Morgunblaðið - 03.02.2001, Page 42

Morgunblaðið - 03.02.2001, Page 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ M aðurinn, sem nú hefur tekið sæti sem nýr dóms- málaráðherra Bandaríkjanna, er alfarið á móti fóstureyð- ingum, jafnvel í þeim tilvikum þegar konu hefur verið nauðgað eða þungunin er afleiðing kyn- ferðislegrar misnotkunar. Hann segist samt gera sér grein fyrir að fóstureyðingar séu löglegar í Bandaríkjunum og sér muni ekki verða skotaskuld úr því að framfylgja lögunum. Þessi sami maður er alfarið á móti lögum sem tak- marka byssu- eign og beitti sér meðal annars gegn laga- frumvarpi sem hefði auðveldað að sækja til saka þá sem stunda ólöglegt vopnasmygl. Hann seg- ist samt gera sér grein fyrir að ýmis lög séu í gildi sem tak- marki byssueign og sér muni ekki verða skotaskuld úr því sem dómsmálaráðherra að fylgja þeim lögum eftir. Hann þykir hafa heldur svartan feril í kynþáttamálum, til dæmis beitti hann sér á sínum tíma gegn af- námi kynþáttamisréttis í skól- um í Michigan þegar hann var ríkissaksóknari þar. Loks er svo fullyrt að hann sé lítt hrif- inn af samkynhneigðum. Allt skiptir þetta engu máli, honum mun auðvitað ekki verða skota- skuld úr því að framfylgja gild- andi lögum. Og þessu á fólk að gleypa við. Og virðist sumt gera það. Aðrir hafa hins vegar miklar áhyggj- ur af því hvernig John Ashcroft dómsmálaráðherra muni taka á málum þar sem þarf að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til aðgerða gegn ákveðnum aðilum eða þeim til verndar. Mun mað- ur með hans feril beita sér fyrir því að lögregluembætti leggi af þau vinnubrögð sem sum þeirra hafa tamið sér, að ætla flesta hörundsdökka landsmenn glæpamenn nema annað sé sér- staklega sannað? Mun Ashcroft beita sér fyrir harkalegum við- urlögum gegn þeim sem gerast sekir um árásir á skrifstofur lækna sem framkvæma fóstur- eyðingar, þegar hann hefur sjálfur lýst þeirri skoðun sinni að fóstureyðingar eigi aldrei rétt á sér, sama hvernig barnið hefur komið undir? Svona mætti lengi spyrja. Það gekk reyndar ekki þrautalaust hjá Ashford að fá tilnefningu sína í sæti dóms- málaráðherra afgreidda hjá Bandaríkjaþingi. Þar mátti hann varla snúa sér við án þess að rekast á fólk sem hafði ým- islegt við feril hans að athuga. Hvert vitnið á fætur öðru kom fyrir þingnefndina sem fjallaði um tilnefninguna og sagði sögur af því hvernig hann hefði komið í veg fyrir að dómari næði frek- ari frama af því að hann var svartur og hvernig hann beitti sér gegn því að sendiherra fengi stöðu sína af því að sá var hommi. Ashcroft neitaði þessum „dylgjum“ auðvitað og þeim mun ákafar sem fleiri sögur voru sagðar. Ashcroft hefur líkega verið kunnugt um niðurstöður skoð- anakönnunar sem gerð var í Bandaríkjunum síðastliðið haust og áður hefur verið skýrt frá í þessum pistlum. Þar kom fram, að erfitt getur verið að koma til skila til almennings neikvæðum upplýsingum um aðgerðir, að- gerðaleysi, afrekaskrá, orð og ákvarðanir pólitískra andstæð- inga. Þessi könnun miðaðist við þing- og forsetakosningarnar og þar kom fram að 70% banda- rískra kjósenda þykir ósann- gjarnt af frambjóðanda að gagnrýna pólitískan andstæðing sinn fyrir að halda í orði fram ákveðinni (vinsælli) skoðun en hafa orðið uppvís að því að greiða andstæðri skoðun at- kvæði sitt. Aðeins rúmlega helmingi kjósenda þykir í lagi að frambjóðandi greini frá og gagnrýni hvaða málefnum and- stæðingur hefur veitt braut- argengi með atkvæði sínu og hvaða málefnum hann hefur hafnað. Þannig virðist engu skipta þó að viðkomandi ein- staklingur sýni allt annan lit í kosningabaráttunni, úr takti við fyrri athafnir. Það þykir með öðrum orðum í lagi að villa á sér heimildir enda hefur það leiðindaorð