Morgunblaðið - 03.02.2001, Qupperneq 44
MINNINGAR
44 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Grímur Arnórs-son fæddist á
Tindum í Geiradal í
A-Barðastrandar-
sýslu hinn 26. apríl
1919. Hann lést í
Króksfjarðarnesi 23.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Arnór Einarsson,
bóndi á Tindum, f. 9.
okt. 1880, d. 27. mars
1969, og Ragnheiður
Grímsdóttir, hús-
freyja, f. 2. des. 1893,
d. 3. jan. 1971. Systk-
ini Gríms eru Einar,
f. 27. maí 1921; Kristín, f. 30. sept.
1923, og Bjargey Kristrún, f. 16.
maí 1930. Fósturbróðir Gríms er
Arnór Aðalsteinn Guðlaugsson, f.
5. ág. 1912.
Grímur kvæntist árið 1943 fyrri
konu sinni, Jónínu Ragnheiði Guð-
jónsdóttur, f. 19. ág. 1910, d. 20.
júní 1990. Þau slitu samvistir.
Börn þeirra eru: 1) Arnór, f. 22.
nóv. 1943, kvæntur Sóleyju G. Vil-
hjálmsdóttur, f. 29. sept. 1948.
Þeirra börn eru: a) Jónína Mar-
grét, f. 16. júní 1969, b) Grímur, f.
Síðari kona Gríms er Guðlaug
Guðmundsdóttir, f. 27. ág. 1933.
Synir þeirra eru: 4) Hörður Már, f.
5. mars 1962, kvæntur Fjólu Bene-
diktsdóttur, f. 30. júlí 1962. Þeirra
dætur eru: a) Guðlaug Harpa, f. 23.
jan. 1990, b) Helena Ýr, f. 11. jan.
1992, c) Eydís Sunna, f. 17. júní
1996. Sonur Fjólu og fóstursonur
Harðar er Sigurður Fannar Guð-
mundsson, f. 10. maí 1984. 5) Börk-
ur, f. 19. júlí 1964, kvæntur Guð-
rúnu Kristínu Sigurgeirsdóttur, f.
16. júlí 1965. Þeirra dætur eru: a)
Eva Brá, f. 13. okt. 1987, b) Sædís
Birta, f. 16. maí 1992.
Grímur ólst upp á Tindum og
stundaði nám í Samvinnuskólan-
um í Reykjavík. Hann hóf búskap á
Tindum árið 1943 og bjó þar til
1989 er Hörður sonur hans tók við
búinu. Grímur vann mikið að
félagsmálum alla tíð, var m.a. odd-
viti hreppsins, sat fundi Stéttar-
sambands bænda og Búnaðarþing
um árabil og sinnti auk þess mörg-
um öðrum trúnaðarstörfum. Á 80
ára afmæli Gríms var hann gerður
að heiðursborgara Reykhóla-
hrepps. Síðustu árin bjuggu Grím-
ur og Guðlaug á Tindum II í eigin
húsi, sem þau létu reisa í landi
jarðarinnar Tinda.
Útför Gríms fer fram frá Reyk-
hólakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14. Jarðsett verður í
Garpsdalskirkjugarði.
18. apríl 1971, kvænt-
ur Sigrúnu Esther
Guðmundsdóttur.
Þeirra synir eru Arn-
ór Már, f. 20. okt.
1994, og Guðmundur
Þór, f. 2. nóv. 1998, c)
Erla, f. 19. nóv. 1976, í
sambúð með Sigurði
Gunnarssyni. Sonur
þeirra er óskírður, f.
23. jan. 2001, sonur
Erlu er Jóhannes
Karvel Guðlaugsson,
f. 16. feb. 1997, d) Vil-
hjálmur, f. 19. júlí
1983. 2) Guðjón Grét-
ar, f. 10. apríl 1945, kvæntur Ástu
Garðarsdóttur, f. 14. ág. 1946.
Þeirra dætur eru: a) Jónína, f. 9.
des. 1972, gift Jóhanni Kjartans-
syni, b) Björk, f. 19. des. 1973. 3)
Ragnheiður, f. 6. maí 1946, gift
Guðmundi Kristjánssyni, f. 16.
apríl 1944. Þeirra börn eru: a)
Kristján Þór, f. 27. nóv. 1969, í
sambúð með Hildi Hjaltadóttur, b)
Arndís Lilja, f. 24. okt. 1971, gift
Árna B. Kvaran. Þeirra dóttir er
Hildur Björk, f. 14. sept. 1995, c)
Dagbjört, f. 26. jan. 1982.
