Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 59
STUÐLAR, Meðferðarstöð fyrir unglinga, Fossaleyni 17, uppl. og ráðgjöf s. 567 8055. VÍMULAUS ÆSKA, foreldrahópurinn, Vonarstræti 4b. Foreldras. 581 1799, opinn allan sólarhringinn. Foreldra- húsið opið alla virka daga kl. 9–17, s. 511 6160 og 511 6161. Fax: 511 6162. VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464 og grænt nr. 800– 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. ÞJÓNUSTUSETUR LÍKNAFÉLAGA: Hátúni 10B. Opið alla virka daga kl. 13-17. Allar upplýsingar og minning- arkort félaga S: 551-7744. SJÚKRAHÚS heimsóknartímar SKJÓL HJÚKRUNARHEIMILI. Frjáls alla daga. LANDSPÍTALINN – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS FOSSVOGUR: Alla daga kl. 15–16 og 19–20 og e. samkl. Á öldrunarlækningadeild er frjáls heimsóknartími e. samkl. Heimsóknartími barnadeildar er frá 15–16 og frjáls við- vera foreldra allan sólarhringinn. Heimsóknartími á geð- deild er frjáls. GRENSÁSDEILD: Mánud.–föstud. kl. 16–19.30, laugard. og sunnud. kl. 14–19.30 og e. samkl. LANDAKOT: Á öldrunarsviði er frjáls heimsóknartími. Móttökudeild öldrunarsviðs, ráðgjöf og tímapantanir í s. 525 1914. ARNARHOLT, Kjalarnesi: Frjáls heimsóknartími. HRINGBRAUT: Kl. 18.30–20. BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILD, Dalbraut 12: Eftir samkomulagi við deildarstjóra. BARNASPÍTALI HRINGSINS: Kl. 15–16 eða e. samkl. GEÐDEILD LANDSPÍTALANS KLEPPI: Eftir samkomu- lagi við deildarstjóra. GEÐDEILD LANDSPÍTALANS Vífilsstöðum: Eftir sam- komulagi við deildarstjóra. KVENNADEILD, KVENLÆKNINGAD. Kl. 18.30–20. SÆNGURKVENNADEILD: Kl. 14–21 (feður, systkini, ömmur og afar). VÍFILSSTAÐASPÍTALI: Kl. 18.30–20. SUNNUHLÍÐ hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heimsóknar- tími kl. 14–20 og eftir samkomulagi. ST. JÓSEFSSPÍTALI HAFN.: Alla d. kl. 15–16 og 19–19.30. SJÚKRAHÚS SUÐURNESJA, KEFLAVÍK: Heimsóknar- tími a.d. kl. 15–16 og kl. 18.30–19.30. Á stórhátíðum kl. 14– 21. Símanr. sjúkrahússins og Heilsugæslustöðvar Suður- nesja er 422 0500. SJÚKRAHÚS AKRANESS: Heimsóknartímar eru frá kl. 15.30–16 og 19–19.30. AKUREYRI – SJÚKRAHÚSIÐ: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30–16 og 19–20. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14–19. Slysavarðstofusími frá kl. 22–8, s. 462 2209. BILANAVAKT VAKTÞJÓNUSTA. Vegna bilana á veitukerfum Orkuveitu Reykjavíkur (vatns-, hita- og rafmagnsveitu) sími 585 6230 allan sólarhringinn. Kópavogur: Vegna bilana á vatnsveitu s. 892 8215. Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 565 2936 BILANAVAKT BORGARSTOFNANA: Sími 5 800 430 tekur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrifstofutíma. SÖFN ÁRBÆJARSAFN: Safnhús Árbæjar eru lokuð frá 1. sept- ember en boðið er upp á leiðsögn fyrir ferðafólk á mánu- dögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 13. Einnig er tekið á móti skólanemum og hópum sem panta leiðsögn. Skrifstofa safnsins er opin frá kl. 8–16 alla virka daga. Nánari upplýsingar í s. 577 1111. BORGARBÓKASAFN, aðalsafn, Tryggvagötu 15: Sími: 563 1717, fax: 563 1705. Opið mánud–fimmtud. kl. 10–20. Fös- tud. kl. 11–19. Laug. og sun kl. 13–17. BORGARBÓKASAFNIÐ í Gerðubergi, Gerðubergi 3–5: Sími: 557 9122, fax: 575 7701. Mánud.–fimmtud. kl. 10–20, föstud. kl. 11–19. Sept.–maí er einnig opið laugard. og sun- nud. kl. 13–16. BÚSTAÐASAFN v/Bústaðaveg: Sími: 553 6270, fax: 553 9863. Mánud.–fimmtud. kl. 10–20, föstud. kl. 11–19. Sept.