Morgunblaðið - 03.02.2001, Page 22

Morgunblaðið - 03.02.2001, Page 22
LANDIÐ 22 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Borgarnesi - Þeir kveðja vikulegt nudd og gufubað karlarnir í ,,Svita- klúbbnum“ í Borgarnesi, nú þegar aðstaðan sem Rakel Jóhannsdóttir nuddari hafði yfir að ráða hefur verið tekin undir sólbaðstofu í eigu Borgarbyggðar. Aðstaðan hefur hingað til verið í Íþróttahúsinu í Borgarnesi, en ennþá hefur ekki fundist hentugt húsnæði fyrir nýja nuddstofu. Karlarnir í ,,Svita- klúbbnum“ hafa hist síðdegis á hverjum föstudegi í áratug, svitnað í gufu og fengið slakandi nudd hjá Rakel. Þeir voru eðlilega daprir yf- ir endalokunum þegar fréttaritari smellti sér inn í klefann til þeirra og tók myndir, en vonast til þess að úr rætist síðar. Ef einhver veit um nýja aðstöðu má hinn sami láta þá félaga vita. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Gufubaðshópurinn. Frá vinstri: Sigurgeir Erlendsson, Jakob Skúlason, Jón G Ragnarsson, Þorsteinn Benjamínsson, Guðjón Karlsson og Hilmar Már Arason Fyrir framan þá er Rakel Jóhannsdóttir nuddari. Svita- klúbbinn vantar húsnæði Selfossi - Bændur úr Árnes- og Rangárvallasýslu fjölmenntu til fundar Guðna Ágústssonar, land- búnaðarráðherra, sem hann boðaði til í Þingborg í Hraungerðishreppi undir heitinu „Árdegið kallar áfram liggja sporin“. Framsögumenn á fundinum voru auk Guðna Guð- mundur Helgason, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, og Magn- ús B. Jónsson, rektor Landbúnað- arháskólans á Hvanneyri. Líflegar umræður urðu á fundinum og snarp- ar á köflum, einkum þegar kom að heimildum til innflutnings fósturvísa frá Noregi og nautakjöti frá Írlandi. Hljóp þá mönnum kapp í kinn og ekki síst ráðherranum sem svaraði fyrir sig fullum hálsi; beittum spurn- ingum, framíköllum og aðdróttunum frá fundarmönnum. Guðmundur Helgason, ráðuneyt- isstjóri, sagði greinilegt að velvilji væri í landinu í garð bænda sem yrðu að leggja sig fram um að tileinka sér nýja hugsun varðandi markaði sína og nýtingu lands. Hann sagði og að stofnanir landbúnaðarins ættu óunn- ið verk í rannsóknum fyrir bændur til að styðja þá í að tileinka sér nýja hugsun. Hætt væri nú að nýta landið eingöngu til fóðuröflunar, segja mætti að það væri falt og mikilvægt að horfa á aðra nýtingu þess. Mark- aðurinn væri mikilvægur bændum hvort sem um matvæli væri að ræða eða þjónustu en í öllum tilfellum byggðist árangurinn á gæðum. Þá sagði hann nauðsynlegt að taka kúa- riðumál til umræðu hér á landi, frá öllum hliðum. Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, brýndi bændur til sóknar og samstöðu í sínum málum. „Mér finnst bændastéttin nokkuð sundr- uð,“ sagði Guðni og vísaði til þess að búgreinafélögin virtust ekki treysta samstöðu heildarinnar. „Hver grein þarf að eiga sinn saumaklúbb til að ræða sérmálin en upp úr þessum hópum getur komið sterkurog sam- einaður bændahópur. Bændur þurfa að standa saman,“ sagði Guðni og hvatti til félagshyggju í starfi bænda. „Félagshyggjan er þannig að hún þarf að enduróma það sem fólkið er að hugsa,“ sagði hann. Guðni sagðist hafa