Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 16

Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 16
FRÉTTIR 16 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tæknilegar uppl‡singar 105 hestöfl, 1,6i, 16 ventla Bensíney›sla skv. Evrópusta›li: Beinskiptur/Sjálfskiptur Utanbæjar: 7,6l / 7,7l Sjálfvirkt fjórhjóladrif, Veghæ›: 19,0cm Í VIÐAUKA með skýrslu um starf- semi Barnaverndarstofu fyrir árin 1995–1999 og barnaverndarnefnda á Íslandi frá 1996–1999 kemur fram að dregið hefur úr kærum vegna kynferðisafbrota um fjórðung frá því lögum um meðferð opinberra mála var breytt hinn 1. maí 1999. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir þetta al- varlegt mál. „Almennt má segja að því fleiri mál sem ekki hljóta lög- reglurannsókn, því færri mál upp- lýsast,“ segir Bragi. „Á meðan gömlu lagaákvæðin giltu þá bar lögreglan ábyrgð á skýrslutöku barna sem grunur lék á að hefðu sætt kynferðisofbeldi,“ segir Bragi. Hann bendir á að lög- reglan hafi verið einn af þeim að- ilum sem stofnuðu Barnahús og hafði aðstöðu þar. „Þegar barna- verndarnefndirnar fengu tilkynn- ingar var málið einfaldlega sent í Barnahúsið þar sem lagt var mat á það. Þar fékk barnið strax rann- sóknarviðtal eða eftir atvikum skýrslutöku sem framkvæmd var af sérfræðingi, læknisrannsókn, greiningu og meðferð. Þetta var til þess að gera mjög einfalt og auðvelt í framkvæmd,“ segir Bragi. Samkvæmt nýjum lagaákvæðum er ekki gert ráð fyrir viðtali við barnið um meint brot nema það sé gert eftir ákvörðun dómarans. Þá þurfi að setja upp svokallað dóm- þing. „Dómarinn kallar þá til full- trúa frá ákæruvaldinu og lögreglu. Það þarf að skipa réttargæslumann fyrir barnið, það þarf að gefa verj- anda meints sakbornings kost á að vera viðstaddur, fulltrúa barna- verndarnefnda og þar fram eftir götunum,“ segir Bragi. Þessi ferill sé orðinn mjög viðurhlutamikill. Bragi bendir á að þegar fyrst vaknar grunur um kynferðislegt of- beldi sé sá grunur yfirleitt mjög óljós. Við þær aðstæður þykir barnaverndarnefndum erfitt að fara fram á svo viðurhlutamikla at- höfn sem skýrslutaka fyrir dómi er. Þess vegna hefur þróunin verið sú að nefndirnar óska gjarnan eftir svokölluðu könnunarviðtali í Barna- húsi. Hvorki lögregla né dómstólar komi að slíkum viðtölum. Eftir við- talið ákveður barnaverndarnefndin framhald málsins. Ef málið er kært þurfi barnið aftur að ganga í gegn- um allan ferilinn á nýjan leik, þ.e. með endurteknu viðtali, nú fyrir dómi. Bragi segir að það hafi komið í ljós að nefndirnar hafi tilhneigingu til að láta könnunarviðtalið duga. „Það þýðir að lögreglan kemur aldr- ei að þessum málum. Þannig fækkar kærun- um,“ segir Bragi. „Þetta teljum við afar óheppilegt.“ Aukin eftirspurn eftir meðferð Mikil aukning hefur orðið í eftirspurn eftir meðferð fyrir börn og unglinga. Barnavernd- arstofu bárust hátt í hundrað umsóknir um meðferðarvistun árið 1999. Þetta er um fjórðungsaukning frá því árið 1997. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að hækk- un á sjálfræðisaldri úr 16 í 18 ár hafi valdið straumhvörfum varð- andi eftirspurn eftir meðferð. „Þetta gerist í raun á tveimur ár- um þar sem þeir sem voru orðnir 16 ára fyrir 1. janúar 1998 héldu sjálf- ræði sínu þannig að það tók tvö ár þar til þessi áhrif hækkaðs sjálf- ræðisaldurs komu að fullu fram,“ segir Bragi. „Áhrifanna fer mjög fljótlega að gæta á árinu 1998 en kemur ekki að fullu fram fyrr en á síðari hluta ársins 1999 og svo árið 2000. Það er meginskýringin á þessari miklu aukningu sem verður í eftirspurn eftir meðferðarvistun,“ segir Bragi. Bráðabirgðatölur fyrir árið 2000 benda til þess að