Morgunblaðið - 30.01.2001, Side 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
Morgunblaðið/RAX
SALA fasteigna er á uppleið að
nýju en frekar rólegt hefur verið á
markaðnum um nokkurra mánaða
skeið. Guðrún Árnadóttir, formaður
Félags fasteignasala, sagði söluna
hafa aukist síðustu tvær vikur þótt
ekki væri um eins mikla sölu-
sprengingu að ræða og tvö síðast-
liðin ár.
Ástæðu aukningarinnar sagði
Guðrún vera að afföll húsbréfa
hefðu lækkað nokkuð en á móti
kæmi að fasteignaverð væri nú í
sögulegu hámarki og þar sem lána-
reglur Íbúðalánasjóðs miðuðust við
brunabótamat lentu margir kaup-
endur í því að lán þeirra væru skert.
Spurð um framboð fasteigna
sagði Guðrún að það mætti vissu-
lega vera meira á höfuðborgar-
svæðinu og ætti það sérstaklega við
um nýbyggingar þar sem framboð
þeirra væri ekki í samræmi við eft-
irspurn. Einnig væri mikil vöntun á
minni og ódýrari eignum fyrir efna-
minni kaupendur, s.s. ungt fólk og
þá sem eru að kaupa sína fyrstu
fasteign.
„Það er seljendamarkaður núna
þar sem hátt fasteignaverð er selj-
endum hagstætt en að sama skapi
verða kaupendur að sætta sig við
þetta háa markaðsverð,“ sagði Guð-
rún. Aðspurð sagði Guðrún ómögu-
legt að svara því hvaða hverfi væru
eftirsóttust þar sem framboðið væri
það lítið að alls staðar vantaði eign-
ir. Kópavogur væri þó enn ofarlega
á lista og Grafarholtið væri farið að
vekja eftirtekt væntanlegra kaup-
enda.
Guðrún kvaðst ekki vilja spá um
framtíð fasteignamarkaðarins en
sagði menn almennt mjög bjartsýna
enda væri engin ástæða til annars.
Sem fyrr segir hafa afföll hús-
bréfa farið lækkandi undanfarið og
eru nú rúmlega 10% en fóru um
tíma í 13–14%.
Fasteignasala tek-
ur kipp að nýju
ÞAÐ hefur verið lítill friður hjá
fuglunum í Grindavíkurhöfn und-
anfarin misseri. Ekki er langt
síðan að þar voru í gangi um-
fangsmiklar framkvæmdir sem
miðuðu að því að dýpka höfnina
og bæta þannig innsiglinguna.
Svo miklar sprengingar voru í
höfninni að þær komu fram á
jarðskjálftamælum Veðurstofu Ís-
lands.
Í gær var hvasst við Grindavík-
urhöfn og þessum fuglum gekk
illa að finna skjól fyrir vindinum.
Ófriður hjá fuglum
ÍSLENSK erfðagreining, ÍE, hefur
óskað eftir því við Læknafélag Ís-
lands að viðræður þeirra verði
teknar upp að nýju um meðferð
upplýsinga úr sjúkraskrám fyrir
miðlægan gagnagrunn á heilbrigð-
issviði.
Læknafélagið sendi í gær út bréf
til félagsmanna sinna þar sem fram
kemur að viðræðunum við ÍE hafi
verið slitið. Stjórn félagsins telur
grundvöll til frekari viðræðna mjög
veikan og trúnað milli aðila lítinn ef
ekki brostinn.
Sigurbjörn Sveinsson, formaður
Læknafélagsins, vill ekki tjá sig um
innihald bréfsins fyrr en læknar
hafi fengið það í hendur. Bréfið,
sem dagsett er 23. janúar síðastlið-
inn, var boðsent í gær þeim þremur
læknum hjá ÍE sem eru í félaginu.
Þeirra á meðal eru Kristján Er-
lendsson, framkvæmdastjóri sam-
starfsverkefna ÍE, og Einar Stef-
ánsson, framkvæmdastjóri gagna-
grunnsverkefnis ÍE, sem tóku þátt í
viðræðunum við Læknafélagið fyrir
hönd fyrirtækisins.
