Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 1
28. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 3. FEBRÚAR 2001 SAMBÚÐ Indverja og Pakistana hefur batnað í kjölfar jarðskjálft- anna í síðustu viku og ræddust þeir Atal Bihari Vayjpayee, forsætisráð- herra Indlands, og Pervez Musharr- af, sem fer fyrir herforingjastjórn- inni í Pakistan, við í síma í gær. Þeir munu ekki hafa talað saman fyrr. Starfsmenn Rauðakrossfélaganna í Danmörku, Finnlandi og Þýska- landi hafa komið á fót tjaldbúðum með 310 sjúkrarúmum fyrir fórnar- lömb jarðskjálftanna í borginni Bhuj í Indlandi. Mikið berst nú af hvers kyns neyðargögnum til þeirra staða sem verst urðu úti og er framlag trú- flokka og frjálsra félagasamtaka af ýmsu tagi í landinu orðið meira en stjórnvalda. Dreifing hjálpar- gagnanna tekst á hinn bóginn misvel vegna skorts á skipulagi og yfir- stjórn og hafa sum svæði orðið út- undan. Búið er að finna um 15.000 lík í rústunum eftir skjálftann sem var um 7,7 stig á Richter-kvarða. Að sögn stjórnvalda í Nýju-Dehlí fórust allt að 35.000 manns í jarðskjálftun- um en tölur um manntjónið eru enn afar óáreiðanlegar. Alþjóðlegt hjálparstarf vegna náttúruhamfaranna er orðið mjög umfangsmikið. Pakistanar hafa tekið þátt í að alþjóðlegu aðstoðinni við Indverja en þjóðirnar hafa eldað grátt silfur frá því að þær hlutu sjálf- stæði um miðja síðustu öld. Hefur þrisvar komið til styrjalda milli þeirra. Musharraf, sem rændi völd- um 1999, átti frumkvæði að símtal- inu í gær og sagði talsmaður Vayjpa- yees að hershöfðinginn hefði tjáð Indverjum „samúð sína vegna mann- tjónsins mikla“ í Gujarat. Sambúð Pakistans og Indlands batnar í kjölfar jarðskjálftans Musharraf tjáir Ind- verjum samúð sína Bhuj, Islamabad, Anjar. AFP, AP. Reuters Múslímastúlkur í borginni Adhemabad í Indlandi fara með bænir í gær en þá var vika liðin frá jarðskjálftanum. ELLEFU mánaða stanslausri leit leyniþjónustumanna að hinum 74 ára gamla Alfred Sirven, fyrrver- andi aðstoðarforstjóra franska olíufélagsins Elf, lauk í gær í Tag- aytay á Filippseyjum. Höfðu þeir rekið flóttann fram og aftur um eyríkið. Um tíma notaði Sirven vegabréf látins Frakka á flótt- anum. Leikurinn barst um tuttugu borgir, pálmalundi, nautabúgarða og jafnvel inn í rækjuverksmiðjur. „Ég gefst upp,“ sagði Sirven sem sat einn í stofu sinni og hélt á vín- glasi er mennirnir tíu ruddust inn. Þeir voru vopnaðir rifflum, hagla- byssum og skammbyssum þar sem þeir höfðu búist við að Sirven léti verði gæta sín. Sirven sést hér með filipps- eyskum embættismönnum í Man- ila á leið í flugvél sem flutti hann áleiðis til Frakklands í gær. Hann er grunaður um að hafa dregið sér um 400 milljónir dollara, nær 35 milljarða króna, úr sjóðum Elf og tengist málið meintri spillingu Rolands Dumas, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Frakklands, og ást- konu hans. Reuters Eltingarleik lokið FORSÆTISRÁÐHERRA Dana, Poul Nyrup Rasmussen, segir þá ákvörðun Færeyinga að ganga til þjóðaratkvæðis um fullt sjálfstæði eigi síðar en árið 2012 setja sam- skipti þjóðanna í alvarlega stöðu. Færeyska landstjórnin ákvað í fyrrakvöld að kosið yrði um fjögurra liða tillögu sem kveður m.a. á um að dregið verði jafnt og þétt úr fjár- framlagi Dana til eyjanna á tíu árum. Nyrup Rasmussen hefur ítrekað lýst því yfir að ákveði Færeyingar að stefna að sjálfstæði, njóti þeir fjár- hagsaðstoðar Dana að hámarki í fjögur ár. Segir hann ákvörðun Fær- eyinga vekja ýmsar fjárhagslegar og stjórnskipulegar spurningar og skapa alvarlega stöðu í samskiptum þjóðanna. Stjórnin mun funda með Færeyjanefnd þingsins í byrjun næstu viku og leggja fram greiningu á þeim stjórnarsfarlegu spurningum sem ósk Færeyinga um sjálfstæði vekur. Leggur forsætisráðherrann áherslu á að það séu íbúar Færeyja sem taki