Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 24

Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 24
VIÐSKIPTI 24 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SEÐLABANKINN kynnti í gær nýja verðbólguspá sína og viðhorf til vaxta- og gengismála í tengslum við væntanlega útgáfu 1. tölublaðs Peningamála, ársfjórðungsrits bankans, á þessu ári. Verðbólguspá bankans er óbreytt frá því í nóvember, eða 4,6% frá upphafi til loka þessa árs. Seðlabankinn bendir á að verð- bólga á seinni hluta síðasta árs hafi verið minni en flestir bjuggust við og hafi hjaðnað úr um það bil 6% á vormánuðum í 3½% í byrjun þessa árs, þrátt fyrir umtalsverða lækk- un á gengi krónunnar á seinni hluta ársins 2000. Seðlabankinn segir þróun gengis og verðlags undanfarna mánuði vekja þá spurningu hvort samband þessara þátta hafi breyst í grund- vallaratriðum. Hann segir að svo virðist sem skammtímasamband gengis og verðlags hafi veikst veru- lega á undanförnum árum en lang- tímasambandið sé enn fyrir hendi. Þrjár mögulegar skýringar eru nefndar á að þetta samband kunni að vera orðið veikara en áður. Í fyrsta lagi sé meiri breytileiki í genginu en verið hafi og því sé óvissa um hversu varanlegar breyt- ingarnar á því séu. Í öðru lagi kunni að vera að aukin samkeppni geri fyrirtækjum erfiðara að velta gengisáhrifum út í verðlagið og í þriðja lagi sé hugsanlegt að við lágt verðbólgustig veikist skammtíma- sambandið milli gengis og verðlags, meðal annars vegna þess að kostn- aðarsamt sé að breyta verði. Vegna þess að langtímasam- bandið sé enn sterkt gerir bankinn ekki ráð fyrir að áfram dragi úr verðbólgu, heldur muni hún hækka aftur þegar líður á árið. Árið 2002 er hins vegar reiknað með að aftur dragi úr verðbólg- unni. Miðað við óbreytt gengi er gert ráð fyrir betri verðlagshorfum en gert var í nóvember og nú spáir bankinn 2,7% verðbólgu yfir árið 2002. Forsenda þess sé þó að of- þensla hjaðni þegar líður á árið. Ýmsir áhættuþættir eru sagðir fylgja þessari verðbólguspá. Verð- bólgan gæti orðið lægri ef geng- isáhrif koma veikar fram en ráð er fyrir gert eða ef fasteignaverð lækkar á árinu. Það sem valdi óvissu til hækkunar sé hins vegar spenna á vöru- og vinnumarkaði. Því geti skipt máli hversu hratt of- þenslan sem ríkt hefur mun hjaðna. Ekki nægar vísbendingar um að dragi úr ofþenslu Ofþensla og hjöðnun hennar er tekin sérstaklega fyrir í Peninga- málum og þar kemur fram að stundum gætir misskilnings þegar rætt er um hvort ofþensla eða spenna sé að hjaðna. Seðlabankinn segir nýjustu vísbendingar ekki gefa tilefni til að ætla að hagvöxtur og vöxtur þjóðarútgjalda hafi verið marktækt meiri á síðasta ári en Þjóðhagsstofnun hafi spáð í des- ember, þ.e. að hagvöxtur hafi verið 4% og vöxtur þjóðarútgjalda nærri 5½%. Jafnvægishagvöxtur sé hins vegar líklega ekki meiri en 3–4% og vöxturinn þurfi að fara undir jafn- vægisvöxt til að hægt sé að tala um að ofþensla hafi hjaðnað. Seðla- bankinn segir þó að vissar vísbend- ingar séu um að umtalsvert hafi dregið úr einkaneyslu, en á heild- ina litið séu ekki skýrar vísbend- ingar um að ofþensla sé farin að hjaðna. Spurður um þau sjónarmið sem sumir hafa uppi um að nýlegar vaxtalækkanir í Bandaríkjunum