Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BENJAMIN Hermansen, 15 ára gamall, þeldökkur piltur, var myrtur í úthverfi Óslóar rétt fyrir miðnætti á föstudag. Benjamin, sem átti föður frá Norður-Afríku og norska móður, var á göngu ásamt félaga sínum skammt frá heimili sínu er maður stökk út úr bíl, elti hann uppi og stakk hann margsinnis með hnífi í brjóst og maga. Aðeins örfáum mín- útum síðar lést Benjamin af sárum sínum. Morðið er ekki aðeins litið sér- staklega alvarlegum augum sökum ungs aldurs fórnarlambsins, heldur einnig vegna þess, að talið er, að morðinginn og sökunautar hans séu nýnasistar og ástæða morðsins kyn- þáttahatur. Fimm ungmenni, þrír menn á aldrinum 20-21 árs og tvær 17 ára gamlar stúlkur, hafa verið handtekin vegna morðsins en að auki er 19 ára gamall maður eftirlýstur. Ekki er enn vitað hvert þeirra mund- aði morðvopnið en öll eru ungmennin þekktir nýnasistar og hafa oftsinnis komið við sögu lögreglu. Morðið á Benjamin er það fyrsta í Noregi sem rekja má beint til kyn- þáttahaturs. Haft í hótunum við íbúa Morðið átti sér stað í úthverfinu Holmslia en þar er stór hluti íbúanna af erlendu þjóðerni. Hingað til hefur hverfið verið laust við alvarleg of- beldisverk og ekki þekkjast þar götugengi líkt og víða annars staðar í Ósló. Nýnasistar hafa vanið komur sínar í hverfið í þeim tilgangi að hengja upp áróðursveggspjöld og hafa haft í hótunum við íbúana. Ben- jamin kom fram í norska ríkissjón- varpinu í fyrrasumar eftir að hafa orðið fyrir árásum nýnasista í Dan- mörku þar sem hann keppti á fót- boltamóti. Hann var vinsæll meðal jafnaldra sinna, einkabarn sem missti föður sinn er hann var aðeins fjögurra ára gamall. Hundruð manna komu saman á sunnudag á staðnum þar sem hann var myrtur og minntust hans. Íbúar Holmslia eru harmi slegnir og margir ungling- ar segjast hræddir um líf sitt eftir at- burði helgarinnar. Nýnasistahreyfingum vex fiskur um hrygg Ungmennin sem handtekin hafa verið vegna morðsins eru öll með- limir í nýnasistahreyfingunni Boot Boys sem var stofnuð í Ósló fyrir all- mörgum árum. Anga af henni er nú að finna víðar í Noregi og hafa glæpir tengdir henni aukist verulega á undanförnum mán- uðum. Ástæðan er m.a. talin vera aukin samskipti tveggja öflugra ný- nasistahreyfinga á Norðurlöndum, Blood & Honour og Boot Boys, sem hingað til hafa eldað grátt silfur sam- an. Leiðtogi Blood & Honour í Sví- þjóð, Norðmaðurinn Erik Blucher, hvatti nýverið félaga í hreyfingunni til að láta verkin tala í stað „tómra orða“ en hann er talinn vera einn áhrifamesti nýnasisti á Norðurlönd- um og er vel kunnugur mönnunum þremur sem kærðir hafa verið fyrir morðið á Benjamin. Ekki er vitað hversu margir eru í nýnasistahreyf- ingum í Noregi en hugsanlegt er að um 200 einstaklingar, þar á meðal stúlkur og drengir, allt niður í 12 ára gömul, komi þar við sögu. Lögreglan í Ósló hefur undanfarin misseri fylgst náið með þekktum nýnasistum í borginni og því var auðvelt að hafa uppi á ungmennunum. Þau voru handtekin í íbúð sinni aðeins fjórum stundum eftir að morðið átti sér stað og segja vitni að íbúðin hafi verið sannkallað „nasistahreiður“. Grípa verður til aðgerða Hingað til hefur lítið farið fyrir ný- nasistahreyfingum í Noregi en und- anfarna mánuði hefur orðið breyting þar á. Óslóarlögregla hefur boðað enn harðari aðgerðir gegn nýnasist- um í