Elsku afi. Nú ertu svo skyndilega
horfinn frá okkur. Þó að ævin þín
teldi áttatíu ár var oft svo auðvelt að
gleyma því þar sem þú varst alltaf
svo hress. Þess vegna virðist það
ennþá óraunverulegra að þú sért
ekki lengur hér. Það er alltaf svo gott
að koma vestur til Króksfjarðarness
og það mun aldrei verða eins þegar
þú ert ekki lengur þar. Ég man að
þegar ég var níu ára fóru mamma og
pabbi í ferðalag og ég var hjá Öddu
og Jónu Möggu í Arnórshúsi á með-
an. Þá sóttir þú mig á hverjum degi
og leyfðir mér að fara með þér í fjós-
ið á Tindum. Mér fannst það mikið
sport þó ég hafi nú ekki gert mikið
gagn. Þau voru líka mörg matar- og
kaffiboðin sem við fórum í til ykkar
Guðlaugar á meðan þið bjugguð í
símstöðinni og eftir matinn var svo
notalegt að setjast hjá stóru bóka-
hillunni ykkar og finna sér eitthvað
skemmtilegt að skoða. Þú varst alltaf
svo duglegur að keyra og ekki var
mikið mál fyrir þig að skreppa til
Akraness ef þið Guðlaug þurftuð að
erinda eitthvað. Í haust þegar Guð-
laug fór í aðgerðina hér á Akranesi
áttum við góðan tíma með þér. Þú
last alltaf svo mikið af blöðum og
bókum og hafðir frá ýmsu skemmti-
legu að segja – bæði fólki og fyrir-
bærum. Svo bað ég þig að lesa yfir
ritgerðina mína sem ég var að gera
um Pilt og stúlku og mér þótti mjög
vænt um orðin sem þú sagðir um
hana. Einnig er mjög dýrmætur dag-
urinn í sumar þegar ég og Adda og
fjölskylda komum að Tindum II til
ykkar Guðlaugar og við vorum öll
saman í rólegheitum. Hildur Björk
fékk líka að fara með þér í fjósið og
ég er þakklát fyrir að hún fékk tæki-
færi til þess. Eins og alltaf kíkti ég á
ljósmyndirnar þínar af kirkjunum og
að sjálfsögðu hafði mikið bæst við
síðan ég sá þær síðast. Það var ein-
mitt sumarið 1999 sem þið komuð til
Akraness og þú ákvaðst að
„skreppa“ austur í Landeyjar til að
taka myndir af tveimur kirkjum sem
þig vantaði í safnið. Þetta lýsir því
vel hvað þú varst alltaf frískur.
Elsku afi, ég vona að þér líði sem
allra best. Fallegu útskornu hilluna
sem þú gerðir handa mér varðveiti
ég alltaf í minningu um þig.
Þín
Dagbjört.
Við eignumst sérhvern ævidag
á okkar vegferð hér
úr hendi guðs, sem hnattamergð
og himindjúpin ber.
Við líkjumst kvikum loga ef
um ljóra gustur fer.
Á kveðjustund með harm í hug
er huggun fólgin þó
svo mikil í hve mæt og ljúf
er minning þess, sem dó
og drottinn gefur lífi líkn
en látnum frið og ró.
Guðmundur Kristjánsson.
Mig langar að skrifa fáein orð um
hann Grím, afa minn. Hann var mjög
bókhneigður og átti mikið af bókum.
Hann fór fyrir nokkrum árum að
skera út í tré og kom þá í ljós hversu
mikill listamaður hann var og gerði
hann marga fallega muni sem hann
gaf vinum og ættingjum. Ekki eru
mörg ár síðan hann hóf að taka
myndir af kirkjum landsins og var
hann kominn með mikið safn af þeim.
Hann var mikil félagsvera og dug-
legur að sækja fundi og samkomur.
Mér er svo minnisstætt að fyrir
tveimur árum fórum við Adda með
afa í heimsóknir til systkina hans í
Reykjavík. Þá fann maður hvað afi
var verulega stoltur af börnum sín-
um og barnabörnunum; hvort sem
hann umgekkst þau mikið eða lítið þá
voru þau greinilega mikilvægur þátt-
ur í lífi hans.
Nú gráta skýin
eins og augu mín
gera stundum.
