Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ EIN snjallasta blekking kvik- myndanna síðari árin er forveri þessarar framhaldsmyndar. The Blair Witch Project var auglýst á útsmogin hátt á Netinu, þannig að notendur héldu að þessi viðvanings- lega B-mynd væri heimildarmynd en ekki fölsun. Afleiðingin sú að hrollurinn tók inn morð fjár og eftir sátu hnípnir gestir og töldu á sér tær og fingur. Hvað sem má segja um BW1 byggði hún alla vega á snjallri hug- mynd – þótt óvönu kvikmyndagerð- arfólki tækist ekki að skila henni af nokkru viti. Sama verður ekki sagt um framhaldið (sem hlaut að koma). Maður hefði ætlað að reynt yrði að botna fyrri myndina, áhorf- endum gefið (sjálfsagt óhugnanlegt) svar við því hvað varð af þremenn- ingunum sem héldu á vit nornarinn- ar. Ekki er það svo vel, heldur okk- ur tjáð að forverinn hafi aðeins verið það sem hún var; bíómynd og hún fáfengileg. Fjögur ungmenni halda á söguslóðirnar, einn þeirra vinnur að bókinni Blair Witch: Hysteria or History. Íbúar á svæð- inu eru orðnir langþreyttir á blá- eygum aðdáendum myndarinnar og verðandi nornum. Fjórmenningarn- ir, ásamt leiðsögumanni af heima- slóðum, komast út í skóg, drekka þar og dópa sig og vakna eftir sex tíma ógleymi. Framhaldið er glórulaus della. Annar hópur hefur verið myrtur í skóginum og fjórmenningarnir sak- aðir um glæpinn. Áður en fógeti blandar sér í málin verður BW2 gjörsamlega óskiljanleg þvæla, grautargerð myndskeiða fram og aftur í tímann, þar sem m.a. er ver- ið er að pynta einn úr hópnum á geðsjúkrahúsi, rustalegum yfir- heyrslum, eða þá atburðarásin er sýn í öðru ljósi sem eiga að vera of- sjónir, eða hvað? Ekki spyrja mig. Mér sýnist þessi ómerkilegi frá- sagnarmáti stafa fyrst og síðast af andlegri vanhæfni framhaldsmynd- arsmiðanna. Því miður er fáu hægt að hæla. Myndin, er hún loks fer í gang, byrjar á kraftmiklu rokki (Marilyn Manson?), tónlist á köflum bærileg og gjarnan gert grín að efninu en það skilar sér illa þar sem fram- vindan er svo ómerkileg og rugl- ingsleg og óútskýrð. Leikurinn er ekki til að hjálpa þessum aulahrolli, að undanskilinni Kim Director sem heldur furðuvel sínum hvítmaskaða haus og Erica er ekki sem verst. Annað er einfaldlega langdregin og fávísleg, illa gerð leiðindi. Krydduð blóði, ofbeldi, nekt og rokki. Ofsjónir og afturhvörf KVIKMYNDIR B í ó h ö l l i n , K r i n g l u b í ó Leikstjóri Joe Berlinger. Handrits- höfundur Daniel Myrick, o.fl. Tón- skáld Carter Burwell. Kvikmynda- tökustjóri Nancy Scriber. Aðalleikendur Stephen Barjer Turner, Tristen Skyler, Erica Leershen, Kim Director, Jeffrey Donovan, Kurt Loder, Lanny Flaherty. Sýningartími 90 mín. Bandarísk. Artisan. Árgerð 2000. BLAIR WITCH 2  Sæbjörn Valdimarsson ÆFINGAR hófust á fimmtudag í Þjóðleikhúsinum á söngleiknum Syngjandi í rigningunni eftir Betty Comden, Adolph Green, Nacio Herb Brown og Arthur Freed. Söngleikurinn byggist á hinni þekktu kvikmynd Singin’ in the Rain sem Gene Kelly