Morgunblaðið - 17.01.2001, Síða 53

Morgunblaðið - 17.01.2001, Síða 53
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 53 Gullsmiðir AÐ UNDANFÖRNU hafa nokkrir ökumenn skrifað í Morgunblaðið um leyfilegan hámarksökuhraða í borginni. Því miður láta þeir hæst sem vilja hækka leyfilegan ökuhraða sem er 50 kílómetrar í þéttbýli. Þar sem ég veit að flest umferðarslys stafa af því að of hratt er ekið mið- að við aðstæður langar mig til þess að leggja orð í belg. Borgaryfirvöld eru sífellt að glíma við þann vanda sem aukin umferð bíla skapar. Eitt úrræði sem hefur gefist vel er að lækka leyfilegan hámarksökuhraða úr 50 kílómetrum, í 30 kílómetra. Lækk- aður hámarkshraði á sérstaklega rétt á sér þar sem eingöngu er íbúabyggð. Í nágrenni við skóla og aðrar þjónustustofnanir. Undanfar- in ár hefur sú leið verið farin að af- marka sérvalin hverfi með eins kon- ar hliðum og 30 kílómetra skiltum, þannig að ökumaðurinn veit strax að hann er að aka inni í hverfi með breyttum hámarkshraða, það sama á við þegar hann ekur úr hverfinu. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel og eru alvarleg umferðarslys fátíð í þessum hverfum. Markmið slíkra aðgerða er að ná raunverulegri lækkun ökuhraða og fæla ökumenn frá því að stytta sér leið í gegnum hverfin. Hvað vinnst við að lækka há- markshraða í íbúahverfum? Það mikilvægast er að slysahætta af völdum umferðar minnkar. Þegar dregið er úr hraða styttast stöðv- unarvegalengdir bíla og öryggið eykst. Gefum okkur að barn hlaupi óvænt út á götu í veg fyrir bíl sem ekur á 50 kílómetra hraða. Ökumað- ur sem ekur á þessum hraða á þurr- um vegi á möguleika á að stöðva bíl sinn eftir 26 metra. Stöðvunarvega- lengd ökumanns sem ekur á 30 kíló- metra hraða er 12 metrar. Það er augljóst að sá sem ekur hægar á miklu meiri möguleika á að komast hjá því að aka á barnið. Ef það ger- ist samt sem áður eru líkurnar á því að barn slasist alvarlega minni ef ökumaðurinn ekur hægt. Annað atriði sem skiptir miklu máli fyrir vellíðan fólks er minni há- vaði frá umferð. Því hraðar sem ökumenn aka þeim mun meiri há- vaða valda þeir. Þriðja atriðið er loftmengun. Útblæstri bíla fylgir loft mengun sem getur haft marg- vísleg áhrif á heilsufar fólks. Svif- ryk er annað vandamál, það mynd- ast m.a. þegar nagladekkin rífa upp malbikið. Svifryk sest í öndunarfæri vegfarenda og getur valdið heilsu- tjóni. Því hraðar sem bílar aka þeim mun meira svifryk mynda þeir. Að framansögðu má sjá að það er mik- ill ávinningur af því að lækka leyfi- legan hámarkshraði í íbúahverfum. Því miður eru nokkrir svartir sauðir í umferðinni sem hugsa um það eitt að komast hratt áfram hvað sem það kostar. Með því að láta undan slíkum ökumönnum og hækka leyfi- legan ökuhraða stefnum við lífi fjölda fólks í hættu að óþörfu. Öðru máli gegnir um stofnbrautir með aðskildum akbrautum í hvora átt, þar er óhætt að hækka leyfileg- an hámarkshraða eins og á Vest- urlandsvegi og Gullinbrú svo dæmi sé tekið. Á þessum stöðum hafa verið gerðar sérstakar ráðstafanir til þess að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda með göngu- brúm og göngustígum. Ég skora á alla ökumenn að virða hámarkshraðareglur í umferðinni. Það er okkur öllum í hag. MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR fv. formaður Umferðarnefndar Reykjavíkur, Hvassaleiti 77, Reykjavík. Ökum hægar Frá Margréti Sæmundsdóttur: Margrét Sæmundsdóttir Á MÍNUM uppvaxtarárum þótti það eitt mikilvægasta mál hérlend- is að allir hefðu atvinnu, vá at- vinnuleysis gægðist þó hvarvetna um gættir. Nú er öldin önnur, aldrei heyrist á það minnst í fjölmiðlum, hvort sem það eru prent- eða ljósvaka- miðlar, hvort atvinna sé næg eða hvort hætta sé á atvinnuleysi. Fréttamenn nú til dags ræða um það fram og aftur, lepja þar hver eftir öðrum, hvort atvinnutækifæri séu næg eða hvort gera þurfi átak í vissum landshlutum til að fjölga at- vinnutækifærum. Það þýðir víst ekki annað en að fylgja straumi tímans; þess vegna vona ég að ekki verði atvinnutæki- færaleysi í náinni framtíð. Íþróttafréttamenn vita allt um íþróttir eins og vera ber, ekki síst eru þeir fróðir um knattspyrnu. Því miður eru sumir þeirra að ganga af íslenskri málvenju dauðri, málvenju sem Siggi Sig. hélt örugglega í heiðri og ég held ég megi fullyrða að það gerir Bjarni Fel. ætíð. Jafnvel þó KR tapi verður Bjarni að láta sig hafa það að segja frá því þó sárt sé. Segjum svo að KR tapaði fyrir Breiðabliki, skor- aði ekkert mark en Breiðablik átta, mundi Bjarni annaðhvort segja að Breiðablik hefði unnið 8-0, eða að KR hefði tapað 0-8. En þeir yngri í stéttinni eru bún- ir að gleyma þessari íslensku mál- venju eða hafa aldrei lært hana og segðu þá hiklaust að Breiðablik hafi unnið 0-8 eða KR tapað 8-0. Í þeim ágæta fjölmiðli, Morg- unblaðinu, sagði fólk frá ýmsum fjarlægum sem nálægum löndum, búsett hérlendis, frá jólasiðum í sínu heimalandi. Í heimalandi eins viðmælanda var sagt frá því að þar væru flestir kaþólskrar trúar, en þó iðkuðu menn þar ýmis önnur trúarbrögð svo sem kristni o.fl. Nú gerast málin snúin fyrir mig, ósköp venjulegan lútherstrúar- mann í íslensku þjóðkirkjunni. Fyrir mörgum árum kvæntist ég konu kaþólskrar trúar og sam- þykkti að þau börn sem við kynn- um að eignast, urðu raunar fimm talsins, yrðu alin upp í kaþólskri trú. Nú skil ég loks hvers vegna kona mín og uppkomin börn höfðu eng- an áhuga á að fara á kristnitökuhá- tíðina á Þingvöllum, ég raunar ekki heldur, en meðan ég tóri er þó einn kristinn maður í fjölskyldunni. SIGURÐUR GRÉTAR GUÐMUNDSSON pípulagningameistari, Sæbólsbraut 26, Kópavogi. Í fjólugarði frétta- manna blómstrar þó vetur sé Frá Sigurði Grétari Guðmundssyni: www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.