Morgunblaðið - 30.01.2001, Side 51
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 51
Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa í safnaðarheimilinu kl. 10-14.
Skemmtiganga kl. 10:30. Léttur há-
degisverður framreiddur. Mömmu-
og pabbastund í safnaðarheimilinu
kl. 14-16.
Grensáskirkja: Kyrrðarstund í há-
degi kl. 12:10. Orgelleikur, ritning-
arlestur, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheim-
ilinu eftir stundina. Æfing barna-
kórs kl. 17-19.
Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10:30. Beðið fyrir sjúk-
um.
Háteigskirkja: Fermingarfræðsla
kl. 16:00. Bíóferð æskulýðsfélags kl.
17:20. Hittumst fyrir framan safnað-
arheimilið. Kristin mystík kl. 20:00.
Námskeið Leikmannaskóla Þjóð-
kirkjunnar.
Laugarneskirkja: Morgunbænir kl.
6:45-7:05. Fullorðinsfræðsla kl.
20:00. Ragnheiður Sverrisdóttur
djákni fjallar um spurninguna
„Hvers virði getur kirkjan verið fá-
tækum?“ Þriðjudagur með Þorvaldi
kl. 21:00. Lofgjörðarstund þar sem
Þorvaldur Halldórsson leiðir söng
við undirleik Gunnars Gunnarssonar
og sr. Bjarni Karlsson flytur Guðs
orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl.
21:30 í umsjá bænahóps kirkjunnar.
Langholtskirkja er opin til hljóðrar
bænagjörðar í hádeginu. Endur-
minningafundur karla er kl. 14-15.30
Neskirkja: Tíðasöngur kl. 12:00.
Litli kórinn, kór eldri borgara kl.
16:30-18:00. Stjórnandi Inga J.
Backman. Foreldramorgunn mið-
vikudag kl. 10-12. Fræðsla: Örvun og
þroski ungbarna. Hjúkrunarfræð-
ingar af Seltjarnarnesi.
Seltjarnarneskirkja: Foreldramorg-
unn kl. 10-12. Kaffi og spjall. Verið
öll hjartanlega velkomin
Fríkirkjan í Reykjavík. Bænastund í
kapellunni í safnaðarheimilinu 2.
hæð kl. 12. Koma má bænarefnum á
framfæri áður en bænastund hefst
eða með því að hringja í síma 552-
7270 og fá bænarefnin skráð. Safn-
aðarprestur leiðir bænastundirnar.
Að bænastund lokinni gefst fólki
tækifæri til að setjast niður og
spjalla. Allir eru hjartanlega vel-
komnir til þátttöku.
Árbæjarkirkja: Foreldramorgunn í
safnaðarheimilinu kl. 10-12. Fulltrúi
frá Foreldrafélagi misþroska barna
kemur í heimsókn. Hittumst, kynn-
umst, fræðumst.
Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjón-
usta með altarisgöngu kl.18.30.
Bænaefnum má koma til sóknar-
prests í viðtalstímum hans. Æsku-
lýðsstarf á vegum K.F.U.M. & K og
kirkjunnar kl. 20.
Digraneskirkja: Kirkjustarf aldr-
aðra. Leikfimi Í.A.K. kl. 11:20. Sam-
vera, léttur málsverður og kaffi.
Æskulýðsstarf KFUK og Digranes-
kirkju fyrir 10-12 ára stúlkur. kl.
17:30.
Fella- og Hólakirkja: Foreldra-
stundir kl. 10-12. Starf fyrir 11-12
ára stúlkur kl. 17-18. Æskulýðsfélag
fyrir 8. bekk kl. 20-22.
Grafarvogskirkja: „Opið hús“ fyrir
eldri borgara kl. 13:30. Helgistund,
handavinna, spil og spjall. Alltaf eitt-
hvað gott með kaffinu. „Kirkju-
krakkar“ í Rimaskóla kl. 18:00-19:00
fyrir börn á aldrinum 7-9 ára.
Hjallakirkja: Bæna- og kyrrðar-
stund kl.18.
Kópavogskirkja: Foreldramorgunn
í dag kl. 10:00-12:00 í safnaðarheim-
ilinu Borgum.
Seljakirkja: Foreldramorgnar. Opið
hús milli kl. 10-12. Kaffi og spjall.
Víðistaðakirkja. Aftansöngurog fyr-
irbænir kl. 18.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir
10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strand-
bergi, kl. 17-18.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
kl.17-18.30 fyrir 7-9 ára börn.
Vídalínskirkja. Helgistund í
tengslum við félagsstarf aldraðra kl.
