Morgunblaðið - 03.02.2001, Side 47

Morgunblaðið - 03.02.2001, Side 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001 47 ✝ GuðmundurSverrir Runólfs- son fæddist í Reykja- vík 8. mars 1931. Hann ólst upp í Reykjavík en eyddi miklum tíma hjá afa sínum og ömmu í Hagavík í Grafningi. Hann lést á heimili sínu á Klapparstíg 8 í Ytri-Njarðvík 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Runólfur Sigurberg- ur Runólfsson og Guðlaug Ólafsdóttir. Guðmundur Sverrir átti eina eft- irlifandi systur, en hún heitir Ey- rún Erla Runólfsdóttir. Guðmundur Sverrir kynntist 1950 eftirlifandi eiginkonu sinni, Ágústu Maríu Ágústsdóttur, f. 9. september 1932, og hófu þau sam- búð sama ár. Ágústa María er dóttir Guðríðar Elínborgar Georgsdóttur og Ágústs Bjarnasonar. Ágústa María ólst upp á Brekku í Ytri- Njarðvík. Guðmund- ur Sverrir og Ágústa María eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Einar, f. 20. október 1951, hans kona er Harpa Guð- mundsdóttir. 2) Gunnar Elís, f. 17. janúar 1957, hans kona er Mundína Freydís Marinós- dóttir. 3) Guðrún, f. 22. apríl 1958, hennar maður er Guðjón Svavar Jensen. 4) Hrafn- hildur, f. 28. ágúst 1961, hennar maður er Helgi Guðmundur Jós- epsson. Barnabörn Guðmundar Sverris og Ágústu Maríu eru 13. Útför Guðmundar fór fram í kyrrþey. Afi minn Guðmundur Sverrir Runólfsson átti viðburðaríka ævi. Hann gerði margt og kom víða við. Allir þeir sem ég hef rætt við og þekktu hann voru sammála um að hann hafi viljað öllum vel og góðsem- in hrein og sönn hafi streymt úr hon- um hvert augnablik lífsins. Afi minn fæddist í Reykjavík árið 1931 á dögum mikillar fátæktar þeg- ar kreppan gerði vart við sig. Hann ólst upp í Austurbænum og tók barnaskólapróf í Austurbæjarskóla. Þótt hann hafi verið alla tíð hrifinn af öllum bókum og þekkingu, þá sagði hann mér gjarnan frá því hvað hon- um þótti leiðinlegt að vera í tímum í skólanum og hafði meira gaman af því að leika sér úti. Alla tíð var afi góður sundmaður en hefðbundið skólasund þótti honum leiðinlegt. Hann sagði mér frá því að hann hafi lært að synda upp á sitt eigið eins- dæmi í Austurbæjarsundlaug. Hann gerði það þannig að hann byrjaði við bakkann nálægt einu horninu og synti við bakkann hinumegin við sama horn. Svo hægt og bítandi færði hann sig fjær horninu. Afi fór aldrei hefðbundnar leiðir til þess að ná markmiðum sínum og best þótti honum að gera það á sinn hátt. Afi minn dvaldi mikið hjá afa sín- um og ömmu í Hagavík í Grafningi. Amma hans var að sögn margra mjög góð kona og var einstaklega góð við afa. Alla ævi var Hagavík hans sæluland og hann þreyttist aldrei á því að fara með börnin sín og seinna barnabörnin á þennan sælu- stað. Afi var duglegur að segja sögur frá því hann var ungur um þennan stað og sýna okkur gamla bæinn. Oft fengum við að heyra hvað murturnar voru stærri í gamla daga og hve mik- ið meira veiddist þá. Vorið 1940 var mikil upplifun fyrir afa þegar Bretarnir komu. Í Reykja- vík á þessum tíma voru það mikil ný- mæli að fá stóran hóp af erlendum hermönnum. Afi var þá níu ára gam- all og átti mikið samneyti við bresku hermennina og lærði þá í fyrsta skipti einhverja ensku. Oft sagði afi mér frá því hvað margir hermenn- irnir hafi verið góðir við hann og gef- ið honum ýmislegt. 