borginni og vilja að það verði auðveldara að krefjast gæsluvarð- halds og fangelsisvistar ef sá hand- tekni tilheyrir flokki nýnasista eða er félagi í öðrum glæpasamtökum. Með þeim hætti sé mögulegt að sundra hópunum og halda fólkinu af götunum. Þá hefur hverfisráðið í Holmslia hvatt til að skólayfirvöld, lögregla og foreldrar sameini krafta sína í baráttunni við kynþáttahatur. Jens Stoltenberg forsætisráð- herra fordæmdi morðið á Benjamin Hermansen á blaðamannafundi í gær. „Við hugsum nú til móður hans, sem hefur misst einkasoninn og allra vinanna í Holmslia. Þetta hræðilega morð má að öllum líkindum rekja til kynþáttahaturs, Benjamin var drep- inn af því að hann hafði dekkri húðlit en flestir aðrir Norðmenn. Slíkt morð hefur ekki áður verið framið hér í landi og við viljum ekki að það endurtaki sig. Við líðum ekki ofbeldi og alls ekki það sem á rætur að rekja til nasisma.“ Dómsmálaráðherrann Hanne Harlem segir mikið starf vera unnið til að uppræta svokallaða haturs- glæpi og hefur athyglinni sérstak- lega verið beint að börnum og ung- lingum. Það starf verður nú eflt til muna og lagði Stoltenberg til að um 10 milljónum króna yrði aukalega varið til verksins á næstunni. Norðmenn slegnir vegna kynþáttaglæps Þrándheimi. Morgunblaðið. AP Margir komu til að votta minningu Benjamins Hermansen virðingu sína. Þetta er fyrsta morðið í Noregi sem rakið er beint til kynþáttahaturs en fimm ungmenni hafa verið handtekin grunuð um verknaðinn. PALESTÍNUMAÐUR og gyðingur féllu í átökum í Ísrael í gær, daginn eftir að Ísraelar tilkynntu að hlé yrði gert á friðarviðræðum fram yfir for- sætisráðherrakosningarnar í land- inu sem haldnar verða 6. febrúar. Vonir hafa því dvínað um að friðar- samkomulag takist milli Ísraela og Palestínumanna í bráð. Fimm daga friðarviðræðum Ísr- aela og Palestínumanna í Taba í Egyptalandi lauk á laugardag. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að þjóðirnar hafi aldrei komist nær samkomulagi og lýst er yfir vilja til að leysa síðustu ágreiningsefnin sem snúast um málefni flóttamanna, stöðu Jerúsalem, legu landamæra og fyrirkomulag öryggismála. Þá var tilkynnt að Ehud Barak, forsætis- ráðherra Ísraels, myndi væntanlega hitta Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, í Stokkhólmi í vikunni til að ræða árangurinn af viðræðunum. Barak lýsti því hins vegar yfir á sunnudagskvöld að öllum viðræðum við Palestínumenn yrði frestað fram yfir kosningar, þar á meðal hinum fyrirhugaða fundi með Arafat. Að sögn ísraelskra embættis- manna tók Barak þessa ákvörðun vegna harðra ummæla Arafats í ræðu sem hann flutti á Alþjóðaefna- hagsráðstefnunni í Davos í Sviss á sunnudag. Arafat sakaði Ísraela meðal annars um að hafa háð „villi- mannlegt og grimmilegt“ stríð gegn palestínsku þjóðinni á undanförnum fjórum mánuðum. „Eftir að hafa hlýtt á orð Arafats í gærkvöldi ... og hina óréttmætu árás á Ísrael, sjáum við enga ástæðu til að ganga til fund- ar við hann á næstu dögum,“ sagði Barak í viðtali við útvarpsstöð ísr- aelska hersins í gær. Stjórnmálaskýrendur telja þó að Barak hafi vafalaust einnig haft áhyggjur af því að fundur með Ara- fat á síðustu dögunum fyrir kosning- ar græfi enn frekar undan líkum hans á sigri. Forsætisráðherrann hefur legið undir harðri gagnrýni frá stjórnarandstöðunni fyrir að halda friðarviðræðum við Palestínumenn áfram, þegar