Morgunblaðið - 30.01.2001, Side 15

Morgunblaðið - 30.01.2001, Side 15
Grundarfirði - Foreldramorgnar eru í safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju á miðvikudagsmorgnum. Í Grundarfiði eru mörg börn, en í Eyrarsveit, sem Grund- arfjörður er hluti af, er eitt hæsta hlut- fall barna í sveitarfélagi á landinu. Þessi mynd var tekin á miðvikudaginn var, þegar nokkrar mæður komu saman í kirkjunni til að bera saman bækur sínar og leyfa börnum sínum að kynnast og leika sér. Á næstunni er fyrirhugað að föndra eitthvað á þessum stundum til gagns og ánægju.Morgunblaðið/KVM Foreldra- morgnar í Grundarfirði LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 15 DÆGURLAGAKEPPNI Kven- félags Sauðárkróks 2001 er nú hafin. Þegar hefur verið auglýst eftir lög- um í keppnina en henni mun ljúka með úrslitakvöldi í Sæluviku Skag- firðinga föstudaginn 4. maí nk. Öllum laga- og textahöfundum landsins er heimil þátttaka. Aðeins verða tekin til greina verk sem ekki hafa verið flutt opinberlega eða gefin út áður. Verkin skulu vera á hljóð- snældum/diskum og textar á ís- lensku. Þátttakendur skili verkum sínum inn undir dulnefni ásamt þátt- tökugjaldi, kr. 1.000 pr. lag. Rétt nafn og heimilisfang skal fylgja með í vel merktu og lokuðu umslagi. Síðasti skilafrestur er 9. febrúar 2001. Miðað er við að þátttökugögn séu póstlögð í síðasta lagi þann dag. Póstfang er „Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks“, Pósthólf 93, 550 Sauðárkrókur. Dómnefnd mun velja tíu lög til að keppa á úrslitakvöldi sem verður 4. maí og mun þá sérstofnuð hljómsveit flytja lögin ásamt söngvurum sem höfundar velja. Sérskipuð dómnefnd ásamt áheyrendum munu velja sig- urlag. Vegleg verðlaun verða veitt. Kvenfélagið áskilur sér allan rétt til hvers kyns útgáfu á þeim tíu lögum sem komast í úrslit. Framkvæmdastjóri keppninnar er Þóra Björk Þórhallsdóttir og hljómsveitarstjórn er í höndum Ei- ríks Hilmissonar. Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks er árlegur viðburður í Sæluviku Skagfirðinga. Keppnin hefur áunnið sér fastan sess í þjóðlíf- inu sem helsti vettvangur fyrir fjöl- marga tón- og textahöfunda sem vilja koma verkum sínum á fram- færi. Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks Auglýst eftir lögum í keppnina www.leir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.