Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 34
MENNTUN
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÉG TEL Viðskiptaháskól-ann á Bifröst vera áréttri braut og á meðanhér er eitthvað sem
nemendur sækjast eftir mun ekki
fjara undan honum,“ sagði Björn
Bjarnason menntamálaráðherra á
merkum degi í sögu skólans, eða
25. janúar 2001, en þá var lagður
grunnur að kraftmikilli framtíð
Viðskiptaháskólans á Bifröst með
samþykktum um eftirfarandi
þætti: Nýjan þriggja ára samning
við ríkið um stækkun háskólans,
nýtt deiliskipulag um 600 manna
háskólaþorp, samning við Borgar-
byggð um uppbyggingu þjónustu
og þéttbýlis á Bifröst, fram-
kvæmdir við nýtt hverfi Nemenda-
garða, nýja deild í viðskiptalög-
fræði, samstarfssamning við
Samtök verslunar og þjónustu.
Ef áætlanir standast um skólann
mun háskólaþorpið á Bifröst rúma
kennara- og nemendaíbúðir fyrir
600 manns. 5.500 m² kennslu- og
rannsóknarhúsnæði, þriggja deilda
leikskóla fyrir 60 börn (og 21.000
m² mögulegt svæði til frekara
skipulags íbúða og rannsóknar- og
kennsluaðstöðu).
Hver er styrkleikinn?
Í tilefni af þessum tímamótum
og þessari framtíð stýrði Fjóla
Margrét Hrafnkelsdóttir pall-
borðsumræðum um stöðu, framtíð
og sóknarfæri Viðskiptaháskólans
á Bifröst en þátttakendur voru
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra, Guðjón Auðunsson, formað-
ur Háskólastjórnar, Runólfur
Ágústsson rektor, Ólafur M. Ein-
arsson B.S.-nemandi, Sigurður
Reynaldsson, nýútskrifaður B.S.-
ingur úr fjarnámsdeild, Vífill
Karlsson lektor og Ólöf Nordal
stundakennari.
Fjóla spurði um hver styrkleiki
Viðskiptaháskólans væri. „Það er
breiddin í nemendahópnum og
óhefðbundin sjónarhorn sem þar
birtast,“ svaraði Ólafur M. Ein-
arsson B.S.-nemandi sem nýlega
dvaldi í erlendum skóla. „Úti var
nemendahópurinn einsleitari, flest-
ir um 22 ára aldurinn og ég sakn-
aði fjölbreytileikans sem býr í
hópnum hérna, hann gefur meira.“
Vífill kennari við skólann staðfesti
þessa skoðun Ólafs og sagði sjón-
arhornin vissulega mörg og að
gildin sem bæru á góma litrík.
Ólöf Nordal lögfræðingur er nýr
kennari við Viðskiptaháskólann og
spurði Fjóla hana um viðhorf
gagnvart skólanum en Ólöf mun
m.a. undirbúa nýju deildina við
skólann um viðskiptalögfræði.
„Þetta var skemmtilegra en ég átti
von á. Miklar kröfur nemenda til
kennara komu mér fyrst á óvart,“
svaraði hún, „en nemendur létu
mig vita ef þeim líkaði vel og einn-
ig ef þeim mislíkaði eitthvað. Það
hafði ég ekki upplifað áður. En ég
skynja hér einlægan vilja nemenda
til að gera vel. Metnaðurinn er
áhugamál beggja.“
Staðnám og fjarnám
sama nemanda
Sigurður Reynaldsson þekkir
bæði staðnám og fjarnám í Bifröst,
en hann er nýútskrifaður með
B.S.-gráðu, og spurði stjórnandi
pallborðsins um reynslu af þessu.
„Mér finnst menningin á Bifröst
líkjast atvinnulífinu því þar er mik-
ill samgangur og hópvinna. Fjar-
námið krefst sjálfsaga og skipu-
lags ef þetta á að hafast. Gallinn er
að missa af hópvinnu og umræðum
þar sem skipst er á skoðunum.
Kosturinn er hins vegar að bæði
nemendur og kennarar námskeiða
geta verið staðsettir hvar sem er í
heiminum.“
Runólfur Ágústsson greip orðið
og sagði að á nýhafinni önn í skól-
anum væri einn nemandinn stað-
settur í Hong Kong. „Við viljum
aftur á móti að allir nemendur séu
hér á sínu fyrsta ári í B.S.-náminu,
m.a. til að fá samskiptaþjálfun.
Grunnnámið er staðnám en hægt
er að ljúka gráðunni í fjarnámi.