löngum farið af póli- tíkinni að þar helgi tilgangurinn alltaf meðalið. Fólk sem ekki hefur þann undarlega vírus, pólitík, í blóð- inu, furðar sig kannski á að John Ashcroft hafi áhuga á að taka við embætti dóms- málaráðherra og neyðast þar með til að framfylgja lögum sem ganga svo þvert á sannfær- ingu hans. Það er reyndar ekk- ert einsdæmi að menn fari hálf- an eða heilan hring eftir hentugleika. Árið 1999 lögðu til dæmis nokkrir öldungardeild- arþingmenn fram tillögu á Bandaríkjaþingi um að leggja orkumálaráðuneytið niður. Til- lagan hlaut lítinn stuðning og hefði líklega fallið fljótt í gleymskunnar dá nema vegna þess að einn flutningsmanna hennar var Spencer Abrahams, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Michigan. Hann hlýtur að hafa trúað því í raun og sann að best væri að leggja orkumálaráðuneytið niður, fyrst hann setti nafn sitt við slíka til- lögu. En skjótt skipast veður í lofti og nú er Abrahams þessi orku- málaráðherra í ríkisstjórn George W. Bush. Fáir menn hafa gert jafnlítið úr eigin ráðu- neyti og hann. En Abrahams er pólitíkus og segir nú öllum sem heyra vilja að málið horfi allt öðruvísi við árið 2001 en 1999. Núna séu nefnilega svo mörg krefjandi verkefni fram undan. Og svelgist ekki á. Drauma- starfið? Það gekk reyndar ekki þrautalaust hjá Ashford að fá tilnefningu sína í sæti dómsmálaráðherra afgreidda hjá Bandaríkjaþingi. Þar mátti hann varla snúa sér við án þess að rekast á fólk sem hafði ýmislegt við feril hans að athuga. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson ✝ Ingibjörg Jóns-dóttir fæddist á Torfastöðum í Fljóts- hlíð 17. mars 1909. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Eiri 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Guð- mundsson, f. 17. maí 1872, d. 15. apríl 1940, bóndi á Torfa- stöðum, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 9. nóvember 1876, d. 22. maí 1962. Bróðir Ingibjargar var Guð- jón Jónsson (1914–1990) og hálf- systir Guðbjörg Sigríður Jóns- dóttir (1899–1978). Hinn 28. júní 1934 giftist Ingi- björg Kort Eyvindssyni, f. 1. des- ember 1901 í Seljalandi, V-Eyja- fjallahr., Rang., d. 21. ágúst 1964. Foreldrar hans voru Eyvindur Ey- vindsson, f. 2. mars 1865, d. 1949, og k.h. Kristín Jensdóttir, f. 20. júní 1861, d. 1913. Ingibjörg og Kort byrjuðu sinn búskap í Vest- mannaeyjum en tóku síðar við búi foreldra Ingibjargar á Torfastöð- um, 1962 hættu þau búskap og fluttu til Reykjavíkur. Eftir að Kort lést fór hún að vinna hjá Reykjavíkurborg. Börn Ingibjarg- ar og Korts eru þrjú. 1) Jóna Guð- rún, f. 28. febrúar 1934, gift Guðmundi Antoni Guðmunds- syni, f. 13. október 1935. Þeirra dætur eru Ingibjörg Hrefna, f. 1962, Guð- björg Gíslína, f. 1963, Ágústa Katrín, f. 1965, og Guðrún, f. 1971. Barnabörnin eru sjö. 2) Jón Sigur- bergur, f. 30. apríl 1939, var kvæntur Selmu Egilsdóttur, f. 31. mars 1942. Þeirra börn eru Ey- vindur, f. 1961, Kristín Auður, f. 1962, Yngvi Karl, f. 1963, Lilja Sólrún, f. 1964, Ingibjörg Guð- munda, f. 1972, og Ólöf Guðrún, f. 1976. Barnabörnin eru fimm. 3) Eygló, f. 29. maí 1940, var gift Lofti Gunnari Steinbergssyni, f. 22. apríl 1943. Börn þeirra eru drengur, f. 1970, d. sama dag, og Ágústa Steinunn, f. 1972. Uppeld- issonur Ingibjargar og Korts er Gunnar Ingi Birgisson, f. 30. sept- ember 1947, hann er kvæntur Vig- dísi Karlsdóttur, f. 27. maí 1948. Þeirra dætur eru Brynhildur, f. 1968, og Auður Agnes, f. 1976. Útför Ingibjargar fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ingibjörg amma okkar er látin og viljum við minnast hennar með nokkrum orðum. Amma var mjög gestrisin kona. Á hverjum sunnudegi komu ættingjar í kaffi og spjall. Við systkinin vorum meðal þeirra sem