Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.02.2001, Blaðsíða 31
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 31 ALGENGUSTU slysin í Austurríki í tengslum við innkaupakerrur, eða 93% tilvika, verða þegar börn detta úr þeim. Alls urðu 137 slys á 9 árum í tengslum við innkaupa- kerrur og fórnarlömbin voru 138. Um 43% barnanna voru 2 ára og yngri og 18% voru eldri en 4 ára. Þetta kemur fram í nýlegri grein sem gefin var út í Austur- ríki og byggist á 9 ára rannsókn barnaskurðdeildar háskólaspítal- ans í Graz um innkaupakerrur og slys sem urðu á börnum í tengslum við notkun þeirra. Sam- bærilegar rannsóknir er að finna víða í heiminum. Til eru tölulegar upplýsingar um slík slys á Íslandi en þær upplýsingar eru ekki nógu aðgengilegar að sögn Herdísar Storgaard, framkvæmdastjóra Árvekni, barna- og unglingaslysa- verkefnis á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins. „Umrædd grein er skólabókar- dæmi um það hvernig nota má skráningu slysa eins og í þessu til- viki til þess að koma í veg fyrir slys, hvort sem um er að ræða við fræðslu eða við hönnun til að auka öryggi,“ segir Fjóla Guðjónsdóttir hjá markaðsgæsludeild Löggild- ingarstofu. „Hérlendis hafa sam- bærilegar upplýsingar ekki verið teknar saman en slíkt væri mjög æskilegt. Til er staðall um inn- kaupakerrur og er það m.a. niður- staða könnunarinnar að nauðsyn- legt sé að endurskoða þær kröfur sem þar eru settar fram til að auka öryggi til dæmis hvað varð- ar sérstök barnasæti með örygg- isbeltum og aukinn stöðugleika kerranna. Meginástæða slysanna samkvæmt greininni er sú að börn standa upp í kerrunum og detta þannig út úr þeim og síðan vegna þess að kerrurnar velta yfir börn- in. Einnig vekur athygli að yngri börnin, sem sitja í þar til gerðri grind, voru í sérstakri hættu, ekki hvað síst þegar komið er út á bíla- stæði þar sem undirlagið er ójafnt. Þrátt fyrir að fall úr kerru sé orsök meirihluta slysanna þá er einnig nokkuð um að börn festi fingur milli rimla í kerrunni.“ Fjólu og Herdísi ber saman um að aðgát foreldra skipti miklu máli. Börn eiga ekki að vera eft- irlitslaus í kerrunum. „Þau eiga ekki að standa upp í innkaupa- kerrum eða hanga á hliðum þeirra, til þess eru þær ekki hann- aðar eða gerðar. Mikilvægt er að forráðamenn verslana yfirfari kerrur reglulega og þá aðallega öryggisbelti og festingar.“ Mekka slysavarna í heiminum er í Ástralíu „Í Monash-háskólanum í Mel- bourne í Ástralíu, sem segja má að sé Mekka slysavarna í heiminum, er að finna stóra rannsóknardeild sem meðal annars hefur rannsak- að slys vegna búnaðar í tengslum við innkaupakerrur,“ segir Herdís Storgaard, framkvæmdastjóri Ár- vekni. „Slíkar rannsóknir eru gerðar víða í heiminum og þær eru yfirleitt mjög áþekkar enda er hér um alþjóðlegt vandamál að ræða. Niðurstöður könnunarinnar eru þær að talsvert mikið er um þessi slys og að flestir áverkar að völd- um þeirra eru höfuðáverkar og þá oft mjög slæmir. Slæma áverka má einnig rekja til þess að gólf í verslunum eru oftast úr einhvers konar marmara eða steini.“ Herdís hefur verið að skoða hvernig þessi mál standa hér á landi en segist þó ekki hafa ná- kvæmar upplýsingar heldur bygg- ist skoðun hennar meira á þeim upplýsingum sem foreldrar koma með til hennar. „Ég hef safnað upplýsingum saman í nærri 10 ár, það er að segja þeim tilkynn- ingum um slys sem komið er með til mín. Ég veit að hér er bara um toppinn á ísjakanum að ræða en þegar þessar upplýsingar eru skoðaðar kemur í ljós að slys í tengslum við innkaupakerrur skiptast í tvo aðalflokka, annars vegar detta börnin úr kerrunum og hins vegar veltur kerran í heilu lagi. Þá kemur einnig í ljós að slys á bílastæðum fyrir utan verslanir eru algeng og eitt alvarlegasta slysið hér á landi sem mér er kunnugt um gerðist einmitt af því að það var hola og slæm lýsing fyrir utan búðina sem varð til þess innkaupakerran valt.