Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SVERRIR Ragnars, fyrrverandi forstjóri Sparisjóðs Akureyrar, lést á Akureyri sunnu- daginn 28. janúar, á 95. aldursári. Sverrir fæddist á Akureyri 16. ágúst 1906 og voru foreldrar hans þau Ragnar Ólafsson, kunnur at- hafnamaður, og Guð- rún Ólafsson, fædd Johnsen. Sverrir lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1926 og ári síðar lauk hann cand. phil.-prófi frá Háskóla Íslands. Hann hvarf frá lögfræðinámi eftir andlát föður síns sem lést fyrir aldur fram. Þá tók hann við rekstri R. Ólafssonar, fyrirtækis föður síns, sem m.a. var umsvifamikil kolaverslun. Hann gerðist forstjóri Sparisjóðs Akureyr- ar árið 1957 og gegndi því starfi uns hann hætti fyrir aldurs sakir árið 1986, þá á áttugasta aldursári. Sverrir var bæjarfulltrúi á Akur- eyri frá 1950 til 1954 og lét að sér kveða í atvinnurekstri og var m.a. stjórnarfor- maður í Möl og sandi hf. og umboðsmaður fyrir Sameinaða gufuskipa- félagið og Bergenska gufuskipafélagið. Hann var formaður Vinnuveit- endafélags Akureyrar um árabil og sat í stjórn Sjúkrahúss Akureyrar og Rafveitu Akureyrar. Sverrir var umdæm- isstjóri Rótarý á Íslandi frá 1961 til 1962 og einn- ig var hann lengi ræð- ismaður fyrir Noreg og Frakkland. Hann var sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, norsku sánkti Ólafsorðunni og einnig hlaut hann franska heiðursviður- kenningu. Árið 1932 kvæntist Sverrir Maríu Matthíasdóttur, dóttur Matthíasar Einarssonar, yfirlæknis í Reykjavík, og eignuðust þau tvær dætur, Ellen og Rögnu. María lést árið 1975. Útför Sverris fer fram frá Akur- eyrarkirkju föstudaginn 2. febrúar kl. 14. Andlát SVERRIR RAGNARS STJÓRN Læknafélags Íslands hefur slitið viðræðum við Íslenska erfða- greiningu um framkvæmd laga um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði. Þetta kemur m.a. fram í bréfi sem stjórnin póstlagði í gær til sinna félagsmanna en bréfið, sem dagsett er 23. janúar sl., var boðsent sérstak- lega til þeirra þriggja lækna hjá Ís- lenskri erfðagreiningu sem eru í Læknafélaginu. Í bréfinu telur stjórnin að grundvöllur frekari við- ræðna við Íslenska erfðagreiningu sé „mjög veikur og trúnaður milli aðila lítill ef ekki brostinn“. Viðræðurnar hafa einkum snúist um meðferð upplýsinga úr sjúkra- skrám og hvort og hvernig eigi að afla skriflegs samþykkis sjúklinga fyrir að veita heilsufarsupplýsingar í gagna- grunninn. Voru forráðamenn Ís- lenskrar erfðagreiningar reiðubúnir að samþykkja að skriflegs samþykkis sjúklinga yrði aflað og ekki aðeins stuðst við ætlað samþykki. Viðræðus- litin koma forráðamönnum Íslenskr- ar erfðagreiningar á óvart þar sem þeir telja engar efnislegar forsendur fyrir þeim. Hafa þeir farið þess á leit við Læknafélagið að viðræðurnar verði teknar upp aftur á þeim grunni sem frá var horfið. Telja þeir að lítið hafi borið á milli. Sigurbjörn Sveins- son, formaður Læknafélags Íslands, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann vildi ekki tjá sig um málið fyrr en læknar hefðu fengið bréf stjórn- arinnar í hendur. Viðræður milli Íslenskrar erfða- greiningar, ÍE, og Læknafélags Ís- lands, LÍ, höfðu með hléum staðið yfir í tæpt ár, framan af milli formanns LÍ, Sigurbjörns Sveinssonar, og Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE. Í byrjun desember sl. tóku læknarnir Kristján Erlendsson, framkvæmdastjóri sam- starfsverkefna ÍE, og Einar Stefáns- son, framkvæmdastjóri gagna- grunnsverkefnis ÍE, upp viðræðurnar að nýju, eftir nokkurt