Morgunblaðið - 03.02.2001, Síða 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 27
DÓMSTÓLL í Berlín úrskurðaði á
miðvikudag, að hin 41 milljóna
marka sekt, sem forseti þýzka þings-
ins gerði í febrúar í fyrra Kristileg-
um demókrötum (CDU), flokki Hel-
muts Kohls fv. kanzlara, að greiða
samkvæmt refsiákvæðum gildandi
laga um fjárreiður stjórnmálaflokka,
væri ólögleg og þyrfti ekki að greið-
ast. Sektin samsvarar um 1.640
milljónum króna.
CDU skaut úrskurði þingforset-
ans, jafnaðarmannsins Wolfgangs
Thierse, til þýzka stjórnsýsludóm-
stólsins í marz 2000. Komst réttur-
inn að þeirri niðurstöðu, að CDU
hefði skilað inn bókhaldi sínu innan
tilskilins frests sem kveðið er á um í
lögunum um starfsemi stjórnmála-
flokka, þótt síðar hafi komið í ljós að
bókhaldið hafi ekki verið í lagi.
Sagði dómurinn ákvæði laganna
um fjárreiður flokkanna ekki nógu
skýr hvað varðar smáatriði í bók-
haldi þeirra, og því væri sektin sem
þingforsetinn ákvað bæði of há og
ekki byggð á nógu sterkum laga-
grunni.
Thierse boðaði strax að hann
myndi áfrýja þessum dómsúrskurði.
Sektin var ákveðin á grundvelli bók-
halds CDU frá árinu 1998, en í því
komu ekki fram milljónir marka sem
fóru í gegn um leynireikninga
flokksins og munaði þar mestu um fé
sem flokksdeild CDU í sambands-
landinu Hessen geymdi í Sviss.
Dómurinn náði ekki til 6,3 milljóna
marka sektar sem Thierse ákvað
vegna 2,1 milljóna marka óframtal-
inna framlaga í
kosningasjóði
CDU sem Kohl
tók sjálfur við á
tímabilinu 1993–
1998. Sam-
kvæmt ákvæð-
um téðra laga
um fjárreiður
þýzkra stjórn-
málaflokka má
sekta þá um þre-
falda þá upp-
hæð, sem sannast að þeir hafi tekið
við án þess að geta þess í bókhaldi.
Öll framlög yfir 20.000 mörk skal
telja fram með nafni gefanda fjárins.
Kohl safnaði um átta milljónum
marka til að bæta CDU upp þessa
sekt, og í þetta sinn lét hann þess
getið hverjir lagt hefðu til fé í púkk-
ið.
Samkvæmt gildandi reglum um
stuðning úr opinberum sjóðum við
starfsemi stjórnmálaflokka hefði
CDU ekki þurft að greiða sektirnar
beint, heldur hefði upphæðin verið
dregin frá þeim opinberu styrkjum
sem flokkurinn hefði annars átt rétt
á að fá á næstu árum.
CDU-sekt
dæmd ógild
Berlín. Reuters, AFP.
Wolfgang
Thierse
FYRIR einni öld velti Anatole
France því fyrir sér hvað framtíðin
kynni að bera í skauti sínu og sagði:
„Það er draumur minn að lesa bæk-
ur skóladrengja eins og þær munu
verða árið 2000.“ Nú, þegar þús-
öldin er horfin á vit sögunnar, ætt-
um við kannski að velta því fyrir
okkur hvort skólabörnin okkar njóti
þeirrar hvatningar sem Anatole
France vonaði.
Á 20. öldinni urðu margar, stór-
kostlegar byltingar í tækni, eins og
til dæmis sjónvarp, loftflutningar og
eldflaugar. Undir niðri urðu einnig
tvenns konar hugarfarsbyltingar.
Frá atómum til stjarnanna eigum
við nú nákvæma, virka mynd af
næstum öllum efnislegum fyrirbær-
um. Eina stóra gatið í þekkingu
okkar varðar uppruna alheimsins.