ákvörðun um tengsl Dan- merkur og Færeyja. Landstjórnin segist telja tillöguna rétt skref fyrir Færeyinga í átt að fullu sjálfstæði en tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir segja hana munu verða til þess að svipta Færeyinga velferðinni. Þá mælist þetta skref Færeyinga illa fyrir á danska þinginu. Peter Duetoft, for- maður Færeyjanefndar danska þingsins, segist ekki fá séð að danska þjóðin eigi að borga þjóð sem vill vera sjálfstæð og telur hann tillögu landstjórnarinnar illa grundaða. Þjóðaratkvæði í Færeyjum Varað við „alvarlegri stöðu“ Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.  Færeyingar taki/26 LÍKLEGT er, að sjávarborð eigi eftir að hækka allmikið vegna þess, að stór jökull á vestanverðu Suðurskauts- landinu þynnist hratt. Er ekki vitað hvers vegna en hugsanlega er um að kenna gróðurhúsaáhrifunum svo- kölluðu. Í grein eftir breska vísinda- menn, sem birtist í vísinda- tímaritinu Science í gær, segja þeir, að jökullinn á Pine-eyju, sem er á við hálfa Evrópu að stærð, muni fljóta upp eftir 600 ár. Er hann um 2.400 metra þykkur og meira en helmingur hans undir sjávarmáli. Jökullinn á Pine-eyju hefur lengi verið notaður sem eins konar mælir á þær breyting- ar, sem eiga sér stað á Suð- urskautslandinu, en hann geymir svo mikið vatn, að bráðnaði hann allur myndi sjávarborð í heiminum hækka um fimm metra. Suður- skautsjökull að bráðna London. Daily Telegraph. TÖLVUPÓSTNOTENDUR í heim- inum greiða alls um 10 milljarða dollara, um 870 milljarða króna, í tengikostnað fyrir að taka óumbeð- ið við svonefndum ruslpósti, að því er segir á vefsíðu Evrópusambands- ins (ESB) í Brussel. Ætlunin er að reyna að stemma stigu við slíkum sendingum þegar lög um tölvu- vernd verða endurskoðuð. Mikið er um að fyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum sendi notendum tölvupóstþjónustu aug- lýsingar inn á netföngin án þess að spurt sé leyfis. Frits Bolkestein, sem fer með málefni innri markaðarins í fram- kvæmdastjórn ESB, segir að fyr- irtæki sem notfæri sér Netið geti með núverandi tækni sent alls hálf- an milljarð klæðskerasaumaðra auglýsinga inn á valin netföng dag- lega. „Hægt er að selja fyrir stórfé upplýsingar sem teknar eru saman um einstaklinga með því að fylgjast með netnotkun þeirra og samt sem áður vita margir áskrifendur að netþjónustu ekkert um það hvað mikil þróunin á þessu sviði er og hvað hún hefur í för með sér ... Við stefnum að því að ýta undir að net- þjónusta dafni án þess að grafið sé undan rétti einstaklinga til einka- lífs.“ Reglur um vernd gagnvart rusl- póstinum eru mismunandi í ríkjum ESB. Sums staðar, þ.á m. í Þýska- landi, Danmörku og Finnlandi, þarf að biðja fólk leyfis áður en fyrirtæki sendir auglýsingar inn á netfangið. Evrópusambandið Aðgerðir gegn rusl- tölvupósti HLUTFALL atvinnulausra jókst í 4,2% í Bandaríkjunum í janúar og er það nú meira en verið hefur í sextán mánuði. Að undanförnu hafa bíla- verksmiðjur og fleiri stórfyrirtæki sagt upp þúsundum manna. Verð féll á hlutabréfamörkuðum vestra í gær og dollarinn lækkaði nokkuð gagnvart evrunni. Hagvöxt- ur í Bandaríkjunum mældist 1,4% á síðasta fjórðungi liðins árs og hefur þá talan verið leiðrétt í samræmi við hefðbundnar árstíðasveiflur. Hefur vöxturinn minnkað mjög í landinu tvo síðustu mánuði og að sögn Alans Greenspans seðlabankastjóra er hugsanlegt að hann sé nú nær eng- inn. Vextir voru lækkaðir um hálft prósent í vikunni til að reyna að hleypa aftur lífi í hagkerfið. Sumir sérfræðingar óttast að tíu ára samfellt vaxtarskeið í Bandaríkj- unum, hið lengsta í sögu þjóðarinn- ar, sé á enda. Aðrir álíta að miklar vaxtalækkanir seðlabankans muni duga til að stöðva niðursveifluna. Bandaríkin Atvinnuleysi eykst Washington. AP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.