Morgunblaðið - 03.02.2001, Side 33

Morgunblaðið - 03.02.2001, Side 33
líklegri til að fá slíkan krabba en þeir sem ekki notuðu hárlit. Jafnvel hársnyrti- fræðingar og rakarar reyndust 50% líklegri til að fá þvagblöðru- krabba en þeir sem ekki komust í snert- ingu við hárlit vegna starfs síns. Litur sagður skipta máli En dr. John Corbett, ráðgjafi Snyrti- og ilmvörusamtakanna, segir að Gago-Dom- inguez kunni að hafa hagað rannsókninni á rangan veg. Miðað sé við hversu oft fólk komist í snertingu við lit en mestu skipti í raun hvaða litur sé notaður. „Það eru notuð að mestu sömu efnin í alla liti en það er töluvert meira af (efnunum) í dökkbrúnu og svörtu en í ljósu,“ segir hann. Ennfremur bendir hann á að ekki virðist hafa verið tekið til- lit til fyrri rannsókna Banda- rísku krabbameinsstofnunar- innar og Bandaríska krabba- meinsfélagsins, sem hafi ekki leitt í ljós nein svona tengsl á milli hárlitar og krabbameins. KONUR sem nota hárlit reglu- lega kunna að auka með því hættuna á að fá krabbamein í þvagblöðruna, að því er nið- urstöður nýrrar rannsóknar benda til. „Þessar nýju athuganir okkar eru ögrandi og gífurlega mik- ilvægar vísbendingar varðandi heilbrigðismál,“ sagði dr. Manu- ela Gago-Dominguez. „Samt er fullsnemmt að fara að gera nokkrar tillögur um að hætt verði að nota hárlit,“ bætti hún við. „En þetta er ein stærsta og umfangsmesta rannsókn á þessu máli og við teljum að það ætti ekki að virða niðurstöðurnar að vettugi.“ Þetta er enn fremur fyrsta rannsóknin sem sýnir fram á að hversu oft hárlitur er notaður hafi áhrif á hættuna á þvag- blöðrukrabba, sagði dr. Gago- Dominguez sem starfar við læknadeild Háskólans í Kali- forníu í Los Angeles. Stóraukin hætta Ásamt samstarfsfólki sínu kannaði hún 897 tilfelli þvagblöðrukrabbameins þar sem upplýsingar um hárlitsnotkun voru fyrirliggjandi og bar sam- an við álíka fjölda fólks sem ekki notaði hárlit. Niðurstöð- urnar birtast í febrúarhefti International Journal of Cancer. Í ljós kom, að konur sem not- uðu hárlit að minnsta kosti einu sinni í mánuði voru tvöfalt lík- legri en konur, sem ekki notuðu hárlit, til að fá krabbamein í þvagblöðru. Tekið var tillit til sígarettureykinga sem eru þekktur áhættuþáttur varðandi þessa tegund krabbameins. Þær sem höfðu notað hárlit í að minnsta kosti 15 ár voru þrefalt New York. Reuters. Smart en virðist geta verið varasamt. Hárlitun kann að auka hættu á þvagblöðrukrabba Associated Press MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 33 SVO virðist sem erfðafræðilegir áhættuþættir og umhverfi eigi þátt í því að koma af stað breytingum í heila sem tengjast geðklofa. Þetta er niðurstaða rannsókna hollenskra vísindamanna sem gerðar voru á tví- burum þar í landi. Vísindamennirnir segja hana skapa möguleika á því að unnt verði að greina sjúkdóminn fyrr og bregðast við honum. Um það bil einn af hverjum 100 þjáist af geðklofa. Vísindasamfélag- ið hefur lengi litið svo á að tiltekin fráhvörf í heila, þ. á m. minni heila- stærð, komi oftar fyrir hjá geðklofa- sjúklingum en í þeim sem engin sýna merki um sjúkdóminn. Böndin hafa borist að erfðafræðilegum frá- vikum þó svo ekki sé vitað nákvæm- lega hvernig þessir líffræðilegu þættir hafa áhrif. Nú hafa vísindamenn í Hollandi birt skýrslu þar sem fjallað er