Björn Bjarnason sagði að í
menntamálaráðuneytinu hefði hug-
takið dreifinám verið notað yfir
nám einstaklings sem stundaði það
bæði í staðnámi og fjarnámi.
Stjórnandinn spurði nú um
tengsl skólans við atvinnulífið og
sagði
Guðjón Auðunsson, formaður
háskólastjórnarinnar, að sam-
bandið milli skólans og atvinnulífs-
ins væri mikilvægt á báða bóga.
Vífill Karlsson lektor staðfesti það
og að fyrirtækin nýttu starfskrafta
nemenda skólans. Hann sagði að
samstarfið gæti einnig leitt til þess
að rannsóknarhlutfall kennara
hækkaði. Runólfur sagði að nýr
samningur við ríkið gæfi skólanum
aukið svigrúm til að kennarar hans
gætu stundað rannsóknir. Björn
Bjarnason sagði að rannsóknar-
námsjóður ætti að efla menntun
ungra vísindamanna innan skólans,
það væri mikilvægt að fé rynni
beint til nemenda fremur en að það
færi fyrst til rannsóknarstofnana.
Hann minnti einnig á að rannsókn-
ir væru þessum skóla mikilvægar
vegna þess að í hugtakinu háskóli
fælist að rannsóknir væru stund-
aðar.
Viðskiptalögfræði að
frumkvæði á Bifröst
Nýlega var tilkynnt áform um
nýja deild viðskiptaháskólans sem
inniheldur þriggja ára nám í við-
skiptalögfræði og vék stjórnandinn
að henni. Ólöf Nordal sagði deild-
ina vera í mótun en hún yrði
blanda af viðskiptafræði og lög-
fræði. „Það vantar þessa blöndu
náms í skólakerfið þótt þessi þekk-
ing sé mjög mikilvæg viðskiptalíf-
inu,“ sagði hún og býst við að þetta
verði eftirsótt nám og einnig að
samkeppni um nemendur verði
fljótlega hörð ef aðrar háskóla-
stofnanir taki einnig að bjóða þetta
nám.
Guðjón Auðunsson býst við að
viðskiptalögfræðin verði eftirsótt
bæði af nemendum og atvinnulíf-
inu. „Háskólinn hér er þekking-
arfyrirtæki og hér er að finna sér-
hæfða þekkingu með krefjandi
markmiðum,“ sagði hann og vék að
samningnum við ríkið með þeim
orðum að hann væri rammi utan
um þekkingarfyrirtæki. Björn
Bjarnason sagði að nám í við-
skiptalögfræði væri jákvætt og
myndi draga að sér fólk úr at-
vinnulífinu og það myndi styrkja
atvinnulífið. Hann nefndi einnig
önnur jákvæð viðbrögð eins og að
lagadeild Háskóla Íslands fagnaði
frumkvæði Viðskiptaháskólans.
Runólfur minntist í framhaldi af
þessu á ástæðu þessa miklu breyt-
inga á Bifröst en hún er falin í því
að menntastofnunin þar var sett
undir sama hatt og allar aðrar há-
skólastofnanir og við hana er gerð-
ur eins samningur um fé og aðrar.
Stofnunin fær ekki greitt hlutfalls-
lega meira en aðrar stofnanir í
skjóli stærðar sinnar og hún fær
ekki greitt eftir fjölda nemenda
heldur fjölda þeirra sem fara í
prófin og skila verkefnum, þ.e.a.s.
árangri. Runólfur sagði að raddir
hefðu heyrst um að nú væru dagar
skólans taldir. Svo var hinsvegar
ekki og ákveðið að fara í slaginn af
fullum krafti enda hafði fólk bæði
vilja og burði til ganga inn í fram-
tíðina undir nýju nafni: Við-
skiptaháskólinn á Bifröst og í
harðri samkeppni. Upplýsinga-
tæknin var nýtt t.d. með því að all-
Viðskiptaháskólinn á Bifröst. Hverju getur minnsta háskólastofnunin áorkað? Hver er styrkleiki hennar og
veikleiki? Hvernig bregst háskólinn við breyttum rekstrarforsendum? Gunnar Hersveinn endursegir hér um-
ræður í pallborði Viðskiptaháskólans sem voru í tilefni af tímamótum, þar sem skrifað var undir framtíð hans.
Tvíefldur
háskóli
á Bifröst
Morgunblaðið/Rax
Spáð var í framtíð Viðskiptaháskólans á Bifröst um leið og skrifað var undir hana 25. janúar sl. Guðjón Auð-
unsson, Runólfur Ágústsson, Björn Bjarnason og Ólafur M. Einarsson ræða málin eftir pallborðsumræður.