komu reglulega. Amma var alltaf jafn glöð að sjá okk- ur. Hún spurði alltaf frétta og gladd- ist með okkur þegar vel gekk. Við sögðum henni frá lífi okkar og í stað- inn fengum við frásagnir af lífinu í Fljótshlíðinni þegar hún var ung. Það voru góðir tímar. Síðustu mánuðina var hún mikið veik. Þó svo að dauðinn sé sorglegur er gott að þjáningum hennar skuli vera lokið. Nú fer hún heim í Hlíðina. Heima er hægt að þreyja, hvíld þar sálin mín fær. Þar mun þægt að deyja þýðum vinum nær. Ljúft er þar að ljúka lífsins sæld og þraut við hið milda, mjúka móðurjarðar skaut. (Steingr. Thorsteinsson.) Elsku pabbi, Eygló og Jóna, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Eyvindur, Kristín, Yngvi Karl, Lilja, Ingibjörg, Ólöf og fjölskyldur. Elsku amma. Ég sat í herberginu mínu í Kaup- mannahöfn og hugsaði til þín þegar síminn hringdi. Fyrst hélt ég að það væri enginn hinum megin á línunni, en svo heyrði ég lágværan grát. Þá vissi ég að þú þjáðist ekki lengur. Ég vil þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ég geymi í hjarta mínu myndir af okkur saman, sitjandi inni í stofu eða eldhúsi, þegar þú sagði mér frá lífinu í gamla daga, þegar þú varst að kynnast afa og frá dansleikjunum. Ég sé þig alveg fyrir mér, sitjandi í stólnum, hlæjandi, slærð þér á lær, og svo stuttu seinna kemur uppáhaldsorðið þitt, „hva“, orð sem allir í fjölskyldunni nota núna. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Ástarkveðjur, Ólöf Guðrún Jónsdóttir. Elsku amma mín. Nú er þinni löngu ævi lokið. Þú ert sjálfsagt hvíldinni fegin eftir nokkuð löng veikindi. Það virtist vera alveg sama hvað á gekk; aldrei heyrði ég þig kvarta, hvorki í þessum veikind- um né nokkrum öðrum. Þú varst allt- af svo sterk. Það var alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, allt var gert af mik- illi vandvirkni og tók ekki langan tíma. Það var aðdáunarvert hvað þú varst handfljót við alla vinnu. Að prjóna lopapeysu tók þig ekki nema einn eða tvo daga. Ég þakka þér innilega fyrir hvað þú varst mér alltaf góð. Ég finn, hve sárt ég sakna, hve sorgin hjarta sker. Af sætum svefni að vakna, en sjá þig ekki hér, því svipur þinn á sveimi í svefni birtist mér. Í drauma dularheimi ég dvaldi í nótt hjá þér. (K.N.) Guð geymi þig, elsku amma mín. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Elsku amma mín. Með örfáum orðum langar mig að minnast þín, en það er skrítið til þess að hugsa að þú skulir vera farin frá okkur. Það er þó huggun í harmi okk- ar að þú skulir vera búin að fá hvíld frá veikindum þínum, sem gátu verið ansi kvalafull undir það síðasta. Ekki það að þú hafir verið að kvarta, það var ekki þinn karakter. Þú varst svo dugleg og metnaðar- gjörn og hvattir okkur til að sýna dugnað í hverju sem við tækjum okk- ur fyrir hendur. Þú varst svo rösk og snögg að öllu. Það var t.d. varla að augun næmu fingurna þegar þú prjónaðir, fingurnir hreyfðust svo hratt. Margar voru sögurnar sem þú sagðir okkur um sveitina. Sögur er þú á yngri árum þeystir á hesti þínum um Fljótshlíðina og lést ekki miklar vegalengdir stoppa þig. Þetta var æv- intýri líkast í eyrum unglingsstúlku. Margar voru líka sögurnar af afa heitnum, sem ég fékk aldrei að kynn- ast. En þú hélst til haga mörgum kveðskapnum eftir hann og ætlaði ég heldur betur að verða skáld eins og afi. Þegar tjörnin var og hét sem skautasvell fyrir almenning var ég heldur betur upp með mér að þú skyldir geyma skóna mína og annarra og alltaf gat maður komið inn til þín að hlýja sér. Ógleymanlegar eru kræsingarnar sem alltaf voru á borðum þínum, bestu kleinur í heimi að ógleymdum Hressó-tertunum sem þú passaðir upp á að væru til fyrir gesti þína. Dætrum mínum fannst alltaf svo gaman að