– maí er einnig opið laugard. kl. 13–16. BÓKABÍLAR:Bækistöð í Bústaðasafni, sími: 553 6270.Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Bókabílar ganga ekki í tvo mánuði að sumrinu og er það auglýst sér- staklega. FOLDASAFN v/Fjörgyn:Sími: 567 5320, fax: 567 5356. Má- nud.–fimmtud. kl. 10–20, föstud. kl. 11–19. Sept.–maí er einnig opið laugard. og sunnud. kl. 13–16. SELJASAFN, Hólmaseli 4–6: Sími: 587 3320. Mánud. kl. 11– 19, þriðjud.–föstud. kl. 11–17. Sumarafgreiðslutími aug- lýstur sérstaklega. SÓLHEIMASAFN, Sólheimum 27: Sími: 553 6814. Mánud.– fimmtud. kl. 10–19, föstud. kl. 11–19. Sept.–maí er einnig opið laugard. kl. 13–16. BÓKASAFN DAGSBRÚNAR: Skipholti 50D. Safnið verður lokað fyrst um sinn vegna breytinga. BÓKASAFN KEFLAVÍKUR: Opið mán.–fös. 10–20. Opið lau. 10–16 yfir vetrarmánuði. BÓKASAFN KÓPAVOGS, Fannborg 3–5: Mán.–fim. kl. 10– 21, fös. kl. 10–17, lau. (1. okt.–30. apríl) kl. 13–17. Les- stofan opin frá (1. sept.–15. maí) mán.–fim. kl. 13–19, fös. kl. 13–17, lau. (1. okt.–15. maí) kl. 13–17. BÓKASAFN SAMTAKANNA ’78, Laugavegi 3: Opið mán.– fim. kl. 20–23. Lau. kl. 14–16. BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR, Tryggvagötu 15: Opið mán. til fös kl. 9–12 og kl. 13–16. S. 563 1770. BYGGÐASAFN ÁRNESINGA, Húsinu á Eyrarbakka: Opið alla daga frá kl. 10–18 til ágústloka. S: 483 1504. BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR: Sívertsen-hús, Vest- urgötu 6, 1. júní–30. ág. er opið alla daga frá kl. 13–17, s: 555 4700. Smiðjan, Strandgötu 60, 16. júní–30. sept. er op- ið alla daga frá kl. 13–17, s: 565 5420, bréfs. 565 5438. Siggubær, Kirkjuvegi 10, 1. júní–30. ág. er opið lau.–sun.. kl. 13–17. Skrifstofur safnsins verða opnar virka daga kl. 9–17. BYGGÐASAFNIÐ Í GÖRÐUM, AKRANESI: Opið kl. 13.30– 16.30 virka daga. S. 431 11255. FJARSKIPTASAFN LANDSSÍMANS, Loftskeytastöðinni v/Suðurgötu: Opið á þriðjud., fimmtud. og sunnud. frá kl. 13–17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir sam- komulagi. FRÆÐASETRIÐ Í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði, s. 423 7551, bréfs. 423 7809. Opið alla daga kl. 13–17 og eftir samkomulagi. GAMLA PAKKHÚSIÐ í Ólafsvík er opið alla daga í sumar frá kl. 9–19. GOETHE-ZENTRUM: Lindargötu 46, Reykjavík. Opið þri. og mið. kl. 15–19, fim., fös. og lau. kl. 15–18. S. 551 6061. Fax: 552 7570. HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar opin alla daga nema þri. frá kl. 11–17. LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN: Opið mán.–fim. kl. 8.15–22. Fös. kl. 8.15–19 og lau. 9–17. Sun. kl. 11–17. Þjóðdeild lokuð á sun. og handritadeild er lokuð á lau. og sun. S: 525 5600, bréfs: 525 5615. LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossi: Op- ið eftir samkomulagi. S. 482 2703. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Safnið er opið lau. og sun. frá kl. 14–17. Lokað í desember og janúar. LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir, kaffi- stofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11–17, lokað mán. Skrif- stofa safnsins og upplýsingar um leiðsögn: Opið alla virka daga kl. 8–16. Bókasafn: Opið þri.