gerði fræga á sínum tíma. Leikstjóri og dansa- höfundur sýningarinnar er Kenn Oldfield. Í stærstu hlutverkum eru Rúnar Freyr Gíslason, Selma Björnsdóttir, Stefán Karl Stefáns- son og Þórunn Lárusdóttir. Þýð- andi er Karl Ágúst Úlfsson.Tón- listar- og hljómsveitarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson ásamt 8 hljóðfæraleikurum. Aðstoðarleik- stjóri er Þórhallur Sigurðsson. Leikmynd gerir Sigurjón Jóhanns- son og búninga Elín Edda Árna- dóttir. Lýsingu hannar Páll Ragn- arsson og um hljóðstjórn sér Sveinn Kjartansson. Aðrir leikarar eru Bjartmar Þórðarson, Guðmundur Ingi Þor- valdsson, Inga María Valdimars- dóttir, Jóhann Freyr Björgvins- son, Jóhann Örn Ólafsson, Jón Páll Eyjólfsson, Júlía Gold, Kjartan Guðjónsson, Linda Ásgeirsdóttir, Marta Nordal, Pálmi Árni Gests- son, Sigríður Þorvaldsdóttir, Sig- rún Waage, Sveinbjörg Þórhalls- dóttir, Valur Freyr Einarsson, Vigdís Gunnarsdóttir, Þórunn Clausen og fleiri. Sýningarstjóri er Kristín Hauksdóttir. Frumsýning á Stóra sviðinu í apríl nk. Sungið í rigningunni Morgunblaðið/Jim Smart Það er stór hópur leikhúsfólks sem mun syngja og dansa í rigningunni í Þjóðleikhúsinu. Á SKRIÐUKLAUSTRI í Fljótsdal verður opnuð myndlistarsýning á morgun, sunnudag, með fjölbreyttum myndverkum. Sýn- ingin er samvinnuverkefni Gunn- arsstofnunar og Önnu Guðjóns- dóttur, myndlistarkonu í Hamborg sem var í gestaíbúðinni að Skriðuklaustri í desember. Hún er um þessar mundir gesta- kennari við Listaháskóla Íslands og fékk nokkra nemendur sína til að vinna og setja upp samsýn- ingu. Á sýningunni eru verk eftir Önnu Guðjónsdóttur, Guðmund Þór Kárason, Helga Má Krist- insson, Hermann Karlsson, Kar- enu Ósk Sigurðardóttur, Margr- éti M. Norðdahl, Söndru Maríu Sigurðardóttur og Þórunni Ingu Gísladóttur. Titill sýningarinnar og lýsing er: bækur í skáp, óhlut- bundnar litaorgíur, herbergi, foss í upplausn, píanó, labbakútar, 23. janúar, berskjöldun og skýpödd- ur. Sýningin stendur til 28. febrú- ar, og er opin um helgar kl. 14- 17, en einnig á öðrum tímum eft- ir samkomulagi við forstöðumann Gunnarsstofnunar. Aðgangseyrir er kr. 200 en frítt fyrir skóla- hópa. Nemendur í Listaháskóla Íslands ásamt Önnu Guðjónsdóttur. Litaorgíur og skýpöddur LEIKFÉLAG Félags eldri borgara í Reykjavík, Snúður og Snælda, frumsýnir á sunnudag kl. 17, leik- ritið Gamlar perlur. Sýningar fara fram í Ásgarði í Glæsibæ. Um er að ræða fimm þætti úr gömlum verkum. Þ.e. Maður og kona, Dúfnaveislan, Hart í bak, Tíðindalaust í kirkjugarðinum og Loksins ein sem er erlendur gam- anþáttur. Um 20 manns koma að þessari sýningu, allt fólk með mikla reynslu, þ.e.a.s. lífsreynslu – enda er meðalaldur 70 ár. Leikarar eru Gunnar Helgason, Aðalheiður Sig- urjónsdóttir, Jón Jónsson, Guð- laug Hróbjartsdóttir, Sigurborg Hjaltadóttir, María H. Guðmunds- dóttir, Sigmar Hróbjartsson, Vil- helmína Magnúsdóttir, Hafsteinn Hansson, Sigrún Pétursdóttir, Að- alheiður Guðmundsdóttir og Helga