Morgunblaðið - 03.02.2001, Qupperneq 25
ÚR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 25
SJÓMANNASAMBAND Íslands
hefur fengið niðurstöður frá 20 af
25 félögum varðandi atkvæða-
greiðslu um verkfallsboðun og
samkvæmt þeim er ljóst að mikill
meiri hluti sjómanna er tilbúinn að
fara í verkfall 15. mars, verði ekki
samið áður. „Skilaboðin eru skýr
hvað það varðar,“ segir Sævar
Gunnarsson, formaður Sjómanna-
sambands Íslands, en niðurstöður
úr atkvæðagreiðslu vélstjóra á
fiskiskipum voru á sama veg. At-
kvæðagreiðsla stendur enn yfir hjá
félögum Farmanna- og fiskimanna-
sambands Íslands en henni lýkur
um miðjan mánuðinn.
Af 20 félögum Sjómannasam-
bandsins hafa 17 þeirra samþykkt
verkfallsboðun og segir Sævar að
mikill meiri hluti kjósenda í félög-
unum hafi verið því fylgjandi eða
frá 60 upp í 100% svarenda í ein-
stökum félögum. Hann segir það
ekki hafa komið á óvart. „Ég er
mjög sáttur við niðurstöðuna og
hún er í fullu samræmi við það sem
við var að búast. Þetta sýnir mér
sem forystumanni að vilji félags-
manna til þess að við náum fram
kjarasamningsgerð er ótvíræður.
Sjómenn vilja ekki búa við það
áfram að hafa ekki kjarasamning.“
Þrjú félög eru andvíg verkfalls-
boðun; á Stokkseyri, Selfossi og
Raufarhöfn, en Sævar segir að
hvert þeirra sé með innan við 10
menn á kjörskrá.
Svar hefur ekki borist frá félög-
unum í Keflavík, Hafnarfirði, á
Hólmavík, í Bolungarvík og á Þórs-
höfn.
Vélstjórar
á sama báti
Verkfallsboðun hjá vélstjórum á
fiskiskipum var samþykkt með
miklum meirihluta og kemur til
framkvæmda 15. mars verði ekki
búið að semja fyrir þann tíma.
Á kjörskrá var 1.001 og greiddu
447 atkvæði í atkvæðagreiðslunni
sem er um 41% þátttaka. 357 eða
um 80% sögðu já, 80 eða um 17%
sögðu nei en auðir og ógildir seðlar
voru 10 eða um 3%.
Helgi Laxdal, formaður Vél-
stjórafélags Íslands, segir að 41%
þátttaka sé mjög mikil og ánægju-
leg. Aðeins hafi verið hægt að
halda tvo almenna félagsfundi um
málið og því hafi það verið kynnt í
bréfi, en þessi mikla þátttaka sýni
áhuga félagsmanna. „Frumvarpið á
Alþingi varðandi breytingar á
mönnun skipa fléttast auðvitað líka
inn í þetta og menn eru að sýna
andúð á því,“ segir Helgi.
Atkvæðagreiðslu hjá félögum
Farmanna- og fiskimannasam-
bands Íslands lýkur um miðjan
mánuðinn, að sögn Benedikts Vals-
sonar, framkvæmdastjóra FFSÍ,
og þá verður heildarafstaða allra
sjómannasamtakanna skýr en
Helgi segir liggja fyrir að verkfall
skelli á 15. mars nema búið verði
að semja áður.
Yfirgnæfandi meirihluti sjómanna
fylgjandi verkfallsboðun
„Skilaboðin
eru skýr“
BÁTAR frá Ólafsvík hafa sótt sjóinn vel í blíðunni að
undanförnu. Þegar fréttaritara bar að voru bátar að
streyma inn í höfnina í Ólafsvík og biðu þar eftir löndun.
Aflabrögð voru yfirleitt bærileg eða ,,sæmilegt kropp“
eins og einn trillukarlinn orðaði það. Heldur hefur
glaðnað yfir fiskiríinu á Breiðafirði eftir áramótin en
aflabrögðin í haust þóttu afar léleg, einkum framan af.
Tæplega 230 tonnum var landað í Ólafsvíkurhöfn síð-
ustu vikuna í janúar. Bærilega hefur veiðst á línu en afli
línubáta síðustu viku janúarmánuðar var um 60 tonn.
Morgunblaðið/Elín Una Jónsdóttir
Beðið eftir löndun í Ólafsvík
Ólafsvík. Morgunblaðið.
ÚTGERÐ rússnesk-íslenska togar-
ans Bootes hefur neitað að greiða
sekt vegna meintra brota á samningi
Noregs og Rússlands um veiðar rúss-
neskra skipa í norsku landhelginni og
hyggst fara með málið fyrir norska
dómstóla.
Bootes er einn af þremur togurum
sem gerðir eru út í samvinnu íslenska
fisksölufyrirtækisins Fiskafurða og
sænsk-íslenska sjávarútvegsfyrir-
tækisins Scandsea og er skráður í
Rússlandi. Skipið var nýverið fært til
hafnar í Hammerfest í Noregi vegna
þess að í veiðidagbók togarans kom
fram að hlutfall ufsa í aflanum var of
hátt. Samkvæmt samningum Rússa
og Norðmanna má hlutfall ufsa ekki
vera meira en 25% af heildarafla í
togi. Kveða reglur á um að verði hlut-
fall ufsa í afla hærra, beri skipstjóra
að færa skipið á aðra veiðislóð.
Að sögn Bjartmars Péturssonar,
framkvæmdastjóra Fiskafurða, kom í
ljós að af 11 holum á fyrstu þremur
dögum janúarmánuðar var ufsaafli
yfir leyfilegu hámarki í þremur holum
eða einu hali á dag. Skipið var þá við
veiðar norðarlega í norsku landhelg-
inni. Hann segir að í öll skiptin hafi
skipstjórinn fært skipið til og þannig
talið sig fara eftir settum reglum.
Norska strandgæslan telji aftur á
móti að skipið hafi ekki fært sig nógu
langt. „Það stendur hinsvegar hvergi
í reglum hversu langt þarf að færa
skipið fari ufsaafli yfir leyfilegt hár-
mark. Reglurnar eru því ekki nógu
skýrar hvað þetta varðar, enda er al-
gengt að skip séu færð til hafnar í
Noregi vegna þessa.“
Tekin var lögregluskýrsla af skip-
stjóra Bootes og hann sektaður um
tæpar 150 þúsund íslenskar krónur
en útgerðin um rúmar 4,4 milljónir
króna. Bjartmar segir að sektinni hafi
þegar verið mótmælt og farið verði
með málið fyrir norska dómstóla.
Íslensk-rússneskur togari færður til hafnar í Noregi
Málið fyrir dómstóla