auk efnahagsástands hér á landi knýi á um vaxtalækkun Seðlabank- ans segir Birgir Ísleifur Gunnars- son, formaður bankastjórnar Seðlabankans, að tvennt skilji sér- staklega á milli Bandaríkjanna og Íslands í þessum efnum. Annars vegar sé mikil útlánaþensla hér og hins vegar sé mun meiri spenna á vinnumarkaði hér á landi en þar. Marktæk hjöðnun útlánaaukningar Um útlánaaukningu innláns- stofnana er sérstaklega fjallað í Peningamálum og þar kemur fram að útlánaaukning á nafnvirði er um 22% á seinni hluta síðasta árs, líkt og árið 1999. Þegar leiðrétt hefur verið fyrir gengi og verðbólgu sést þó að útlánaaukning var mun minni á seinni helmingi árs í fyrra en árið 1999. Í fyrra var aukningin 13% á ársgrundvelli en 21% árið 1999. Seðlabankinn segir þó að 13% aukning sé fyrir ofan það sem til lengdar samrýmist stöðugleika og lítilli verðbólgu, en þetta bendi þó til marktækrar hjöðnunar í undir- liggjandi útlánaaukningu. Uppspretta útlánaaukningarinn- ar er enn erlent lánsfjármagn, þótt hlutfall þess sem fjármögnun út- lána bankakerfisins hafi minnkað mikið. Árið 1999 stóðu erlend lán á bak við 77% af útlánum bankanna, en í fyrra var hlutfallið 49%. Birgir Ísleifur segir einnig að vaxtalækkunin í Bandaríkjunum nú hafi í raun ekki aukið vaxtamun, því markaðurinn úti hafi verið bú- inn að taka þessa lækkun inn í markaðsvexti. Þá bendir hann einnig á að á evrusvæðinu hafi vextir ekki verið lækkaðir og við skoðun á vaxtamun sé litið til mynt- anna eins og þær séu í gengiskörfu krónunnar og þar vegi evran um þriðjung. Meðal annars með þeim rökum sem hér að framan eru nefnd, sér- staklega útlánaaukningu banka- kerfisins og spennunni á vinnu- markaðnum, kemst Seðlabankinn að þeirri niðurstöðu að ekki sé enn tímabært að slaka á aðhaldi í pen- ingamálum, þ.e. að lækka vexti. Hann muni hins vegar vera tilbúinn að bregðast við ef ótvíræðari merki um kólnun hagkerfisins komi fram. Eindregin skilaboð um að vikmörk gengis verði varin „Seðlabankinn mun beita þeim aðferðum sem hann ræður yfir til þess að halda gengi krónunnar inn- an vikmarka,“ segir í inngangi Pen- ingamála. Þetta eru „okkar ein- dregnu skilaboð til markaðarins“, segir Birgir Ísleifur, og minnir á að Seðlabankinn hafi nýlega gert samning um óskilyrta lántökuheim- ild erlendis að fjárhæð um 21½ milljarð króna til að efla getu sína til þess að verja gengið. Þetta sé viðbót við fyrri viðbúnað. Varðstaða Seðlabankans um vik- mörk krónunnar er einnig tiltekin sem ástæða þess að vöxtum beri að halda háum. Seðlabankinn segir hátt raungengi ekki meginorsök viðskiptahallans, en lýsir þó áhyggjum sínum af því að afleið- ingar viðskiptahallans gætu orðið ótímabær lækkun á gengi krónunn- ar og meiri verðbólga en æskilegt er. Miklar gengisbreytingar, sem oft fylgi óhóflegum viðskiptahalla, geti grafið undan stöðugleika fjár- málakerfisins. Bankinn segir við- skiptahallann stafa af ofþenslunni og að helsta viðfangsefni íslenskrar efnahagsstjórnar um þessar mund- ir sé að vinna bug á henni. Seðlabankinn telur hinn mikla viðskiptahalla nú að nokkru leyti ráðgátu, því hann megi ekki skýra með háu raungengi. Það hafi hækk- að minna í þeirri uppsveiflu sem sé að renna sitt skeið en alla jafna í uppsveiflum