“ Vilja meira samstarf Helstu ástæður fyrir því að börn detta eru tvenns konar, að sögn Herdísar. Börnin eru skilin ein eftir og skríða upp úr sætinu og detta. Þar sem líkamsbygging barna undir 7 ára er þannig að höfuðið er hlutfallslega mjög þungt falla þau því yfirleitt á það. Herdís vill þó koma því á framfæri að hér er ekki um ungbarnasætis- stóla að ræða enda veit hún ekki um að slys hafi átt sér stað vegna þeirra. Hin ástæðan er sú að börn, oft í kringum 3 til 5 ára, eru sitjandi í sjálfri kerrunni þar sem matvælin eiga að vera, þau standa upp og þannig geta þau dottið. „Fall barna úr kerru er langalgengast hér á landi sem og víðar í heim- inum. Betri hönnun er nauðsynleg á innkaupakerrum en fyrst og fremst er nauðynlegt að fara var- lega. Þegar strákurinn minn var á þessum aldri tók ég hann úr barnavagninum, hafði hann samt í beislinu, fékk mér framlengingu á beislið þannig að ég gat krækt því í innkaupakerruna. Þetta reyndist vel.“ Aðspurð segir Herdís að upp- lýsingar, eins og þessar frá Austurríki og víðar, þyrftu að vera aðgengilegri hér á landi. „Við hjá Árvekni erum að undir- búa ráðstefnu í lok ágúst og þar ætlum við að reyna að fá því fram- gengt að fá nýjar tölur með reglu- legu millibili meðal annars af slys- um að völdum innkaupakerra. Slysadeildin á Landspítalum í Fossvogi er með ítarlegasta skráningarkerfið hér á landi en þær upplýsingar eru prentaðar út og birtar endrum og eins. Við sem störfum að slysavörnum og fleiri sem þurfum á þessum upplýs- ingum að halda erum að vona að við getum verið í áskrift að þess- um upplýsingum eins og tíðkast víða erlendis. Við viljum meira samstarf og að upplýsingarnar séu unnar á þeim forsendum að við getum nýtt þær.“ Algengt að börn detti úr innkaupakerrum Morgunblaðið/Ásdís Börn eiga ekki að vera eftirlitslaus í innkaupakerrum og aðgát for- eldra og forráðamanna skiptir því miklu máli. Í gær lækkaði verð á eggjum um 30% í Bónusi og mun sú lækkun standa að minnsta kosti út árið. Venjulegt kílóverð á eggjum hefur fram til þessa verið 339 krónur í Bónusi en er nú selt á 237 krónur. „Við kaupum öll egg af Stjörnu- eggjum á Kjalarnesi og er þetta viðleitni Bónuss og Stjörnueggja í viðnámi gegn verðbólgu sem nú stendur yfir,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. Hann segir að 30% verð- lækkun sé mikil lækkun á þessari vörutegund í heimiliskörfunni en Bónus seldi á síðasta ári um 300 tonn af eggjum. „Við hjá Bónusi teljum að þessi verðlækkun muni leiða til aukinnar sölu hjá okkur á eggjum en þannig næst sú hagræðing sem þarf til að ná fram þessari lækkun.“ Morgunblaðið/Þorkell Verðlækkun á eggjum stendur út þetta ár a.m.k.. 30% verðlækkun á eggjum í Bónusi HALLDÓR Jónsson ehf. hefur hafið innflutning á Nature fljótandi hand- sápum. Fimm tegundir eru af Nat- ure-sápunni; rose, abrikos, gardenia, syren og aloe vera. Hver handsápa er í 500 ml umbúðum með pumpu. Í fréttatilkynningu kemur fram að sápurnar lentu í öðru sæti í gæða- prófi sem dönsku neytendasamtökin stóðu fyrir á síðasta ári. Nature- sáp- urnar fást í stórmörkuðum. Nýtt Morgunblaðið/Árni Sæberg Sápur INNFLUTNINGUR & dreifing ehf. hefur hafið innflutning á varalitafesti frá Bretlandi. Lipcote-varalitafestir- inn er borinn yfir varalit og á að gera það að verkum að varaliturinn helst lengur. Í fréttatil- kynningu segir að Lipcote-vara- litafestirinn sé glær og harðni hvorki né stífni við notkun. Þá segir enn fremur að með reglulegri notkun sé hægt að verjast varaþurrki. Lipcote-varalitafestir er til í flest- um apótekum og lyfja- og snyrti- vöruverslunum. Varalita- festir Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.