heildar- umsóknarfjöldinn verði um 180, sem er um tvöföldun á tveimur ár- um. Aukin ásókn í meðferð þurfi þó ekki að þýða að ástandið sé verra en áður. „Við sjáum hins vegar eng- in teikn um að það sé að draga stór- kostlega úr þessum vandamálum,“ segir Bragi. Þó hafi heldur hægt á aukningu í neyslu, sérstaklega í yngstu aldurshópunum. Niðurstöð- ur í spurningakönnunum í grunn- skólum bendi einnig til þess. Heildarfjöldi þeirra mála sem til- kynnt eru til barnaverndarnefnda hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Sérstaklega hefur orðið aukning í málum þar sem börnin sjálf eru gerendur með einum eða öðrum hætti, t.a.m. með eiturlyfja- neyslu eða afbrotum. Bragi segir hækkun á sjálfræðisaldri vera meg- inskýringuna á aukningunni. Hún sé þó ekki aðeins hjá eldri börn- unum heldur í öllum aldursflokkum. Þetta telur Bragi benda til þess að samfélagið sé orðið meðvitaðra um barnavernd og um mikilvægi þess að grípa inn í ef eitthvað fer úrskeiðis við upp- eldi barnanna. Þá njóti barnaverndarkerfið í landinu meira trausts en áður. Hluti ástæð- unnar sé einnig sá að nú eru öll mál sem koma á borð lögreglu þar sem börn eru ger- endur afgreidd til barnaverndarnefnda. Afskipti vægari en áður „Það er síðan barnaverndar- nefnda að meta hvort það er nokk- urt tilefni til aðgerða,“ segir Bragi. Í um 85% tilvika er talin þörf á af- skiptum barnaverndaryfirvalda. Í rúmlega helmingi tilvika eru úr- ræðin þó væg. Foreldrum er leið- beint um uppeldi og aðbúnað barns eða börnunum sjálfum veitt rágjöf. Bragi segir að þrátt fyrir að heildarmálafjöldinn fari mjög vax- andi fari hinum svokölluðu þving- unarmálum fækkandi. Hann bendir á að heildarfjöldi tilkynninga til barnaverndarnefnda voru tæplega 2.700 árið 1999. Úrskurðir voru hins vegar aðeins um 40. Barnaverndarnefndir þurfi mun sjaldnar að taka mjög íþyngjandi ákvarðanir á borð við tímabundna eða varanlega forsjársviptingu. Samkvæmt tölum Barnaverndar- stofu var engin forsjársvipting framkvæmd á landinu árið 1999. Þetta segir Bragi að sé í fyrsta skipti sem slíkt gerist. „Þetta þýðir að það tekst betur til um samvinnu foreldra barnanna annars vegar og barnaverndaryfirvalda hins vegar, að leiða málin til farsælla lykta. Þetta endurspeglar þá hugmynda- fræði í barnaverndarmálum sem gerir ráð fyrir því að menn eigi að leita allra leiða til að ná fram um- bótum í góðri samvinnu og samráði við foreldrana. Sú stefna virðist hafa skilað árangri,“ segir Bragi. Þá hafi þekking almennings og fagfólks, t.d. í skólum og heilbrigð- iskerfi vaxið mjög á undanförnum árum. „Menn eru núna að takast á við vandamál hjá börnum sem ekki þótti tilefni til að sinna fyrir 5 eða 10 árum,“ segir Bragi. Meðan kerf- ið var óburðugra hafi heldur ekki verið svigrúm til að sinna nema allra alvarlegustu málum. Meðferð auðveldri á landsbyggðinni Þegar Barnaverndarstofa hóf starfsemi rann 24% af heildar- rekstrarkostnaði til einkarekinna meðferðarheimila. Nú er hlutfallið 70%. „Barnaverndarstofa setti sér það markmið frá upphafi að gera ýmsar grundvallarbreytingar á þessu meðferðarkerfi. Þær fólust meðal annars í því að öll langtíma- meðferð á vegum Barnaverndar- stofu yrði sem mest flutt yfir í það sem við kölluðum fjölskyldurekin meðferðarheimili,“ segir Bragi. Rekstur þeirra yrði tryggður með þjónustusamningum við einkaaðila. „Rökin fyrir þessu eru margþætt en kannski einkum þau að við vild- um hafa einingarnar smáar og að börnunum yrðu skapaðar það sem við getum kallað fjölskylduaðstæð- ur.“ Börnin þurfi sum að vera í meðferð í 1–2 ár og þá er mikilvægt að það sé alltaf einhver til staðar fyrir barnið og veiti því „tilfinninga- lega næringu.