16. Starf fyrir stúlkur 10-12 ára í
samstarfi við KFUK kl. 17.30 í safn-
aðarheimilinu.
Lágafellskirkja. Fjölskyldumorg-
unn í safnaðarheimili Þverholti 3, 3.
hæð frá kl. 10-12. Fundur hjá kirkju-
krökkum frá kl. 17.15-18.15. Safnað-
arheimilið opnað kl. 17.
Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur op-
inn kl. 13-16 með aðgengi í kirkjuna
og Kapellu vonarinnar
eins og virka daga vikunnar. Gengið
inn frá Kirkjuteig.
Starfsfólk verður á sama tíma í
Kirkjulundi.
Fermingarundirbúningur kl. 14:10-
16:25 í Kirkjulundi.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12.
Borgarneskirkja. TTT tíu - tólf ára
starf alla þriðjudaga kl. 17- 18.
Helgistund í kirkjunni sömu daga kl.
18.15- 19.
Útskálakirkja. Safnaðarheimilið
Sæborg. NTT (9-12 ára) starf er
hvern þriðjudag í vetur kl. 17. Allir
krakkar 9-12 ára hvattir til að mæta.
Hvalsneskirkja. Safnaðarheimilið
Sandgerði. NTT (9-12 ára) starf er
hvern þriðjudag í vetur kl. 17 í safn-
aðarheimilinu. Allir krakkar 9-12 ára
hvattir til að mæta.
Þorlákskirkja. Mömmumorgnar
þriðjudögum kl. 10-12.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
16:30. KKK - Kirkjuklúbburinn
Kirkjuprakkarar. Unglingarnir
(leiðtogarnir) sprella út og suður.
Boðunarkirkjan. Annað kvöld kl. 20
heldur áfram námskeið. Dr. Stein-
þór Þórðarson sýnir þátttakendum
hvernig er á einfaldan hátt hægt að
merkja Biblíuna og leita í henni að
ákveðnu efni. Eftir slíkt námskeið
verður Biblían aðgengilegri. Allir
hjartanlega velkomnir og aðgangur
kostar ekkert.
Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30
í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu-
skóli í kvöld kl. 20.
Hvammstangakirkja. Æskulýðs-
fundur í kvöld kl. 20 í Hrakhólum
KEFAS. Þriðjudagurinn 30. jan. Al-
menn bænastund kl. 20:30.
Ytri-Njarðvíkurkirkja
TTT-starf. þriðjudaginn 30. janúar
kl.17 í umsjá Ástríðar Helgu Sigurð-
ardóttur og undirleikari er Tune Sol-
bakke. Starfið er ætlað börnum 10 til
12 ára.
Safnaðarstarf
Subaru-sveitin sigraði með nokkrum yfirburðum á Reykjavíkurmótinu á dögunum. Myndin var tekin þegar
sveitarmeðlimir tóku á móti Reykjavíkurhorninu sem er farandgripur. F.v.: Matthías Þorvaldsson, Þorlákur
Jónsson, Sverrir Ármannsson, Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson. Það var Ólöf H. Þorsteinsdóttir gjald-
keri Bridssambands Reykjavíkur sem afhenti verðlaunin. Þá er einnig ungur framtíðarspilari á myndinni en
það er Eysteinn Matthíasson, sonur Matthíasar Þorvaldssonar og Ljósbrár Baldursdóttur.
Sveit Ljósbrár Baldursdóttur
vann parasveitakeppnina
Sveit Ljósbrár Baldursdóttur
sigraði í Íslandsmótinu í parasveita-
keppni sem fram fór um helgina. Í
sigursveitinni spiluðu ásamt Ljósbrá
þau Esther Jakobsdóttir, Ásmundur
Pálsson og Sverrir Ármannsson.
Sveitin sigraði með nokkrum yf-
irburðum, hlaut samtals 148 stig en
þrjár sveitir fengu jafnmörg stig í
öðru sæti eða 127 og varð að raða
þeim í röð eftir því hver styrkur mót-
herjanna var í mótinu.
Það kom í hlut Ritara og smiða að
fá annað sætið en í sveitinni spiluðu
Una Sveinsdóttir, Pétur Guðjónsson,
Ragnhildur Haraldsdóttir og Hróð-
mar Sigurbjörnsson. Sveit Önnu Ív-
arsdóttur var í þriðja sæti en með
henni spiluðu Guðrún Óskarsdóttir,
Sigurður B. Þorsteinsson og Sigur-
björn Haraldsson.