–fös. kl. 13–16. Aðgang- ur er ókeypis á mið. Uppl. um dagskrá á internetinu: http//www.natgall.is LISTASAFN REYKJAVÍKUR THE REYKJAVÍK ART MUSEUM Lisatsafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Flókagötu – 105 ReykjavíkSími/Tel: (354) 552 6131 Fax: (354) 562 6191 Netfang/E-mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn- @reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið fimmtu- daga–þriðjudaga 10–17 miðvikudaga 10–19 Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsið Tryggvagötu 17 – 101 Reykjavík Sími/Tel: 511 5155 Fax: 562 6191 Netfang/E- mail: listasafn@reykjavik.is mailto:listasafn@reykjavik- .is www.reykjavik.is/listasafn Opið föstudaga–miðviku- daga 11–18 Fimmtudaga 11–19 Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Sigtúni – 105 Reykjavík Sími553 2155 Fax: 562 6191 Netfang: listasafn- @reykjavik.is www.reykjavik.is/listasafn Opið maí–sept- ember kl. 10–16 alla daga október–apríl kl. 13–16 alla daga LISTASAFN KÓPAVOGS – GERÐARSAFN: Opið daglega kl. 12–18 nema mán. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er lokað til 3. mars. Upplýsingar í s. 553 2906. LISTASALUR Korpúlfsstöðum við Thorsveg er opinn alla mið. kl. 12-18. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Grófarhús, Tryggvagata 15, Reykjavík. Sími 563 1790. Fax: 563 1799. reykjavik.is/ljosmyndasafn - Opið mán._föst. kl. 10-16. LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. Safnið er lokað yfir vetrarmánuðina, en hópar geta fengið að skoða safnið eftir samkomulagi. MINJASAFN AKUREYRAR, Minjasafnið á Akureyri, Að- alstræti 58, Akureyri. S. 462 4162. Opið frá 16.9.–31.5. á sun. milli kl. 14–16. Einnig eftir samkomulagi fyrir hópa. Skrifstofur opnar virka daga kl. 8–16. MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mán. kl. 11–17 til 1. september. Alla sun. frá kl. 14–17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safnbúð með minjagripum og handverksmunum. Kaffi, kandís og kleinur. S. 471 1412, netfang minaust@eldhorn.is. MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/El- liðaár. Opið á sun. kl. 15–17 og eftir samkomulagi. S. 567 9009. MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá kl. 13–17. Hægt er að panta á öðrum tímum í s. 422 7253. IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá 1. júní til 31. ágúst kl. 14–18, en lokað á mán. S. 462 3550 og 897 0206. MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein- holti 4, s. 569 9964. Opið virka daga kl. 9–17 og á öðrum tíma eftir samkomulagi. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið mið. og lau. 13–18. S. 554 0630. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sun. þri. fim. og lau. kl. 13.30–16. NESSTOFUSAFN. Yfir vetrartímann er safnið opið sam- kvæmt samkomulagi. NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið opið mán.–sun. 12–17. Sýn- ingarsalur opinn þri.–sun. kl. 12–17, lokað mán. Kaffistof- an opin mán.–laug. kl. 8–17, sun. kl. 12–17. Skrifstofan op- in mán.–föst. kl. 9–16, lokað 20.–24.4. Sími 551–7030, bréfas: 552 6476. Tölvupóstur: nh@nordice.is – heima- síða: hhtp://www.nordice.is. PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar- firði. Opið þri. og sun. 15–18. S. 555 4321. RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið lau. og sun. til ágústloka frá l. 13–18. S. 486 3369. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin lau. og sun. kl. 13.30–16. SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið lau. og sun. frá kl. 13–17 og eftir samkomulagi. Sími sýningar 565 4242. Skrifstofa Lyngási 7, Garðabæ, sími 530 2200. Fax: 530 2201. Netfang: aog@natmus.is. SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS- SONAR, Súðarvogi 4. Opið þri. – lau. frá kl. 13–17. S. 581 4677. SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl. í s: 483 1165, 483 1443. SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10–18. S. 435 1490. STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suður- götu. Handritasýning er opin þri. til fös. kl. 14–16. STEINARÍKI ÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl. 13–18 nema mán. S. 431 5566. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Sýningar við Suðurgötu lok- aðar vegna endurbóta á húsnæði. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ: Menningarsögulegar sýning- ar. Fundarstofur til leigu. Veitingastofa. Opið alla daga frá kl. 11–17. Sími 545 1400. AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mán. til fös. kl. 10–19. Lau. 10–15. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14–18. Lokað mán. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, Hafnarstræti. Opið alla daga frá kl. 10–17. S. 462 2983. NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10–17 frá 1. júní – 1. sept. Uppl. í s. 462 3555. NORSKA HÚSIÐ Í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sumar frá kl. 11–17. ORÐ DAGSINS Reykjavík s. 551 0000. Akureyri s. 462 1840. SUNDSTAÐIR SUNDSTAÐIR Í REYKJAVÍK: Sundhöllin er opin v.d. kl. 6.30–21.30, helg. kl. 8–19. Opið í bað og heita potta alla daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30–21.30, helg. 8–19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50–21.30, helg. 8–19. Breið- holtslaug er opin v.d. kl. 6.50–22, helg. kl. 8–20. Graf- arvogslaug er opin v.d. kl. 6.50–22.30, helg. kl. 8–20.30. Ár- bæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50–22.30, helg. kl. 8–20.30. Kjalarneslaug opin mán. og fim. kl. 11–15. Þri., mið. og fös. kl. 17–21. SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin virka daga 6.30–22, um helgar 8–19 (apríl-sept.), kl. 8-18 (okt.-mars). GARÐABÆR: Sundlaugin opin mán.–fös. 7–20.30. Lau. og sun. 8–17. Sölu hætt hálftíma fyrir lokun. HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mán.–fös. 7–21, lau. 8–18, sun. 8–17. Sundhöll Hafnarfjarðar: Mán.–fös. 6.30– 21, laug. og sun. 8–12. VARMÁRLAUG Í MOSFELLSBÆ: Opið v. d. kl. 6.30–7.45 og kl. 16–21. Um helgar kl. 9–18. SUNDLAUGIN Í GRINDAVÍK: Opið alla v. d. kl. 7–21 og kl. 11–15 um helgar. S. 426 7555. SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45–8.30 og 14–22, helgar 11–18. SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mán.–fös. kl. 7–21, lau. kl. 8–17, sun. kl. 9–16. SUNDLAUGIN Í GARÐI: Opin mán.–fös. kl. 7–9 og 15.30– 21, lau og sun. kl. 10–17. S: 422 7300. SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7–21, lau. og sun. kl. 8–18. S. 461 2532. SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mán.–fös. 7–20.30, lau. og sun. kl. 8–17.30. JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mán.–fös. 7–21, lau. og sun. 9–18. S: 431 2643. BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl. 11–20, helgar kl. 10–21. ÚTIVISTARSVÆÐI HÚSDÝRAGARÐURINN er opinn alla daga kl. 10–17. Kaffi- húsið opið á sama tíma. Fjölskyldugarðurinn er opinn sem útivistarsvæði á veturna. S. 5757 800. ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 59 FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR AUGLÝSIR EFTIRFARANDI: Vetrar- og vorferðir 2001: Færeyjar, helgarferðir til loka marsmánaðar. Brottför föstudaga, heimferð mánudaga. Verð frá 26.840. Skíðaferðir til Crans-Montana í Sviss um páskana. Tíu daga ferð 7.-16. apríl, verð frá 99.900 (hálft fæði innifalið) og sex daga ferð 11.