hlé, við formann og varaformann Læknafélagsins. Fundir þessarra að- ila urðu tveir og á þeim fyrri, þann 17. desember, sat Sigurður Guðmunds- son landlæknir. Þar voru lögð fram samningsdrög þar sem ÍE lýsti sig tilbúið til að ná sáttum, m.a. með því að skriflegs samþykki sjúklinga yrði leitað fyrir heilsufarsupplýsingum. Forystumenn lækna lögðu fram at- hugasemdir við samningsdrögin á seinni fundinum, 28. desember, og var ákveðið að halda þriðja fundinn hinn 8. janúar sl. þar sem ÍE myndi svara athugasemdunum. Af þeim fundi varð ekki þar sem Læknafélagið óskaði eftir frestun. Í bréfi stjórnar Læknafélagsins kemur fram að fundinum 8. janúar hafi verið frestað m.a. vegna „upp- ákoma“ í samskiptum við Íslenska erfðagreiningu og ummæla sem Kári Stefánsson hafði látið falla í fjölmiðl- um um viðræðurnar við Læknafélag- ið. Uppákomurnar sem átt er við eru m.a. samningarnir sem ÍE gerði við nokkrar heilbrigðisstofnanir um með- ferð heilsufarsupplýsinga. „Það er skoðun stjórnar LÍ að grundvöllur frekari viðræðna sé mjög veikur og trúnaður milli aðila lítill ef ekki brostinn. Það samkomulag, sem stefnt var að, krefst fullkomins trausts milli LÍ og ÍE, þar sem engir einstaklingar eða stofnanir þjóð- félagsins eru lagalega í þeirri stöðu að geta haft eftirlit með því eða séð um að það gangi eftir. Þetta traust er því miður ekki fyrir hendi. Því er þessum viðræðum lokið,“ segir m.a. í bréfinu. Óheppileg afstaða Einar Stefánsson sagði við Morg- unblaðið að þessi afstaða Lækna- félagsins nú væri óheppileg og viðræ- ðuslitin hefðu valdið honum vonbrigðum. Viðræðurnar hefðu ver- ið langar og erfitt væri fyrir íslensk fyrirtæki og læknafélag að semja um siðareglur sem væru aðrar en tíðk- uðust í alþjóðlegu vísindasamfélagi. „Hin áralanga hefð er þannig að læknisfræðirannsóknir eru unnar samkvæmt ætluðu samþykki þegar um er að ræða rannsóknir með fyr- irliggjandi heilufarsgögn. Uppkast að yfirlýsingu alþjóða læknafélaganna, sem við höfum séð, hefur ákvæði sem samræmist íslensku lögunum um gagnagrunninn. Það er erfið staða, bæði fyrir læknafélagið og okkur, að reyna að ná fram öðrum staðli hér. Þetta kann að eiga þátt í viðræðuslit- unum,“ sagði Einar. Stjórn Læknafélagsins tilkynnir í bréfi til lækna að viðræðum við Íslenska erfðagreiningu um miðlægan gagnagrunn hafi verið slitið Telur trúnað milli aðila lítinn ef ekki brostinn Í DAG verður undirritaður samn- ingur um fjármögnun verslunar- miðstöðvarinnar Smáralindar í Kópavogi. Samningurinn hljóðar upp á tæplega 6 milljarða króna og lánveitendur eru fjölmörg fjár- málafyrirtæki, bæði innlend og er- lend. Umsjón með fjármögnuninni höfðu Íslandsbanki–FBA og Landsbanki Íslands, og samkvæmt upplýsingum frá félögunum er þetta einn stærsti lánsfjármögn- unarsamningur sem einkaaðilar hafa gert á Íslandi og sá stærsti sem íslenskar fjármálastofnanir hafa tekið að sér að skipuleggja fyrir einkaaðila. Auk Íslandsbanka–FBA og Landsbanka Íslands eru lánveit- endurnir Norræni fjárfestingar- bankinn, Banca Monte dei Paschi di Siena, Frjálsi fjárfestingarbank- inn, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verslunar- manna, Söfnunarsjóður lífeyris- réttinda, Lífiðn, Alvíb, Lífeyris- sjóðurinn Framsýn, Lífeyrissjóður lækna, Lífeyrissjóður Vesturlands, Lífeyrissjóður sjómanna, Lífeyris- sjóðurinn Hlíf, Lífeyrissjóður arki- tekta og tæknifræðinga, VÍB og Vátryggingafélag Íslands. Byggingaframkvæmdir við Smá- ralind eru á áætlun og er loka- áfangi þeirra hafinn. Verslanir og þjónustufyrirtæki