Lokastaða efstu sveita:
Ljósbrá Baldursdóttir 148
Ritarar og smiðir 127
Anna Ívarsdóttir 127
Jacqui McGreal 127
Björk Jónsdóttir 118
Lifandi Vísindi 113
Fagrabrekka 111
Elín Jóhannsdóttir 109
Hamar 109
Svala Pálsdóttir 104
Harpa 104
Alls tóku 24 sveitir þátt í mótinu
sem fór hið besta fram undir stjórn
Antons Haraldssonar. Það má með
sanni segja að bridsíþróttin brúi
kynslóðabilið, því elsti keppandinn
var 82 ára en sá yngsti 18 ára.
Íslandsmeistararnir í parasveitakeppninni. Frá vinstri: Sverrir Ármanns-
son, Esther Jakobsdóttir, Ásmundur Pálsson og Ljósbrá Baldursdóttir.
Bridsfélag
Reykjavíkur
Þriðjudaginn 23. janúar var spil-
aður einskvölds tvímenningur með
þátttöku 10 para. Spilaður var
Howell tvímenningur, 9 umferðir
með 3 spilum á milli para. Meðalskor
var 108 og efstu pör voru:
Björgvin M. Kristinss. - Aron Þorfinnss. 122
Harpa F. Ingólfsd. - Vilhj. Sigurðss. 122
Helgi Jónss. - Helgi Sigurðss. 121
Böðvar Magnúss. - Ómar Óskarss. 118
Ljósbrá Baldursd. - Ásmundur Pálss. 114
Veitt var bókaúttekt hjá bóksölu
BSÍ fyrir fyrsta sætið og urðu efstu
pörin að draga um hvort hlyti verð-
launin. Björgvin og Aron urðu þar
hlutskarpari.
Þriðjudaginn 30. janúar byrjar
Aðalsveitakeppni BR. Hún stendur
yfir 4 þriðjudagskvöld fyrir utan 20.
febrúar, en það kvöld er gefið frí hjá
BR vegna Bridshátíðar. Tekið er við
skráningu í síma 587-9360 eða í
tölvupósti, bridge@bridge.is.
BR er komið með heimasíðu en
þar munu birtast helstu upplýsingar
um starfsemi BR svo sem dagskrá
og úrslit spilakvölda, auk þess sem
reynt verður að setja þar inn helstu
upplýsingar sem geta nýst spila-
félögum BR. Slóðin er www.is-
landia.is/svenni og vonast stjórn BR
til að þetta fái góðan hljómgrunn hjá
félagsmönnum BR auk annarra sem
hafa áhuga á að fylgjast með starf-
seminni.
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK, Gullsmára,
spilaði tvímenning á níu borðum
fimmtudaginn 25. janúar. Miðlungur
168. Efst vóru:
NS
Dóra Friðleifsd. – Guðjón Ottóss.205
Kristján Guðm.s. – Sigurður Jóhannss. 186
Karl Gunnarss. – Kristinn Guðmundss. 184
AV
Þórdís Sólmundard. – Sigrún Sigur.ó. 194
Björn Bjarnas. – Sigurþór Halldórss. 188
Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnlaugss. 177
Eldri borgarar spila brids í Gull-
smára 13 alla mánudaga og miðviku-
daga. Mæting kl. 12.45.
Bridsfélag Kópavogs
Fimmtudaginn 25. janúar átti að
hefjast aðalsveitakeppni félagsins en
vegna þess að aðeins mættu átta
sveitir var ákveðið að fresta sveita-
keppninni um eina viku og gefa
þannig fleiri sveitum kost á að mæta.
Spilað var einskvölda monrad-
sveitakeppni með átta spilum á milli
sveita.
Efstu sveitir urðu þessar.
1. sv. Guðmundar Gunnlaugssonar 76
2. sv. Bernódus Kristinssonar 72
3. sv. M-United 63
Fimmtudaginn 1. febrúar hefst
aðalsveitakeppni félagsins og viljum
við hvetja þá sem ekki eru búnir að
skrá sig nú þegar að skrá sig hjá
Heimi í síma 586-1319 eða að mæta
tímanlega á fimmtudaginn kemur.
Stökum spilurum eða pörum verð-
ur hjálpað til að mynda sveitir. Spila-
mennska hefst kl. 19.45 spilað er í
Þinghól við Hamraborgina og hvetj-
um við alla til að mæta.
SLIM-LINE
dömubuxur frá
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
Mörkinni 3, sími 588 0640G
læ
si
le
ga
r
gj
af
av
ör
ur
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14
Glæsilegir
stálbakkar