-16. apríl, verð frá 56.585. Bauma-byggingasýningin í München 3. - 8. apríl. Verð frá 62.960. Prag, 7 og 8 daga ferðir 17. apríl, 29. apríl og 6. maí. Verð frá 64.000. Berlín, vikuferðir 2. og 9. júní. Verð frá 57.700. Flugvallaskattar innifaldir í verði. Leitið upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar. AÐFARANÓTT laugardags var fremur friðsælt í miðborginni þótt lögregla hafi nokkrum sinnum verið kölluð til að skakka leikinn þegar ölvuðu fólki sinnaðist. Aðfaranótt sunnudags var nokkur umferð á „rúntinum“ en aldrei svo mikil að tafir yrðu. Einhverjar vær- ingar voru á milli manna hér og þar í miðborginni þar sem menn reiddu hnefa. Ekki er vitað til að hinir sömu hafi legið alvarlega sárir eftir, að minsta kosti ekki líkamlega. Um helgina voru 12 grunaðir um ölvun við akstur og 27 um of hraðan akstur. Þá voru tilkynntir 48 árekstrar til lögreglu. Tilkynnt var um líkamsárás á veit- ingastað. Þar höfðu tveir menn gengið í skrokk á þeim þriðja á sal- erni. Árásarmennirnir voru ókunn- ugir þolanda og horfnir af vettvangi þegar lögreglu bar að. Þolandi flutt- ur á slysadeild. Við annan veitinga- stað fékk piltur blóðnasir eftir að hafa verið sleginn. Hann taldi í fyrstu að dyraverðir staðarins hefðu slegið sig en við athugun kom í ljós að hann áttaði sig engan veginn á því hver þarna hafði verið að verki. Þrír voru handteknir vegna fíkniefna- brota. Um kvöldmatarleytið á föstudag var bifreið ekið af Breiðholtsbraut í veg fyrir bifreið sem ekið var austur Suðurlandsveg en þarna er stöðvun- arskylda. Ökumaður var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið ásamt tveimur farþegum. Sauma þurfti nokkur spor í höfuð ökumanns, ann- ar farþeganna tognaði í baki en hinn slapp án meiðsla. Aðfaranótt laug- ardags var maður tekinn á Vestur- landsvegi við Víkurveg á 140 km hraða en hámarkshraði þar er 70 km/klst. Stálu tré og gáfu það nágranna Á laugardagsmorgun var tilkynnt um mann sem var að hlaupa í veg fyrir bíla á Miklubraut. Rætt var við ölvaðan vegfaranda sem lofaði að nota gangstéttina framvegis. Á laugardagsmorgun var tilkynnt um að ekið hefði verið á mann á Miklubraut. Að sögn vitna mun mað- urinn hafa hangið utan á götusópi en fallið í götuna og lent undir sópnum. Meiðsli voru talin minni háttar en maðurinn var fluttur með sjúkrabif- reið á slysadeild. Starfsmenn öryggisfyrirtækis urðu vitni að því að ökumaður bif- reiðar stakk af eftir að hafa ekið á annan bíl um kl. 3 aðfaranótt sunnu- dags. Þeir eltu bifreiðin uppi en öku- maðurinn ók á aðra bifreið áður en hann nam staðar. Hann og farþegar hans reyndu svo að komast undan á hlaupum. Starfsmenn öryggisþjón- ustufyrirtækisins náðu einum þeirra og héldu á staðnum. Í ljós kom að bifreiðinni hafði verið stolið. Á föstudagskvöld var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki við Skúlagötu. Þar var stolið dýrmætum vélum. Um miðnætti á föstudagskvöld var til- kynnt um þjófnað í Þingholtunum en þar höfðu tveir menn stolið stóru og dýru tré sem staðsett var í stiga- gangi í húsi. Mennirnir báru tréð í nálægt hús. Lögreglan endurheimti tréð en manni hafði verið fært það að gjöf frá tveimur mönnum sem voru á árshátíð. Farþegi í leigubíl settist í bílstjórasætið Snemma aðfaranótt laugardags óskað leigubílstjóri aðstoðar að veit- ingastað í austurborginni. Bílstjór- inn hafði vísað mönnum úr bifreið- inni þar sem einn þeirra hafði sest í bílstjórasætið og læst að sér. Brást sá, sem í bílstjórasætið hafði sest, ill- ur við þegar þeim var vísað frá og sparkaði í hægri hliðarhurð bifreið- arinnar með