Þá kemur þú
og þurrkar tárin burt.
Eins mun vindurinn
hugga skýin á himnum
og sólin þerra
tárvota jörðina.
(Áslaug Sigurgestsdóttir.)
Megi guð vera með og hugga
Gullu, konu hans, börn hans, tengda-
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Bless, afi minn.
Jónína Margrét
Arnórsdóttir.
Hinn 23. janúar s.l. fékk ég þá
sorgarfrétt að hann afi minn og al-
nafni væri dáinn. Ég trúði þessu
varla.
Ég var í sveit á sumrin hjá honum
afa á Tindum frá því ég var smá-
strákur og fram á unglingsár.
Á þessum tíma naut ég nærveru
afa og lærði margt. Ég fór með hon-
um í fjós og í girðingarvinnu ásamt
fleiri störfum tengdum sveitinni.
Ég minnist þess sérstaklega
hvernig afi hummaði fyrir munni sér
og skrifaði heilu setningarnar á
borðið með fingrunum og var alltaf
jafn rólegur.
Afi notaði orðið „kappi“ óspart um
okkur sumarstrákana en „nafni
minn“ fékk ég einn að heyra.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(V. Briem.)
Takk fyrir allt, elsku afi.
Þinn nafni,
Grímur Arnórsson.
Gestakoma í Skáleyjum 1963. Upp
frá sjónum gengur vörpulegur mað-
ur, fullorðinn en þó ungur, hægur og
festulegur, heilsar alvarlegur há-
vaðalaust, enginn viðhlæjandi hvers
sem er við fyrstu kynni.
Ég hafði að vísu séð hann fyrr, en
sennilega ekki talað við hann. Sam-
gangur og kynni voru takmörkuð
milli Geiradals og eyja. Suma bæi
þar kunni maður að nefna og suma
menn. Einn þeirra var Grímur á
Tindum, hann mun snemma hafa val-
ist til forystu meðal jafningja.
Ekki grunaði mann þá að innan
mannsaldurs yrði þessi víðlenda
byggð með nefndum endamörkum
orðin að einu sveitarfélagi og kynni
fólks endanna á milli áþekk því sem
var innan gömlu hreppanna með
minni radíus.
Hann var kominn að sækja konu-
efni sitt, sem þá var enn viðloðandi
föðurhús og eldri sonur þeirra fædd-
ur.
Við nánari kynni fann ég það
traust, sem hann ávann sér. Mér er í
fersku minni tímabundin dvöl á
Tindum snemma á búskaparárum
Gríms og Guðlaugar. Marga eftir-
minnilega stund hefi ég átt síðan hjá
þeim. Fyrst í gamla húsinu á Tindum
og síðan því nýja. Svo í Króksfjarð-
arnesi og lokst í nýjum bústað á
Tindum eftir að hún lét af símstöðv-
arstjórn í Nesi.
Grímur var orðsins maður, hafði
gaman af snjöllum málflutningi og
orðaskiptum.
Vel orðuð kerskni í bundnu máli
var honum tákn snillinnar.
Án þess að halla viljandi á neinn
veit ég að hann mat mikils Bólu-
Hjálmar, Guðmund Inga, Guðmund
Bövarsson, Þórarin Eldjárn. Flutti
gjarnan á mannamótum ljóðin, sem
hann hreifst af.
Búskapur Gríms á Tindum spann-
ar stórbreytingaskeið íslensks land-
búnaðar. Hann hvarf frá þeim bland-
aða búskap, sauðfjár og kúa, sem
flestir ráku á æskuárum uppbygg-
ingar og vélvæðingar. Byggði kúabú
sitt og fjós samkvæmt kröfum tím-
ans.
Á Tindum er og verður sennilega
enn um sinn, eina sérhæfða kúabúið í
hreppnum.
Staðarlegt er heim að Tindum að
líta, ekki síst um gróandann, þegar
túnin í grósku breiða úr sér beggja
vegna vegar og á brekkubrúninni
stílgóðar byggingar undir tindunum.
Listasmíð náttúru og mannshandar
myndar þarna geðþekkan samruna.
Hann sagði mér nýverið að síðustu
búskaparár hans hefðu verið nokkur
biðstaða meðan skýrðist hverju fram
yndi með eftirkomendur. Þegar svo
sonur hans vildi halda starfinu fram
var Grími ljúft að standa upp. Þetta
er ljós punktur í dapurlegri þróun
búsetu um sveitir.
