
Ekkert samstarf –
áframhaldandi flótti
Öllum hestafræðingunum sem
rætt var við bar saman um að mik-
ilvægasti þátturinn í þessu ferli
væri merkjagjöf hrossanna eftir að
byrjað er að reka þau. Afar mik-
ilvægt væri að tamningarmaðurinn
væri glöggur að sjá strax þegar
hrossið gæfi fyrstu merki um sam-
starfsfýsi.
Hér er verið að tala um þegar
hesturinn legði eyrað sem sneri að
tamningarmanninum aftur og eins
ef þeir kjamsa eða japla með munn-
inum. Ef tamningarmaðurinn færi á
mis við þessi merki yrði túlkun
hestsins sú að ekki væri verið að
bjóða upp á neitt samneyti og því
væri ekki um annað að ræða en
halda hlaupunum áfram hring eftir
hring eða með öðrum orðum að
halda flóttanum áfram. Þegar þann-
ig er komið er tæpast von á nokkr-
um merkjum og því best að hætta
þann daginn og reyna aftur seinna.
Óhætt er að hvetja sem flesta til
að kynna sér þessa áhugaverðu
strauma og aðferðir. Hestarnir eru
flestir hverjir mun ljúfari og sam-
starfsfúsari en ætla má við yfir-
borðskynni.
Þeim sem best þekkja til þykir
með ólíkindum hverju þeir eru til-
búnir að taka þátt í, aðeins ef þeir
aðeins skilja hvað verið er að biðja
um og bera fullt traust til verk-
stjórans.
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 41
TAMNINGAMAÐURINN Sölvi
Sigurðarson fór á námskeið hjá
Ingimar Sveinssyni á síðasta ári
með vandmeðfarinn hest, Dreyra
frá Gröf í Skagafirði. Sölvi lýsir
Dreyra svo að hann hafi verið
mjög styggur og viðkvæmur og
reyndi að verja sig með fótum ef
að honum var sótt. Tæplega hafi
þó verið hægt að segja að hann
hafi verið fól heldur var þetta
meira hræðsla.
Eigendurnir Gunnar Valsson
og Páll Viktorsson höfðu keypt
hestinn skömmu áður á uppboði
og hugðust senda hann í slát-
urhús ef hann temdist ekki fljót-
lega þegar þeir uppgötvuðu að
þetta væri hugsanlega skaðræð-
isgripur. Þótti því þjóðráð að
Sölvi tæki hann með sér á nám-
skeiðið. Dreyri hrekkti hnakkinn
þegar hann var kominn á bak
honum en amaðist ekki við Sölva
þegar hann var kominn á bak
skömmu síðar. Hann náði hins-
vegar að slæma fæti til Ingimars
þegar þeir voru að koma hnakkn-
um á réttan stað en að öðru leyti
svaraði Dreyri tamningunni vel
og í lok námskeiðsins elti hann
bæði Ingimar og Sölva eins og
vel taminn hundur í bandi.
Eftir námskeiðið gaf Sölvi hon-
um frí í 3 til 4 daga en byrjaði
síðan að ríða honum inni í gerði.
„Hann sýndi kergjufýlu framan
af en engan ótuktarskap. Ég
teymdi hann mikið og fljótlega
gat ég farið að binda önnur
trippi utan á hann og var hann
bestur þannig eða þá að ég reið
honum og teymdi eitt eða tvö
hross á honum. Gekk þetta áfalla-
laust til loka tamningatímans og
ekki annað að sjá en þokkalega
ætlaði að rætast úr pilti,“ segir
Sölvi.
Um vorið var Dreyra sleppt og
honum ekkert riðið um sumarið
en nú í vetrarbyrjun hóf Gunnar
vetrarþjálfunina og hefur gengið
mjög vel með hestinn. „Hann er
góður og öruggur í allri um-
gengni þótt aðeins örli á við-
kvæmni og hann geri nokkurn
mannamun. Hann er dauðþægur
þegar komið er á bak honum og
sýnist mér að allir geti riðið þess-
um hesti,“ segir Gunnar hæst-
ánægður með útkomuna.
Sölvi kveðst nota þessa aðferð,
sem hann lærði hjá Ingimar, á öll
trippi sem hann temur og jafnvel
tamda hesta, sem hann fær til
þjálfunar eða í leiðrétting-
arvinnu. Þetta flýti mjög fyrir
tamningaferlinu á trippunum og
gefur einnig mjög góða raun við
eldri hross ef þau eru stygg eða
fráhverf manninum.
„Ég tel að þessar aðferðir
stuðli mjög að auknu öryggi
tamningamannsins þar sem
hrossið sækir traust til hans og
maður lærir að þekkja ýmis
merki sem hrossið gefur um það
hvað í vændum er. Þá sparar
þetta mikinn tíma, sérstaklega
þegar um er að ræða viðkvæm
eða vandmeðfarin hross, og getur
skipt sköpum um hvort eitthvert
verðmæti verði í hrossum af
þessu tagi að lokinni tamningu,“
sagði Sölvi sannfærður um ágæti
aðferðarinnar.
Sparar sérstaklega tíma þegar um
viðkvæm hross er að ræða
Morgunblaðið/Valdimar
Ekki hafa hestamenn verið
allskostar sáttir við orðið
„hestahvísl“ yfir þá aðferð
sem fjallað er um hér á hesta-
síðunni.
Á námskeiðinu í Hindisvík
var rætt um að finna þyrfti
gott samheiti á grunnað-
ferðina og komu fram ýmsar
hugmyndir. Mest fylgi virðist
um að kalla þetta „aðlöðun“
sem skýrir vel hvað um er að
ræða.
Tamningamaðurinn beitir
ákveðinni aðferð til að laða
hestinn að sér og til sam-
starfs í framhaldinu. Ís-
lenskufræðingar sem leitað
var álits hjá töldu ekkert því
til fyrirstöðu að þetta orði
gengi en bentu á að jafnvel
mætti stytta það og tala ein-
faldlega um „löðun“ eða
„hestalöðun“. Eða þá „hesta-
aðlöðun“ sem er að vísu
lengra og óþjálla í munni en
lýsir betur því hvað um er að
ræða. En hugmyndum þess-
um er hér með komið á fram-
færi.
„Aðlöðun“
í stað
„hvísls“
Barna- og fullorðins kjólar
Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545
Sigurstjarna
Glæsilegt úrval af handunnum rúmteppum,
dúkum, ljósum, púðaverum og gjafavöru.
Matta rósin 20% afsláttur
Útsala hófst í dag kl. 10.00
Klapparstíg 44 - sími 562 3614
Nýtt kortatímabil
ALLT
AÐ
70%
AFSLÁ
TTUR
40—70%
afsláttur af
hágæða
snyrtivörum og
snyrtitöskum.
Snyrtivöruverslun
Áslaugar, Laugavegi
sími 511 6717
Útsala
Verðhrun
Verslunin hættir