Morgunblaðið - 30.01.2001, Síða 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 41
er annað dæmi, eins og við sáum við
fréttaflutning af dómum hans í kjöl-
far forsetakosninganna í Flórída nú
nýverið. Ætla verður að textar í for-
sendum dóma verði miklu skýrari en
nú er, þegar höfundur er aðeins einn.
Ekki finnst mér líklegt, að þetta fyr-
irkomuleg myndi auka vinnu dóm-
aranna eða lengja þann tíma sem í
það fer að dæma. Það er jafnvel
hugsanlegt, að þetta geti minnkað
vinnu og stytt tíma, þar sem það
hlýtur að vera tímafrekara að
ástunda samningaumleitanir um
gerð textans heldur en að semja sinn
eigin texta.
2. Komi það í ljós eftir málflutning
að fimm manna dómur muni skiptast
um atriði sem varða túlkun á stjórn-
arskrá eða önnur atriði sem geta tal-
ist hafa mikið almennt gildi verði
ekki kveðinn upp dómur að sinni,
heldur boðað til málflutnings að nýju
og nú fyrir fullskipuðum Hæstarétti,
þ.e. allra dómaranna níu. Engin
vandkvæði eru á því að taka þessa
nýbreytni upp. Með henni yrði kom-
ið í veg fyrir að menn þurfi að velkj-
ast í vafa um afstöðu meirihluta
dómaranna við réttinn til slíkra meg-
inmála. Eftir sem áður mætti jafn-
framt hafa í lögum heimild fyrir for-
seta réttarins til að ákveða að fleiri
dómarar en fimm skuli skipa dóm
þegar fyrirsjáanlegt er að um slík
þýðingarmikil málefni verði dæmt í
máli. Fyrirkomulag af þessu tagi
mun þekkjast við dómstóla erlendis.
3. Atburðir síðustu vikna hafa vak-
ið hugleiðingar um, hvort rétt sé að
setja á stofn hér á landi sérstakan
dómstól, sem hafi það verkefni að
fjalla um stjórnskipulegt gildi laga
og geti svarað spurningum annarra
handhafa ríkisvaldsins á því sviði
hratt og örugglega. Ég tel að ekki
standi efni til að koma á fót sérstök-
um dómstól af þessu tilefni. Við Ís-
lendingar erum fámenn þjóð og get-
um ekki leyft okkur að setja upp
nýjar ríkisstofnanir í sama mæli og
þekkist hjá miklu stærri þjóðum,
sérstaklega ekki ef um er að ræða
verkefni sem unnt er að fást við hjá
þeim stofnunum sem fyrir eru. Mér
finnst hins vegar vel athugandi, að
koma þessu hlutverki fyrir hjá
Hæstarétti Íslands með sérstökum
lögum, þar sem kveðið yrði á um að-
ild og málsmeðferð í slíkum málum.
Ég tel tímabært að menn hugi að
lagabreytingum af þessu tagi. Þær
væru til þess fallnar að sjá við veiga-
mestu annmörkunum í starfsháttum
Hæstaréttar, sem birst hafa þjóðinni
að undanförnu og væru þess vegna
til þess fallnar að styrkja réttinn.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
FÁTT er verra einu
stéttarfélagi en vanhæf
forysta. Ekki þarf að
glugga lengi í nýgerða
samninga grunnskóla-
kennara og sveitar-
félaga til að sjá að for-
ystusveit
grunnskólakennara
hefur gjörsamlega
brugðist hlutverki sínu í
samningum sínum við
samninganefnd sveitar-
félaganna.
Kennarastarfið er
eitt hið erfiðasta sem
hægt er að fást við og
ekki fyrir hvern sem er
enda fáir sem vilja skipta á störfum
sínum við kennara, sé spurt.
Árangur kjarasamninga grunn-
skólakennara síðustu árin hefur verið
sá að kennarar hafa setið eftir verr
settir en áður. Þeir hafa gefið eftir
starfsdaga og fjölgað vinnudögum en
ekki fengið nokkurn skapaðan hlut
fyrir þegar upp var staðið. Að öðru
leyti hefur viðvera kennara í skólum
aukist verulega á undanförum árum
enda kennarar lagt sig fram um að
mæta sívaxandi kröfum samtíðarinn-
ar um aukið og betra nám nemenda.