Ungur lærði Grímur eitthvað í út-
varpsvirkjun og starfaði nokkuð við
það fag.
Að búskaparlokum fékk hann hins
vegar meiri tíma til að sinna tóm-
stundastarfi sínu, sem var útskurður
í tré. Á heimilum fjölskyldu hans gef-
ur að líta árangurinn í skrautlegum
munum.
Einhverntíma fór hann að taka
myndir af kirkjum sem varð honum
að söfnun. Ötull ferðamaður, sem
átti alltaf þetta erindi. Að lokum átti
hann allar kirkjur landsins í mynda-
möppu. Trúlega er það einstakt safn.
Svo eitthvað sé nefnt af þeim fjöl-
mörgu trúnaðarstörfum, sem hann
vann samfélaginu, þá eru mér eft-
irminnileg þau sem ég kynntist.
Er hann hætti setu á Búnaðar-
þingi, sem hann hafði um árabil, sát-
um við saman aðalfund Búnaðarsam-
bands Vestfjarða þegar velja skyldi
nýja Búnaðarþingsfulltrúa.
Þá var enn það mannval á Vest-
fjörðum og áhugi á búskaparmálum,
að fleiri buðust til starfans en þurfti
og horfði í rimmu eða kosningaslag,
sem ekki kunni góðri lukku að stýra.
Grími var fengið það hlutverk að
sjatla mál.
Hann kannaði vilja manna undir
fjögur augu í fundarhléum og sinni
meiningu lá hann ekkert á. Hann
kom saman lista sem fundurinn sam-
þykkti átakalítið. Mörgum smábógi
hefði orðið slíkt miðlunarstarf
skeinuhætt. En Grímur stóð keikur
eftir.
Árið 1987 voru allir hreppar Aust-
ur-Barðastrandarsýslu sameinaðir í
einn. Félagsmálaráðuneytið fól
Grími að stýra viðræðum hrepps-
nefndanna. Hann tók skörulega á.
Hann samdi þær vinnureglur, sem
dugðu til framboðs að einni hrepps-
nefnd, þar sem sæti áttu fulltrúar
allra gömlu hreppanna.
Hann átti frumkvæði að því að
hreppurinn nýi hlyti það nafn sem
varð. Reykhólahreppur. Þarna urðu
átök. M.a. var ég mjög ósammála
Grími um þetta efni. Lyktir bera
málafylgni hans vitni. Málefnalegi
árgreiningurinn var reyndar sá
hvort hreppar ættu að bera nafn af
einhverju höfuðbóli eða hvort nafnið
ætti að spanna svæðið. Jafnframt
heyrist mér síðan, að þessi ágrein-
ingur hafi verið við lýði víðar þegar
sameinaðir eru hreppar. „Sitt sýnist
hverjum“ á Fróni.
Við Guðlaug þekkjumst frá upp-
vaxtarárum. Nóbelsskáldið kallaði
það að alast upp „samtýnis“. Æðru-
leysi þitt, Gulla mín, þolinmæði og
bjartsýni hafa alla tíð verið aðals-
merki þín. Dugi þér þau nú, ég veit
að tómleikinn verður áleitinn.
Guð styrki þig og blessi fjölskyld-
una alla.
Jóhannes
Geir Gíslason.
Í dag, 3. febrúar, verður til moldar
borinn í Reykhólasveit heiðursborg-
ari Reykhólahrepps og fyrrum odd-
viti Geiradalshrepps, Grímur Arn-
órsson frá Tindum. Hann lést
snögglega h. 23. janúar s.l. og hafði
ekki kennt sér neins meins áður.
Þó að Grímur væri kominn yfir
áttrætt bar hann aldurinn vel og hélt
góðri starfsorku. Alltaf var hann
með á prjónunum ný verkefni til að
takast á við.
Fyrir nokkrum vikum ræddi hann
við mig um að taka að sér að fara yfir
bókasafn Flateyjar og flokka það.
Hann var sívinnandi, las mikið og
fylgdist með sveitarstjórnarmálum
og þjóðmálum af alhug. Hann var því
víðlesinn maður og vel heima í flestu
því sem á góma bar í máli manna.
Hann var einnig góður heim að
sækja og gott að leita til hans um
hvaðeina sem viðkom félags- og
sveitarstjórnarmálum frá fyrri tím-
um. Hann var hagleiksmaður mikill
og einkum á efri árum stundaði hann
tréútskurð og skilur hann eftir sig
marga fagra gripi útskorna í tré.