Hin hugarfarsbyltingin hófst með
sameindalíffræði. Einnig þar höfum
við nú nákvæma, virka mynd af öll-
um lífsferlum, frá bakteríum til
manna. Og eina stóra gatið er aftur
varðandi uppruna. Hugmyndin um
„frumlöginn“ í úthöfunum, þar sem
núklíður og peptíður skipuðu sér
einhvern veginn í lifandi veru, er
ekki alveg sannfærandi.
Nútíma skólabækur greina mynd-
uglega frá þessum afrekum. En það
vantar, í tilveru barna okkar, dálítið
sem er mikilvægt fyrir vísindalegar
framfarir. Það skortir vangaveltur
um komandi framfarir; aukið menn-
ingarlegt áhugaleysi á vísindum er
að skjóta rótum. Auk þess eru sífellt
fleiri lagalegar hindranir teknar að
bæla niður hugvit hvarvetna.
Anatole France var uppi á tímum
mikilla uppfinningamanna á borð
við Gustave Eiffel og Thomas Edi-
son. Hann greindi hina komandi iðn-
aðarsprengingu tuttugustu aldar-
innar, þegar fáein stór fyrirtæki
knúðu áfram tækniuppfinningar og
gerðu rafmagn, efnafræði, sam-
göngur, samskiptatækni og tölvur
að lykilþáttum í daglegu lífi. En
þessi sömu fyrirtæki, sem mótuðu
megnið af 20. öldinni, eru nú undir
þrýstingi þröngsýnna hluthafa sem
vilja að langtímarannsóknir verði af-
lagðar og í staðinn hugsað um
skammtímahagnað. Tökum olíufyr-
irtækin sem dæmi: Þótt óvissa sé að
aukast í heiminum um nýjar orku-
lindir hafa þessi fyrirtæki, sem hafa
bæði vitsmunaleg og efnisleg tæki-
færi til að búa í haginn fyrir næstu
öld, meira og minna hætt að gegna
hlutverki hins framsýna.
Á sama tíma og minnkandi áhugi
á grundvallarvísindum, sem ein-
kennir stóru iðnfyrirtækjasam-
steypur nútímans, er allsráðandi í
Evrópu, hafa stórsnjallar gagnráð-
stafanir hafist í Ameríku, þar sem
er uppgangur lítilla hátæknifyrir-
tækja sem sinna grundvallarrann-
sóknum og íhugun á framtíðinni. Af
þessu leiðir að Ameríka býður vís-
indamönnum upp á betri aðstæður
en Evrópa, og þetta hefur reynst
Evrópu dýrkeypt. Á undanförnum
fimm árum hefur til að mynda
Frakkland misst marga af hæfustu
tölvuvísindamönnum sínum til
Bandaríkjanna.
En það er ekki allt í sóma í
Bandaríkjunum heldur. Tómlæti –
jafnvel stundum hreinan fjandskap
– í garð vísindalegra framfara er
einnig þar að finna. Ein þeirra
stofnana sem dregur úr atorku Sílí-
kondalsins og hátæknifyrirtækj-
anna er réttarkerfið. Við fengum að
kynnast bandarískum dómstólum á
minni litlu stofnun í Ecole de Physi-
que et Chimie í París þegar einn
hópurinn hjá okkur fann snjalla leið
til að fylgjast með hjartslætti ný-
fæddra barna. Með sérstöku laki er
fylgst með lífsmerkjunum, án þess
að nokkurt tæki sé fest við líkam-
ann.
Tækið gat orðið til gífurlegra
hagsbóta fyrir börn sem fæðast inn í
fjölskyldur þar sem dæmi eru um
ungbarnadauða. En af framleiðslu í
Bandaríkjunum gat þó ekki orðið
vegna hættu á skaðabótaskyldu. Ef
aðeins eitt barn myndi deyja á
þessu laki, hverjar sem orsakirnar
væru, myndi fyrirtækið sem fram-
leiddi lakið að öllum líkindum verða
gert skaðabótaskylt. Því var lakið
ekki framleitt og þúsundir fjöl-
skyldna neyðast til að halda áfram
að nota gamlar, sársaukafullar að-
ferðir við að fylgjast með börnun-
um.