Íslensk erfðagreining telur efnis-
legar forsendur fyrir viðræðuslit-
unum ekki koma fram í umræddu
bréfi. Lítið hafi borið á milli aðila
og lausn verið í sjónmáli. Voru for-
ráðamenn fyrirtækisins reiðubúnir
að samþykkja að skriflegs sam-
þykkis sjúklinga yrði aflað og ekki
aðeins stuðst við ætlað samþykki.
Viðræður milli ÍE og Lækna-
félagsins höfðu staðið yfir í tæpt ár
með nokkrum hléum. Á tveimur
fundum í desember sl. lágu fyrir
samningsdrög milli þessara aðila og
á fundi 8. janúar sl. stóð til að ÍE
svaraði framkomnum athugasemd-
um Læknafélagsins við drögin. Af
þeim fundi varð ekki þar sem félag-
ið frestaði honum.
Mikilvægt að ná sátt
Einar Stefánsson segir við Morg-
unblaðið að viðræðuslitin hafi valdið
sér vonbrigðum. Vonast hann til
þess að viðræður geti hafist að
nýju. Mikilvægt sé að vinna málið í
sátt við lækna og félag þeirra.
„Hin áralanga hefð er þannig að
læknisfræðirannsóknir eru unnar
samkvæmt ætluðu samþykki þegar
um er að ræða rannsóknir með fyr-
irliggjandi heilsufarsgögn. Uppkast
að yfirlýsingu alþjóðalæknafélaga
hefur ákvæði sem samræmist ís-
lensku lögunum um gagnagrunninn.
Það er erfið staða, bæði fyrir
Læknafélagið og okkur, að reyna að
ná fram öðrum staðli hér. Þetta
kann að eiga þátt í viðræðuslitun-
um,“ segir Einar.
Læknafélagið slítur viðræðum
við Íslenska erfðagreiningu
ÍE vill halda
viðræðun-
um áfram
Telur trúnað/6
AFLABRÖGÐ hjá ísfisktogur-
um Útgerðarfélags Akureyringa
hafa verið mjög góð að und-
anförnu. Harðbakur EA landaði
um 55 tonnum á Eskifirði í gær-
kvöld, aðallega ýsu en einhverju
af karfa. Harðbakur hélt svo aft-
ur til veiða á Austfjarðamið þar
sem átti að reyna við þann gula.
Kaldbakur EA var væntanleg-
ur til hafnar á Akureyri í morg-
un, þriðjudag, með 150-160 tonn,
þar af rúmlega 100 tonn af
þorski en eitthvað af ýsu og
karfa. Þá hefur Árbakur EA
einnig fengið góðan afla en ráð-
gert er að togarinn komi inn til
löndunar á fimmtudag.
Sléttbakur EA, frystitogari
ÚA, var á Hampiðjutorginu á
grálúðuveiðum og gekk vel en
hefur nú snúið sér að þorsk-
veiðum með þokkalegum
árangri. Ráðgert er að Slétt-
bakur komi til hafnar 5. febrúar
nk.
Ágæt aflabrögð
hjá ÚA-togurum
VEÐURSTOFA Íslands spáir suð-
lægum áttum og hlýnandi veðri
næstu daga svo janúarmánuður
kveður með mildu veðri.
Þóranna Pálsdóttir veðurfræðing-
ur sagði að þrátt fyrir hlýindi síðustu
daga yrði janúarmánuður þó aðeins í
meðallagi hlýr vegna mikils frosta-
kafla í ársbyrjun. Þóranna sagði
frostið þá hafa verið svo mikið að
jafnvel hefði heyrst minnst á sam-
anburð við frostaveturinn mikla
1918, en svo hefði ræst úr veðrinu.
Veðurstofan spáir austan- og suð-
austanátt, 10–15 m/s., og rigningu
um sunnan- og vestanvert landið, en
heldur hægari og úrkomulausu að
mestu á Norðausturlandi. Snýst til
suðvestanáttar, 8–13 m/s., með skúr-
um vestanlands síðdegis.
Rigning eða slydda verður einkum
um sunnan- og vestanvert landið.
Janúar
kveður með
hlýindum
♦ ♦ ♦