um rannsókn á 29 pörum tvíbura. Skýrslan er birt í janúarhefti Arch- ives of General Psychiatry. Mæld var stærð höfuðkúpu og heila í þeim sem þátt tóku en um tvíburapör þessi gilti að annar þeirra þjáist af geðklofa en hinn ekki. Pörin 29 voru síðan borin saman við 29 pör til við- bótar þar sem engin merki geðklofa höfðu verið greind. „Traustar vísbendingar“ Að jafnaði reyndust höfuðkúpur beggja tvíbura þar sem annar sýndi merki geðklofa vera minni en hjá þeim sem enga slíka sjúkrasögu áttu. Tengsl eru á milli stærðar höf- uðkúpu og heilastærðar fram að tveggja ára aldri þannig að „traust- ar vísbendingar“ hafa fengist fyrir því að tiltekið erfðafræðilegt ferli sem hefur áhrif á vöxt heilans og á sér stað fyrir tveggja ára aldur auki hættuna á því að tiltekinn ein- staklingur veikist af geðklofa. Dr. Rene Kahn, sem starfar við Heilbrigðismiðstöð háskólans í Utr- echt, segir að jafnframt hafi komið fram að tvíburar þar sem geðklofa hafði orðið vart hefðu að meðaltali minni heila en þeir sem engin merki sjúkdómsins sýndu. Þetta gæfi til kynna að auk erfðafræðilegra þátta sem hefðu áhrif innan tveggja ára aldurs væru að verki umhverfis- þættir eftir tveggja ára aldur sem stuðluðu frekar að því að draga úr vexti heilans. „Saman gefa þessar niðurstöður til kynna að geðklofa megi rekja til erfðaþátta í bernsku og umhverfis- þátta síðar á ævinni,“ segir dr. Kahn. Hann kveðst telja hugsanlegt að geðklofi leggist eingöngu á þá sem bera tiltekin gen er hafa aukna hættu í för með sér og verða jafn- framt fyrir þeim umhverfisáhrifum sem nauðsynleg eru til að sjúkdóm- urinn þróist áfram. Kahn segir að með því að bera kennsl á gen þau sem hafa áhrif á vöxt heilans kunni að vinnast áfangasigur í baráttunni við geð- klofa. Genaleit Næsta skrefið í rannsóknum holl- ensku vísindamannanna muni felast í því að leita uppi tiltekin gen sem koma fram hjá geðklofasjúklingum og hafi áhrif á vöxt heilans. Með þessu móti verði ef til vill unnt að greina sjúkdóminn mun fyrr og jafn- vel að hefja skipulagða leit að hon- um með genaprófum hjá þeim sem taldir séu í hættu. Jafnframt væri nú unnt að hefja leit að þeim um- hverfisþáttum sem hér væru að verki í því augnamiði að þannig yrði unnt að koma í veg fyrir framþróun sjúkdómsins. Hollensk rannsókn á orsökum geðklofa Erfðaþættir í bernsku og umhverfi að verki? Associated Press Tvíburar veita einstakt tækifæri til rannsókna á ýmsum sjúkdómum. TENGLAR ..................................................... Archives of General Psychi- atry:http://archpsyc.ama-assn.org. New York. Reuters. LÍFRÆN RÆKTUN Í NÚTÍÐ OG FRAMTÍÐ Í tilefni komu Inger Kallander, form. Samtaka líf- rænna bænda í Svíþjóð, verður haldinn opinn fundur fyrir allt áhugafólk, í dag, laugardaginn 3. febrúar kl. 13.30 í B-sal á Hótel Sögu. Inger mun fjalla um stöðu lífræns landbúnaðar á hinum Norðurlöndunum auk þess sem hún fjallar um mikilvægi lífræns landbúnaðar. Erindið verður flutt á ensku. Fundarstjóri verður Þórður Halldórsson form. VORS samtaka lífrænna bænda á Íslandi og flytur hann erindi um stöðuna á Íslandi. Kaffiveitingar verða í boði. Allt áhugafólk um lífræna ræktun er boðið velkomið á meðan húsrúm leyfir. VOR Samtök lífrænna bænda. ÁFORM átaksverkefni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.