Morgunblaðið - 03.02.2001, Page 32
32 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Nýjungar
Sagt frá álagi og
hreyfigreiningu.
Læknisfræði
Læknirinn fjallar
um líkamshitann.
Konur
Hárlitun tengd við
blöðrukrabbamein.
Lífshættir
Streitan er verri
en margur heldur.
HEILSA
Spurning: Getur þú sagt mér
hvað veldur því að sumir eru með
líkamshita undir 37 gráðu hita
(allt undir 36 gráður)? Er þetta
algengt, líka hjá börnum? Hver er
þá hiti hjá svona fólki og börnum
ef það veikist? Er þá 37 gráðu hiti
það sama og t.d. 38–39 gráðu hiti
hjá öðrum?
Svar: Eðlilegur líkamshiti, og þar
af leiðandi sótthiti, er nokkuð ein-
staklingsbundinn hjá börnum og
fullorðnum. Fyrir rúmum 120 ár-
um gerði vísindamaður að nafni
Wunderlich rannsókn á líkams-
hita manna og komst að þeirri
niðurstöðu að eðlilegur líkamshiti
væri 37ºC. Þetta er þó ekki alveg
svona einfalt því ekki er sama
hvar hitinn er mældur, hvenær
sólarhrings, hvenær í tíðahring
kvenna og þar að auki er hann
einstaklingsbundinn. Við nánari
athugun hefur komið í ljós að hiti í
munnholi heilbrigðra einstaklinga
á aldrinum 18–40 ára er 36,8 ±
0,4ºC (meðaltal ± staðalfrávik)
sem þýðir að rúmlega 95% þess-
ara einstaklinga eru með hita á
bilinu 36,0–37,6ºC. Þessi hiti
breytist þannig yfir sólarhringinn
að hann er í lágmarki um kl. 6 að
morgni og í hámarki um kl. 16–18.
Hæsti hiti sem mælist í munnholi
er 37,2ºC kl. 6 og 37,7ºC kl. 16 og
hærri hiti en þetta er venjulega
skilgreint sem óeðlilega hár lík-
amshiti eða sótthiti. Hiti mældur
djúpt í endaþarmi er venjulega
0,6º C hærri en hiti í munnholi.
Sólarhringssveiflan í líkams-
hita, milli morgunhita og síðdeg-
ishita, er almennt talin vera um
0,5ºC en getur hjá sumum verið
allt að 1ºC. Þessi munur á líkams-
hita að morgni og síðdegi (kvöldi)
helst oftast þó að um sótthita sé
að ræða. Hjá konum er líkamshit-
inn lágur frá byrjun blæðinga og
fram að egglosi en þá hækkar
hann nokkuð hratt (á 1–2 dögum)
um u.þ.b. 0,5ºC og helst hár fram
að næstu blæðingum. Mestar lík-
ur eru á getnaði um það leyti sem
líkamshitinn er að hækka. Ýmis-
legt fleira getur haft áhrif á lík-
amshitann og má nefna sem dæmi
stórar máltíðir, þungun, horm-
ónajafnvægi og aldur.
Líkamshitanum er stjórnað af
undirstúku heilans (hypothalam-
us). Varmi myndast einkum í lifur,
beinagrindarvöðvum og hjarta-
vöðva og hann tapast út í gegnum
húðina. Við ofkælingu geta vöðv-
arnir aukið varmamyndun með
stöðugri virkni sem lýsir sér með
hrolli og skjálfta og við ofhitnun
eykst varmatap í húð með auknu
blóðflæði (roði) og aukinni svita-
myndun. Þetta er býsna öflugt
kerfi sem getur haldið líkamshit-
anum réttum við erfiðar að-
stæður, mikinn kulda og hita. Við
vissar aðstæður, eins og t.d. sýk-
ingar, verður óeðlileg hækkun á
líkamshita yfir þau gildi sem eru
eðlileg fyrir viðkomandi ein-
stakling og nefnist það ástand
sótthiti. Sótthiti er talinn vera
hluti af varnarkerfi líkamans gegn
sýklum og getur drepið eða hamið
vöxt sumra sýkla.
Þetta kann að virðast flókið
svar við einfaldri spurningu bréf-
ritara en málið er nokkuð snúið ef
vel er að gáð.