Guðbrandsdóttir. Leikstjóri er Bjarni Ingvarsson, tæknimaður er Kári Gíslason. Sýningar verða á sunnudögum kl. 17 og miðvikudögum kl. 14. Ljósmynd/Bergþór Sigurðsson Leikarar og aðstandendur leikritsins Gamlar perlur. Gamlar perlur hjá Snúði og Snældu MYNDBANDSUPPTAKA af sýn- ingu Hollendingsins fljúgandi frá Bayreuth í Þýskalandi eftir Rich- ard Wagner verður sýnd í Þing- holti, Hótel Holti, á morgun, sunnudag, kl. 14. Richard Wagner samdi Hollend- inginn fljúgandi er hann dvaldi í París á árunum 1840–1842 og verkið frumsýnt árið 1843 í Dres- den, þar sem Wagner hafði tekið við stöðu óperuhljómsveitarstjóra ári áður. Sýning þessi á Hollend- ingnum fljúgandi var frumsýnd í Bayreuth 1978 en myndbandsupp- takan er frá árinu 1984. Leikstjóri þessarar sýningar er þýski leik- stjórinn Harry Kupfer. Hljóm- sveitarstjóri er Woldemar Nels- son, Peter Sykora sér um sviðsmynd en búninga annast Reinhard Heinrich. Hollendingur- inn er sunginn af Simon Estes, í öðrum hlutverkum eru Matti Salminen, Lisbeth Balslev, Robert Schunk, Anny Schlemm og Gra- ham Clark. Áður hefur Richard Wagner- félagið bæði sýnt uppfærslu hans af Niflungahringnum í Bayreuth og uppfærslu á Parsifal frá Berlín. Aðgangur er ókeypis. Wagner á myndbandi LISTASAFN Einars Jónssonar verður opnað aftur í dag eftir vetr- arlokun. Safnið er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-17 til loka maímánaðar, en þá tekur sumartími við. Inngangur í safnið er frá Eiríks- götu og Freyjugötu. Höggmyndagarður safnsins er alltaf opinn og gengið í hann frá Freyjugötu. Tekið er á móti skóla- hópum virka daga. Listasafn Einars Jónssonar opnað á ný BÖRN og bækur og SÍUNG standa fyrir bókakaffi á Súfistan- um í húsi Máls og menningar á þriðjudagskvöld kl. 20. Katrín Jakobsdóttir, bókarýnir og Bryndís Loftsdóttir, verslunar- stjóri í Penninn/Eymundsson, líta yfir barnabókaútgáfuna með eft- irfarandi í huga: Hvernig er fram- boðið?, Straumar og stefnur í barnabókaflóðinu og Fara íslensk- ar barnabækur batnandi? Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson, rithöf- undur og formaður RSÍ, flytur pistil höfundar og hefur frjálsar hendur. Bókakaffi á Súfistanum KALDALÓNSTÓNLEIKAR verða haldnir í Safnaðarheimili Selfoss- kirkju á sunnudag, kl. 17. Árni Sig- hvatsson baríton og Jón Sigurðsson píanóleikari kynna og flytja lög af hinum nýútkomna geisladiski Úr söngvasafni Kaldalóns. Aðgangseyrir er 500 kr. Kaldalónstón- leikar á Selfossi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Á FYRSTU háskólatónleikum árs- ins, sem verða í Norræna húsinu á miðvikudag kl. 12.30, syngur Svana Berglind Karlsdóttir sópran við undirleik Hólmfríðar Sigurðardótt- ur. Á efnisskránni verða sönglög eft- ir Edvard Grieg. Tónleikarnir taka um það bil hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er kr. 500. Ókeypis er fyrir handhafa stúd- entaskírteinis. Sönglög eftir Grieg á Háskóla- tónleikum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.