Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI 20 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ KAUPÞING hf. og samstarfsað- ilar, sem keyptu í síðustu viku 77,24% hlutafjár í Frjálsa fjár- festingarbankanum hf., vinna nú að yfirtökutilboði gagnvart öðr- um hluthöfum í bankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var til Verðbréfaþings Ís- lands í gær. Í tilkynningunni segir að þetta sé gert í samræmi við lög um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða, og samanber reglugerð um yfir- tökutilboð. Hluthöfum muni eigi síðar en fjórum vikum eftir að yfirtakan átti sér stað gefinn kostur á að afhenda hlutabréf sín með sömu skilmálum og fram komi í kaupsamningi þeim sem undirritaður var 25. janúar síð- astliðinn. Þá segir í tilkynning- unni að jafnframt sé af hálfu Kaupþings hf. og samstarfsaðila unnið að gerð opinbers tilboðs- yfirlits. Gengi hlutabréfanna í kaupunum var 3,80. Ekki skylda að taka tilboði Hreiðar Már Sigurðsson, að- stoðarforstjóri Kaupþings hf., segir að hugsanlega hefði mátt hártoga hvort kaupendur að 77,24% hlut í Frjálsa fjárfesting- arbankanum þurfi að leggja fram yfirtökutilboð gagnvart öðrum hluthöfum, því enginn einn aðili hafi keypt 50% í bankanum. Í lögum um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða segi að öllum hluthöfum félags skuli gefinn kostur á því að afhenda eignarhlut sinn með sambæri- legum kjörum þeim aðila sem hafi eignast 50% atkvæðisréttar í félaginu eða samsvarandi hluta hlutafjár. Kaupendurnir líti svo á að þar sem þeir séu tengdir beri þeim að leggja fram yfirtöku- tilboð. Að sögn Hreiðars hefur sá misskilningur verið í gangi í sambærilegum tilfellum að fólk virðist halda að það sé skylda að taka tilboði af þessu tagi. Svo sé hins vegar ekki. „Við höfum aft- ur á móti fjögurra vikna frest og höfum hugsað okkur að nýta hann að einhverju leyti. Þetta mun því gerast á næstu fjórum vikum en ekki er hægt að gefa upp ákveðna dagsetningu,“ segir Hreiðar. Kaup Kaupþings hf. og samstarfsaðila á meirihluta í Frjálsa fjárfestingarbankanum Öðrum hluthöfum gert yfirtökutilboð FRUMHERJI hf. skilaði hálfri millj- ón króna í hagnað á síðasta ári en 21 milljón árið á undan, samkvæmt samstæðureikningi sem félagið sendi frá sér í gær. Skýringanna er aðal- lega að leita í fjármagnsliðum, sem eru óhagstæðari um 19 milljónir króna og afskrift á viðskiptavild, sem nemur tæpum 14 milljónum. Óskar Eyjólfsson, framkvæmda- stjóri Frumherja, segir að ekki sé út- lit fyrir annað en reksturinn í ár verði á svipuðum nótum og í fyrra, en alltaf sé verið að leita leiða til útvíkkunar á starfseminni. Ólafur segir fyrirtækið hafa áhuga á að taka að sér meira af þeirri skoðunar- og eftirlitsstarfsemi sem hið opinbera sinnir nú. „Þar eru miklir möguleikar fyrir félagið ef stjórnvöld framfylgja sömu stefnu og þau hafa verið að gera undanfarin ár, þ.e. að einkavæða eftirlitsiðnaðinn,“ segir hann. Sem dæmi um slíka starf- semi nefnir Óskar vinnueftirlit, skipaskoðun og matvælaeftirlit, en segir jafnframt að ekkert liggi fyrir um slíka einkavæðingu á næstunni. Óskar segir tekjur fyrirtækisins skiptast þannig að bifreiðaskoðun afli um 2/3 hluta teknanna en afgang- urinn komi frá prófun og