Hvað er eðlilegur líkamshiti?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Frávik
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn-
inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið
er á móti spurningum á virkum dögum milli
klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum
eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax
5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir-
spurnir sínar með tölvupósti á netfang
Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot-
mail.com.
SJÓN mannsins er tekin að
daprast og því gerir hann
sér ekki grein fyrir hvort
þetta er maga- eða blóð-
þrýstingslyfið. Hann tekur
því upp tæki á stærð við
spilastokk og beinir því að
lyfjaglasinu. Tölvurödd tek-
ur að lesa það sem stendur á
miðanum.
Þessa nýjung má ef til vill
kalla „talandi lyfjaglös“. Ef
tilraunir með þessa nýju
tækni, sem nú fara fram á
tveimur sjúkrahúsum í Chi-
cago, ganga vel geta hinir sjón-
döpru og öldruðu brátt keypt
lyf með „töluvæddum“ miðum
sem draga verulega úr líkum á
því að röng lyf séu tekin.
Við blasir að gífurlegur
fjöldi fólks um heim allan á í
erfiðleikum með að lesa á lyfja-
glös sökum þverrandi eða
engrar sjónar. Þetta eykur vit-
anlega hættuna á að viðkom-
andi taki röng lyf sem við viss-
ar aðstæður getur verið
stórhættulegt auk þess sem sá
hinn sami kann að hafa gleymt
ráðleggingum þeim um
skammtastærð sem er að finna
á miðanum. Hið sama gildir
vitanlega um viðvaranir á borð
við þá að ekki eigi að neyta
áfengis með lyfinu o.s.frv.
Og sýnt þykir að þetta
vandamál eigi eftir að ágerast
þar sem sífellt stærri hluti
vestrænna þjóða nær háum
aldri.
Nú er komið til sögunnar
tækið ScripTalk. Smágerðum
hljóðgervli er beint að lyfja-
glasinu en í miðanum á því er
að finna örsmáa tölvuflögu.
Tækið sem er þráðlaust breytir
upplýsingunum á miðanum í
talað form og þannig „les“
verkfærið þær upplýsingar
sem þar er að finna.
Tækið er hannað af
En-Vision America Inc. sem
hefur höfuðstöðvar í Normal í
Illinois-ríki þar vestra. Vonir
standa til að þessi nýja tækni
komi á markað jafnvel í sumar
en nú standa yfir tilraunir í því
augnamiði að leiða í ljós
hversu gagnlegur þessi bún-
aður er í raun.
Ódýr verður hann á hinn
bóginn ekki. Gert er ráð fyrir
að þær lyfjabúðir sem taka að
bjóða þessa nýju þjónustu fái
senda sérstaka lyfjamiða með
tölvuflögu. Búðirnar þurfa síð-
an að festa kaup á sérstökum
prentara sem skráir upplýs-
ingar þær sem lyfinu fylgja á
örflöguna um leið og miðinn er
prentaður. Sá búnaður mun
kosta um 1.000 Bandaríkjadali
(um 80.000 krónur). Notendur
þurfa síðan kaupa „lestölvuna“
sem gengur fyrir rafhlöðum en
gert er ráð fyrir að hún kosti
250 dali (um 20.000 krónur).
Til að byrja með er gert ráð
fyrir að einn dalur (86 kr.)
leggist við verð lyfsins en sú
upphæð ætti að lækka eftir því
sem tæknin verður meira not-
uð og samkeppni eykst.
Washington. AP.
TENGLAR
.................................................
Heimasíða En-Vision America
Inc:http://www.envisionam-
erica.com.
„Talandi“
lyfjaglös
Ýmsar aðferðir hafa verið
reyndar til að gera lyfjamiða
auðlæsilegri fyrir sjóndapra.
EIGI maður náinn ættingja með
hjartasjúkdóma er maður í meiri
hættu á að fá slíka sjúkdóma sjálfur
en hingað til hefur verið talið, sam-
kvæmt niðurstöðum nýrrar rann-
sóknar.