koma til þín, fá gott með kaffinu og syngja svo hárri raustu þau lög sem komu í hugann. Þú hrósaðir þeim alltaf svo mikið og varst svo glöð yfir að einhver í ættinni gæti sungið og yrðu þær sennilega söngkonur, svona eins og þú og mamma þín. Kærar þakkir fyrir allt elsku amma. Hvíl í friði. Ágústa Katrín Guðmundsdóttir. Ein af mínum bestu æskuminning- um var að fara inn að Torfastöðum að heimsækja Imbu frænku. Guðrún föðuramma mín bjó þar líka, en ég var mjög ung þegar hún dó, en man ég þó aðeins eftir henni. Naut hún umönn- unar Imbu og Korts eiginmanns hennar þar til hún lést. Það var ynd- islegt að koma að Torfastöðum og alltaf var ég jafn velkomin. Allt stóð manni til boða sem til var á bænum og ekkert til sparað. Kort og Ingibjörg lifðu hamingjusömu lífi í sveitinni en vegna heilsuleysis Korts fluttu þau til Reykjavíkur 1963. Þar höfðu þau búið í stuttan tíma þegar Kort lést og var það mikill missir fyrir frænku mína þegar hún í blóma lífsins missti mann- inn sinn aðeins 54 ára gömul. Þegar ég unglingurinn utan af landi flutti til Reykjavíkur, stóð hún með opinn faðminn og bauð mér að búa hjá sér á meðan ég var að fóta mig í höfuðborginni og takast á við líf- ið þar. Það var ómetanlegt fyrir mig að vera í skjóli hennar á þessum árum og einnig veit ég að það hefur verið notalegt fyrir foreldra mína að vita af mér hjá henni. Imba mín, mikið er ég þakklát fyrir stundina sem við áttum saman nú í desember s.l. þegar ég heimsótti þig á hjúkrunarheimilið Eir þar sem þú dvaldir. Þú varst hress að vanda og kvartaðir ekki þótt mátturinn væri lítill og þú fárveik. Mikið talaðir þú fallega um starfsfólkið á hjúkrunar- heimilinu og varst þeim þakklát fyrir allt sem það gerði fyrir þig. Það var greinilegt að þú vildir reyna að bjarga þér eins mikið og þú gast sjálf, svo ekki þyrfti að hafa mikið fyrir þér. Þú sagðist ekki geta lofað mér því að vera hér mikið lengur og fannst mér að þú værir sátt. Ég get vel ímyndað mér að þú hafir verið farin að bíða eft- ir langþráðum endurfundum. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. ( Ingibj. Sig.) Með þessum orðum kveð ég þig kæra frænka og allar góðar minning- ar um þig geymi ég í hjarta mínu og bið Guð að geyma þig. Hanna. „Hrafnarnir voru að segja mér eitt- hvað.“ Þessi orð móður minnar eru mér alltaf í fersku minni, en ég hef verið sjö ára þegar hringt var og til- kynnt um andlát Korts árið 1964. Hrafnarnir sem flugu fram og aftur við gluggann á húsinu mínu voru líka að reyna að segja mér eitthvað þriðju- daginn 23. janúar sl., en skömmu síð- ar fékk ég tilkynningu um að þú, Imba mín, væri sofnuð svefninum langa. Minningar eru dýrmætar og minn- ingar frá æskuárum oft þær bestu. Ég man lítið eftir ykkur á Torfastöð- um, en þeim mun betur eftir þér sem ekkju á Flókagötunni. Það var ekki út af engu sem komið var við í vakthús- inu við Tjörnina þar sem þú vannst lengi þegar ég kom í stutta ferð til Reykjavíkur. Gangandi frá Umferð- armiðstöðinni niður í bæ vonaði ég alltaf að þú værir að vinna svo ég gæti hitt þig. Það brást ekki að þú stökkst beint út í bakarí og keyptir eitthvað sem smakkaðist svo vel, að ég held að ég fái aldrei eins góður kökur úr bak- aríi eins og þú barst þá á borð. Þú varst einstök. Ekkert kynslóðabil var til hjá þér og það segir allt sem segja þarf um lund þína og skilning á ungu fólki að seinna þegar ég fékk að fara ein til Reykjavíkur til að skoða mig um vildi ég helst fá að gista hjá þér. „Var ekkert gaman?“ voru orðin þín ef maður kom snemma heim. Það var ekki verið að setja reglur um heim- komutíma, bara vonað að maður skemmti sér í ferðinni. Árin liðu en þú varst alltaf eins. INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.