“ Það segir Bragi að sé erfitt að tryggja í stofnunum þar sem unnið er eftir vaktakerfi. „Með þessum hætti töldum við að við gætum annars vegar samþætt markmið meðferðar og hins vegar kosti og gildi heilbrigðs fjölskyldu- lífs sem unglingarnir hefðu oft farið á mis við.“ Fjórum ríkisstofnunum var því lokað og gengið til samninga við einkaaðila. Þetta fyrirkomulag sé ódýrara fyrir ríkið þegar upp er staðið. Bragi segir þessa breytingu því hafa komið mjög vel út, bæði fag- lega og fjárhagslega. Þá sé með- ferðarkefið mun sveigjanlegra en áður var og auðveldara að mæta nýjum og breyttum kröfum til þess. „Við fluttum þessar meðferðar- stofnanir að verulegu leyti út á landsbyggðina. Okkur fannst vera sterk fagleg rök fyrir því. Reynslan hafði kennt okkur það að langtíma- meðferð í höfuðborginni á erfitt uppdráttar vegna alls kyns freist- inga og áreitis,“ segir Bragi. Börn og unglingar á meðferðarheimilum fá betri frið á landsbyggðinni t.d. til að rjúfa óheppileg félagstengsl og taka til við skólanám á nýjan leik. Náttúra landsins, umgengni við menn og málleysingja og nándin í sveitarsamfélaginu skapi gjarnan nýjan veruleika sem þessi börn kunni vel að meta. Forstjóri Barnaverndarstofu segir hækkaðan sjálfræðisaldur hafa valdið straumhvörfum í eftirspurn eftir meðferð fyrir börn og unglinga Ný lög leitt til færri kæru- mála vegna kynferðisafbrota Bragi Guðbrandsson VARÐSTJÓRI umferðardeildar lög- reglunnar í Reykjavík sagði reglu- gerð um bann við lausagangi bifreiða ekki hafa verið framfylgt af lögregl- unni, hvorki nú né fyrr. Aðeins í afar fágætum tilfellum væri gripið til að- gerða þegar lögreglumenn kæmu að mannlausum bílum í lausagangi og það væri þegar bifreiðar væru skild- ar eftir í miðborginni og hætta gæti talist á þjófnaði. Þá væru bílarnir fjarlægðir og þeim ekið á lögreglu- stöðina þar sem eigendur gætu vitj- að þeirra. Þetta væri hins vegar fá- títt og lítið sem ekkert væri annars um afskipti lögreglumanna af bílum sem eigendur skildu eftir í gangi. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í vikunni hefur Landvernd gert athugasemd við fjarræsingu bifreiða, segir hana óæskilega með tilliti til mengunar og vitnar til reglu- gerðar um varnir gegn loftmengun af völdum hreyfanlegra uppsprettna þar sem segir að óheimilt sé að skilja ökutæki eftir í gangi þegar þau eru yfirgefin. Jafnframt sé óheimilt að láta vélar kyrrstæðra ökutækja ganga lengur en í örstutta stund nema sérstaklega standi á. Aðspurð- ur kvaðst varðstjóri umferðardeildar ekki vita hvort eða hver viðurlög eða sektir við brotum á reglugerðinni væru enda hefði aldrei komið til þess að slíku væri beitt. Reglugerð um bann við lausagangi ekki framfylgt Í NÝÚTKOMINNI ársskýrslu Nor- rænu málflutningskeppninnar sem haldin var í fyrra og fjallaði um Mannréttindasáttmála Evrópu segir Niels Pontoppidan, fyrrverandi for- seti hæstaréttar Danmerkur, að hann hafi áhyggjur af þeirri þróun sem leiðir til þess að skilningur á því sem telst til mannréttinda verði smátt og smátt víðtækari. Mannrétt- indi fari með því að taka til ýmiss konar víðtækra félagslegra réttinda, s.s. þeirra sem varða vinnumarkað- inn, umhverfismál o.s.frv. „Ég tel að menn þurfi að hugsa sig vel um áður en þeir setja slík réttindi í lög. Með því verða þau bundin eftirliti dóm- stóla og í því felst hætta á að dóm- stólarnir dragist inn í átök sem ég tel að eigi að fara fram á vettvangi stjórnmála,“ segir Pontoppidan. Pontoppidan, fyrrver- andi forseti hæsta- réttar Danmerkur Varhugavert að telja félags- leg réttindi til mannréttinda ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.