Morgunblaðið - 03.02.2001, Qupperneq 17
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 17
SIGURGEIR Kristjánsson varði
8. desember slíðastliðinn doktors-
ritgerð í eðlisfræði hálfleiðara-
leysa við Chalm-
ers-tækni-
háskólann í
Gautaborg í
Svíþjóð.
Hálfleiðara-
leysar eru í dag
ljósgjafinn í ljós-
leiðaranetum og
koma fyrir í
geisladiskaspil-
urum (CD, DVD,
MO o.fl.), auk
þess sem þeir nýtast í læknisfræði
og ýmiss konar mælitækni svo
eitthvað sé nefnt.
Doktorsritgerðin nefnist „Grat-
ing-Coupled Surface-Emitting
Lasers: Circular and Unstable
Resonator Geometries“. Í ritgerð-
inni er lýst rannsóknum á ákveð-
inni tegund hálfleiðaraleysa þar
sem raufar á yfirborði hálfleið-
arakristals beina geislum leysisins
út frá yfirborði kristalsins, vegna
ljósbognunar, í stað þess að beina
geislunum frá kanti hans eins og
venjulega er gert. Þessi nýja
hönnun gerir mögulegt að byggja
inn linsuverkun í sjálfan leysinn
og móta þannig form leysigeislans
í stað þess að nota ytra linsukerfi,
sem er bæði erfitt og dýrt, ef tillit
er tekið til fjöldaframleiðslu og
nýtanleika leysanna. Leysar sem
eru þannig skilgreindir með rauf-
um gefa einnig möguleika á að
hanna leysa með mismunandi lög-
un bylgjuhols og beindust rann-
sóknir verkefnisins einkum að
hringlaga og óstöðugum bylgjuhol-
um. Rannsóknirnar hafa sýnt að
tiltölulega smávægilegar breyt-
ingar á lögun bylgjuhols geta leitt
til verulega bættra eiginleika
leysigeislans. Rannsóknirnar voru
að hluta til unnar í samvinnu við
The Optical Sciences Center í
Tuscon, Arizona, Bandaríkjunum.
Aðalleiðbeinendur með rann-
sóknunum voru prófessor Anders
Larsson og dr. Niklas Eriksson
við Chalmers, en andmælendur
voru prófessor John NcInerney
frá National University of Ireland
í Cork (ásamt New Mexico Optical
Sciences Center), prófessor Magn-
us Wilander (Chalmers), dr. Rich-
ard Schacht (Kungl. Tekniska
Högskolan) og dr. Stellan Jacobs-
son (Radians Innova).
Sigurgeir Kristjánsson fæddist
7. desember 1964 á Akranesi, son-
ur Guðmundu Árnadóttur og
Kristjáns Sigurgeirssonar.
Að loknu stúdentsprófi frá FB
1985 lauk Sigurgeir B.Sc.-prófi í
eðlisfræði frá ríkisháskóla Kali-
forníu í San José í Bandaríkjunum
1989 og M.Sc.-prófi í eðlisfræði frá
sama skóla 1991.
Á árunum 1992 til 1995 starfaði
Sigurgeir við Raunvísindastofnun
Háskóla Íslands og hóf doktors-
nám við rafmagns- og tölvuverk-
fræðideild Chalmers-tækniháskól-
ans í Gautaborg í Svíþjóð 1995.
Þaðan lauk hann Lic. Tekn.-prófi
árið 1998 og nú doktorsprófi í des-
ember 2000. Sigurgeir starfar nú
við Chalmers-tækniháskólann í
Gautaborg.
Doktor
í eðlisfræði
hálfleiðara-
leysa
Sigurgeir
Kristjánsson
FÓLK
FULLTRÚARÁÐSFUNDUR
Landssambands kúabænda verð-
ur haldinn í Reykjavík á þriðjudag
og meðal umfjöllunarefna verður
hvort fresta eigi fyrirhuguðum
innflutningi á fósturvísum úr
norskum kúm.
Ekki lögformleg tillaga
Bréf þessa efnis hefur verið
sent fulltrúunum en ekki er um
formlega tillögu að ræða.
Andstaða við innflutninginn
hefur farið vaxandi í þjóðfélaginu
og einnig meðal kúabænda.
Reiknað er með að fundurinn, sem
32 fulltrúar allra aðildarfélaga
landssambandsins sitja, muni
senda frá sér ályktun um málið.
Tillaga um frestun á innflutn-
ingnum var sem kunnugt er sett
fram í stjórn Bændasamtakanna
nýlega og þá frestað til umfjöll-
unar á Búnaðarþingi í mars.
Fulltrúaráðsfundur kúabænda
Frestun á innflutningi
fósturvísa til umræðuHREPPSNEFND Vatnsleysu-
strandarhrepps samþykkti ein-
róma á fundi sínum í vikunni þá
beiðni borgarstjórans í Reykjavík,
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur,
að flugvöllur í Hvassahrauni verði
einn valkosta í atkvæðagreiðslu
meðal borgarbúa sem fyrirhuguð
er í mars nk. um staðsetningu
Reykjavíkurflugvallar. Hvassa-
hraun er í landi hreppsins sem gef-
ur þetta vilyrði sitt sem landeig-
andi. Sem kunnugt er var
Hvassahraun talið álitlegur kostur
í skýrslu sem Stefán Ólafsson pró-
fessor vann fyrir Reykjavíkurborg.
Þóra Bragadóttir, oddviti
hreppsnefndar Vatnsleysustrand-
arhrepps, sagði við Morgunblaðið
að staðsetning flugvallar í Hvassa-
hrauni væri litin jákvæðum augum
í hreppsnefnd. Málið hefði þó ekki
hlotið mikla umræðu utan um-
ræddrar samþykktar í vikunni.
Hún taldi að við fyrstu sýn gæti
Hvassahraunsflugvöllur orðið til
mikilla hagsbóta fyrir sveitarfélag-
ið, einkum með tilliti til atvinnu-
mála, en þetta þyrfti að ræða nán-
ar.
Hvassahraun
verður valkostur
NETVERSLUN Á mbl.is
Drykkjarbrúsi
aðeins kr. 400