1950 er afi 19 ára gamall og kynn- ist ömmu í Hafnarfirði og sama ár flytja þau í Njarðvíkurnar, en amma var alin upp þar. Afi fékk snemma vinnu upp á velli sem sendibílstjóri. Í því starfi fékk hann mikla þjálfun í að tala ensku. Nokkrum árum seinna hóf hann að vinna sem leigubílstjóri. Hann starfaði við akstur í 40 ár og aðallega uppi á velli. Afi og amma eignuðust fjögur börn, það fyrsta fæddist árið 1951 en það síðasta árið 1961. Þegar börnin voru að vaxa úr grasi var farið oft og iðulega í ferðalög út um allt land. Allt fram á síðasta dag hafði afi mikinn áhuga á hverskyns ferðum jafnt inn- anlands sem utan. Þegar ég, fyrsta barnabarnið, kom í heiminn var afi 45 ára. Frá unga aldri sótti ég mikið í það að vera í kringum afa og ömmu og fékk að fara með þeim í allmargar ferðir. Þær stuttu ferðir sem við fórum að- eins tveir saman eru mér minnis- stæðar. Við fórum lengi aðeins tveir saman í Bláa lónið, á leiðinni í Svartsengi og í lóninu var það ann- aðhvort þannig að það kjaftaði á okk- ur hver tuska, eða það var grafar- þögn. Í þögninni hlustuðum við á vindinn sem hvein í bílrúðunum eða regnið sem lamdi bílinn. Stundum þegar við gengum saman sagði ég afa sögur sem ég spann á staðnum um álfa, fólk og drauga. Afi hlustaði á mig þolinmóður, en var fljótur að leiðrétta mig ef ég notaði óformleg orð. „Segðu að maðurinn hafi gengið en ekki labbað,“ gat hann sagt. Afi minn hafði unun af því að dunda sér við verk af ýmsu tagi. Hann gat legið tímunum saman yfir bílnum sínum eða sett rúður í litla gróðurhúsið sitt. Oft var ég að hjálpa honum, en ég held að það hafi verið lítið gagn að mér því hugurinn var ávallt fljótur að leita á aðrar slóðir og mér fannst skemmtilegra að tala en að vinna. Afi var einnig mikið í bókum og las og skoðaði bækur fram á síðasta dag. Honum þótti mest gaman af ævisög- um, af atburðum fyrri tíma og frá- sögnum um landið. Afi hafði alla tíð mikinn áhuga á tungumálum og las eins og hann gat bækur og blöð á ensku og dönsku. Afi var mjög fróð- leiksfús og við nálguðumst hvor ann- an oft með því að tala saman um ýmsan fróðleik. Afi var duglegur að sýna mér bækur sem gott væri að lesa og það var hann sem kenndi mér fyrstu tökin í skák. Þegar við hittumst síðast á jóladag spurði hann mig hvort það væri ekki mikið sem ég væri að læra í skól- anum og lét hrifningu sína bersýni- lega í ljós. Í þeim skóla sem lífið er, hef ég sjálfur tekið aðeins fáein skref. Ég horfi þó fram á veginn og hef í veganesti það líf sem afi lifði. Það líf mun verða ljós á leið minni. Guðmundur Skarphéðinsson. Ekki datt okkur það í hug að afi, sem hafði lifað alla sjúkdóma og öll slys, myndi deyja. Afi hafði alltaf verið til og við héldum að hann myndi alltaf vera til. Hann var 45 ára þegar sá elsti af okkur fæddist en var orðinn sextugur þegar sá yngsti fæddist. Alltaf munum við eftir afa þegar við komum í heimsókn á Klapparstíg, annaðhvort var hann inni í húsi og var fljótur til að leita í skápum og skúffum að einhverju góðgæti til þess að láta okkur fá. Eða hann var úti að bardúsa eitthvað í kringum bílinn eða í beðum og trjám. Afi var alltaf rólegur og góður, hann skammaði okkur aldrei. Einu sinni braut sá elsti af okkur rúðu með fót- bolta, en afi sagði ekkert við hann heldur tautaði bara: Helvítis ólán. Á sumrin voru skemmtilegustu ferðirnar þegar farið var með afa að veiða. Afi hafði veitt um allt land, en Þingvallavatn þekkti hann best. Að fara með afa og ömmu í sumarbú- staðinn við Þingvallavatn var ævin- týri fyrir unga stráka; þegar bíllinn hans afa renndi í hlað hjá bústaðnum hætti tíminn að vera til og dagarnir liðu eins og í draumi. Í þessum ferð- um fór afi með okkur í Hagavík í Grafningi og sagði okkur sögurnar af afa sínum og ömmu sem bjuggu þar. Þessar sögur og þessar ferðir höfðu áhrif á unga drengi. Hagavík er okkar draumaland. Í minningunni breytist vetur í ná- vist afa einnig í draum. Næstum því á hverjum sunnudegi fórum við með afa og Gunna frænda út um allan