Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 21 Í FYRRA voru skráð 2.075 ný hluta- félög og einkahlutafélög hjá fyrir- tækjaskrá Hagstofu Íslands. Það jafngildir um 11% aukningu frá árinu 1999 en þá voru skráð 1.865 ný félög. Í tilkynningu frá Hagstofunni kemur fram að á árunum 1996–2000 hafi ný- skráningum hlutafélaga og einka- hlutafélaga fjölgað um 77%. Flestar nýskráningar voru í fasteignavið- skiptum, leigustarfsemi og ýmiss konar þjónustu. Undir þessa flokka falla meðal annars atvinnugreinar eins og rekstur eignarhaldsfélaga, leiga atvinnuhúsnæðis, hugbúnaðar- gerð, rekstrarráðgjöf og tækniráð- gjöf arkitekta og verkfræðinga. Árið 2000 voru nýskráningar í þessum yf- irflokki atvinnugreina alls 625 eða 30% af heildarnýskráningum á árinu. Yfirflokkar sem næstir komu á eftir voru verslun og ýmis viðgerðarþjón- usta 321 (15%), byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 234 (11%) og iðn- aður 167 (8%). Ef einstakar atvinnu- greinar eru skoðaðar eftir fjölda ný- skráninga í fyrra sést að flestar voru á sviði rekstrar eignarhaldsfélaga (176) en þar á eftir komu húsbygg- ingar og önnur mannvirkjagerð (134), ótilgreind starfsemi (133), leiga at- vinnuhúsnæðis (94), hugbúnaðargerð og ráðgjöf varðandi hugbúnað (86), matsölustaðir (67) og smábátaútgerð (62). Nýskráningar árið 2000 voru langflestar á höfuðborgarsvæðinu, alls 1.457 eða 70% allra nýskráninga á landinu. Suðurland var með næst- flestar nýskráningar eða 132 (6,4%), fæstar voru þær, eins og undanfarin ár, á Norðurlandi vestra (47 eða 2,3%). Þrátt fyrir óverulegar hlut- fallsbreytingar í þessari svæðaskipt- ingu árin 1996–2000 má samt greina nokkra aukningu á höfuðborgarsvæð- inu árin 1997 og 2000 miðað við fyrri ár. Mikil fjölgun hlutafélaga og einkahlutafélaga                           HÆTT hefur verið við samruna Korta hf., Smartkorta ehf. og Raf- rænnar miðlunar hf. en tilkynntur var samrunasamningur félaganna í apríl síðastliðnum. Viðræðum var slitið á haustmánuðum og starf- semi Korta liggur nú niðri. Félögin þrjú átti að sameina í fyrirtæki undir nafninu Median hf. og hefði það orðið stærsta fyr- irtæki landsins á sviði rafrænna viðskipta. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins áttu Rafræn miðl- un og Smartkort að leggja tækni- þekkingu, vörur og starfsmenn til hins nýja fyrirtækis. Kortum var hins vegar ætlað að leggja til fjár- magn en félagið er í eigu 20 stórra fyrirtækja, m.a. Baugs, Símans og olíufélaganna þriggja. Skiptahlut- föll voru, samkvæmt heimildum blaðsins, þannig að Kort fengju rúman 20% hlut, Smartkort um 26% og Rafræn miðlun um 54%. Flutt saman og aftur í sundur Á haustmánuðum var orðið ljóst að ekki næðist samkomulag, m.a. um þessa skiptingu, og ákveðið var að bíða með samrunann. Í kjölfarið mun stjórn Korta hafa tekið ákvörðun um að slíta endanlega samningaviðræðum þar sem ekki náðist samstaða um sameininguna í hluthafahópi þeirra. Stjórn Raf- rænnar miðlunar mun þá í ljósi þess einnig hafa hafnað samrun- anum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins varð töluverður kostnaður af þessari samrunaáætlun. Eink- um vegna þess að Smartkort og Rafræn miðlun fluttu saman um tíma, tölvukerfi voru sameinuð, svo og símkerfi, tekið var upp nýtt skipurit og útbúið kynningarefni fyrir nýja fyrirtækið. Eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum fluttu fyrirtækin tvö hins vegar aftur í sundur. Síðan þá hefur orðið hlutafjár- aukning í Smartkortum og þar hafa verið gerðar nokkrar skipu- lagsbreytingar. Eigendur Smart- korta eru m.a. Síminn, Íslands- banki-FBA, Opin kerfi og Skýrr. Rafræn miðlun tók upp Median- nafnið vegna aukinnar sölu á er- lendum markaði og heitir nú Med- ian-Rafræn miðlun hf. Helstu hlut- hafar eru Flugleiðir, Europay, Opin kerfi, Baugur, Íslandsbanki- FBA, Spron, Skýrr og Síminn. 