löggildingu mælitækja og skoðunum á rafveitum og öðru á rafmagnssviðinu. Spurður út í reikninga félagsins segir Óskar að þeir séu ekki fyllilega sambærilegir á milli ára þar sem Frumherji hafi keypt Athugun hf. og síðarnefnda félagið sé ekki í reikn- ingum ársins 1999. Afskrift við- skiptavildar vegna kaupa á Athugun og fleiri dótturfélögum nam tæpum 14 milljónum króna á árinu. Í efna- hagsreikningi félagsins er stofn- og þróunarkostnaður og viðskiptavild enn metin á 35 milljónir króna þrátt fyrir þessa afskrift og verða því áfram töluverðar afskriftir á þessum lið á næstu árum. Óskar segir að söluhagnaður félagsins sé óverulegur og er hann ekki sundurliðaður í reikningunum. Laun og launatengd gjöld hjá félaginu hækkuðu um tæp 16%, úr 215 milljónum króna í 249 milljónir. Launavísitalan hækkaði um 7,6% yfir síðasta ár, en þess ber að geta að störfum fjölgaði hjá félaginu um 8,7% á tímabilinu. Ársuppgjör Frumherja hf. Hálf milljón króna í hagnað                                                                 !     !  "    #                                                   $%&'& $$(')  *+'%  )'&  ,$'* )'+   ,,-'& $,%'*  .$'( .)') ).'*/ )'./ (+      ! ! ! ! ! !     ! !  0  # #1 2 #  #1  "  1 #  #1   "    *---   ,+++   3! 34"  2     #! VERÐBRÉFAÞING Íslands hf. undirritaði samning um aðild að NOREX fyrir rúmu hálfu ári og tók upp viðskiptakerfið sem notað er í samstarfinu, SAXESS, fyrir þremur mánuðum. NOREX er samstarf kauphalla og nú eru kauphallir í Danmörku, Svíþjóð og Íslandi tengdar viðskiptakerfi þess. Gert er ráð fyrir að kauphöllin í Noregi tengist því síðar á þessu ári en hún er þegar orðin aðili að samstarfinu. Finnur Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings Ís- lands, segir að enn sé aðeins einn er- lendur þingaðili skráður hjá Verðbréfaþingi og það sé ArosMai- zels sem sé verðbréfaarmur Uni Bank í Danmörku. Hann sé þó ekki orðinn virkur þátttakandi á mark- aðnum því ekki hafi enn verið geng- ið frá öllum formsatriðum vegna tengingar hans. Áhugi erlendis á einkavæðingu Landssímans Finnur segir að áhrifin af þátttök- unni í NOREX séu því ekki orðin mikil á íslenska markaðnum enn sem komið er en markmiðið sé að erlendum þingaðilum á Verðbréfa- þingi hafi fjölgað í 4-5 fyrir lok þessa árs. Hann segist vonast til að einka- væðing Landssímans muni auka áhuga erlendis á íslenska markaðn- um. Í kynningum á honum erlendis hafi komið fram greinilegur áhugi á einkavæðingu Landssímans. Finnur segir að þó að áhrifin af tengingunni við NOREX hafi ekki enn birst í auknum viðskiptum er- lendra fjárfesta hafi SAXESS, við- skiptakerfi NOREX-samstarfsins, þegar haft nokkur áhrif. Hluta- bréfaviðskiptum hafi fjölgað eftir til- komu kerfisins og hver viðskipti hafi jafnframt orðið lægri að meðaltali. Hann segir einnig að viðskipti með skuldabréf hafi farið vaxandi en erf- itt sé að meta að hve miklu leyti það sé vegna nýja viðskiptakerfisins og hversu mikið megi rekja til hag- stæðari aðstæðna á skuldabréfa- markaði. Finnur bætir því við að hann telji erfitt að fullyrða nokkuð um áhrifin af þátttökunni í NOREX-samstarf- inu fyrr en síðar á þessu ári. Áhrifin af NOREX ekki orðin mikil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.