áhyggjur af af- komu bænda. Það væri mikil munur á afkomu þeirra, hún væri allt frá því að vera slök til þess að vera mjög góð. „Menn þurfa að hugsa um af- komu sína, ég hef áhyggjur af þró- uninni,“ sagði Guðni og benti á að þó ungir bændur væru bjartsýnir væru þeir skuldugir og leita þyrfti leiða til að lagfæra starfsumhverfið, m.a. með því að lækka verð á kvóta. Fundarmenn lögðu greinilega vel við hlustir þegar Guðni ræddi um fóstur- vísa frá Noregi og innflutning á kjöti frá Írlandi. Hann sagðist hafa vandað til verka og kallað til færustu vís- indamenn sem töldu að fóstur- vísainnflutningur væri hættulaus. Noregur væri hreinn og laus við kúariðu. Hann sagði mikla ásókn í að flytja inn kjöt og yfirdýralæknir ætti í mikilli bar- áttu við kaupmenn sem sæktu stíft á um innflutning. Guðni benti á að bændur byggju nú við vinsamlegt ríkisvald sem veitti 3,5 milljarða til niðurgreiðslu landbúnaðarvara og það væri ekki öruggt að ríkisvaldið yrði alltaf jafn vinsamlegt í þessa veru. Alltaf væri hætta á að þrengt yrði að niður- greiðslu og reynt að opna fyrir meiri innflutning. Fjölmenni á fundi með landbúnaðarráðherra Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra boðaði til fundar: „Árdegið kallar áfram liggja sporin.“ Blönduósi - Austurhúnvetnskir kúa- bændur fjölmenntu á fund á Blöndu- ósi sl. fimmtudag og lýstu þar yfir einróma stuðningi við að Landsam- band kúabænda ( LK ) frestaði inn- flutningi á fósturvísum úr NRF kúa- kyninu norska. Jafnframt lagði fundurinn áherslu á að til þyrfti að koma almenn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna LK ef hugað yrði að innflutningi aftur. Auk þessa skoraði fundurinn á landbúnaðarráðherra og ríkisstjórn að herða mjög eftirlit með innflutn- ingi á kjöt- og mjólkurafurðum þann- ig að fyllsta öryggis gagnvart sjúk- dómum og smithættu sé gætt. Það var almenn skoðun bænda að traust eftirlit tryggði best hag neytenda og velferð og verndaði hreinleika ís- lenskrar landbúnaðarframleiðslu. A-Húnavatnssýsla Kúabændur vilja fresta innflutningi fósturvísa Mývatnssveit - Hinn fyrsta febrúar ár hvert hefst nýtt veiðitímabil við Mývatn með því að vatnsbændur höggva, bora eða saga vakir á ís- inn, ýmist til að setjast þar á skrínu sína með dorg í hendi, eða koma neti undir ís. Margir lögðu net sín fyrsta febrúar og eru nú í dag að vitja um. Þeir feðgar Hinrik Sigfússon og Jón Ingi sonur hans, bændur í Vogum, lögðu net sín vestur af Geitey og voru í vitjun í morgun þeg- ar tíðindamann bar þar að. Veiðin var góð, 3–4 bröndur í net, 600 til 1.200 grömm flestar en stærst þriggja kg bleikja. Allt var það feitur og fallegur silungur sem þeir fengu. Ísinn er nú yfir 40 cm þykkur og nokkuð mikið vatn á honum eftir vatnsveður í gær og hlákur að undanförnu. Hvasst var í morgun við Mývatn, frostlaust veður og erfitt að fóta sig á ísnum nema á mannbroddum. Fyrr á árum var veiðin í Mývatni ein af und- irstöðum þess að öflugt mannlíf gat þrifist í sveitinni og var auk þess bjargræði fyrir fólk úr öðrum sveitum. Nú eru færri háðir veiðinni en samt fara margir á vatn sem áður og