þeim afleiðingum að hún beyglaðist. Um svipað leyti var ökumaður stöðvaður úti við Gróttu, grunaður um ölvun við akstur. Einnig fundust fíkniefni í bifreið hans. Á veitinga- húsi í miðbænum skarst maður í andliti eftir að hafa fengið bjórkönnu í andlitið. Maðurinn var fluttur á slysadeild. Þá var tilkynnt um inn- brot í fyrirtæki í Grafarvogi en þar var stolið ýmsum tækjum. Um há- degi á laugardag var tilkynnt um innbrot í hótel við miðborgina. Spenntur var upp gluggi og farið inn í hótelherbergi, rótað til en engu stolið svo vitað sé. Þá var tilkynnt frá Skautahöllinni að þar hafi kona dott- ið og slasast á öxl eftir fall. Hún var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild. Síðdegis á laugardag var tilkynnt um innbrot í íbúð í Norðurmýri. Þar var stolið myndbandstæki. Tvívegis var haft samband við lögreglu til að fá leyfi til að skjóta upp flugeldum en slíkt er alfarið bannað á þessum tíma ársins og því ekki hægt að veita slík leyfi. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið í austurborginni þar sem stol- ið var ýmsum verðmætum varningi. Þetta mun hafa gerst fyrr um dag- inn. Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um meðvitundarlausan mann sem lá á umferðareyju á Breiðholtsbraut til móts við Suðurfell. Þarna var ungur maður sem reyndist hafa tekið inn mikið magn lyfja og fíkniefna. Hann var fluttur á bráðamóttöku Land- spítala með sjúkrabifreið. Á laugar- dagskvöld var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Höfðahverfi en þar var stolið tölvubúnaði. Konan vildi ekki með inn Aðfaranótt sunnudags var óskað aðstoðar í Mosfellsbæ vegna eigin- konu sem ekki vildi inn með eigin- manni sínum. Lögregla ræddi drykklanga stund við konuna en hún vildi hvorki fara inn eða þiggja að- stoð við að fara annað. Henni var lán- að teppi en síðan var ekki aðhafst frekar í málinu. Síðar um nóttina var óskað aðstoðar að veitingahúsi á Klapparstíg vegna slagsmála. Er lögregla var að aðstoða dyravörð við að vísa upphafsmanni slagsmálanna burt reyndi hann að koma fíkniefn- um af sér til félaga síns. Tveir voru handteknir vegna fíkniefnamisferlis og einn fyrir að hindra lögreglu í starfi. Seint um nóttina var tilkynnt um menn sem lægju rotaðir eftir slagsmál framan við veitingahús í Lækjargötu. Mennirnir voru vakn- aðir er lögregla kom en þeir vissu ekkert í sinn haus hvers vegna þeir höfðu legið þarna og könnuðust ekki við nein slagsmál. Um hádegi var til- kynnt um innbrot í nokkra bíla í Húsahverfi. Einhverju var stolið úr sumum bílanna. Mikil umferð á „rúntinum“ Úr dagbók lögreglunnar 26.–28. janúar HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 30. janúar, kl. 20-22 í húsi Krabbameinsfélags Ís- lands, Skógarhlíð 8, en ekki 31. janúar eins og kom fram í yfirliti til félagsmanna. Margrét Jónsdóttir, félagsráð- gjafi hjá Tryggingastofnun ríkis- ins, verður með fræðslu um trygg- ingamál. Þessi fundur er sameiginlegur með aðstandendum frá m.a. krabbameinsdeild Land- spítalans og líknardeildinni í Kópavogi. Kaffi og meðlæti á boðstólum. Heimahlynn- ing með opið hús ♦ ♦ ♦ Mistök við birtingu Föstudaginn 26. janúar birtist að- send grein eftir Þorvarð Tjörva Ólafsson, Stúdentaráðsliða Röskvu. Mistök voru gerð við birtingu grein- arinnar og var einni setningu breytt sem um leið breytti merkingu henn- ar. Rétt setning er: „Breytingarnar eru mikilvægar fyrir stúdenta enda eru þeir fjórðungur þeirra sem fá húsaleigubætur.“ Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.