Reykjanesskaga. Það var skautað úti á Seltjörn og við Snorrastaða- tjarnir og við renndum okkur ofan við Sólbrekkur, Svartsengi og Þor- björn. Við gengum um hraun, fórum út í Sandvík. Í þessum ferðum lifnaði veröldin og fegurð Skagans laukst upp fyrir ungum drengjum. Afi var duglegur að kenna okkur á náttúr- una og ef við berum eitthvert skyn- bragð á fegurð jarðar er það þessum ferðum að þakka. Það er óralangt síðan þetta var og við förum allir að vaxa úr grasi. Við eigum allt lífið framundan og eigum eftir að koma upp fjölskyldu og sinna okkar verkefnum, sumir kannski fjarri heimahögum. En lífsins ferð er misjafnlega greiðfær og margir tálmar á leiðinni. Þegar við horfum til baka sjáum við að þú hefur gefið okkur margt. Fram á síðasta dag sló lífsins harpa í hjarta þér og söng af visku og ást. Hinum megin heyrist slátturinn áfram, en í eyrum okkar býr aðeins minning ein. Þessa minn- ing munum við nota og syngja alla lífsins söngva til heiðurs þér. Bræðurnir á Sólvallagötu, Guðmundur Ágúst, Einar, Guðbjörn, Valdimar og Ástþór. Elsku afi, nú þegar komið er að kveðjustundinni viljum við minnast þín með þakklæti í hjarta fyrir allar þær góðu stundir sem þú gafst okk- ur. Við vorum alltaf velkomin heim til þin og Gústu ömmu á Klapparstígn- um og þú tókst á móti okkur með bros á vör og gafst okkur eitthvað gott. Við munum eftir góðu stundunum í ferðalögunum um landið á sumrin. Veiðiferðirnar voru sérlega skemmtilegar. Alltaf var gott að koma í heimsókn í sumarbústaðinn til ykkar ömmu og þiggja eitthvað gott. Á veturna fórum við næstum hverja helgi í sunnudagsferð um Reykjanesskagann. Við skautuðum úti á Seltjörn og við Snorrastaða- tjarnir. Í Sólbrekkum, Svartsengi og Þorbirni renndum við okkur á snjó- þotum. Ferðirnar út í Sandvík á jeppanum voru stórkostlegar. Við fengum oft tækifæri til að fara saman til útlanda. Eins og þegar við fórum til Krítar með þér. Þú varst alltaf að tala um að fara aftur þangað því það var svo gaman að synda í sjónum og skoða eyjuna. Þú munt skilja eftir stórt skarð í hjarta okkar, en við vitum að þú ert á góðum stað með Dínó hoppandi í kringum þig. Við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og fyrir þær fallegu minning- ar sem við eigum um þig. Við viljum halda minningunni í hjarta okkar alla lífsgöngu okkar. Systkinin á Brekkustígnum, Eva, Marínó og Sverrir. Elsku afi okkar, við vissum ekki hvernig við áttum að vera þegar við komum heim úr skólanum þann 17. janúar. Við komum heim og mamma sagði okkur þessa sorgarfrétt að þú værir dáinn. En þegar við vorum bú- in að jafna okkur svona nokkurn veg- inn á leiðinni til ömmu þá fórum við að rifja upp allar góðu og skemmti- legu stundirnar okkar saman. Við áttum alveg helling af þessum minn- ingum en samt stóðu sumar minn- ingarnar uppúr hinum einsog t.d. þegar við öll barnabörnin komum saman uppí sumarbústaðinn ykkar ömmu uppi á Þingvöllum, við vöktum langt fram á nótt að syngja og þú að spila á munnhörpuna þína. Svo fannst okkur alltaf svo gaman að fara að veiða með þér, þær voru margar veiðiferðirnar og bara alls konar útivistarferðirnar sem við fór- um yfirleitt öll barnabörnin með þér, það var alveg æðislegur tími. En það er svo erfitt að sætta sig við að þú sért dáinn, við söknum þín svo sárt. Núna þegar við förum í heimsókn til ömmu þá ert þú ekki þar, það vantar svo mikið í þegar þú ert þar ekki. En okkur langar að láta þig vita að við söknum þín mjög sárt. Við sjáum mynd af þér í hugsunum okkar, bros- andi og í þínu yndislega skapi. En við getum huggað okkur við það að þú ert kominn á betri stað núna og sért ekki lengur svona