Morgunblaðið - 30.01.2001, Síða 26
ERLENT
26 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
JARÐSKJÁLFTI sem stóð yfir í 30
sekúndur hefur þurrkað út heilar
fjölskyldur, skólabekki, þorp og
borgir í Gujarat-héraði Indlands. Yf-
ir 90% bygginga í 150.000 manna
borginni Bhuj, sem stendur í um 20
km fjarlægð frá upptökunum, eru í
molum og þar hafa 6.000 manns fund-
ist látnir. Í minni bæjum allt í kring
hleypur tala látinna á hundruðum og
í Ahmedabad, stærstu borg Gujarat,
hafa um 600 manns fundist látnir.
Alls er talið að allt að 15–20.000
manns hafi látist en sú tala hækkar
með hverri klukkustund.
Jarðskjálftinn reið yfir á 52.
þjóðhátíðardegi Indverja og voru
margir að gera sig tilbúna fyrir hátíð-
arhöld dagsins þegar skjálftinn reið
yfir klukkan 8.46 að morgni föstu-
dagsins 26. janúar. Dagurinn er nú
þegar kallaður svarti þjóðhátíðar-
dagurinn og ber nafn með rentu. Töl-
ur um fjölda látinna og skemmdir
vegna skjálftans segja, eins og við
þekkjum eftir þjóðhátíðarskjálftann í
sumar, ekki mikið um það tilfinninga-
lega tjón sem skjálftinn hefur valdið
fólki á svæðinu. Það er ekki fyrr en
sögur af harmleikjum og björgunar-
afrekum berast sem maður gerir sér
grein fyrir því hvað fórnarlömb
skjálftans eru að ganga í gegnum.
Hversu margar fjölskyldur eru
tvístraðar, hversu mörg börn hafa
misst foreldra sína og hve margir lifa
þessa stundina í fullkominni óvissu
um afdrif sinna nánustu.
Örvæntingarfullir foreldrar
bíða við rústirnar
Í gærmorgun (mánudag) bárust
fréttir af giftusamlegri björgun 35
ára gamals manns, Rakash Gore,
sem hafði verið fastur í rústunum í
fjóra daga. Björgunarlið heyrði í hon-
um kalla og tókst að grafa hann upp
úr grjótinu. Á meðan á björguninni
stóð talaði hann allan tímann, hvatti
björgunarliðið áfram, sagði því að
flýta sér af því að hann væri svangur
og þyrstur og hann þyrfti að drífa sig
í vinnuna. Rakash var bjargað úr
rústunum á lífi en níu manna fjöl-
skylda hans lést í skjálftanum, þar á
meðal eiginkona hans, tvær dætur og
tveggja daga gamall sonur hans. Eini
eftirlifandi ættingi hans er bróðir
hans.
Þetta er eingöngu einn af þeim
þúsundum harmleikja sem íbúar
svæðisins standa frammi fyrir. Tugir
foreldra biðu nótt og dag í þrjá sólar-
hringa við rústir Swaminarayan-
grunnskólans í Maninagar. Þau
héldu í vonina um að börnum þeirra
yrði bjargað út á lífi og þau heyrðu
veikar raddir þeirra undir rústunum.
45 börn höfðu verið að taka próf í til-
raunastofu skólans. Þau reyndu að
hlaupa niður stiga þegar skjálftinn
hófst en eingöngu fimm komust lífs af
þegar stiginn hrundi. Þrír kennarar
fórust, en ein kennslukona var dregin
upp úr rústunum hálfmeðvitundar-
laus. Hún sagði að flest barnanna
væru enn á lífi. Þremur sólarhringum
eftir skjálftan voru ópin úr rústunum
þögnuð og von foreldranna úti. Ann-
ar hópur foreldra beið við rústir þar
sem 400 börn og 50 kennarar höfðu
verið í þjóðhátíðarskrúðgöngu. Hóp-
urinn var að fara um þrönga götu
þegar skjálftinn reið yfir og bygging-
arnar báðum megin við þau hrundu
yfir þau. Tölur um hve mörg þeirra
voru talin af voru á reiki í gær en
a.m.k. átta hafði verið bjargað.
Yfirvöld gagnrýnd fyrir hæga-
gang og slaka frammistöðu
Ungum manni var bjargað úr rúst-
um þar sem hann hafði legið í sólar-
hring. Björgunarmönnum tókst að
losa hann, allt nema tvo fingur sem
þurfti að klippa af til að ná honum út.
30 sekúndum eftir að hann var laus
hrundi afgangurinn af húsinu á stað-
inn þar sem hann hafði legið. Annað
kraftaverk átti sér stað síðdegis í gær
þegar fjögurra ára gömlu stúlku-
barni var bjargað úr rústunum. Faðir
hennar hafði þá fundist látinn en ekki
var vitað um móður. Stúlkan var lítið
sem ekkert slösuð og bað um ís og
dúkkuna sína þegar hún kom upp úr
rústunum. Björgun sem þessi gefur
mörgum eftirlifandi ættingjum og
vinum von um að ástvinir þeirra finn-
ist á lífi, en sú von verður veikari með
hverri klukkustundinni sem líður.
Björgunaraðgerðir gengu hægt og
illa fyrstu klukkustundirnar og dag-
ana eftir skjálftann. Íbúar horfðu upp
á nágranna sína og fjölskyldur deyja,
þar sem þau köfnuðu í rústunum, eða
gáfust upp á biðinni. Mörg þorp biðu
eftir utanaðkomandi aðstoð fram á
sunnudag og höfðu þangað til ekkert
samband við umheiminn og hvorki
læknisaðstoð né vistir.
Yfirvöld og almannavarnir í Guj-
arat hafa verið harðlega gagnrýnd
fyrir viðbrögð þeirra við skjálftanum
og hægagang við björgunaraðgerðir.
