Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 17
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 17  SIGURGEIR Kristjánsson varði 8. desember slíðastliðinn doktors- ritgerð í eðlisfræði hálfleiðara- leysa við Chalm- ers-tækni- háskólann í Gautaborg í Svíþjóð. Hálfleiðara- leysar eru í dag ljósgjafinn í ljós- leiðaranetum og koma fyrir í geisladiskaspil- urum (CD, DVD, MO o.fl.), auk þess sem þeir nýtast í læknisfræði og ýmiss konar mælitækni svo eitthvað sé nefnt. Doktorsritgerðin nefnist „Grat- ing-Coupled Surface-Emitting Lasers: Circular and Unstable Resonator Geometries“. Í ritgerð- inni er lýst rannsóknum á ákveð- inni tegund hálfleiðaraleysa þar sem raufar á yfirborði hálfleið- arakristals beina geislum leysisins út frá yfirborði kristalsins, vegna ljósbognunar, í stað þess að beina geislunum frá kanti hans eins og venjulega er gert. Þessi nýja hönnun gerir mögulegt að byggja inn linsuverkun í sjálfan leysinn og móta þannig form leysigeislans í stað þess að nota ytra linsukerfi, sem er bæði erfitt og dýrt, ef tillit er tekið til fjöldaframleiðslu og nýtanleika leysanna. Leysar sem eru þannig skilgreindir með rauf- um gefa einnig möguleika á að hanna leysa með mismunandi lög- un bylgjuhols og beindust rann- sóknir verkefnisins einkum að hringlaga og óstöðugum bylgjuhol- um. Rannsóknirnar hafa sýnt að tiltölulega smávægilegar breyt- ingar á lögun bylgjuhols geta leitt til verulega bættra eiginleika leysigeislans. Rannsóknirnar voru að hluta til unnar í samvinnu við The Optical Sciences Center í Tuscon, Arizona, Bandaríkjunum. Aðalleiðbeinendur með rann- sóknunum voru prófessor Anders Larsson og dr. Niklas Eriksson við Chalmers, en andmælendur voru prófessor John NcInerney frá National University of Ireland í Cork (ásamt New Mexico Optical Sciences Center), prófessor Magn- us Wilander (Chalmers), dr. Rich- ard Schacht (Kungl. Tekniska Högskolan) og dr. Stellan Jacobs- son (Radians Innova). Sigurgeir Kristjánsson fæddist 7. desember 1964 á Akranesi, son- ur Guðmundu Árnadóttur og Kristjáns Sigurgeirssonar. Að loknu stúdentsprófi frá FB 1985 lauk Sigurgeir B.Sc.-prófi í eðlisfræði frá ríkisháskóla Kali- forníu í San José í Bandaríkjunum 1989 og M.Sc.-prófi í eðlisfræði frá sama skóla 1991. Á árunum 1992 til 1995 starfaði Sigurgeir við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og hóf doktors- nám við rafmagns- og tölvuverk- fræðideild Chalmers-tækniháskól- ans í Gautaborg í Svíþjóð 1995. Þaðan lauk hann Lic. Tekn.-prófi árið 1998 og nú doktorsprófi í des- ember 2000. Sigurgeir starfar nú við Chalmers-tækniháskólann í Gautaborg. Doktor í eðlisfræði hálfleiðara- leysa Sigurgeir Kristjánsson FÓLK FULLTRÚARÁÐSFUNDUR Landssambands kúabænda verð- ur haldinn í Reykjavík á þriðjudag og meðal umfjöllunarefna verður hvort fresta eigi fyrirhuguðum innflutningi á fósturvísum úr norskum kúm. Ekki lögformleg tillaga Bréf þessa efnis hefur verið sent fulltrúunum en ekki er um formlega tillögu að ræða. Andstaða við innflutninginn hefur farið vaxandi í þjóðfélaginu og einnig meðal kúabænda. Reiknað er með að fundurinn, sem 32 fulltrúar allra aðildarfélaga landssambandsins sitja, muni senda frá sér ályktun um málið. Tillaga um frestun á innflutn- ingnum var sem kunnugt er sett fram í stjórn Bændasamtakanna nýlega og þá frestað til umfjöll- unar á Búnaðarþingi í mars. Fulltrúaráðsfundur kúabænda Frestun á innflutningi fósturvísa til umræðuHREPPSNEFND Vatnsleysu- strandarhrepps samþykkti ein- róma á fundi sínum í vikunni þá beiðni borgarstjórans í Reykjavík, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, að flugvöllur í Hvassahrauni verði einn valkosta í atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa sem fyrirhuguð er í mars nk. um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Hvassa- hraun er í landi hreppsins sem gef- ur þetta vilyrði sitt sem landeig- andi. Sem kunnugt er var Hvassahraun talið álitlegur kostur í skýrslu sem Stefán Ólafsson pró- fessor vann fyrir Reykjavíkurborg. Þóra Bragadóttir, oddviti hreppsnefndar Vatnsleysustrand- arhrepps, sagði við Morgunblaðið að staðsetning flugvallar í Hvassa- hrauni væri litin jákvæðum augum í hreppsnefnd. Málið hefði þó ekki hlotið mikla umræðu utan um- ræddrar samþykktar í vikunni. Hún taldi að við fyrstu sýn gæti Hvassahraunsflugvöllur orðið til mikilla hagsbóta fyrir sveitarfélag- ið, einkum með tilliti til atvinnu- mála, en þetta þyrfti að ræða nán- ar. Hvassahraun verður valkostur NETVERSLUN Á mbl.is Drykkjarbrúsi aðeins kr. 400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.