síðustu áratuga og það sé nú komið niður í sögulegt 20 ára meðaltal. Seðlabankinn segir að verði gripið til aðgerða á komandi mánuðum og misserum sem bein- ast að rótum viðskiptahallans, með því að stuðla að meiri þjóðhagsleg- um sparnaði, draga úr þjóðarút- gjöldum, minnka spennu á vinnu- markaði og slá á útlánaþenslu, megi koma í veg fyrir frekari geng- islækkun. Birgir Ísleifur segir að þetta beri ekki að túlka sem svo að þessu sé beint sérstaklega til rík- isins. Þessu sé einnig beint til sveit- arfélaga, banka og alls almennings. Allir þurfi nú að sýna aðhaldssemi. Seðlabankinn segist hafa kannað þann kost að hverfa frá því að hafa formleg vikmörk á genginu eins og sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins hafi lagt til, en hafa þess í stað beint verðbólgumarkmið. Hann segir að þessi kostur væri rökrétt framhald í átt til sveigjanlegri gengisstefnu og aukinnar áherslu á verðstöðugleika, en að ákvörðun hafi ekki verið tekin um að stíga þetta skref. Yrði ákvörðun um þetta tekin mundi hún eiga sér að- draganda og verða tekin í samráði við ríkisstjórnina. Jafnvel þótt þetta væri gert segir Seðlabankinn að peningastefnan muni eftir sem áður taka tillit til gengisþróunarinnar og því hafi markaðsaðilar fulla ástæðu til þess að taka mið af núverandi vikmörk- um gengisstefnunnar. Verðbólguspá Seðlabankans fyrir 2001 hin sama og í nóvember Óbreyttir vextir og vikmörkin varin Morgunblaðið/Kristinn Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður stjórnar Seðlabankans, segir mark- aðnum send eindregin skilaboð um að vikmörk gengisins verði varin. Í TÍMARITSVIÐTALI sem birtist á fimmtudag er haft eftir Þorsteini Vilhelmssyni, fyrrum útgerðar- stjóra og eins aðaleiganda Sam- herja hf., að fréttatilkynning sem gefin var út af félaginu 9. júní 1999 í tilefni af starfslokum hans hafi ekki verið sannleikanum sam- kvæm. Verðbréfaþing Íslands hefur kannað málið og leitað skýringa hjá Samherja hf. „Það er niður- staða þingsins að málið gefi ekki tilefni til viðbragða af þess hálfu og að fréttatilkynning Samherja frá 9. júní 1999 hafi verið í samræmi við reglur þingsins um upplýsinga- skyldu útgefenda verðbréfa,“ að því er segir í tilkynningu VÞÍ. Samherji telur vinnubrögð VÞÍ ámælisverð Í kjölfar tilkynningar Verðbréfa- þings Íslands sendi Samherji frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu um málið: „Í sjónvarpsfréttum í gær, þar sem fjallað var um ummæli Þor- steins Vilhelmssonar í tímaritsvið- tali, var haft eftir framkvæmda- stjóra Verðbréfaþings Íslands (VÞÍ) „að mál sem snúa að vísvit- andi broti á upplýsingaskyldu hafi ekki komið upp hér á landi áður“, eins og sagði orðrétt í umræddri frétt. Var þar vísað í fréttatilkynn- ingu af starfslokum Þorsteins Vil- helmssonar. Nú er ljóst að ofangreind um- mæli voru án tilefnis þar eð ekkert brot var framið að hálfu Samherja hf. Þrátt fyrir þetta hefur VÞÍ ekki gefið afdráttarlausa yfirlýsingu um að ummælin hafi verið ótímabær og ekki átt við rök að styðjast. VÞÍ hefur aðeins sent frá sér tilkynn- ingu þess efnis að ekki sé ástæða til að aðhafast nokkuð og frétta- tilkynning Samherja um starfslok Þorsteins Vilhelmssonar hafi verið í samræmi við reglur þingsins um upplýsingaskyldu útgefenda verð- bréfa. Samherji hf. telur að þessi máls- meðferð VÞÍ sé mjög ámælisverð. Í fyrsta lagi bar enga brýna nauð- syn til að tjá sig nokkuð um álita- efnið fyrr en að athuguðu máli. Þar getur tímaritsviðtal eitt og sér ekki gefið VÞÍ tilefni til ályktana. Í öðru lagi ber VÞÍ að viðurkenna mistök sín undanbragðalaust og lýsa því yfir að ekkert hafi verið við umrædda fréttatilkynningu að athuga af hálfu Samherja.