Nákvæm skoðun á slagæðum í
fólki sem á foreldri, bróður eða syst-
ur með hjartasjúkdóma leiddi í ljós
að helmingur þess hafði fyrstu ein-
kenni æðastíflunar, svonefnda slag-
æðafituhrörnun, jafnvel þótt það
sýndi engin einkenni, segja vísinda-
menn við læknadeild Háskólans í
Texas í Houston í Bandaríkjunum.
„Þetta er meira en við bjuggumst
við. Þetta fólk hafði ekki áberandi
aðra áhættuþætti. Það bendir til
þess að þegar aðrir áhættuþættir
eru meðhöndlaðir geti fjölskyldu-
saga farið að hafa meiri áhrif,“ segir
dr. K. Lance Gould læknisfræðipró-
fessor er stjórnaði rannsókninni.
Niðurstöðurnar birtast í nýjasta
hefti Circulation, tímarits Banda-
rísku hjartaverndarsamtakanna.
Ættlægir hjartasjúkdómar hafa
löngum verið taldir tengjast aukinni
áhættu hjá nánum ættingjum en sú
aukning hefur verið talin rekjanleg
til annarra áhættuþátta á borð við
mikla blóðfitu og háan blóðþrýsting.
Nú virðist aftur á móti sem ætt-
gengi sé í sjálfu sér mikilvægur
áhættuþáttur, að sögn Goulds.
„Það sem hann á við er að ætt-
gengi er í sama flokki stórra
áhættuþátta og reykingar, mikil
blóðfita og hár blóðþrýstingur,“ seg-
ir dr. Richard A. Stein, prófessor í
læknisfræði við Ríkisháskólann í
New York og talsmaður Bandarísku
hjartaverndarsamtakanna.
Við rannsóknina skoðaði Gould
slagæðar í 18 manns sem höfðu fitu-
hrörnun og 32 foreldra þeirra,
bræðra og systra sem höfðu engin
einkenni hjartasjúkdóma. Einnig
voru skoðaðar slagæðar í 30 manns
með áhættuþætti á borð við mikla
blóðfitu og háan blóðþrýsting en
ekkert ættgengi, og einnig voru
rannsakaðir 10 manns sem hvorki
höfðu ættgengi né aðra áhættu-
þætti.
Við rannsóknina var notuð sneið-
myndatækni (PET) sem er „að öll-
um líkindum nákvæmasta aðferðin
til að greina afbrigðileika í blóðrás-
inni,“ segir Stein. Var þetta gert eft-
ir að þátttakendurnir höfðu fengið
lyf sem líkja eftir streitu sem eykur
blóðflæði í hjartavöðvanum.
Gould segir að niðurstöðurnar
ættu að vera hughreystandi, fremur
en óttavekjandi, fyrir þá sem eiga
nána ættingja með hjartasjúkdóma,
því að þegar eru fyrir hendi fyr-
irbyggjandi aðferðir.
„Nútíma lyfjafræði og þekking
okkar varðandi mataræði og líkaml-
ega hreyfingu eykur stórlega mögu-
leikana á að koma í veg fyrir hjarta-
sjúkdóma,“ segir hann, og bætir við
að hvað varði hvern og einn ein-
stakling bendi niðurstöðurnar til
þess að maður eigi ekki að vera með
hálfvelgju er komi að því að bæta
mataræðið, léttast og hætta að
reykja. „Forvarnir eru ekki lengur
eitthvert óljóst og almennt markmið
heldur mjög persónulegt. Það væri
stórhættulegt að virða að vettugi
ættgenga hjartasjúkdóma.“
Sérfræðingar segja að allir sem
eiga náinn ættingja sem þjáist af
hjartasjúkdómum, til dæmis karl-
mann sem hefur fengið hjartaáfall
innan 55 ára aldurs eða konu sem
fengið hefur hjartaáfall innan 65
ára, ættu að gera ráðstafanir til að
draga úr eigin áhættu.
Rannsóknir í Bandaríkjunum á hjartasjúkdómum
Associated Press
Fyrirbyggjandi aðferðir eru vel þekktar og fyrir hendi.
Ættgengi stærri áhættu-
þáttur en áður var talið
The New York Times Syndicate.
TENGLAR
.....................................................
Bandarísku hjartaverndarsamtökin:
www.americanheart.org/Patient-
Information/hhrt-dis.html.