Hvernig bregst háskólinn á
Bifröst við hnattvæðingunni?
Brugðist var fljótt og örugg-
lega við harðnandi samkeppni.
Bernhard
Bernhardsson
„Sem þekkingarfyrirtæki er
Viðskiptaháskólinn á Bifröst í
virkri samkeppni við aðra há-
skóla, innlenda sem erlenda. Há-
skólinn vill ná samkeppnisfor-
skoti með smæð sinni,
sveigjanleika, nýjungum og gæð-
um, miklum fjölda umsækjenda
sem valið er úr og hæfu starfs-
fólki.
Viðskiptaháskólinn á Bifröst er
vakandi fyrir nýjum tækifærum
sem svara þörfum nemenda, at-
vinnulífs og samfélags. Jafnframt
mun hann nýta tækniframfarir í
upplýsinga-, fjarskipta- og tölvu-
tækni við þróun kennsluhátta og
námsframboðs.“ (Framtíð og
sóknarfæri, www.bifrost.is)
Við skólann eru starfræktar
þrjár kennsludeildir: Frum-
greinadeild, Rekstrar- og við-
skiptadeild og Fjarnáms- og sí-
menntunardeild.
Á vegum Viðskiptaháskólans á
Bifröst starfar nú sérstakur sjö
manna þróunarhópur sem á m.a.
að gera tillögur um innihald nýrr-
ar deildar, viðskiptalögfræði, og á
hópurinn að skila þeim af sér til
háskólastjórnar Viðskiptaháskól-
ans á Bifröst fyrir 1. mars nk. Í
hópnum eru Runólfur Ágústsson,
Bjarki Diego, lögfræðingur hjá
Kaupþingi, Bjarni Benediktsson,
lögmaður hjá Lex ehf., Inga Þöll
Þórgnýsdóttir, sjálfstætt starf-
andi lögmaður, Magnús Árni
Magnússon, hagfræðingur hjá
Viðskiptaháskólanum á Bifröst,
Ólafur Nilsson, löggiltur endur-
skoðandi hjá KPMG, og Ólöf
Nordal, lögfræðingur hjá Verð-
bréfaþingi og kennari á Bifröst.
Viðskiptaháskólinn á Bifröst
Karim Frick verður einnig með viðtalstíma mánudaginn 5. febrúar á skrifstofu
Vistaskipta & Náms milli kl. 9:00 og 12:00 eða eftir samkomulagi.
Vistaskipti & Nám, Lækjargötu 4, 101 Reykjavík.
Sími: 562 23 62, info@vistaskipti.is
Upplýsingar fást einnig hjá Maria Baks á aðalskrifstofu okkar:
IHTTI, P.O. Box, 4006 Basel, Sviss.
Sími: +41 61 312 30 94.
Fax: +41 61 312 60 35.
Netfang: headoffice@ihtti.ch
IHTTI School of Hotel Management, Neuchâtel, Sviss
Upplýsingatækni og hótelstjórnun
Nám í Sviss
➦ Upplýsingatækni og hótelstjórnun.
➦ BA gráða í alþj. hótelstjórn og ferðaþjónusturekstri. *
➦ 1 árs framhaldsnám að loknu BA (post-graduate diploma)
* BA gráða viðurkennd af Bournemouth University, Bretlandi
Kynningarfundur í Reykjavík
Hr. Karim Frick, stjórnandi IHTTI, heldur kynningarfund á Hótel Loftleiðum
sunnudaginn 4. febrúar 2001 kl. 16.00
ww
w.
ho
te
lca
re
er
.c
h
„ÉG ER sammála Ólöfu Nordal um að
hér í Viðskiptaháskólanum á Bifröst sé
gagnkvæmur vilji kennara og nemenda
til að gera vel augljós,“ segir Bernhard
Bernhardsson á 3ja ári í BS rekstrar-
viðskiptafræði, „hér skynjar maður
mikinn metnað, enda er gæðaeftirlit
með kennslunni. Kannanir um mat á
kennslunni eru alltaf gerðar meðal
nemenda, en stjórn skólans vinnur svo
úr þeim.“
Bernhard segir einnig að í háskól-
anum sé góður vinnuandi. „Þetta er lít-
ið samfélag og persónulegt.“
Hann var fyrstu tvö árin hér í bústað
með fjölskyldu sína, konu og barn, en
þetta þriðja ár er hann einn og mun út-
skrifast í vor. Hann er að íhuga að
sækja um framhaldsnám í Bretlandi.
Metnaður á
Bifröst augljós