Ekki má heldur gleyma því að kenn-
arar vinna mikla heimavinnu og láta
þannig vinnuveitandanum í té bæði
starfsaðstöðu og tæki og munu, eðlis
starfsins vegna, gera svo áfram.
Þessa samninga átti að gera án
þess að hrófla frekar við vinnutíma
kennara. Án þess að skerða með
nokkru móti aldursafslætti sem feng-
ust með mikilli baráttu. Án þess að
hrófla við kjörum tónmenntakennara
og sérkennara. Án þess að fela mis-
vitrum stjórnendum að ákveða kjör
starfsmanna. Án þess að fella niður
gildi námskeiða og annars náms til
vægis í kjörum. Einfalt var og sjálf-
sagt að meta aldur til launa í þessum
samningum, en að
strika yfir stig fyrir
menntun er hreint glap-
ræði.
Formaður samninga-
nefndar sveitarfélag-
anna nefndi í blaðavið-
tali að samningarnir
myndu kosta sveitar-
félögin um tvo miljarða
en missir út úr sér um
leið að eftirgjöf ýmissa
sérkjara kennara muni
að vísu skila einhverjum
hundruðum milljóna á
móti. Það er sannfæring
mín að sú eftirgjöf muni
á endanum færa þeim
þessar hækkanir, ef einhverjar eru, til
baka og vel það.
Hámarki nær ósvífnin í þessari
samningagerð með fjölgun kennslu-
daga um hálfan mánuð í viðbót inn í
sumarið. Hver vill það? Fjarri lagi
meirihluti foreldra, nema þeir sem
geta nýtt sér skólana til dagvistar.
Hið íslenska sumar er stutt og hefur
ávallt verið talið unglingum hollt til
vinnu og gott til öflunar lausafjár auk
þess sem frí foreldra dreifast gjarna á
júní, júlí og ágústmánuð. Ekki má
heldur gleyma því að íslenskir stað-
hættir, dimmir vetur, stutt sumar og
veðurfar gera kringumstæður okkar
og þarfir öðruvísi en flestra annarra
þjóða.
Skólarnir eiga að vera mennta-
stofnanir en ekki dagvistarstofnanir
og ekki að leysa dagvistarvandamál
sveitarfélaga.
Það er mjög erfitt fyrir kennara að
greina sjálfa sig og kjarabætur sínar í
samningi þeim sem nú liggur fyrir.
Sýnt er þó að hækkun launa nær til
takmarkaðs hóps kennara og fjöldinn
hefur fundið út að heildarlaun muni
lækka eða í besta falli standa í stað og
eiga menn þá eftir að taka inn í dæmið
meira en hálfs mánaðar lengingu
vinnutíma, tapaðar kjarabætur vegna
aldursafsláttar og kennsluafsláttar
tónmennta- og sérkennara o.fl. o.fl.
Takist kennaraforystunni að glepja
kennara til að samþykkja þessa
samninga er ástæða til að óttast að
glundroði verði meiri en áður hefur
þekkst í íslenskum skólamálum.
Fjöldi kennara er ævareiður vegna
samninganna og þegar er komin upp
umræða um uppsagnir verði þessir
samningar að veruleika.
Brýnt er að fella samningana og
senda nýja samninganefnd að samn-
ingaborðinu.
Brást kennara-
forysta?
Einar Örn
Daníelsson
Höfundur er kennari.
Kennarasamningar
Fjöldi kennara er æva-
reiður vegna samning-
anna, segir Einar Örn
Daníelsson, og þegar er
komin upp umræða um
uppsagnir verði þessir
samningar að veruleika.
Í FORYSTUGREIN Morgun-
blaðsins 24. janúar sl. er vegið að
Öryrkjabandalaginu með þeirri
ásökun að bandalagið beiti sér fyrir
auknum tekjumun í samfélaginu.
Hér er verið að leggja út af dómi
Hæstaréttar frá 19.
desember sl. og árásin
því fyrst og fremst á
Hæstarétt því að það
var hann en ekki Ör-
yrkjabandalagið sem
kvað á um að óheimilt
væri að skerða tekju-
tryggingu öryrkja
vegna tekna maka.