Lagalegar hindranir eru að breið-
ast út til annarra landa, en þær eru
ekki það eina sem stendur vísind-
unum fyrir þrifum. Önnur banda-
rísk uppfinning – sem berst sífellt
hraðar til Evrópu – er boðun svo-
nefndrar „pólitískrar rétthugsunar“
sem lítur á stóran hluta vísindanna
sem „nauðgun á náttúrunni“. Þessar
hugmyndir eru oft lítið annað en
áróður gegn vísindum og eiga upp-
tök sín í háskóladeildum sem ekki
fást við vísindi og berast til nem-
enda, framhaldsskólakennara og að
lokum til ungra barna. Hvar sem
borið er niður hefur óupplýstur ótti
og fyrstu skref ritskoðunar á vís-
indalegri hugsun leyst af hólmi
þann spenning sem Anatole France
fann fyrir vegna vísindalegra fram-
fara.
Þeir sem eru ungir að árum geta
síst varið sig fyrir þessu. Í hugum
almennings er vísindunum kennt
um banvæn vopn og umhverfis-
mengun, jafnvel þótt ákvarðanir um
að framleiða vopn séu í eðli sínu
pólitískar, en ekki vísindalegar, og
meginástæður mengunar séu hagn-
aðarvonin en ekki vísindalegar
framfarir. Pólitískt réttþenkjandi
gagnrýnendur gleyma því reyndar,
að flest framfaraskref í baráttunni
við mengun eiga upptök sín hjá vís-
indamönnum, og það var fyrir til-
stilli vísindanna sem unnt varð að
fylgjast með framkvæmd sáttmála
um eyðingu vopna. Það er því ekki
að undra, að ungt skólafólk í Banda-
ríkjunum, og að miklu leyti í Evrópu
líka, sé farið að forðast vísindadeild-
ir háskólanna, og nýir námsmenn
komi flestir úr röðum þeirra sem
nýlega hafa gerst innflytjendur.
Hvað eiga vísindin til bragðs að
taka á 21. öldinni, frammi fyrir laga-
legum hindrunum, fyrirlitningu og
tómlæti? Von mín er sú, að á kom-
andi árum verðum við meðal annars
vitni að sprengingu í lífefnaverk-
fræði, nýjum aðferðum við lyfjagjaf-
ir, gervilíffæri og svo framvegis.
Þessar framfarir geta þó ekki orðið
nema viðhorfið breytist. Í stað þess
tómlætis, og stundum beinlínis
fjandskapar, sem nú ríkir, verðum
við að skapa aðstæður sem eru hall-
kvæmar vísindarannsóknum, og
gera vísindin aftur að meginstoð
vestrænnar menningar.
En brottnám lagalegra hindrana
og breyting á viðhorfi munu ekki
gerast á einni nóttu. Ítalski efna-
fræðingurinn Primo Levi, sem slapp
lifandi úr höndum nasista og gerðist
rithöfundur, skrifaði á áhrifamikinn
hátt um líf sitt sem efnafræðingur
og um „sterkan og bitran keiminn af
þessari iðn okkar, sem er ekki ann-
að en eitt tilfelli, öllu frakkari út-
gáfa, af lífsiðninni“. Ef takast á að
endurvekja anda vísindalegra rann-
sókna og sköpunargáfu á okkar tíð
verðum við að búa til menntakerfi
og skólabækur á grundvelli hug-
mynda Primos Levis.
Pierre-Gilles de Gennes hlaut Nób-
elsverðlaunin í eðlisfræði 1991 og er
prófessor við Collége de France.
Hvar sem borið er nið-
ur hefur óupplýstur
ótti og fyrstu skref rit-
skoðunar á vísinda-
legri hugsun leyst af
hólmi þann spenning
sem Anatole France
fann fyrir vegna vís-
indalegra framfara.
eftir Pierre Gilles
de Gennes
Vísindunum
ógnað
ReutersHugarfarsbylting hófst með sameindalíffræði, skrifar höfundur.
© Project Syndicate.