til- burðir hinir sömu þótt tæknin sé á nokkrum sviðum komin til að auðvelda mönnum vinn- una. Þar má fyrst til nefna kafarann sem not- aður hefur verið á vatninu síðan 1935 til að auðvelda að koma netinu undir ísinn. Árið 1935 kom bréf með teikningum af kaf- ara sem notaður var við Winnipegvatn. Þór- arinn Stefánsson, Mývetningur sem flust hafði til Kanada, sendi fólki sínu teikningarnar. Jón Sigtryggsson, bóndi í Syðri-Neslöndum, og Arinbjörn Hjálmarsson í Vagnbrekku smíðuðu þá fyrsta kafarann hér um slóðir eftir teikn- ingunni. Kafarinn sá var að stofni til fjögurra m langt tréborð allbreitt. Honum er stungið ofan um vök og flýtur hann þá uppundir ísinn. Gaffall eða klóra á þolinmóði er tengd snæri sem nær upp úr vökinni. Þegar snærið er keip- að klórar kafarinn sig áfram beina leið undir ísnum að næstu vök. Þetta er hið hugvits- samlegasta tæki en ekki er vitað hvort upp- runinn er frá indíánum eða öðrum. Ekki voru allir hrifnir af kafara hér fyrst í stað. Reyndur veiðibóndi taldi að hann fældi fiskinn frá net- inu og sumir af þeirra tíma kynslóð notuðu hann aldrei, en fyrir löngu er hann nú orðinn sjálfsagt hjálpartæki meðal Mývatnsbænda. Víkverji Morgunblaðsins spurði nýlega um veiði gegnum ís og framfarir í slíku sem sóttar hefðu verið til vesturheims, meðal annars fyr- ir hann er þetta sett hér á blað. Með tilkomu kafara fækkaði mikið þeim vökum sem höggva þurfti til að draga net und- ir ísinn, þannig að nú þurfti aðeins að gera vök við enda nets. Áður var notuð svonefnd spíra sem var trérenningur og takmarkaðist fjar- lægð milli vaka af lengd spírunnar. Þurfti þá þetta fjórar til fimm vakir fyrir hvert net, en ísinn er oft þykkur á Mývatni, 40–70 m, og var íshöggið erfiðisvinna. Annað tæki kom miklu síðar til að létta mönnum þessi störf og var það handsnúinn ísbor sem kom frá Norð- urlöndum, hann létti mönnum verulega gerð vakanna en áður þurfti að höggva vök með ísabroddi, sem var stuttur járnkarl með mynd- arlegu tréskafti. Með tilkomu bors varð ekki tiltökumál að gera sér vakir, svo margar sem þurfa þótti. Héðinn bóndi á Geiteyjarströnd fór víða um land á vegum Búnaðarfélags Íslands um miðj- an níunda áratuginn og leiðbeindi um veiði- skap. Hann hafði þá með sér endurbætta gerð af kafara sem hann seldi veiðimönnum. Þessir kafarar voru smíðaðir á trésmíðaverkstæði Sniðils í Mývatnssveit, þeir eru meðfærilegri en hinir gömlu og aðeins um 180 cm langir. Sniðill hefur smíðað slíka kafara og haft til sölu síðan. Hinrik og Jón Ingi fylgjast með nýjungum í veiðitækni og saga nú vakir sínar með glæ- nýrri finnskri íssög, en fyrst þurfa þeir að bora gat til að koma sagarblaðinu gegnum ís- inn. Þegar ísklumpurinn hefur verið sagaður er honum kippt upp á skörina, síðan er snæri dregið milli vaka með kafaranum og því næst netið. Silungurinn sem veiðist úr Mývatni er snæddur nýr, látinn signa, léttsaltaður eða reyktur og er alltaf hnossgæti. Vetrarveiði hafin í Mývatni Morgunblaðið/BFH Víða var skel yfir aðalísnum og skáru bílarnir gegnum hana. Jón Ingi skoðar í netið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.