Árás Morgunblaðs-
ins á Hæstarétt kem-
ur á óvart fyrir þá sök
að ætla má að leiðara-
höfundum blaðsins sé
kunnugt um að í öllum
mannréttindasáttmál-
um síðustu hálfa öld
hafa mannréttindi
verið skilgreind sem
einstaklingsbundinn réttur sem
ekki verði af mönnum tekinn. Hvað
þetta varðar er Hæstiréttur á 21.
öldinni en Morgunblaðið á þeirri 19.
Athygli vekur að Morgunblaðið
skuli reyna að telja lesendum sínum
trú um að hrærigrauturinn sem for-
seti Hæstaréttar sendi forseta Al-
þingis hafi „hreinsað andrúmsloftið
og skýrt línur,“ enda segi í for-
sendum dómsins að það geti átt við
málefnaleg rök að styðjast að gera
greinarmun á greiðslum til einstak-
linga eftir því hvort viðkomandi sé í
sambúð eða ekki. Hér er vitaskuld
ekki verið að vísa til tekna maka
heldur sambúðarinnar sem slíkrar.
Það er með ólíkindum að þessi rugl-
andi úr skýrslu Jóns Steinars og
félaga skuli enn vera uppi rúmum
mánuði eftir að hin einföldu og
skýru dómsorð lágu fyrir. En þar
sem þetta var meginkjarninn í út-
úrsnúningi nefndarinnar kemur það
e.t.v. ekki á óvart að þeir sem vilja
taka þátt í leiknum reyni að halda
sig við einn og sama útúrsnúning-
inn.
Látum vera þótt Morgunblaðið
ráðist á Hæstarétt. Klaufalegra er
að sjálfur yfirdómarinn, Jón Stein-
ar, skuli vera í slíku ójafnvægi að
mitt í öllu málæðinu verði honum
ítrekað á að viðurkenna að auðvitað
skilur hann dóminn sama skilningi
og allir læsir Íslendingar. Í Helg-
arblaði Dags segir hann: „En það
getur ekki verið hlutverk dómstóla
að ákveða að ekki eigi að miða
svona styrki við tekjur maka. Það
er þetta sem ég hef gagnrýnt við
þennan dóm.“ Í Helgarblaði DV
segir Jón Steinar: „Það verða til
mikil vandamál þegar dómstólar
taka að móta reglur sem á undir
löggjafann að setja.“
Þarna er Jón Steinar að segja að
dómstóllinn hafi ekki aðeins ákveðið
„að ekki eigi að miða svona styrki
við tekjur maka,“ heldur hafi hann
einnig mótað reglu. Hæstiréttur
hafi m.ö.o. ekki verið að selja við-
hlæjendum forsætisráðherra sjálf-
dæmi um að móta nýja skerðing-
arreglu. Ef slíkt hefði hvarflað að
Hæstarétti hefði hann haft marg-
vísleg ráð til að koma því skýrt og
greinilega á framfæri.
Þessar játningar Jóns Steinars
segja allt sem segja þarf um hina
„fræðilegu“ niðurstöðu nefndar
hans. Efast má um að saga lögfræð-
innar geymi óvægnari árásir ein-
staklings á sjálfan sig, nema ef vera
kynni það uppátæki forseta Hæsta-
réttar að gera gys að sjálfum sér í
bréfi til forseta Alþingis sem nær
samstundis, og vita-
skuld fyrir hreina til-
viljun, endurómaði í
dæmalausri röksemda-
færslu gamals skóla-
bróður handan við
Skerjafjörðinn. Í milli-
tíðinni hafði utanríkis-
ráðherra svo náð að
gera gys að báðum með
því að gefa þá skýringu
á bréfi forseta Hæsta-
réttar að forseti lýð-
veldisins hefði verið
undir svo miklum
þrýstingi um að stað-
festa ekki réttarbrotið!