veikur einsog þú varst, þótt það sé nú ekki hægt að finna betri stað en í litla gula húsinu ykkar ömmu. Við vitum líka að þú fylgist með okkur og vakir yfir okkur á hverjum degi. Við elskum þig, elsku afi. Við eigum eftir að hugsa vel um hana ömmu okkar, hún er bú- in að vera mjög sterk einsog við öll hin, við hjálpumst öll að að hugga hvort annað og hughreysta. Það er svo erfitt að að kveðja þig, afi, við eigum eftir að sakna þín mjög sárt. Okkur langaði að skrifa nokkr- ar ljóðlínur til þín. Blessuð sé minning þín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Þín barnabörn, Kristín Ósk, Fjóla María og Jósep. GUÐMUNDUR SVERRIR RUNÓLFSSON Yfirgef eigi aldavin, annar mun aldrei fylla skarð hans. Þessi orð Síraksbókar eru mér of- arlega í huga þegar minn kæri vinur Sigurður B. Valdi- marsson er borinn til hinztu hvíldar. Minningarnar á ég margar og góðar, minningar harmi gegn, minningar sem munu ætíð lifa. Við Siggi höfum þekkst svo til alla okkar ævi. Kynni okkar hófust í Ísaksskóla, við sátum saman á skólabekk Verzlunarskól- ans, en vinskapur okkar hefur verið náinn undanfarin 25 ár. Við vorum í sama félagsskap og störfuðum þar mikið. Flestir eru á einu máli að Siggi var félagsmaður af Guðs náð. Í störfum sínum var hann framtaks- samur, ósérhlífinn og vandvirkur. Með okkur í Frímúrarareglunni starfaði einnig vinur okkar Halldór Skaftason og eigum við Halldór erf- itt með að sætta okkur við það hlut- skipti að Siggi sé horfinn okkur um sinn. Saman fórum við vinirnir í laxveiði á hverju sumri enda var Siggi mikill laxveiðimaður. Ferðir okkar norður í Laxá í Aðaldal eru ógleymanlegar fyrir margra hluta sakir. Ógleyman- legar fyrir skemmtilegar samveru- stundir, lítinn afla en þó alltaf stóra fiska. Þeir Siggi og Dóri reyndu ár- angurslaust að smita mig af veiði- bakteríunni. Þeir létu mig aldrei finna fyrir því hversu lélegur veiði- maður ég er heldur tóku mig með sér SIGURÐUR B. VALDIMARSSON ✝ Sigurður B.Valdimarsson fæddist í Reykjavík 17. júlí 1937. Hann lést á Landspítalan- um 26. janúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík 2. febrúar. í veiði ár eftir ár í þeirri von að þeim tækist að kenna mér listir laxveiðarinnar og að ég kynntist þeirri miklu lífsnautn er felst í veiðinni. Siggi og Dóri höfðu lag á því að skilja mig stundum eftir einan. Ég átti að bjarga mér sjálfur og vonandi mundi ég veiða eitthvað. Það er lýsandi fyrir Sigga að hann stappaði ætíð í mig stálinu ef illa gekk og sagði mér að muna það að ég ætti gullið næst. Það verð- ur tómlegt í veiðiferð í haust án hans Sigga. Dóri og Siggi tefldu skák flesta daga vikunnar og höfðu báðir gaman af. Þegar Dóri flutti til Hollands kom Siggi sér upp Internetinu svo þeir gætu teflt áfram þó fjarlægðin væri mikil. Vinátta Sigga stóðst allar fjar- lægðir. Fyrir nokkrum dögum drukkum við saman morgunkaffi og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Ég átti ekki von á að það væri okkar síðasta samverustund. Í sökn- uði mínum er mér hugsað til fjöl- skyldu Sigga sem á um sárt að binda. Fjölskyldan var honum kær, dæt- urnar þrjár og barnabörnin sjö. Siggi var í sambúð með Ingibjörgu Daníelsdóttur, gekk sonum hennar í föðurstað og voru þau einstaklega samhent. Siggi lifði fyrir fjölskyldu sína og taldi þau sinn mesta fjársjóð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinarskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Við biðjum hinn Hæsta Höfuðsmið himins og jarðar að varðveita fjöl- skyldu Sigurðar í sorginni. Blessuð sé minning hans. Björn Kristmundsson og Halldór Skaftason EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.