Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 62
DAGBÓK 62 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Detti- foss og Helgafell koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Lone Boye kom í gær. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimm- tud. frá kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs. Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17– 18. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9 búta- saumur og handavinna, danskennsla kl. 9.30, kl. 9–12 bókband, kl. 13 opin smíðastofan og brids, kl. 10 Íslandsbanki opinn, kl. 13.30 opið hús, spilað, teflt o.fl., kl. 9 hár- og fót- snyrtistofur opnar. Danskennsla hefst þriðjudaginn 9. janúar kl. 9.30. Aflagrandi 40. Enska kl. 10 og kl. 11. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 10 sund, kl. 13– 16 leirlist, kl. 14 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós! Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðju- dögum og fimmtudögum, kl. 13–16,30, spil og fönd- ur. Leikfimi er í íþrótta- sal á Hlaðhömrum á þriðjudögum kl. 16. Sundtímar á Reykjalundi kl. 16 á miðvikudögum á vegum Rauða kross- deildar Mos. Pútttímar eru í Íþróttahúsinu að Varmá kl. 10–11 á laug- ardögum. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos., eru á Hlaðhömrum á fimmtudögum kl. 17– 19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, er í s. 566-8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 hárgreiðsla og böðun, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 14.45 söngstund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Brids og saumar kl. 13.30. Línudans í fyrra- málið kl. 11. Byrjendur velkomnir. Skráning á „Sæludaga á Hótel Örk“, 4.–9. mars stendur yfir. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Skák í dag kl. 13.30 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 10. Laug- ardagur 10. febrúar kl. 13.30. Baldvin Tryggva- son verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtudaginn 1. febrúar kl. 11–12. Panta þarf tíma. Fyrsti fræðslufundur „Heilsa og hamingja“ verður laugardaginn 10. febrúar kl. 13.30. í Ásgarði, Glæsibæ. Ólafur Ólafs- son, formaður FEB og fyrrverandi landlæknir, gerir grein fyrir rann- sóknum sínum á heilsu- fari aldraðra. Þorsteinn Blöndal yf- irlæknir greinir frá helstu sjúkdómum í lungum, sem aldraðir verða fyrir. Allir eru vel- komnir. Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 frá kl. 10 til 16. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. perlusaumur, umsjón Kristín Hjalta- dóttir, kl. 13 boccia, veit- ingar í kaffihúsi Gerðu- bergs. Fimmtudaginn 2. febrúar er leikhúsferð í Þjóðleikhúsið að sjá leik- ritið „Með fulla vasa af grjóti“, skráning hafin. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 9.30 silki- málun, handavinnustofa opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 14 boccia, kl. 14.30 enska, þriðjudagsganga fer frá Gjábakka kl. 14, kl. 16 gömlu dansarnir, kl. 17 línudans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 10 jóga og ganga, kl. 13–16 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum, kl. 14 boccia. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna og hárgreiðsla. Hraubær 105. Kl. 9– 16.30 postulínsmálun, kl. 9–17 fótaaðgerðir, kl. 9– 12 glerskurður, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leikfimi, kl.12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–16.30 myndlist, kl. 13–17 hár- greiðsla. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður og fleira, kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.45 Bón- usferð. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 9–16.45 opin handavinnustofan, tré- skurður. Þorrablót verð- ur haldið föstudaginn 2. febrúar kl. 19. Dansarar frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur, fjölda- söngur, hljómsveit spilar fyrir dansi, fjöldasöngur. Veislustjóri Hólmfríður Gísladóttir. Skráning fyrir kl. 15 fimmtudag í síma 569-6960. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 bútasaumur, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 bútasaumur og tréút- skurður, kl. 13.30 félags- vist. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, myndlist og morgunstund, kl. 10 leik- fimi og fótaaðgerðir, kl. 11 boccia, kl. 13 hand- mennt og keramik, kl. 14 félagsvist. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Spilað í kvöld kl. 19. Allir eldri borgarar velkomnir. Félag ábyrgra feðra heldur fund í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í síma 552-6644 á fundartíma. ÍAK. Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Eineltissamtökin halda fundi að Túngötu 7 á þriðjud. kl. 20. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum, Laug- ardalshöll, kl. 12. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgarsvæð- inu, Hátúni 12. Opið hús í kvöld kl. 20. Kjartan Gunnsteinsson stoð- tækjafræðingur og Lár- us Gunnsteinsson frá Össuri hf. halda fyr- irlestur um allt það nýj- asta í stoðtækjafram- leiðslu í dag. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík. Aðalfundur deildarinnar verður hald- inn í Höllubúð fimmtu- daginn 8. febr. kl. 20, venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarfélag Áskirkju. Aðalfundur félagsins verður 6. febrúar í Safn- aðarheimili kirkjunnar, neðri sal, kl. 19.30. Venjulega aðalfund- arstörf, þorramatur og kaffi. Vinsamlega til- kynnið þátttöku í matinn fyrir 4. febrúar til Ás- kirkju, s. 588-8870, Guð- rúnar, s. 553-0088, Þór- önnu, s. 568-1418 eða 892-4749. Reykjavíkurdeild SÍBS verður með félagsvist í Múlalundi, vinnustofu SÍBS, Hátúni 10c, í kvöld, þriðjudaginn 30. janúar. Félagar fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. Húsið opnað kl 19.30. Byrjað að spila kl. 20. Kvenfélag Hreyfils. Vegna leikhúsferðar Kvenfélagsins laug- ardaginn 27. janúar verð- ur fundurinn ekki þriðu- daginn 30. janúar. Kvenfélag Óháða safn- aðarins. Félagsfundur verður haldinn í Kirkjubæ þriðjudaginn 6. febrúar kl. 20.30. Þjóðdansafélagið. Opið hús í kvöld, gömlu- dansarnir frá kl. 20.30- 23. Í dag er þriðjudagur 30. janúar, 30. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Þeir fóru og predikuðu hvarvetna, en Drottinn var í verki með þeim og staðfesti boðun þeirra með táknum, sem henni fylgdu. (Markús 16, 20.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... Í FRÆÐSLUBÆKLINGI Land-læknisembættisins 1989 segir að vegna tóbaksvarnarlaga frá 1984 og fræðslustarfs megi búast við að um næstu aldamót verði tóbaksreyking- ar ungs fólks að mestu úr sögunni en talið líklegt að 15 til 20% fullorðinna reyki. Samkvæmt könnunum tóbaks- varnarnefndar og fleiri minnkuðu reykingar Íslendinga á aldrinum 18 til 69 ára úr 40% árið 1985 í 34,7% árið 1988. Umrædd spá hefur ekki gengið eftir en samt sem áður hafa daglegar reykingar Íslendinga aldrei verið minni en á árinu 2000. Samkvæmt þremur könnunum Pricewaterhouse- Coopers voru daglegar reykingar 25% í