Og ekki þarf að spyrja
að Morgunblaðinu sem
strax um nóttina náði
að prenta lærða grein til skýringar
á aflátsbréfi Hæstaréttar til hinna
ferskhýddu stjórnvalda sem önd-
vert við snærisþjófa fyrri tíðar
höfðu ekki gert annað af sér en það
lítilræði að brjóta gegn tveimur
minniháttar mannréttindagreinum
stjórnarskrárinnar.
Tilraun forseta Hæstaréttar til að
auðvelda hinum nýdæmdu brota-
mönnum að halda áfram að kroppa
tekjutrygginguna af öryrkjum er
ánægjuleg fyrir þá sök að hún af-
hjúpar fyrir alþjóð þá spillingu og
misbeitingu valds sem við höfum
lengi vitað af en ekki tekist að
sanna á óyggjandi hátt. Fyrir það
mun íslensk þjóð standa í ævarandi
þakkarskuld við Garðar Gíslason. Í
hita leiksins virðist hann hafa stein-
gleymt því að í minnihlutaáliti sínu
hafði honum orðið á að sýna fram á
og staðfesta að með dómi Hæsta-
réttar var augljóslega verið að
banna skerðingu tekjutryggingar
vegna tekna maka. Fyrir það ber
ekki síður að þakka Garðari þótt
nokkrum vikum síðar hafi honum
hugkvæmst að blanda sér í og trufla
störf Alþingis – hjálpa þar til við að
rugla menn í ríminu á viðkvæmasta
augnabliki í pólitísku hitamáli. En
hvað gera menn ekki fyrir vini sína?
Til að leyfa nú öllum málsaðilum
að njóta sannmælis er rétt og skylt
að geta þess að heiðurinn að þessari
afhjúpun á íslensku réttarfari og
stjórnskipan áttu einnig hæstarétt-
ardómararnir Árni Kolbeinsson,
fyrrum ráðuneytisstjóri, Gunnlaug-
ur Classen, fyrrum ríkislögmaður,
og Markús Sigurbjörnsson, fyrrum
lagasmiður dómsmálaráðuneytisins.
Um leið og þessir menn nú hverfa
til annarra starfa geta þeir huggað
sig við að embættisafglöp þeirra
skyldu þó hafa orðið til að opna okk-
ur sýn inn í þann heim spillingar
sem þrifist hefur á bak við tjöldin
og gengur til allrar hamingju þvert
á siðferðisvitund hins óbreytta Ís-
lendings.
Að lokum er rík ástæða til að
gjalda varhug við hugmyndum sem
uppi eru í þá veru að skerða tekjur
æðstu embættismanna lýðveldisins
vegna tekna maka þeirra. Þótt við-
urkenna beri að laun þessara
manna komi vissulega úr almanna-
sjóðum og Morgunblaðið kunni að
vilja „jafna tekjur“ með slíkri maka-
tengingu, hljóta þessir menn að
njóta sömu mannréttindaákvæða
stjórnarskrárinnar og við hin. Við
verðum að átta okkur á að hátt-
settir embættismenn eru fólk ekk-
ert síður en þeir sem fatlaðir eru.
Enda hljótum við að trúa því og
treysta í lengstu lög að forseti lýð-
veldisins hafi siðferðisstyrk til að
rita ekki nafn sitt undir þess háttar
mannréttindabrot, sama hvað
Morgunblaðinu kann að finnast um
það.
Vegna nýjustu slúðurfregna Jóns
Steinars og félaga er mikilvægt að
vekja athygli á þeim orðum Hrafns
Bragasonar að það sé út úr öllu
korti að hann hafi lagt blessun sína
yfir túlkun öryrkjanefndarinnar á
dómi Hæstaréttar enda séu dóms-
orðin svo ótvíræð að þau þarfnist
ekki neinnar skýringar við.
Morgunblaðið vegur
að Hæstarétti
Arnþór
Helgason
Öryrkjadómurinn
Árásin er því fyrst og
fremst á Hæstarétt,
segir Arnþór Helgason,
því að það var hann en
ekki Öryrkjabandalagið
sem kvað upp dóminn.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Öryrkjabandalags Íslands.
Umboðs- og heildverslun
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
Læstir
fataskápar
fyrir vinnustaði
Netverslun - www.isold.is
Læstir
skólaskápar