175 milljóna króna stofnfé nær óhreyft Kort hf. var stofnað sumarið 1999 til að starfa á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar og fjármálaþjón- ustu með áherslu á snjallkorta- tækni en markmiðið með félaginu var að lækka kostnað seljenda við rekstur kortakerfa. Félagið var, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, í samstarfi við breska bankann NatWest, um snjallkort, þ.e. greiðslukort með örgjörva, fyrir íslenskan markað en snemma á síðasta ári keypti Royal Bank of Scotland NatWest. Áhugi nýrra eigenda á samstarfi við Kort hf. reyndist ekki vera fyrir hendi og bankinn dró sig út úr samstarfinu. Þá var athugað hvort grundvöll- ur væri fyrir samstarfi við aðra og í framhaldi af því fór samruna- tilraunin við Rafræna miðlun og Smartkort af stað. Eftir að upp úr þeim viðræðum slitnaði hefur eng- in starfsemi verið hjá Kortum hf. og bróðurpartur stofnfjár félags- ins, sem var 175 milljónir króna, liggur enn óhreyfður. Fyrirtækin 20 sem eiga Kort hf. eru: Baugur hf., Blómaval hf., Fjarðarkaup hf., Húsasmiðjan hf., Kaupás hf., Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri (KEA), Kaupmannasam- tök Íslands, Landssími Íslands hf., NTC hf., Olíufélagið hf., Olíuversl- un Íslands hf., Opin kerfi hf., Rafha hf., Samkaup hf., Sjóvá-Al- mennar tryggingar hf., Skeljungur hf., Skýrr hf., Smartkort ehf., Tékk-kristall hf. og Vátrygginga- félag Íslands hf. Samruni Korta hf., Smartkorta ehf. og Rafrænnar miðlunar hf. Slitnaði upp úr viðræðum um samruna Engin starfsemi hjá Kortum í dag ORKUVEITA Reykjavíkur og Hf. Eimskipafélag Íslands hafa gert með sér þjónustusamning um birgðahald og dreifingu og er þetta stærsti samningur sinnar tegundar hér á landi. Í tilkynningu frá Eim- skip segir að í nóvember síðastliðn- um hafi verið opnuð tilboð í opnu út- boði á evrópska efnahagssvæðinu í birgðahald Orkuveitunnar. Reyndist Eimskipafélagið vera með lægsta til- boðið upp á 435,4 milljónir króna sem er 64,4% af kostnaðaráætlun. Þjónustusamningur milli fyrirtækj- anna, sem er til fimm ára, hefur nú verið undirritaður. Þetta er fyrsti samningurinn sem opinbert fyrir- tæki gerir um heildarbirgðahald sitt og tekur hann til vörumóttöku, inn- skráningar, birgðavörslu, móttöku pantana, tollafgreiðslu, almennrar afgreiðslu og dreifingar. „Ávinningur Orkuveitunnar af vöruhótelþjónustu er margvíslegur og má þar nefna að einungis er greitt fyrir það húsnæði sem er í notkun hverju sinni vegna samnýtingar við önnur fyrirtæki sem nota vöruhót- elið. Þá minnkar fjármagnsbinding Orkuveitunnar vegna birgðahalds og dreifingar og samnýting á starfs- mönnum og tækjum með öðrum not- endum leiðir einnig til lækkunar kostnaðar. Unnt er að geyma vörur á frísvæði þar til á að nota þær og fresta þar með greiðslu opinberra gjalda. Ávinningur Eimskips af þessum samningi felst í aukinni nýt- ingu og arðsemi á starfsemi félags- ins í birgðahaldi og dreifingu en starfsemi félagsins á þessu sviði hef- ur verið að aukast ár frá ári.“ Eimskipafélagið og Orkuveita Reykjavíkur Stærsti samningur um birgðahald og dreifingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.