ljóst er að staða hans er afar veik. Nokkrir félagar í Verkamannaflokki Baraks hafa jafn- vel tekið undir það sjónarmið að ekki sé við hæfi að reyna að útkljá svo mikilvægt mál aðeins nokkrum dög- um fyrir kosningar. Sharon með öruggt forskot Samkvæmt skoðanakönnunum fyrir kosningarnar hefur harðlínu- maðurinn Ariel Sharon, leiðtogi Lik- ud-flokksins, öruggt forskot á Bar- ak. Í könnun sem dagblaðið Yedioth Aharonot birti í gær kváðust 49% að- spurðra ætla að greiða Sharon at- kvæði sitt, en 33% hugðust kjósa Barak. 18% voru óákveðin. Sam- kvæmt niðurstöðum könnunar sem ísraelska ríkissjónvarpið skýrði frá á sunnudag hafði Sharon 53% fylgi, en Barak 27%. Stjórnmálaskýrendur segja Barak varla eiga neina möguleika á sigri, þar sem útséð væri að honum tækist að ná friðarsamkomulagi við Palest- ínumenn fyrir kosningar. Viðræðum Ísraela og Palestínu- manna frestað fram yfir kosningar Vonir dvína um sættir í bráð Jerúsalem. AFP, AP, Reuters, The Daily Telegraph. DANSKT efnahagsástand stendur frammi fyrir svo miklum vanda vegna eftirlaunagreiðslna, að lækka verður þau verulega eða leggja þau af, að mati nokkurra virtustu hag- fræðinga Danmerkur. Hagfræðing- arnir, þeirra á meðal núverandi og fyrrverandi efnahagsráðgjafar ríkis- stjórnarinnar, segja framtíðaráætl- un stjórnvalda ekki standast, þau of- meti atvinnuframboðið og vanmeti aukningu opinberra útgjalda vegna þess hve öldruðum fjölgi. Berlingske Tidende hefur eftir einum ráðgjafanna, að líklega sé enginn hagfræðingur þeirrar skoð- unar að þær umbætur, sem gerðar hafi verið á danska eftirlaunakerf- inu, dugi til að ná þeim takmörkum sem stjórnvöld hafi sett sér fyrir næstu tíu árin. Stjórnvöld horfist ekki í augu við að meiri umbætur þurfi að koma til. Segja hagfræðingarnir Søren Bo Nielsen og Nina Smith, núverandi og fyrrverandi efnahagsráðgjafar stjórnarinnar, að fara verði mis- kunnarlaust í gegnum opinbera kerf- ið, lið fyrir lið og skera niður. Dag- peninga, lífeyrisgreiðslur áður en lífeyrisaldri séð náð, svo og aðra þætti kerfisins verði að endurskoða eigi að fjölga á vinnumarkaði. Danska stjórnin birti nýlega tíu ára áætlun þar sem stefnt er að því að fjölga atvinnutækifærum og starfsfólki á vinnumarkaði, m.a. með því að letja fólk til að fara snemma á eftirlaun. Þetta, svo og tilraunir til að auka atvinnuþátttöku innflytj- enda, vonast stjórnvöld til þess að dugi til að fjölga atvinnutækifærum um 100.000 á næsta áratug. Skattahækkun eða niðurskurður Hagfræðingarnir hafa hins vegar enga trú á að þetta hafist og segja að það eina sem dugi séu skattahækk- anir eða mikill niðurskurður á elli- launum. Það síðarnefnda muni leiða til þess að fólk vinni lengur og geti á þann hátt haldið æ dýrara eftir- launakerfi uppi. Skemmst er frá því að segja að þessar yfirlýsingar hagfræðinganna falla í grýttan jarðveg , bæði hjá stjórn og stjórnarandstöðu, sem segja enga þörf á því að breyta eft- irlaunakerfinu. Segja niðurskurð á eftirlaunum nauðsyn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞAU George Couron og kona hans, Gaynel, eru talin vera elstu hjón í heimi en þau hafa verið gift í 80 ár. Hann stendur nú á tíræðu en hún er 97 ára. Myndin var tekin fyrir réttum fjórum ár- um á heimili einn- ar dóttur þeirra í Sacramento í Kaliforníu. Elstu hjón í heimi AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.