Margir kenna líka byggingarfyrir-
tækjum um hversu illa fór og benda á
þá staðreynd að skólar og sjúkrahús
hafi hvað síst allra bygginga staðið
skjálftann af sér.
Sérhæfðar alþjóðlegar björg-
unarsveitir koma á staðinn
Á sunnudag komu fyrstu alþjóð-
legu björgunarsveitirnar á staðinn og
eru flestar þeirra sérhæfðar til þess
að takast á við afleiðingar jarð-
skjálfta. 60 manna sveit kom frá
Sviss með níu sérþjálfaða leitar-
hunda, 69 manna sveit kom frá Bret-
landi, 20 manns frá Rússlandi og 75
manns frá Tyrklandi. Einn Íslend-
ingur á einnig að vera kominn á stað-
inn, Sólveig Þorvaldsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Almannavarna
ríkisins.
Hjálparsveitir, Rauði krossinn,
UNICEF og mörg önnur samtök og
félög standa nú í ströngu við að koma
vatni, mat, teppum og lyfjum á stað-
inn en hvorki er vatn né rafmagn á
svæðinu. Margar þjóðir hafa einnig
hafið söfnun meðal almennings rétt
eins og Rauði kross Íslands stendur
nú fyrir heima. Mikill skriður er kom-
inn á björgunaraðgerðirnar og al-
þjóðlegar sveitir leita dag og nótt að
einhverju lífi í rústunum. Sömuleiðis
er allt kapp lagt á að koma í veg fyrir
að farsóttir breiðist út. Læknar og
hjúkrunarfólk dreifa gúmmíhönsk-
um til sjálfboðaliða sem bera lík úr
rústunum og á líkbrennslusvæðin. Á
hádegi í gær var búið að brenna 400
manns og var vonast til þess að hægt
væri að brenna allt að 200 lík í gær.
Mörg líkanna eru brennd áður en
kennsl eru borin á þau svo ástvinir ná
í mörgum tilfellum ekki að kveðja
sína nánustu hinsta sinni. Nágranna-
sveitarfélög og héruð hafa sent við-
arbúta í stórum skömmtum til
brennslunnar svo hún geti gengið
hratt fyrir sig.
Skilyrði byggingarreglugerða
víða ekki uppfyllt
Fjölmiðlar hér á vestanverðu Ind-
landi velta því nú fyrir sér hvers
vegna yfirvöld í Gujarat gáfu ekki út
viðvaranir. Heimildir þeirra herma
að íbúar Bhuj og nágrennis hafi fund-
ið litla skjálfta í allt að viku fyrir stóra
skjálftann. Þeir gagnrýna líka við-
brögð almannavarnakerfisins og yf-
irvalda og benda á allar þær ráð-
stefnur og fundi sem haldin voru eftir
Bhavnagar-jarðskjálftann í septem-
ber 1999. Þar hafi verið lögð drög að
margvíslegum úrbótum, en nú sjái
allir að framfarir hafi verið engar.
Fjölmiðlar beina líka athyglinni að
Mumbai, langfjölmennustu borg
vesturstrandarinnar og spyrja áleit-
inna spurninga um hvernig bygging-
ar þar séu í stakk búnar til að lenda
slíkum hamförum. Manna á milli
ganga sögur fjöllum hærra af yfirvof-
andi skjálftum og slæmu ástandi
bygginga, að stór hluti þeirra uppfylli
ekki lágmarksskilyrði byggingar-
reglugerða. Yfirvöld reyna að kveða
niður þessar sögur en fjöldi íbúa
Mumbai safnaðist saman úti á götu á
sunnudagskvöldið af ótta við jarð-
skjálfta. Smáskjálftar fundust á
Mumbai-svæðinu í gærmorgun,
mánudag. Ég var stödd á hótelher-
berginu mínu og fann ekki fyrir þeim.
Fjöldi eftirskjálfta hefur riðið yfir
Gujarat á síðustu dögum og hefur
fólk verið hvatt til að yfirgefa híbýli
sín og sofa á bersvæði næstu nætur.
Stríður straumur fólks liggur einnig
frá Gujarat, margir ætla greinilega
að yfirgefa svæðið og hefja nýtt líf
annars staðar, enda er héraðið á
mjög miklu jarðskjálftasvæði. Að
sama skapi liggur stríður straumur
fólks inn í héraðið. Það eru ættingjar
og ástvinir þeirra sem kannski –
kannski ekki – hafa komist lífs af úr
skjálftanum.
Allt að 25.000 manns taldir af á Indlandi eftir öflugasta jarðskjálfta þar í 50 ár
Harmleikurinn heldur
áfram í Gujarat-héraði á
Indlandi. Staðfest hefur
verið að 15.000 manns
séu látnir og 33.000 slas-
aðir. Óttast er að þessar
tölur hækki með hverj-
um degi og er talað um
allt að 25.000 manns
gætu hafa farist, segir
Ragna Sara Jónsdóttir,
sem stödd er á jarð-
skjálftasvæðunum.
Standist þessar tölur er
skjálftinn í Bhuj mann-
skæðasti jarðskjálfti í
sögu Indlands.
AP
Eyðileggingin er gífurleg á því svæði sem skjálftinn reið yfir og víða hafa heilu göturnar og hverfin hrunið til grunna.
Splundraðar
borgir, bæir og
fjölskyldur
Reuters
Indverskir hermenn finna konu á lífi í rústum byggingar er hrundi í
skjálftanum í borginni Bhuj. Konan hafði verið grafin undir rústunum í
meira en 72 klukkustundir er hún fannst í gær.
Reuters
Stúlka er særðist illa í jarð-
skjálftanum drekkur vatn á her-
spítalanum í Bhuj.