aldurshópnum 18 til 69 ára á nýliðnu ári. Hitt stendur eftir að um 370 Íslendingar deyja af völdum reykinga á ári eða að meðaltali fleiri en einn Íslendingur á dag, eins og fram kemur á heimasíðu Tóbaksvarn- ar, reyklaus.is. x x x SKAÐSEMI reykinga ætti öllumað vera ljós eftir að hafa séð aug- lýsingar tóbaksvarnarnefndar og sér- staklega skiptir miklu máli að halda æsku landsins frá ósómanum. Gera má því skóna að fræðsluþættinum sé vel sinnt í skólum landsins en lengi má gott bæta. Í enskri málfræðibók, sem kennd er í 8. bekk í grunnskóla í Reykjavík, eru fjölmargar setningar um reykingar. Til dæmis á að mynda setningu á ensku úr orðunum ég, reykja, sígaretta, mynd er af reykj- andi manni við hliðina á öðrum sem er að borða epli og á að segja frá aðgerð- um mannanna, bæta á við orðinu reykir í setningu þar sem segir að karlmaður (reykir) 10 sígarettur á dag og svo framvegis. Foreldri hafði á orði að með þessu væri verið að koma því að, að sígarettur væru í flokki með eplum og appelsínum og óbeint væri verið að hvetja nemendur til að reykja. Slæmt ef satt reynist, en það læra börnin sem fyrir þeim er haft. x x x VÍKVERJI er ánægður með Þor-björn Jensson þjálfara og „strákana okkar“ í heimsmeistara- keppninni í handknattleik í Frakk- landi. Leikir íslenska liðsins hafa reyndar verið misjafnir og sveiflu- kenndir, en strákarnir reyna alltaf að gera sitt besta eins og aðrir íþrótta- menn, þótt hlutirnir gangi ekki alltaf upp. Liðið er komið í 16 liða úrslit og mætir þar liði Júgóslavíu en sterk lið eins og Tékkland og Slóvenía eru úr leik. Mjög rík handboltahefð er í Júgóslavíu og landslið þjóðarinnar hefur ávallt verið í hópi þeirra bestu í greininni en það er ekkert öruggt í íþróttum og á morgun getur allt gerst. Geri strákarnir eins og þeir geta en tapi samt er ekkert við því að segja en með sigri koma þeir landslið- inu á fyrri stall. Í þessu sambandi má geta þess að Íslendingar hafa ekki átt marga íþróttamenn og mörg lið á meðal þeirra 16 bestu í heiminum. x x x Í TENGSLUM við leiki Íslands íHM er ástæða til að hrósa Gunn- ari Gunnarssyni, fyrrverandi lands- liðsmanni, fyrir töfluskýringar hans í beinum útsendingum Sjónvarpsins. Hann hefur sýnt áhorfendum á ein- faldan hátt hvað verið er að gera á vellinum eða hvað verið er að reyna að gera og fyrir vikið verða áhorfend- ur heima í stofu meðvitaðri um leik- inn. Gott mál. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 heimsku, 8 ólyfjan, 9 gefa koss, 10 umfram, 11 sárar, 13 út, 15 matar- samtíningur, 18 vegna, 21 aula, 22 hvinur, 23 áa, 24 föt. LÓÐRÉTT: 2 viðurkennum, 3 líkams- hlutar, 4 poka, 5 sleifin, 6 skynja, 7 hafði uppi á, 12 for, 14 askur, 15 frásögn, 16 stétt, 17 landið, 18 sjá eftir, 19 þekktu, 20 sefar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fámál, 4 fágæt, 7 látin, 8 ólmar, 9 dýr, 11 iðra, 13 gróa, 14 undin, 15 harm, 17 álar, 20 enn, 22 lyfið, 23 ertan, 24 tunna, 25 tuðra. Lóðrétt: 1 fálki, 2 mátar, 3 lund, 4 flór, 5 gómar, 6 terta, 10 ýldan, 12 aum, 13 Gná, 15 hollt, 16 rifan, 18 látið, 19 renna, 20 eðla, 21 nekt. Þakkir til Ásgeirs Sverrissonar MIG langar að þakka Ás- geiri Sverrissyni blaða- manni fyrir Viðhorfsgrein sína, Hinir gleymdu, í Morgunblaðinu föstudag- inn 26. janúar sl. Ég er ekki í þessum hópi þar sem ég er ekkja en ég er svo innilega sammála honum að það sem er verið að gera í þessu öryrkjamáli nær ekki til allra. Þessi grein er eins og töluð út úr mínu hjarta. Marta Sigurðardóttir. Þakkir