Ekki var það til að afla fjár með sölu,
heldur til að gefa vinum og vanda-
mönnum. Grímur hafði yndi af ferða-
lögum og að blanda geði við fólk.
Þegar ég flutti hingað í Reykhóla-
hrepp árið 1996 rifjuðu þeir upp
gömul kynni maðurinn minn og
Grímur, en þeir höfðu oft verið sam-
verkamenn á fundum um sveitar-
stjórnarmál á Vestfjörðum. Þar var
Grímur oftast fulltrúi síns sveitar-
félags eða sýslunnar. Það sópaði að
Grími þar sem hann flutti mál, hann
var málafylgjumaður og fylgdi þeim
málum fast eftir sem honum voru fal-
in. Hann var félagshyggjumaður í
besta skilningi þess orðs.
Ég minnist þess líka að áður á ár-
um þegar við hjónin ókum um Reyk-
hólasveit og leið okkar lá fram hjá
Tindum þá sagði Guðmundur venju-
lega til skýringar þeim sem með voru
í bílnum: Hér býr vinur minn Grímur
á Tindum, oddviti og mikill sveitar-
höfðingi.
Ekki er hægt að minnast Gríms
nema að nefna einnig eftirlifandi eig-
inkonu hans, Guðlaugu Guðmunds-
dóttur frá Skáleyjum, sem er mik-
ilhæf og gáfuð kona. Þrátt fyrir
fötlun sína sinnti hún öllum húsmóð-
urstörfum af mikilli kostgæfni og
reisn á gestkvæmu heimili. Gestrisni
var í hávegum höfð á þeirra heimili
og þau voru góð heim að sækja.
Heimilishald allt var með menning-
arbrag eins og það gerist best á ís-
lensku sveitaheimili.
Grímur sat í sveitarstjórn Geira-
dalshrepps í 30 ár og var á þeim tíma
oddviti sveitarstjórnar í 17 ár. Jafn-
framt var hann sýslunefndarmaður í
fjölda ára.
Hann tók mikinn og virkan þátt í
félags- og hagsmunabaráttu bænda-
samtakanna. Hann var fulltrúi á að-
alfundum Stéttarsambands bænda í
20 ár og fulltrúi á Búnaðarþingum í
10 ár. Auk þessara starfa var hann
afkastamikill starfsmaður bæði í
Ræktunarsambandi og húsgerðar-
sambandi A-Barðastrandarsýslu
meðan þau voru rekin. Það sýnir að
aðrir bændur hafa treyst Grími vel
fyrir sínum málum og talið sig eiga
góðan og ötulan talsmann sinna mála
þar sem hann var. Þetta kom líka
fram í öðrum málum eins og stjórn-
arstörfum fyrir Kaupfélag Króks-
fjarðar þar sem hann sat í stjórn í um
tvo áratugi og lengst af sem formað-
ur stjórnar.
Í sveitarstjórnarmálum var hann
virkur leiðtogi í 30 ár. Þetta gilti
bæði innan sveitar sem í ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir byggðarlag
sitt út á við. Þar má nefna Fjórð-
ungssamband Vestfirðinga, Orkubú
Vestfjarða og mörg sérverkefni á
vegum samtaka sveitarfélaga í Vest-
fjarðakjördæmi.
Hreppsnefnd Reykhólahrepps til-
nefndi Grím Arnórsson heiðursborg-
ara Reykhólahrepps á fundi sínum
15. apríl 1999 og afhenti honum skjal
af því tilefni í áttræðisafmæli hans
26. apríl 1999.
Það er sjónarsviptir að slíkum
manni sem var sannur sveitarhöfð-
ingi eins og þeir gerast bestir.
Við þökkum Grími Arnórssyni fyr-
ir störf hans í þágu sveitarinnar og
samfélagsins alls. Skarð hans verður
vandfyllt, og margir sakna vinar í
stað.
Ég votta eiginkonu Gríms Arnórs-
sonar og öllum afkomendum hans
einlæga samúð fyrir hönd Hrepps-
nefndar Reykhólahrepps. Einnig vil
ég þakka okkar persónulegu kynni
og þann vinarhug sem þau hjón bæði
sýndu mér og fjölskyldu minni.
Blessuð sé minning Gríms Arnórs-
sonar.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,
sveitarstjóri Reykhólahrepps.
GRÍMUR
ARNÓRSSON