í Smáralind verða allt að 100 talsins og er þeg- ar farið að setja upp innréttingar í verslunum Hagkaups og Deben- hams, en aðrir hlutar hússins eru skemmra á veg komnir. Verslunarmiðstöðin, sem er 63 þúsund fermetrar og verður sú stærsta hér á landi, verður opnuð formlega 10. október. Smáralind verður opnuð formlega 10. október 6 milljarða fjármögn- unarsamningur gerður ÖKUMAÐUR kastaðist út úr bíl sín- um er hann valt á Þrengslavegi um klukkan fimm í gærdag. Að sögn lög- reglunnar á Selfossi virðist maðurinn hafa sloppið nokkuð vel og ekki hlotið alvarleg meiðsl. Maðurinn var fluttur undir lækn- ishendur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík. Farþegi í bíln- um slapp ómeiddur en hvorki hann né bílstjórinn voru með beltin spennt. Að sögn lögreglunnar má ætla, miðað við útlit bílsins og aðstæður á vettvangi, að bílstjórinn hefði stigið ómeiddur út úr bílnum eftir veltuna hefði hann verið með öryggisbeltin spennt. Kastaðist út við bílveltu í Þrengslunum HÚSNÆÐIÐ á Grandagarði 8, sem eyðilagðist í bruna síðastliðinn laugardagsmorgun, verður end- urbyggt. Guðjón Bjarnason, arki- tekt og eigandi húsnæðisins, segir að málið sé ennþá í rannsókn og ekki unnt að segja til um hver upp- tök eldsins hafi verið. Miklar reyk- og vatnsskemmdir urðu í öllu hús- næðinu, sem er á um 1.000 fermetra gólffleti. Miklar skemmdir urðu einnig á tölvu-, raf- og pípulögn auk þess sem allar viðarklæðingar í húsinu eyðilögðust í hitanum. „Þetta var afar döpur aðkoma og gífurlegar skemmdir. Húsnæðið var tilbúið og stóð til að afhenda það formlega þennan sama dag og eldurinn kom upp,“ sagði Guðjón. Hann sagði að hafist yrði handa strax á morgun við að hreinsa út úr brunarústunum og hefja end- urbyggingu. Til stóð að tölvufyrirtækið Stefja hæfi þarna starfsemi. Ekki er ann- að vitað en að fyrirtækið flytji inn þegar endurbyggingu er lokið. Guðjón segir að við fyrstu sýn virðist sem endurbyggingin taki 8– 15 vikur. „Þarna starfaði ákaflega góður og vandaður hópur iðn- aðarmanna sem ég veit að mun fylgja verkinu eftir til enda.“ Húsið var tryggt á hefðbundinn máta með lögboðinni brunatrygg- ingu. Guðjón vildi skila kæru þakk- læti til þeirra fjölmörgu sem hefðu sýnt sér stuðning vegna þessa máls. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðkoman í móttökunni þar sem til stóð að Stefja hæfi starfsemi. Húsnæðið verður end- urnýjað SAMNINGAMENN starfsmanna í álverinu í Straumsvík og Samtaka atvinnulífsins ákváðu á fundi í gær að óska eftir aðstoð frá ríkissátta- semjara. Gylfi Ingvarsson, aðaltrún- aðarmaður starfsmanna, sagði að ekki væri verið að vísa deilunni form- lega til sáttasemjara. Kjarasamningur sem þessir aðilar gerðu um miðjan mánuðinn var felld- ur í atkvæðagreiðslu. Gylfi sagði að á fundi í síðustu viku hefði komið fram vilji hjá báðum aðilum að halda áfram viðræðum á sama grunni. Hann sagði að samningamenn myndu eiga fund með ríkissátta- semjara í dag til að fara með honum yfir efnisatriði málsins. Í framhaldi af því yrði láta reyna á hvort menn næðu saman. Fundur um samninga ISAL Leita lið- sinnis sátta- semjara ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÖKUMAÐUR missti stjórn á bíl sín- um í hálku í Langadal í Austur- Húnavatnssýslu um klukkan fimm í gærdag með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi slapp ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, ómeiddur, en bíllinn skemmdist mikið. Bílvelta í Langadal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.