“ Verðbréfaþing um fréttatilkynningu frá Samherja Ekki ástæða til við- bragða Búnaðarbankinn hefur gert samning við Íslenska hugbúnaðarsjóðinn, Ís- hug, um sölu á öllum hlutabréfum bankans í fyrirtækjum sem tengjast upplýsingatækni. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki aðalfundar sjóðsins. Með þessu selur Búnaðarbankinn hluti í eftirfarandi fyrirtækjum til sjóðsins: SALT 8,4%, Tölvumyndir 3,6%, Dímon 7,3%, Hópvinnukerfi 13%, i7 8,7%, In-orbit 3,1%, Netverslun Íslands 20% og Menn og mýs 2,3%. Heildarkaupverð er 324 milljónir króna. Búnaðarbankinn mun skrá sig fyrir nýju hlutafé í Íslenska hlutabréfasjóðnum sem nemur and- virði kaupverðsins á genginu 7,0. Í gær voru viðskipti með bréf sjóðsins á Verðbréfaþingi Íslands á genginu 7,5, sem var hækkun um rúm 5%. Hlutur bankans um 9% Eftir þennan samning mun Bún- aðarbankinn eiga rúm 9% í sjóðnum. Fyrir á hlutabréfasjóður Búnaðar- bankans um 11% í sjóðnum. Í kjöl- farið verður bankinn einn stærsti hluthafi Íslenska hlutabréfasjóðsins. Guðmundur Guðmundsson for- stöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Búnaðarbankans segir að bankinn sé með þessu að endurskoða þá nálgun sem hann hafi hingað til haft til fjár- festinga í upplýsingatækni. Búast megi við því að í framtíðinni verði minna um beinar fjárfestingar bank- ans í upplýsingatækni. Samfara samningnum munu félögin væntan- lega auka og efla samstarf sitt á sviði fjárfestinga í upplýsingatækni. Búnaðarbankinn eykur hlut sinn í Íshug Selur öll bréf í upplýs- ingatæknifyrirtækjumDANSKI netbankinn Basisbankhefur gripið til þess ráðs að stór- hækka allan kostnað við lán og færslur viðskiptavina sinna til að rétta fjárhaginn við. Fullyrða dönsk blöð að hækkunin nemi um 97% á kostnaði við útlán og að bankinn reyni að takmarka fjölda nýrra við- skiptavina. Stjórn neytendamála furða sig á þessari stefnubreytingu og hyggjast kanna hvort farið hafi verið að lögum. Nú standa hinir 25.000 viðskipta- vinir bankans frammi fyrir 17% vaxtahækkunum á öllum lánum. Þá hefur bankinn misst forskot sitt í vaxtakapphlaupi banka þar sem lánaprósentan hefur hækkað úr 7,5% í 8,8% án þess að aðstæður hafi breyst. Nú þegar hefur bankinn lánskostnað um 10.000 ísl. kr. Eftir hálft ár munu nýir viðskiptavinir verða að greiða um 12.000 ísl. kr., til að hefja viðskipti í bankanum. Yfirvöld í neytendamálum hyggj- ast kanna hvort bankinn hafi farið að lögum. Árið 1998 féll dómur í Dan- mörku þar sem lagt var að bönkum að gefa eftir rétt sinn til mikilla og skyndilegra hækkana. Þá hefur efnahagsmálaráðherrann fyrirskip- að rannsókn á þeirri ákvörðun að setja á skráningargjald sem ekki er afturkræft fyrstu tvo mánuðina. Basisbank stór- hækkar gjöldin Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.