til strætisvagnabílstjóra MIG langar til að koma þakklæti til strætisvagna- bílstjóra sem ók leið 5 18. janúar sl. kl. 23.09 frá Verslunarskólanum. Ég ruglaðist í hvar ég átti að fara út en með ljúfmennsku og kurteisi hjálpaði bíl- stjórinn mér út á réttum stað. Hafi hann þökk fyrir. Öldruð kona. Gæti sonur þinn komið sem öryrki út úr grunnskóla? ALLT getur nú gerst í skóla. Þetta er spurning sem sjálfsagt ekki margir spyrja sig en gæti samt hent þitt barn... Svo vill til, að frændi minn, sem var í tíunda bekk grunnskóla í fyrra, varð fyrir svo grófri líkamsárás af hendi kennara síns, að nú ári seinna bendir allt til þess að að hann hafi hlotið varanlegan skaða af. Skaða á taug sem er þess valdandi að hreyfigeta á hægri öxl, herðablaði og handlegg er skert. Læknar staðhæfa, að drengurinn hafi orðið fyrir talsverðu líkamstjóni dag- inn sem árás kennarans átti sér stað. Sú staðhæfing samrýmist í alla staði frá- sögn drengsins. Því finnst okkur, fjöl- skyldu drengsins, mjög undarlegt að svona mál sé látið veltast um í kerfinu, lítið sem ekkert rannsakað, bæði vegna drengsins og kennarans. Finnst mér mál þetta allt til minnkunar fyr- ir réttarkerfið í landinu. Við brýnum fyrir börnum okkar, að ofbeldi leysi aldr- ei vanda en hvernig er hægt að útskýra svona hegðun fyrir óhörðnuðum unglingum? Anna Halldórsdóttir kt.180563-4079, Bústaðarbletti 71, Reykjavík. Tapað/fundið Náttkjólar og rótarbox SIGRÍÐUR Finnbogadótt- ir, sem var að selja nátt- kjóla í Kolaportinu, sunnu- daginn 21. jan. sl. er vin- saml. beðin að hafa sam- band við Ástu í s. 553-8237. Einnig langar mig að vita hvort einhver vill láta frá sér rótarbox (export) og gamla hænumjólkurkönnu eða skipta á dóti frá Guð- mundi í Miðdal eða öðru gömlu dóti. Gleraugu töpuðust GYLLT kvengleraugu töp- uðust miðvikudaginn 24. jan. sl., annaðhvort í Reykjavík eða Garðabæ. Upplýsingar í s. 565-7705. Dýrahald Högni í óskilum BRÚNBRÖNDÓTTUR og hvítur högni, gæti verið um þriggja mánaða gamall, fannst í Reykjabyggð í Mosfellsbæ fimmtud. 25. janúar sl. Hann er ólarlaus. Uppl. í síma 863-4740. Kettlingar fást gefins ÞRÍR tveggja mánaða gull- fallegir kettlingar fást gef- ins á góð heimili. Þeir eru kassavanir. Vinsaml. hafið samb. við Jóhönnu í s. 552- 5859 eða 847-1064. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Óstytt sumarfrí í skólum VIÐ krakkarnir í 7-B í Rimaskóla mótmælum nýgerð- um kjarasamningum fyrir grunnskóla um að stytta sumarfrí um einn mánuð (byrja 15. júní og enda 15. ágúst). Félagið Heimili og skóli og almenningur hafa kallað á að grunnskólar verði eins og erlendis, fyrst að stytta sumarfríið og hvað næst, skólabúningar?! Þegar maður veltir þessu fyrir sér eru það bara fullorðnir sem hafa mótmælt of löngum sumarfríum. En eru það ekki krakkarnir sem eru í skóla, ekki fullorðnir. Það ætti að lengja sumarfríið frekar en að stytta það. Við getum sagt að flestir krakkar séu sammála því að þessir nýju kjarasamningar eru kjaftæði. Allir krakkar vilja leika sér og hafa fjör á sumrin. Það er sko takk fyrir allt í lagi að fá frí frá bókum, verk- efnum og kennurum. Sættið ykkur við það. Að lokum viljum við benda á að í mannréttindalögum barna stendur að börn eigi rétt á að segja hvað þeim finnst. Það á að virða skoðanir þeirra í málum sem snerta þau, heima, í skólum, hjá stjórnvöldum og dómstólum. F.h. 7-B í Rimaskóla Margrét S. Þorsteinsdóttir, Hólmfríður S. Guðmundsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.